Vísir - 18.03.1966, Qupperneq 3
V í S I R . Föstudagur 18. marz 1966.
iniiiiiiiiiMniiiiiiiniiiiiiiBiiiiwiiiiwi—
iiiiii
K' .
Þær sýna meðal annarra þjóðbúninga frá ýmsum löndum. Frá vinst ri Hildur Jónsdóttir í sari, Liv Þorsteinsson í búningi frá Telemark,
Róshildur Georgsdóttir sem spönsk senorita, Sigríður Ágústsdóttir í finnskum þjóðbúningi, Elsa Haraldsdóttir í peysufötum, Eygló Ein-
arsdóttir í sænskum búningi, Ninna Jónsson í færeyskum og Edda H jálmarsdóttir í frönskum og eru rósirnar handmálaðar á silkið.
Svartur möttull fóðraður með
rauðu silki fylgir búningnum
sem Ninna sýnir hvemig á að
bera svo a« öll dýrðin sjáist.
Næsta sunnudag verður hinn
árlegi kaffidagur kvenskáta að
Hótel Sögu. Meö kaffinu verö-
ur heimabakað bakkelsi, börn-
in geta fengið lukkupoka, happ
drætti verður og ýmis skemmti
atriði.
*
Myndsjáin brá sér eitt kvöld
ið heim til Hermanns Ragnars
danskennara og Unnar konu
hans, aðstoðarfélagsforingja að
Rauðagerði 10 og var þar til-
stand mikið. Spönsk senoríta
með hrafnsvart hár speglaði sig
í einum speglinum, indversk
yngismær tifaði eftir ganginum
í sínum sari og smáfríð frönsk
sveitastúlka dáðist að búning-
um staUsystra sinna frá Norð-
urlöndumim.
Á kaffideginum verða sem sé
þjóðbúningar frá ýmsum lönd-
um.
— Alls um tóif eða þrettán
búningar, sagði Unnur, og eru
þeir flestir handunnir. Við feng
um marga lánaða frá sendiráð-
unum og íslenzku búningana frá
Þjóðdansafélaginu svo að þeir
eru alveg ekta.
¥
— Ég var skáti í gamla daga
í Noregi, sagði Liv Þorsteinsson
sem hefur veriö búsett hérna í
nokkur ár og sýnir mjög falleg
an norskan þjóðbúning, sem
hún hefur unnið algerlega sjálf.
Búningurinn hennar Liv er
sams konar og konur bera í
Telemark eða Þelamörk einu
héraðinu í Noregi og er útsaum
urinn gamalt rósamuwitur svipað
því sem málað var á kistulokin
Búningnum hennar Liv fylgir
stuttur jakki, sem hún hefur
einnig saumað sjálf.
í gamla daga. Liggur mikil
vinna í öllu bróderíinu og var
Liv eitt ár að vinna búninginn.
Annar búningur, sem getur
ekki verið meira ekta er bún
ingur Ninnu Jónsson, sem er
færeysk í húð og hár þótt hún
sé búin að vera búsett hér á
islandi í tuttugu ár á hausti
komanda.
*
— Blússan er handprjónuö og
hitt er ofið segir Nlnna, og í
sylgjunni á beltinu, sem er úr
silfri er mynd af hval, skutli og
öörum þeim tækjum, sem notuð
eru við grindardráp og hér í
þessum prjóni eru táknin fyrir
trú, von og kærleika eins og
þau eru skorin út á altarisgrind
urnar í kirkjunni heima í Kvi-
vik í Færeyjum. Táknin eru mis
munandl eftir kirkjum, en gömlu
konurnar gengu ekki í útsaum-
uðu hversdags, seglr Ninna að
lokum.
— Kaffidagurinn er haldinn
til fjáröflunar fyrlr minningar-
sjóð Guðrúnar Bergsveinsdóttur
og hafa undanfarin ár verið
keypt húsgögn fyrir væntanlegt
skátaheimili fyrir á^ððann. I ár
rennur ágóðinn hins vegar í
væntanleg hverflsheimili skát-
anna, segir Ingibjörg Berg-
sveinsdóttir. Vinna að kaffi-
deginum gamlar skátastúlkur,
þær styrkja þetta þó þær séu
ekki lengur starfandi skátar.
*
Að lokum má svo geta þess
um kaffidaginn að aðgöngumiö-
ar veröa seldir í anddyri Hótel
Sögu á morgun kl. 2-4 og verða
borð tekin frá um leiö.
Elsa Haraldsdóttir er bara
maddömuleg í peysufötunum, en
fleiri íslenzkir búningar verða
sýndir á kaffideginum.