Vísir - 18.03.1966, Qupperneq 7
V1SIR . Föstudagur 18, marz 1966,
Á STRANDSTÁÐ
lllliii
það er einkennileg staðreynd,
að hér svo að segja við
bæjardyrnar á Reykjavík er
stðrt landssvæði, sem er óbyggt
og hefta má að sé algerlega ó-
fært öllum nema fuglinmn fljúg
andi að komast þangað, sérstak
lega þegar tekur aö hlána að
vorinu. Þessi staður er Geldinga
nesið, en þar gerðist sá atburð-
ur um síðustu helgi að drukkinn
maður strandaöi stórum og ný-
legum fiskibát norðan á nesinu.
Síðan má segja aö sveit björg
unarmanna hafi brotizt þangað
á strandstaðinn á jeppum og
trukkum með drifi á öllum hjól-
um. Og þar hefur þetta björg-
unarlið síðan orðið að hafast
viö í tjöldum, því aö það er
varla vinnandi verk, að vera aö
hafa fyrir því að byltast á jeppa
bílunum fram og aftur til borg
arinnar um stórgrýtisurðir, for-
uga mela og mýrar.
Á stríösárunum munu Bretar
hafa sett upp virki fremst í
Geldinganesinu og gerðu þeir þá
bílveg þangað, en ekkert hefur
verið hugsað um aö halda þeim
Tjaldbúðir björgunarmanna á hamarsbrúninni. í baksýn sér yfir Þemey og Álfsnes og Esjuna.
Þannig liggur Mjöll skorðuð f klettunum og smá-brimölduskvettur brotná á klnnungi hennar.
Spjall
J umræðum um þjóömálin aö
undanfömu hefur því hvað
eftir annað verið haldið fram
af forsvarsmönnum stjórnarand
stöðunnar að hneyksli væri hve
málum útvegsins væri lítt sinnt
og þessi mikilvægi atvinnuveg-
ur látinn sitja á hakanum. Um
ekkert væri hugsað nema ál-
bræðslu af hálfu stjómarvald-
anna. Aflmeiri og hættulegri
skeyti hefði stjómarandstaðan
að vísu getað valið sér, en slíkt
slöngukast, en það mun mála
sannast, aö erfitt er um árásar
efni, og því er gripiö til þessa
ráðs.
^jannleikurinn er hinsvegar
vitanlega sá, að saga útvegs
ins hér á landi síðustu árin hef-
ur veriö saga uppbyggingar og
mikillar framþróunar. Skulu
um það hér tekin nokkur dæmi,
sem sýna þetta svart á hvítu.
Um það leyti sem stjórn Lúö-
víks og Eysteins fór frá völd-
um vom til í landinu alls 49
fiskiskip sem voru yfir 100 lest-
ir að stærð. Á síöasta ári voru
þessi skip orðin hvorki meira
né minna en 172 talsins. Nú
vita allir að uppgripin og afla-
magnsvöxtur síðustu ára bygg-
ist einmitt aðallega á þessum
skipum, sem inn í landið hafa
verið keypt á síðustu árum.
Þau kaup hefur ríkisstjórnin
auðveldað mönnum meö margs
konar fyrirgreiðslu. Lítum þá á
síldariönaðinn og þróun hans
síöustu árin. Áriö 1958 var
heildarafkastageta síldarverk-
smiðja landsins alls 70.840 mál
á sólarhring. Nú er afkastaget-
an oröin 120.250 mál á sólar-
hring, næstum því helmingi
meiri. Tekjur þjóðarinnar af
síldinni hafa líka stórvaxið á
síðustu árum, en þaö myndi
ekki hafa verið ef verksmiöju-
rýmið hefði ekki verið svo stór
lega aukið.
Tjá má einnig líta á fjármuna-
“ myndunina í útveginum en
hún gefur einna gleggsta mynd
af þvf um hvaöa alhliða upp-
byggingu þar hefur veriö aö
ræða. Sé fjármunamyndunin
reiknuð á verölagi ársins 1960,
til þess að gefa nákvæma mynd
kemur I Ijós, að í vinnslu sjáv-
arafurða var hún árið 1959 sam
tals 108 millj. kr. En áriö 1965
var hún samtals 185 millj. kr.
Tj'rekar ætti ekki að þurfa vitn
anna við um þá staöreynd
að verulega aukið fjármagn hef
ur verið lagt til sjávarútvegs-
ins og alhliða staðið að upp-
byggingu hans á undanförnum
árum. Allur söngur um að
hann hafi verið látinn sitja á
hakanum er falssöngur. Þaö
sýna fyrrgreindar upplýsingar
og tölur betur en langt mál.
Þess vegna mun stjórnarand-
stöðunni ekki takast aö telja
mönnum trú um að þessi und
irstöðuatvinnuvegur hafi verið
vanræktur síðustu árin. Nú eru
ný áform á prjónunum í iðju-
málunum, áform sem munu
verða til heilla fyrir alla þjóö-
ina. En framkvæmd þeirra mun
ekki hafa það í för með sér að
dregiö verði úr vexti og þróun
sjávarútvegsins. Það hefur eng
um dottið í hug.
Vestri
vegi við og má segja aö hann
sé horfinn, eigmlega sokkinn
niður f leöjuna. Landslag á Geld
mganesi kemst einna næst því
sem freömýrunum er lýst og sér
staklega nú um þesar mundir
eftir leysingarnar, holklaki er
þar undir og allur jarðvegur
þar yfir ein aurleöja.
préttamaöur Vfsis var nú send
ur í fyrradag út á Geldinga-
nesiö til að finna staðinn þar
sem báturinn liggur strandaður.
Þetta var ekkert áhlaupaverk,
báturinn falinn noröan á nesmu
og framarlega á því, svo leiðin
er löng þangaö. Ekki var um
það að ræða aö komast lengra á
venjulegri bifreið en upp í Gufu
nýs. Þaöan , v^rð , syo að ganga
iM| g^URUfWS€teíP«i---fýíSt' .áíður
að Eiði. Geldjnganes er í raun-
inni einskonar eyja, en þó tengd
viö land með sandrifi eða eiði,
sem jafnvel far í kaf á hæstu
flööum. Leiðin yfir eiöið var nú
greiðfærari hlutinn. Síðan tók
við hin langa gönguferð vestur
eftir aurugum Geldinganesháls-
inum. En það er um það bil
klukkustundar gangur á strand
staöinn og jafnvel spurning
hvort jeppamir eru ekki fullt
eins lengi á leiðinni.
^allt í einu blasir við frammi
á hamrabrúninni norðan
megin á nesinu tjaldbúð, fólks-
flutningabíll og tveir stórir gul-
málaöir trukkar. Þar er komið
aö strandstað. Komiö er að tjald
búðinni og má sjá þar úti við
kringum tjöldin ýmiskonar vist
ir, svo sem pepsikóla kassa,
mjólkurhyrnur og fleira. Raf-
magnsstöö hefur veriö sett upp
og er í gangi og í náttúruþögn-
inni glymur í talstöð frá Gufu-
nesi.
Þar inni í fólksflutningabíln-
um hittum við Kristin Guð-
brandsson forstjóra Björgunar
h.f. Aðrir eru ekki við tjaldbúð-
ina, því nú er að falla út og
um að gera að nota tímann með-
an lágsjávað er að vinna aö
björgunarstarfinu. Kristinn seg-
ir mér, aö þeir frá Björgun hafi
komið þarna strax á sunnudag-
inn og byrjað þegar í stað á
verki sínu.
— Er nokkur von um björg-
un, það er sagt að báturinn sé ;
svo skemmdur?
— Já, viö þéttum upp í götin.
Hitt er verra að báturinn hefur
borizt viö landtökuna upp í
grjótiö og situr þar fastur.
Björgunarstarfiö er £ því fólgið,
aö ná grjótinu, og margt af þvl
eru stórir klettar, undan honum,
svo hann geti þá flotið á flóði.
Og ég þykist viss um að geta
náð honum út, þaö er þolinmæð
isverk og aðalatriðið aö bann
rjúki ekki upp með vestanroki,
ég vona að hann sé að verða
norðlægari, en bezt af öllu væri
þó að vindurinn yrði austlægur
eða landsynningur. Aðstaðan er
ekki upp á það bezta núna, það
hefur verið útsynningur og er
súgur í sjónum.
A/'ið göngum nú saman fram á
hamarinn. Mótorbáturinn
Framhald á bls. 13
;
Kranabíllinn, sem var látinn síga niður i fjöruna, að verki. Menn-
imir vinna að þvi að koma trossum undir grjót og kletta.