Vísir


Vísir - 23.03.1966, Qupperneq 4

Vísir - 23.03.1966, Qupperneq 4
a V í S IR . Miðvikudagur 23. marz 1966 Tilraun með að eyða á- fengi úr blóðinu með lyfí Jónas Ámason í hlutverki Skugga-Sveins. (Vilhjálmur Einarsson tók myndina) Hvíta tilraunarottan á mynd- inni er ölvuð. Væri hún allsgáð væri það henni auðveld þraut að ganga eftir stönginni og halda BORGFIRÐINGAR SETJA r.<íl r • . I SKUGGA-SVEIN A SVIÐ Það má teljast til stórræða er eitt fámennt ungmennafélag uppi í sveit ræðst í að færa Skugga- Svein Matthíasar Jochumssonar upp á leiksvið en það gerði Ung- mennafélag Reykdæla í Reykholts dal um síðustu helgl. Frumsýningin var haldin í félags heimili sveitarinnar Logalandi, s.l. laugardagskvöld fyrir fullskipuðu húsi áhorfenda og frábærar móttök ur. Töldu leikfróðir menn að með sum hlutverkin hafi verið farið með þeim ágætum að það hafi ekki öllu betur verið gert áður, jafnvel ekki hjá þaulvönum leikurum. Auglýstar hafa þegar verið þrjár sýningar á Skugga-Sveini og m. a. hafa skólanemar í héraðinu, frá Hvanneyri, Varmalandi, Reykholti og Bifröst látið í ljós áhuga á því að sækja þessar sýningar. Til mála hefur komið að síðar verði Skugga- Sveinn sýndur utan félagssvæðisins e. t. v. í Reykjavík eða nágrenni. Hlutverk Skugga-Sveins leikur Jónas Ámason rithöfundur, sem í vetur kennir við Reykholtsskóla. Þótti leikur hans takast með ágæt- jafnvægi. Það hafði hún oft- sinnis gert. En vísindamennirnir tveir sem sjást þama með henni á myndinni gáfu henni að drekka og við það förlaðist henni jafnvægistilfinningin. Hún steig út á stöngina en var reik- ul í spori, missti jafnvægið og féll niður en tókst á síðustu stundu að krækja einni löppinni í stöngina. Vísindamennirnir tveir eru Þjóðverjar að nafni dr. Rudolf Fried (vinstra megin á mynd- inni) og dr. Joachim Hoflmyer. Þeir eru búsettir x Múnchen og hafa nú um langt skeið verið að rannsaka áhrif vínanda á heila Framh á bls. 7. Risavaxnnr — Framh ' bls 8 athuganir liggi fyrir á athugun- arstöðvum. Það þarf að koma þeim á skömmum tíma til veð- urstofa um allan heim. Til að safna og dreifa veðurfregnum hefur Alþjóöaveðurfræöistofn- unin því uppi ráðagerðir um nokkrar stórar fjarskipta- og veöurfræðimiðstöövar, sem m. a. gætu notað rafeindareikna til þess að leita að og leiðrétta villur í veöurskeytum og til að velja leifturhratt út það, sem senda á áfram til mismunandi staða. Slíkir rafeindareiknar, sem tengdir væru saman í mis munandi heimshlutum, gætu og skipzt mjög hratt á upplýsing- um eða margfalt hraðar en unnt er meö venjulegri fjarskipta- tækni. Þá eru og uppi raddir um að nota gervitungl til fjar- skipta og gætu þau m.a. safnað veðurathugunum frá sjálfvirk- um veöurstöðvum á sjó og landi og sent þær áfram til miðstöðvanna. Hægri umferð — Framh. af bls 9 orðið svo að segja ómögulegt að fá þannig útbúna vagna leng- ur að þvf er upplýst er, og ef kaupa ætti strætisvagna með stýn vinstra megin og dyr á hægri hlið, þá mundi ekki vera hægt að nota þá f vinstri umferð nema með kostnaðarsömum breytinum og miklum óþægind- um. Þannig mundi staðsetning stýris vinstra megin í strætis- vögnum, sem ekið væri í vinstri handar umferð, óhjákvæmilega gera það að verkum, að auk bif- reiðastjóranna þyrfti aðstoðar- menn í vagnana, en í Reykjavík einni mundi það þýða 12 til 15 millj. kr. aukin útgjöld á ári hjá strætisvögnunum. Við það, að flestar þjóðir hafa nú tekið upp hægri handar umferð, er svo komið, að þær miða fram- leiðslu á almenningsvögnum sín um við þá meginreglu. Þannig eru stærstu bifreiðasmiðjur Sví- þjóðar þegar hættar að fram- leiða almenningsvagna fyrir vinstri umferð með hliðsjón af breytingunni, sem þar verður næsta ár, og nýjasta gerð af Mercedes-Benz almenningsvagni er einnig eingöngu með vinstra stýri. Strætisvagnarnir eru svo þýð- ingarmikil samgöngutæki, að þetta er eitt þeirra atriða, sem úrslitaþýðingu hafa í þessu máli. Kostnaöarhliöin Innan nefndarinnar er ekki samkomulag um það, hvernig afla skuli fjár til þess að standa undir kostnaði við breytingu frá vinstri umferð til hægri umferð ar, sbr.. fyrirvara tveggja nefnd armanna við IV. kafla frv. Sá á- greiningur skiptir þó ekki megin máli, heldur er það mest um vert, að sú ákvörðun, að fram- kvæma breytinguna til hægri handar umferðar, verði ekki lát in dragast. Með hverju ári, sem umferðar breytingunni séinkar, hækkar kostnaðurinn við hana. Árið 1940 var áætlað, að breyt ingin mundi kosta 50 þús. kr. Árið 1956 var hún áætluð 5.6 millj. kr., og er nú gert ráð fyrir, að kostnaðurinn nemi um 50 millj. kr. Sviar hafa svipaða sögu að segja. Þeir áætluðu sinn kostnað seörhér segir: Árið 1963 — 1946 — 1959 — 1961 — 1963 16 millj. s. kr. 27 — - — 215 — - — 325 —----------- 400 — - — Árið 1967 er ráðgert, að kostn aður þeirra verði um 550 millj. s. kr. I grg. frv. var kostnaður vegna breytinga á vegakerfinu sjálfu áætlaður tiltölulega lágur, miðað við það, að umferðarbreytingin komist á árið 1968 eins og frv. gerir ráð fyrir. Varanleg gatna- gerð í kaupstöðum og kauptún- um er stöðugt að aukast, og á næstunni mun verða hafizt handa um mikla mannvirkjagerð vegna umferðarinnar í höfuð- borginni og í námunda við hana. Verði þessar framkvæmdir all ar þegar í upphafi skipulagðar og undirbúnar með tilliti til hægri handar umferðar, þá hef- ur það engan aukakostnað í för með sér. En verði þær á hinn bóginn gerðar, án þess að ganga út frá breytingunni úr vinstri í hægri umferð, þá mundi það stórauka kostnað við breyting- una síðar, .og gefa tölur þær, x sem hér að framan voru nefnd ar, nokkra hugmynd um, hverju sá kostnaðarauki kynni að nema. Að þessu leyti hníga einnig öll rök að því, að ekki beri að fresta því lengur að taka upp hægri handar akstur hér á landi. Það er talið, að aldrað fólk með ökuréttindi muni eiga einna erfiðast með að aðlaga sig hin um breyttu umferðarreglum, sem frv. gerir ráð fyrir, en að eftir hæfilegan umþóttunartima muni það einnig venjast brevt- ingunni. Með hliðsjón af þessu er það mikilvægt, áð breytingin verði ekki látin dragast, vegna þess að aldursskiDting ökumanna er ún þannig, að tala roskinna öku manna er tiltölulega lág. En með hverju ári, sem líður fer tala roskinna ökumanna ört vaxandi Að þessu öllu athuguðu mæl- um við með samþykkt frum- varpsins. Loke er þess aö geta, aö f áætlunum Alþjóöaveðurfræði- stofnunarinnar er gert ráð fyr ir að í veðurfræðimiðstöðvun- um mætti nota hraðvirkustu raf eindareikna til að gera ýmiss konar spár og útreikninga sem sendir yrðu til veðurstofa hinna ýmsu landa en þar yrðu þessi mikilvægu hjálpargögn notuð við veðurspár fyrir við- komandi landssvæði. í mið- stöðvunum yrði einnig unnið að ýmsum veðurfræöilegum rannsóknum. Alþjóöaveðurfræðistofnunin vinnur nú að tillögugerð um alþjóðlega veðurgæzlu eins og rakið hefur verið hér að fram- an. Má telja víst aö framundan séu miklir þróunartímar í veð urfræði og veöurþjónustu ef fé fæst til að hrinda þessum áætl unum i framkvæmd í nægjan lega stórum stíl. Ekki má þó gleyma því að áfram verður þörf á að bæta og efla þá veð urþjónustu hinna einstöku landa, sem fyrir er. Auka þarf venjulegar veðurathugamr, bæta veðurspár og aðra þjón ustustarfsemi, efla rannsóknir og stuðla að þvi, að veðurfræði leg þekking sé hagnýtt í sem ríkustum mæli i atvinnulífi þjóðarlna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.