Vísir - 23.03.1966, Qupperneq 7
VÍ SIR . Miðvikudagur 23. marz 1966.
acem
7
A ðalatriðið fyrir listmenn
/ shapmgsskap
ÆÆ
við Birgi Engflberts, 19 ára leikritahafund, en Þjóðlerk-
hásið iærir upp fyrsta verk hans „LOFTBÓLU RNAR" i aprillok
Þ]öðleiMiKssáns framhjá
jcarEghölormm að baki
sviðsins og upp á efstu
hæð þar sem málarasal-
nrrnn er. Þar eru leik-
svfðsmyntdir skapaðar
og leiktjöld gerð. Inni í
Iitlu herbergi tfl hiiðar
við málarasaKnn, þar
sem ægir saman úrkiipp
um, plakötum og ýmis-
konar dóti býður Birgir
Engilberts til sætis.
Birgir Engilberts leikritahöf-
undur, uppgjafalistmálari, ný-
útskrifaður leiktjaldamáli, nítj-
án ára að aldri. Sonur Gríms
Engilberts ritstjóra Æskunnar,
bróðursonur Jóns Engilberts
listmálara.
í apríllok tekur Þjóðleikhúsið
til sýninga á Litla sviðinu í
Lindarbæ, leikrit Birgis „Loft-
bólumar", sem er einþáttungur
og verður sýndur ásamt einþátt.
ungnum „Ferðin til skugganna
grænu,“ eftir Danann Finn
Methling.
Er Birgir yngstur þeirra, sem
hafa fengið verk sín færð upp
af Þjóðleikhúsi okkar íslend-
inga.
Hann segist alltaf hafa haft
áhuga á leikhúsinu.
„Síðan ég sá Snædrottning-
una, sem lítill grenjandi smá-
krakki".
En fyrst byrjaði hann að
méla.
„Ég málaði mikið, þegar ég
var 15—16 ára, það var mein-
ingm að verða Estmálari, en svo
fannst mér nóg að hafa einn í
fjöískyldunnL Ég gerði módel
af leiksviði heima, en það var
bara upp á grfn. Svo var ég ehm
vetur f Myndlistaskólanom og
svo gerðist nú það, að maður
tók anzi miklum framförum
fyrsta árið og svo byrjaði mað-
ur á skriftunum, hafði verið að
dutla við þetta öðru hvom frá
því að ég man fyrst eftir mér“.
Árangurinn varð tveir ein-
þáttungar „Loftbólumar", sem
nú er byrjað að æfa og annar
einþáttungur til „Sæðissatíra".
„Þessi tvö, eru eiginlega
fyrstu fullkláruðu leikritin mín,
ég geri ráð fyrir að þau komi
út saman um leið og byrjaö
verður að sýna Loftbólumar.
Annars hef ég aldrei reynt að
skrifa annað en leikrit, það hafa
alltaf verið leikrit hjá mér.“
„Og hvenær fékkstu hug-
myndina að Loftbólunum?“
„Ja, maður veit eiginlega
ekki hvemig hugmyndin byrjar
að faeðast. Ég skrifaði. Loftból-
urnar . að . mestu .í Jyrravor og
sumar. Ég lá nú bara eitt sUmar
upp á dívan heima hjá mér og
horfði upp í kvistina, upp úr
því fór ég að skrifa. Það er að-
alatriðið fyrir listamenn að
liggja í slæpingsskap og láta alla
halda að þeir séu algjörir aum-
ingjar. Annars er það ótrúlegt
hvað það tekur langan tíma,
að skrifa svona örstutt leikrit.
Kannski er það af því maður er
að byrja. Annars heyrir maður
útt í bæ að þeir séu viku
semja og sitji yfir kaffibollum
það sem eftir er.“
„Um hvað fjalla leikritin,
flytja þau emhvem boðskap?"
„Það getor nú verið erfitt að
segja nokkuð um það, það er
svo sem állt og ekkert í þeim.
Hefur ekki allt einfavern boð-
skap að flytja? Leikritið Loft-
bólurnar er um þrjá iðnaðar-
menn, málara í lífsins akkorði.
Það má kalla þetta gamanleik-
rit“
„Eru málarar ekki nærtækt
viðfangsefni?"
„Nei, það kom af því að það
er leikrænt að hafa þá í stig-
um.“
„Hefirðu önnur leikrit í smíð-
um?“
„Nei, ætli maður sjái ekki
hvernig viðtökur þetta Ieikrit
fær, enn er þetta stutt komið
og einhvern tíma seinna bölvar
maður yfir því að hafa verið
að senda þetta frá sér. Annars
verður maður að loka sig inni
og ekki verða fyrir áhrifum af
því, sem heimurinn segir, en
maður lærir þó alltaf af því að
sjá leikritið á sviðinu.“
v, . „ffefur ekki starf þitt við
leikhúsið ' áuðvéldað þér skrift-
imar?“
„Jú ég hef fylgzt með æfing-
um á ýmsum leikritum, það má
eiginlega segja aö ég hafi alizt
upp með Ieikhúsinu, maður sér
sviðið miklu betur fyrir sér,
leikhúsið er aðalatriðið. Annars
er það furðulegt hvemig menn
em búnir að koma því á fram-
færi að það sé svo ógurlega
erfitt að skrifa. Það má kannski
segja, að það sé öllu erfiðara
TJitstjóri Þjóðviljans var i
skelfing nöturlegu og
nepjulegu skapi í gær eins og
forystugrein blaðs hans bar
vitni um. Það var reyndar eng-
in furða.
Þennan morgun birtu dag-
blöðin fréttir um úrslit finnsku
þingkosninganna. Þar unnu
jafnaðarmenn mikinn sigur, en
kommúnistar urðu að sætta sig
við verulegt fylgistap. Tapaði
flokkur þeirra, sem þar i
landinu gengur undir dulnefn-
inu Lýðræðisbandalagið, fimm
þingsætum, hafði 47 þingmenn
en hlaut nú aðeins 42 kjörna.
Frá þessum tíðindum segja
hinir heiðarlegu fréttamenn
Þjóðviljans þannig: „Sósialdemo
kratar og Lýðræðisbandalagið
sigurvegarar.“ Er langt síðan
gleggra dæmi um fréttafölsun
hefur sézt í íslenzku dagblaði.
Flokkurinn, sem tapar fimm
þingsætum er talinn sigurveg-
ari! Jafnvel þótt dialektiskum
fréttaskýringaraðferðum hinna
þjálfuðu kommúnista sé beitt til
hins ítrasta mun seint takast
að fá íslenzkan almenning til
þess að trúa því að sá sem tap
ar sé sigurvegarinn.
A uðvitað gera ritstjórar Þjóð-
viljans sér sjálfir ljóst, að
flokkur þeirra í Finnlandi hefur
goldið hið mesta afhroð og
stendur nú langt að baki sínum
erkifjendum, jafnaðarmönnum,
um fylgi. Það er sennilega skýr
ingin á nepjunni í ritstjórnar-
greininni í gær, en hún fjallar
um síðustu atburði innan
Nato og yfirlýsingu rikjanna 14,
sem tsland stendur einnig að.
Þar eru mörg ill stóryrði um
það höfð að „nafn íslands hafi
aðeins verið lánað undir sam-
þykktir annarra“ og sagt að ekk
ert samráð hafi verið haft við
utanrikismálanefnd Alþingis.
Sé það mjög vítavert.
T slíkum skrifum er sem blind
ur leiði blindan.
í tilkynningu ríkisstjórnar-
innar var frá því skýrt að yfir-
lýsingin hefði verið borin undir
og hlotið samþykki lýðræðis-
flokkanna þriggja, Framsóknar-
flokksins, Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins. Þar með
var fenginn yfirgnæfandi þing-
ræðislegur meirihl. til samþykkt
ar hennar, en vitanlega bar
hvorki samkvæmt formi né
nauðsyn aö meöhöndla þessa
stjórnargerð sem lagafrumvarp
Er því fráleitt og yfirmáta
barnalegt aö tala um að nafn
íslands hafi verið lánað undir
samþykktir annarra, þegar þing
flokkarnir þrír höfðu sam-
þykkt yfirlýsinguna.
Svipaðrar geðvonzku gætir í
ummælunum um það að komm
únistum hafi ekki gefizt tæki-
færi til að fjalla um ályktunina
i utanríkismálanefnd, þar sem
þeir eiga sæti. Er það vissulega
í fyrsta sinn í langan tíma að
kommúnistar óska eftir að fá að
fjalla um stuðningsyfirlýsingu
við Atlantshafsbandalagið. Hing
að til hafa þeir enga ókind
stærri séð en bandalagið og
barizt gegn vamarsamstarfi
vestrænna þjóða með oddi og
egg. Þess vegna er fráleitt að
þeir hafi nokkuð jákvætt haft
til málanna að leggja, er yfir-
Iýsingin var til umræðu hjá ís-
lenzkum yfirvöldutn. Reiði
þeirra stafar einungis af því að
þeir fengu ekki tækifæri til
þess að þæfa málið í utanríkis-
málanefnd. En sá tími er lið-
inn að lýðræðisflokkarnir kveði
kommúnista til ráðuneytis um
málefni Atlantshafsbandalags-
ins — þeirra samtaka, er þeir
hugðust meö ofbeldi hindra að
þjóðin geröist aöili að.
Vestri
Birgir Engilberts með sviösmynd sína af „Loftbólunum".
að skrifa langa skáldsögu, ef á
að halda hugsuninni út f gegn,
það virðist sumum ganga anzi
illa.“
„Og leiktjaldamálunin?"
„Ég lauk pröfi í vor og var
kannski ekki eins efnilegur og
þegar ég var að bvrja.“
„Finnst þér starfið taka tíma
frá þér?“
„Já, það er eins og með alla
fúskara, það þarf ekki nema
eitt kaffiboð og þeir halda að
listin geti ekki án þeirra verið.“
„Hvaða leikritaskáld telurðu
að beri hæst núna, tekurðu eitt
framar öðru?“
„Ég er einna hrifnastur af
mönnum, sem ég hef ekkert
lesið eftir, þá gerir ímyndunin
þá að snillingum."
„En hvað um íslenzka höf-
unda?“
„Því er mjög misjafnlega tek-
ið, þegar ungir menn segja mein
ingu sína. En ég vona að leik-
ritið lækki ekki standardinn í
íslenzkri leikritagerð þvf að
hann getur ekki lægri verið“.
s. b.
í
TSIraun
Framh. af bls. 4
og taugastarfsemina. Mikið af
tilraunum sínum gera þeir á til
raunadýrum eins og þessari
rottu.
Það þykir nú merkilegasti
árangurinn af tilraunum þeirra,
að þeir hafa 'fundið upp efni,
sem þeir kalla „Efni X“ og hef
ur þá eiginleika að það eyðir
með mjög skjótum hætti áhrif-
um vínanda á líkamann. Þannig
hefur vísindamönnunum tekizt
að eyða með fijótum hætti 45—
50% af þeim vínanda sem fyrir
finnst í blóðinu. Ef hægt væri
að yfirfæra þessar tilraunir með
dýr yfir á menn myndi það
þýða, að menn gætu drukkið
helmingi meira en þeir eru van
ir af áfengi án þess að missa
ráð og ræny. Einnig myndi það
opna þann mögul., að menn er
hefðu neytt áfengis gætu tekið
töflu með þessu efni. Þar með
rynni skjótlega af þeim, og þeim
væri óhætt að aka bifreið sinni
heim án þess að eiga á hættu að
brjóta hin ströngu umferðarlög
um áfengisinnihald blóðsins.
En tilraunir þessar eru ermþá
aðeins á því stigi að efnið hefur
verið reynt á dýrum og gefið góð
an árangur. Skömmu eftir að
myndin var tekin, sem hér birt-
ist, gáfu vísindamennimir
rottunni inn þetta fyrrgreinda
efni og ekki leið á löngu þar til
hún var aftur orðin allsgáð og
gat trítlað örugglega yfir stöng-
ina, haldið jafnvægi á ný.
Fékk spegil i höfuðið
Slys varð í Tryggvagötu i gær,
rétt eftir hádegið með næsta und-
arlegum hætti, að því er lögreglan
tjáði Vísi.
Slysið varð um kl. hálftvö e. h.
fyrir utan Tryggvagötu 28. Bifreið
var þá á leið austur götuna, en fót-
gangandi maöur var á leið
vestur og gekk yzt á gangstéttar-
brún. En þá gerðist það, að spegill
utan á bifreiðinni rakst í höfuð
vegfarandans. Hlaut hann við þetta
allmikið höfuðhögg og var fluttur
í slysavarðstofuna til athugunar og
aðgerðar. Sá slasaði heitir Harald-
ur Þórðarson til heimilis að Hólm-
garði 8.
w’lUvsiBÍ