Vísir - 23.03.1966, Page 16

Vísir - 23.03.1966, Page 16
ISIR Miðvikudagur 23. marz 1966. áEgilsstöium Hlutafé 3 milljónir :>•• ••■•••:••■■........................................ -.................................................................................•....................... ■ iþx mm ' % ■■ #Ö f ' ' x--., '• | ■ I; ■ Helga siglir út úr hriðarmuggunni upp að bryggju í Reykjavík i gærmorgun. HELGA AFLAHÆST Á VERTÍÐINNIHÉR SYÐRA — Kom inn með 70 tonn í gær Eins og sagt var frá í frétt hér í blaðinu í gær, kom vélskip ið Helga RE, inn í gærmorgun með um 70 lestir af þorski. Þennan afla fékk skipið á Breiða fjarðarmiðum á svonefndum fláka og í norðurkanti Kolluáls ins. — Með þessum afla hefur Helga fengið um 460 lestir á rúmum mánuði, eða frá 20. febr en þá fór skipið í fyrstu veiði ferð vertíðarinnar. Mun hún nú vera aflahæsta skipið á vertíð- inni hér sunnan lands. Skipstjóri á Helgu er Ármann Friðriksson og er hann jafn: Framhald á bls. 6. Á sunnudaginn var gengið frá stofnun hlutafélagsins Súla í Egils staðakauptúni. Var félagið stofnað til þess að koma upp og reka nið- urlagningarverksmiðju í Egilsstaða kauptúni. Er hlutafé þrjár miiljón ir króna. Formaður var kosinn Jón Helgason rafveitustjóri og hafði blaðið tal af honum í morgun. — Félagið var stofnað til þess aö koma upp og reka verksmiðju þar sem síld verður lögð niður, verður unnið úr söltuðu hráefni. Hvað markaði varðar sitjum við við sama borð og aðrar niðurlagn ingaverksmiðjur, en afúrðum verk smiðjunnar veröur komið á mark að innanlands og utan. Gert er ráö fyrir að 600 fer- metra húsi verði komið upp á Egils stöðum undir verksmiðjuhaldið og er ætlunin aö byggingarfram- kvæmdir hefjist í vor, og að starf- semi verksmiðjunnar hefjist á haustmánuðum eða fyrir næstu ára mót. Gert er ráð fyrir 30—40 manna starfsliði. Eru nú kannaðir Framh. á bls. 6. Áljfingisumræð- ur í útvarpinu — á föstudagskvöld Á föstudagskvöldið fara fram útvarpsumræður um tillögu kommúnista og framsóknar- manna um vantraust á rikis- stjómina. Umræðurnar hefjast kl. 8 og verða þrjár umferöir, alls 55 mínútur. Fulltrúar flokk anna tala f þessari röð: Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokk ur, Alþýðubandalag og Alþýðu flokkur. Af hálfu Sjálfst.fl. munu ráð- herrar flokksins tala. Fyrir Al- þýðuflokkinn tala þeir dr. Gylfi Þ Gíslason viðskiptamálaráð- herra, Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra og Benedikt Göndal, fyrir Fram- sóknarflokkinn þeir Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson og fyrir Alþýðubandalagið Lúð- Framh. á bls. 6. Mesta veiar vetrarins gekk yfír norSur- hhta landsins í gær Glórulaus stórhríð var um allt norðanvert landið í gærdag og hélzt frameftir s.l. nóttu. Telja menn það langversta veður sem til þessa hefur komið á vetrinum, jafnt hvað fannkyngi og veðurhæð snertir. Ýmsir telja þetta í röð mestu vetrarveðra sem þeir muna eftir. SIGLUFJÖRÐUR. Frá Siglufirði var Vísi símað í morgun að þar hafi kyngt niður snjó og allar götur gjörsamlega ó- færar bifreiðum í gær. Hríðin brast á í fyrrinótt með óhemju fannkyngi, en ekki mjög miklu hvassviðri. í allan gærdag var glórulaus bylur og hundi ekki út sigandi. í morgun var veðrið að ganga niður og gekk á með éljum, en birti á milli. Var strax í birtingu hafizt handa um að moka helztu umferðargöturnar í hjarta bæjarins. Siglfirðingar segja að yfirstandandi vetur sé mesti snjóavetur, sem þar hafi komið s.l. 30 ár. AKUREYRI. ( Frá Akureyri var símað að þar hafi veður versnað fyrir alvöru upp úr hádeginu í gær og þá brost- ið á með iðulausri stórhríð, sem hélzt allt framundir morgun með feikilegu hvassviðri annað veifið. Færð versnaði til muna, sumar götur eru alófærar, en um aðrar : komast a. m. k. stórir bílár. Litlir bílar hafa lítið verið í umferð. Bú- izt er við að mjólkurflutningar muni ganga erfiðlega f dag og nokkru fyrir hádegið hafði engin mjólk borizt til bæjarins. FLJÓTSDALSHÉRAÐ. Vísir hafði ennfremur samband við Egilsstaði á Völlum í morgun. Þar var í gærkveldi og alla nótt ein mesta stórhríð sem komið hefur um árabil. Gífurlegt hvassvirði og fannkoma að sama skapi. Hver einasti vegarspotti, sem áður var fær, lokaðist í þessu veðri og er nú engu farartæki fært hvorki um sjálft Egilstaðaþorp né út úr því. Ekki er vitað að þetta veður hafi slysum eða valdið nokkrum meiriháttar óhöppum austur þar, því veðurspáin var vond og menn Jiafa búið sig undir vont veður og haldið að mestu kyrru fyrir. Aftur á móti var mikil umferð eftir öllum vegum, sem færir voru orðnir, á mánudaginn. Þá voru m. a. fluttir 200—300 hestar af heyi neðan frá Reyðarfirði og upp á Fljótsdalshérað. Enn er þó eftir að flytja um 1000 hesta heys, sem geymt er niður á Reyðarfirði. Framh. á bls. 6. LOGREGLURANNSOKN UT AF SVIPLEGU DAUÐSFALLI Undanfarna daga hefur staðið yf- Ir rannsókn út af svlplegu dauðs- falll hér í borg, en það skeðl á helmili sjúklings, seem lá mikið veikur í rúmi sínu. Maður þessi, sem er allmjög roskinn, þjáðist af hvítblæði og var talið, að hann myndi ekki eiga langt eftir ólifað. Bjó hann með konu sinni ,sem er miklu yngri að árum en hann, og auk þess var á heimilinu uppeldisdóttir gamla mannsins, unglingsstúlka, sem aö- allega hefur hugsað um fóstra sinn í véikindum hans og hjúkrað honum Á fimmtudaginn skrapp fóstur- dóttirin að heiman, en eiginkona Fram. á bls. 6. 12 Kjarvalsmálverk á uppboði í dag Á listaverk hefur r ''ktssonar í dag verður m. a. boðin upp stærsta mynd, sem Scheving — Það sem einkennir sýning una núna er að á henni eru ým ist mjög stórar myndir eða litl ar myndir, sagði Sigurður Bene diktsson í viðtali viö blaðið i gær, en hann heldur upboð á 48 málverkum í súlnasal Hótel Sögu kl. 5 í dag. Væntanlegum kaupendum gefst kostur á að skoða málverkin til fjögur í dag og einnig voru þau til sýnis í gær. — Á uppboðinu verður stærsta mynd, sem Gunnlaugur Schev- ing hefur málað „í vondum sjó“ Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.