Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 7
VfSfR . Föstudagur 25. marz 1966. 3 : .........: -m-m jU. Hiö nýja hús, sem bærinn lætur byggja að Austurbrún 6. í Laugarásnum eru tvð hús með svipuðu sniði, sem byggð eru af einstaklingum, og sést annað þelrra t. v. á myndinni. Húsasmiöir að ganga frá mnréttingum í eldhúsi. Auknar framkvæmdir á vegum borgarhmar á hásnæðisekkmni Þrátt fyrir hinar miklu íbúða- byggingar í Reykjavík virðist Htið lát verða á húsnæðis- skortinum, enda helzt fölks- fjölgunin í hendur við íbúða- byggingamar og kannski vel það. Borgarstjórn Reykjavíkur hef- ur mikið gert á undanfömum árum til þess að hjálpa þeim, sem harðast verða úti í hús- næðisleysinu og að tilhlutan fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm hafa verið gerðar áætlanir um stóraukin afskipti borgarstjómar af þessum mál- um. Á undanförnum árum hafa verið byggðar á sjöunda hundr- að íbúðir á vegum borgarinnar, til sölu með hagstæðum kjörum. — Nú eru 485 íbúðir í eigu borgarinnar leigðar út. Stefnt er að því að byggja fleiri leigu- íbúðir á vegum borgarinnar, einkum handa einstæðum mæðr um, örykjum og öldmðu fólki. Á ámnum 1946—1964 voru engar leiguíbúðir byggðar á veg- um bæjarins, heldur eingöngu söluíbúðir. — Á þessum árum átti bærinn raunar bráðabirgða húsnæði, sem búið var í, þar sem braggamir voru, svb og annað bráðabirgðahúsnæði frá stríðsárunum. Árið 1955 voru 543 braggar taldir í eigu borg- arinnar nú eru þeir 36 og fer dagfækkandi. 1 í fyrra keypti bærinn tvö ný fjölbýlishús vestur á Meistara- völlum, sem nú em leigð út á vægu verði á vegum bæjar- ins, era það 48 íbúðir. í hús- unum númer 64—80 við Skúla- götu leigir bærinn 72 íbúðir. Við Kleppsveg hefur bærinn verið að láta byggja 3 fjölbýlishús og er fólk þegar flutt í tvö þeirra Eru þar 54’ leiguíbúðir. Loks er nú í smíðum háhýsi með 69 íbúðum við Austurbrún. Á næsta ári v^rður byrjað á byggingu fleiri íbúða fyrir aldrað fólk en það er liður í á- ætlun um slíkar byggingar, þar sem reiknað er með að á næstu 20 árum verði byggðar 500 íbúðir fyrir aldrað fólk. Auk þess verða á næstunni byggðar tvö hundruð litlar íbúðir, sem Byggingasjóður Reykjavikur- borgar mun leigja efnalitlum fjölskyldum, þar á meðal ung- um hjónum, svo og 50 ibúðir í viðbót, sem annað hvort verði seldar eða leigðai með hagstæð- um kjörum. — Einnig mmi Byggingasjóður lána 40 milljónir næstu 4—5 árin til íbúðabygg- inga. Verða þetta hagkvæm lán og veitt allt að 100 þúsund á íbúð, enda sé um að ræða litlar íbúðir, sem falli undir lánveit- framhald á Ols 13 siPi r'aman verður að sjá hverjir verða valdir af hinum ís- lenzka kommúnistaflokki til þess að sitja 23. ársfund rúss- neskra kommúnista, sem hefst í Moskvu næsta þriðjudag. Eitt sinn var sagt á íslandi: Utanstefnur viljum vér engar hafa. íslenzkir kommúnistar hafa snúið þessu kjörorði við í lífi sfnu, stefnu og starfi. Þeg ar smalinn hóar undir granít- veggjum Kremlborgar rása ís- lenzku sauðiniir austur Á sama tíma reynir þessi stjóm- málaflokkur að setja konstuga óperettu á svið, sem hefur það að innihaldi að hann sé alís- lenzkur vinstrimanna flokkur, sem hreint engin tengsl eigi við vondu mennina í útlöndum — bá menn sem á áranna rás hafa fangelsað og myrt milljónir sak lausra sovétborgara að sögn nú verandi valdhafa. Stokkið er f leyni til Moskvu, með viðkomu > Stokkhóhni, og síðan snúiö •heim með auðvaldshótelmerki á ferðatöskunum, rétt eins og kommúnistadelegasjónu komi úr sumarleyfi á Mallorca. \fitanlega blekkir óperettan ’ engan mann á þessu landi. Allir vita að gylltir leyniþræðir liggja milli hins islenzka komm únistaflokks og hinnar erlendu hreyfingar. Það ber líka bezt vitni um ferð Einars Olgeirsson ar á þing norrænna kommún- ista. Hefur Einar sett i það allan metnað sinn og stolt að sanna það eftir heimkomuna, að hann hafi raunverulega ekki verið nein boöflenna á þessu norræna kommúnistaþingi. Datt hann heldur illilega þannig f þá gildru, sem honum hafði verið búin af erkifjanda hans, Hanni bal Valdemarssyni, sem sagði hverjum sem hafa vildi að Ein ar væri enginn fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Hefur nú Einar f bræði slnni svo rækilega sann að að hann hafi setið hinn er- lenda leynifund, aö enginn þarf að efast lengur um það að hið pólitíska jarðsamband hans til Norðurlanda er í fínasta lagi og línan austur hrein og ó- skemmd. Þökk sé ljósprentun um af kommúnistabréfum þeim sem Einar hefur fengiö birt í Þjóðviljanum. Þannig leggja slóttugheit þeirra Hannibalsbræðra enn jafnvel hina gáfuðustu menn. "pn Þjóðviljinn hefur að öðru leyti einnig átt bága daga. Fyrir nokkrum mánuðum varð hann fyrir þvf slysi að bendla alsaklausan mann viö fjársvika mál á Keflavíkurflugvelli og dylgja mjög um hlutdeild hans í því máli. Nú hefur hinn sak- lausi maður svarað fyrir sig með meiðyrðamáli, þar sem hann krefst eðlilega vænna bóta fyrlr þessa sérstæðu rit- mennsku Þjóðviljans. Hrekkur kommúnistablaðið svo við, er það heyrir þessa stefnu, að frá hermi er sagt í sjö dálka fyrir- sögn í gær. Hefur dómurinn í Lárusarmálinu greinilega haft þau áhrif á ritstjórn blaðsins, að skelfing nokkur og taugaveikl- an hefur gripið þar um sig. Fárast blaðið mjög yfir því að fyrrgreindur maður skuli láta sér koma til hugar þá ó- svinnu að stefna til þess að hreinsa mannorð sitt. Er vissulega full ástæða til þess aö óska Þjóöviljanum til hamingju með það aö hann virð ist þó loks að vera átta sig á því að einstaka sinnum verða menn að bera ábyrgð á því, sem þeir skrifa. Vestri Skápur í svefnkrók. — Skápamir eru eins f öílum íbúðunum og alllr smfðaðir í smástykkjum á einum stað. Sömu smiflrnir setja þá alla upp. Þeir ættu því að kunna handtökin í 69. íbúðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.