Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 9
VÍ SIR . Föstudagur 25. marz 1966. Tjað er nú farið að hitna æði mikið I glóðunum í kosn- ingabaráttunni f Bretlandi, enda dregur nú óðum að þeim, þær eiga að fara fram eftir tæpa viku, fimmtudaginn 31. marz. Nokkur merki um hitann og æsinginn í kosningabaráttunni má nefna. Um síðustu helgi var Harold Wilson forsætisráðherra staddur á hávaðasömum kosn- ingafundi. Þá gerðist það að ungur piltur, 14 ára, kastaði að honum „ólyktarkúlu” og vildi svo illa til að kúlan sprakk á auga hins virðulega forsætis- ráðherra. í þessum kúlum sem skólakennarar þekkja víða um lönd er ammoníaks og brenni- steinsupplausn og meiddist Wil- son á auga, þó ekki meira en svo, að hann var bólginn á því í tvo þrjá daga. Pilturinn sem verkið vann var handtekinn og þarf ekki að efa það að hann vann verkið í pólitískum æsingi, enda var hann af íhaldsfjöl- skyldu kominn. Þegar svo mjög er farið að nálgast kosningamar gætir mjög hávaða og frammíkalla á kosn- ingafundum í Bretlandi. Bretar eru svo lýðræðissinnaðir frá fomu fari að sjálfsagt þykir þar að frambjóðendumir þótt þeir séu menn í 'virðulegustu emb- ættum komi á kappræðufundi í kjördæmunum. Þeir fundir eru ákaflega fjölsóttir og þvkja hin bezta skemmtun. 1 Bretlandi eru ekki listakosningar heldur eintóm einmenningskjördæmi og fyrir þá sök verða framboðs- fundimir miklu skemmtilegri og persónulegri, líkt og reynslan var hér á landi áður en lista- fyrirkomulagið var upp tekið. Margir miðaldra menn hér á landi eiga einmitt mjög skemmti legar endurminningar frá slíkri lifandi pólitík, þegar fjör var í tuskunum og Jónas og Ólafur Thors og Ólafur Friðriksson og ýmsir aðrir mælskumenn leiddu fram hesta sfna. Þetta fyrir- komulag helzt sem sagt enn í Bretlandi og verkar þannig að færa hina almennu kjósendur nær Iffæð stjórnmálanna. ^uk frambjóðendanna f hverju kjördæmi fara forustumenn flokkanna f Bretlandi eins og hvirfilbylir um allt landið, skera upp herör flokksmanna sinna og mæta á mörgum fram- boðsfundum. í þeirri keppni er það oft sem einstakir forustu- menn bera af í dugnaði, hörku, mælskulist, menn virðast ó- þreytandi, alls staðar fremstir I sóknarlfnunni. I þessum kosn- ingum eru það einkum tveii menn sem virðast skara þannig fram úr sem kosningaskörung- ar. Hjá íhaldsmönnum er það sjálfur foringi flokksins og for- sætisráðherraefni „in spe“ Edward Heath. í Verkamanna- flokknum er það hins vegar George Brown efnahagsmálaráð- herra. Þeir eru svo miklir kapp- ar, að hægt væri að gera um þá nýja bók um „Heljarslóðar- orustu“. Heath foringi íhaldsflokksins rfs árla úr rekkju í hinni glæsi- legu piparsveinafbúð sinni í Albanv skammt frá Piccadilly en hefur varla tíma til að raka sig eða borða eggið sitt og bei- konið, þvf hann þarf að vera mættur fyrir allar aldir á skrif- stofu flokksins til að skipu- leggja baráttuna. Kl. 9 heldur hann sinn daglega blaðamanr.a- fund, þar sem hann útskýrir Skopmynd úr Daily Express, sem snertir aðaldeilumál kosningabaráttunnar í Bretlandi. Wilson í höndum Johnsons forseta hrópar til Heaths: Heyrðu, þú ert eSns og hundur fyrir de Gaulle! // fyrir fréttamönnum stefnuskrá flokksins, ræðir um kosninga- horfur, svarar ýmsum ásökun- um og illyrðum fjandmannanna frá deginum áður. Síðan þýtur hann af stað f kosningaleiðang- ur og gefur sér varla tíma til að snæða hádegisverð. Það gildir hann einu hvert leiðin liggur, ef dagskráin tekur til Skotlands eða Ulsterhéraðs á norðanverðu Irlandi fer hann út á flugvöll og sfðan með Dakotavél norður á bóginn. Ef hólmgönguvöllurinn er í Kent, Comwall eða Midlands, þá ekur hann með einkabifreið sinni f áttina þangað. Hann situr við hlið síns örugga bflstjóra og hefur gaman af því að aka hratt. Yfirleitt aka þeir eins hratt og vélin leyfir. Svo kemur hann til vígvallarins, fer frá einum bæ og einu þorpi til ann- ars og flytur ræðu eftir ræðu. Oft notfærir hann sér lfka þyril- vængjur til að komast hraðar yfir, geta haldið ennþá fleiri ræður. Að kvöldi er snúið aftur heim á leið og oft komið að dyrum íbúðarinnar um kl. eitt um nóttina. Þó er Heeth ekki þrotinn kröftum eftir daginn, hann hleypur upp stigann og tekur tvö þrjú stigaþrep í einu. Loksins þegar hann er kominn inn f fbúð sína slappar hann af, klæðir sig í hvítan silkislopp, sem hann keypti einu sinni austur í Singapore. Hann fer lauslega yfir nýútkomin blöð næsta dags, teygir úr sér og háttar. Nýr dagur bíður hans snemma um morguninn. eorge Brown hefur komið fram sem harðasti baráttu- maður Verkamannaflokksins, meðan svo virðist sem Harold Wilson hafi fremur dregið sig í hlé f baráttunni. Við skulum lfta inn á kosningafund sem Brown hélt fyrir fáeinum dögum f bæn um Stockport f Cheshire, en það er skfri í Bretlandi sem mun liggja einhvers staðar vestantil f landinu nálægt Liverpool. Þegar George Brown kom til fundarstaðarins þótti vissara að láta eina tiu lögregluþjóna fvlgja honum líkt og skjaldborg inn f fundarsalinn sem var troðfullur af fólki. En varla hafði Brown sézt í dyrunum fyrr en ólætin upphófust. Ung- lingar á skólaaldri höfðu mjög fjölmennt í fundarsal og hófu þeir sköll og læti, hróp og söng. Þegar George Brown birtist á ræðupallinum hófst upp söngur- inn frægi með eilitilli fornafns- breytingu „George Browns body lies a-mouldering in grave" (Líkami George Browns liggur f gröfinni og breytist í duft) og um leið og hann steig í pontuna komu nokkrir blautir hvftir vasaklútar og lentu á höfði hans og herðum, meðan salemispappfrsrúllum var skotið eins og eldflaugum um sviðið þvert og endilangt. Þannig gekk fundurinn til loka og þó Bretar hrósi sér af lýðræði má segja að það hafi f þessu tilfelli gengið einum of langt og breytzt í hreint skrílræði, þegar ræðu- maðurinn fékk allan fundinn ekki komið upp neinni setningu ótruflaður og oft á tfðum heyrð- ist alls ekki til hans fyrir ópum og óhljóðum. Var engin furða þó Brown reiddist ákaflega og var sem hárin risu á höfði hans er hann veifaði vísifingrinum á- kærandi til hinna ungu óláta- belgja og hóf að átelja ungling- ana harðlega. Gætti þá jafnvel klökkva eða gráthreims í rödd hans er hann sagði: „Ef þetta er árangurinn af skólagöngu ykkar, þá er mér óhætt að segja að þetta er álitshnekkir fyrir skóla ykkar.“ Átölumar báru þó lítinn ár- angur, en unglingarnir hrópuðu hinir hortugustu, að Brown þyrfti ekki yfir neinu að kvarta. „Ekki höfum við kastað eggjum á þig,“ hrópuðu þeir og vísuðu þar til atburðar sem gerðist á sama stað í síðustu kosninga- baráttu, þegar eggin dundu þar yfir Sir Alec Douglas Home þáverandi forsætisráðherra Breta. við eigum svo að fara að tala um stefnumið flokka, hvað það sé sem aðskilur Verkamannaflokkinn og íhalds- flokkinn, verður allt heldur örðugra, því að satt að segja er ekki auðvelt fyrir útlendinga að koma auga á það upp á síðkast- ið, hvað hefur aðskilið stefnu Ihaldsmanna og Verkamanna- flokksins, sérstaklega þar sem Wilson hefur með sinni veiku stjóm lítið annað gert en það sem ætla má að íhaldsflokkur- inn hefði sjálfur framkvæmt ef hann hefði haldið völdunum, það er að reyna að bjarga pund- inu, taka afstöðu með svert- ingjaþjóðum Afriku í Rhodesíu- málinu og draga enn stórlega úr hernaðarútgjöldum með því að fækka herbækistöðvum í fjar- ‘ lægum löndum og skríða í land- varnarmálunum enn meira í skjól hjá stóra afkomandanum sínum vestur í Ameríku. Því miður eru brezk stjórn- | mál, eins og bregða vill fyrir í ; mörgum friðsemdarríkjum æ | meira farin að líkjast einhvers ■* konar „sfðastaleik" þar sem leikmenn skiptast algerlega á hlutverkum, þannig að þeir j sem voru í stjómarandstöðu í t gær og báru fram þungar á- | kúrur á stjórnina eru komnir í jr stjórn í dag og framkvæma þá < Framh. á bls. 11 ica oj*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.