Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 11
VISIR . Föstudagur 25. marz 1966. Haukar veikja von frm m að fá íslandsbikarm Unnu 20:18 í hörkuleik í gærkvöldi „Það var sannarlega heiður að því að geta nú borgað aftur stigin, sem við fengum af FH í mótsbyrjun“, sagði brosandi og sigurglöð kempa eftir leikinn við Fram í gær, Stefán Jónsson, hinn snjalli línuspilari Hauka. Það var ekki sízt hon um að þakka að Haukar unnu Fram og gera vonir Fram litlar um sigur í mótinu, en tveir síðustu leikir Fram hafa fært liðinu tap, báðir leikimir gegn Hafnarfjarð- arliðunum. Lelkurinn i gær var hörku- spennandi og handboltinn ágætur hjá báðum liðum, ekki sízt Hauk- unum, en vafasamir dómar Björns Kristjánssonar eyðilögðu á stund- um. í stuttu máli gekk leikurinn svo fyrir sig að Haukar náðu að kom- ast f 4:1, en Fram minnkar mun- inn f 5:4 og enn ná Haukar góðum spretti og komast í 9:4 og virtust stórskyttur Fram, þeir Gunnlaugur og Guðjón aldrei fá að njóta sín. Hins vegar kom ágætt skot frá ungum leikmanni, Frímanni, og hefði mátt nýta hann og skot hans melra f þessum leik. Hins vegar reyndl Gylfi Jóhannsson mikið að 1 skjóta, en var heldur linur. Sfðustu mfnútur hálflelkslns unnu Framar- ar á og í háifleik var aðeins eins marks munur 10:9. Úrslit siðari hálflelks urðu þau sömu, 10:9 fyiir Hauka og úrslit- in 20:18. En ekki hafðist þessi sig- ur fyrlrhafnarlaust. Fram tókst að jafna á 10. mín. 12:12 og Stefán skoraði 13:12 fyrir Hauka á 15. mín. Á 22. mín. jafnaði Fram næst i 16:16 og var Guðjón að verki. Virtust bæði liðin nú gjörsamlega úr sambandi og lelkmenn mjög taugaóstyrkir og gilti það ekki sfður um leikreyndustu lelkmenn Fram. Loks nú tókst Fram að ná forystu f leiknum eftir 54 minútna leik. Bjuggust nú flestir við að reynsla Framliðsins mundi nú reynast haidgóð, en það reyndist ekki svo. Léleg sending Ieikmanns Fram f fumi og fáti til Ásgeirs sem fer upp endilangan völlinn og skorar með Gunnlaug Hjálmarsson á bak- inu, 17:17. Og Haukar ná boltanum eftlr lélega sendingu Framara út af vellinum og Matthfas skorar laglega 18:17 þegar aðeins eru 4 minútur eftir. Sigurður Einarsson jafnaðl nú af línu og fullt hús af áhorfendum á Hálogalandi hvatti Hðin með ráðum og dáð, reyndi að trufla Haukana með taktbundnu klappi, en ekkert dugði. Boltinn barst nú inn á Iínuna og Framh. á bls. 6. VALUR VANNKR Valsmenn áttu ekki f miklum vanda með að krækja sér I stig númer 7 og 8 á íslandsmótinu f 1. deild I gærkvöldi gegn KR. Valur var allan tímann nokkuð öruggur um sigur, enda þótt KR virtist ógna nokkuð undir lokin. Valsmenn náðu að skora 3:0 og 5:1, 7:3 og 8:4. Síðan var staðan 10:5 og f hálfleik hafði Valur yfir 13:7. Sfðari hálfleikurinn var held- ur lélegri hjá Val og þá dró KR heldur þá og komst í 20:17 þegar um 6 mínútur voru eftir af leik, en Val tókst að tryggja slgurinn með tveim næstu mörkum og komust nú i 25:19 en Heins Steinmann skoraði undir lokin tvfvegis fyrir KR og Iauk leiknum 25:21. Leikurinn allur var mjög Ié- legur, nema hvað Valsmenn voru nokkuð góðir lengi framan af f fyrri hálflelk. Sfðari hálf- leikurlnn var mjög daufur og leiðinlegur og oft hálfgerð leik- leysa. Beztu menn Vals voru Her- mann, Bergur og Jón Ágústs- son, en Jón Carlsson er í mik- illi framför. Hjá KR var Karl sem fyrr atkvæðamesti maður- inn en Reynir var hættulegur með sin lúmsku skot, sem vel að merkja munu oft vera ólög- leg og belnlinls hættuleg. Heins átti og ágætan lelk og EUert varði sæmilega i markinu. Magnús Pétursson dæmdi og gerði það heldur illa. Það er leiðinlegt að sjá dómara kasta svo til höndunum við verk eins og þá tvo sem dæmdu f gær- kvöldi. Vonir KR um framhaldsvisl f 1. deiid veikjast stöðugt og nú eru aðeins tveir leikir eftir hjá llðinu, e.t.v. þrfr, ef kæra þeirra gegn FH nær fram að ganga, en hún er byggð á því að leikið var með of litlum bolta. — jbp — Eftir leikina f gærkvöldl er staðan f 1. deild þessi: FRAM—HAUKAR 18:20. VALUR—KR 25:21. FH 7 6 0 1 156—140 12 FRAM 8 6 0 2 211—172 12 VALUR 8 4 0 4 190—202 8 HAUKAR 9 4 0 5 202—203 8 ÁRMANN 7 2 0 5 163—187 4 KR 8 2 0 6 187—204 4 Föstudagsgrein — Framh. af bis 9 hluti sem þeir gagnrýndu áður. Utanaðkomandi mönnum virðist sem sé að stjórnarandstaðan sé á síðari árum farin að vera ó- ábyrg f Bretlandi, eins og hana vanti málefni, en leiti sér að einhverjum ágreiningsatriðum, til þess eins að láta vita af sér að hún sé til. Þetta virðist vera likt og okkur hér heima finnst Framsóknarmenn hegða sér, sem vafalaust hefðu barizt ein sog ijón með Búrfellsvirkjun ef þeir hefðu verið í stjóm, en þurfa nú endilega að vera á móti af þeirri einu ástæðu að þeir eru i stjómarandstöðu. 'T'ökum t. d. Rhódesíumálið. Báðir stóru flokkamir í Bretlandi voru i rauninni alveg sammála í því, að það ætti alls ekki að láta Ian Smith komast upp með að gera uppreisn gegn brezku krúnunni.. Og þeir voru líka sammála um það, hvaða ráðum skyldi beitt gegn Rhode- síu, viðskiptabanni og ýmsum fjárhagslegum aðgerðum. En nú fyrir kosningarnar þarf fhalds- flokkurinn sem stjórnarand- stöðuflokkur endilega að gera ágreining, bvrja að gagnrýna Wilson fyrir að honum hafi farizt illa meðferð Rhodesíu- málsins og rétt væri að taka upp viðræður við Smith. Þó skal ekki nelta því með öllu, að viss öfl í íhaldsflokknum, sem engu hafa fengið að ráða hafa verið hlynnt Rhódesíumönnum eins og f laumi. Wilson hefur þurft að taka efnahagsmálin hörðum tökum, taka milljarðalán hjá Ameríku- mönnum og þjóðbönkum vest- rænna þjóða, brjóta samninga EFTA-bandalagsins og gera á- ætlun um endumýjun iðnaðar- ins. Allt þetta er líklegast að Ihaldsflokkurinn hefði sjálfur þurft að gera ef hann hefði verið í stjóm, en nú þykir honum hæfilegt að gagnrýna þessar að- gerðir frá öllum hliðum og gagn rýna Wilson harðlega fyrir það að verðbólgan sé óstöðvandi. En sama gegnir með Verkamanna- flokkinn, hann var áður en hann komst f stjómaraðstöðu mjög harðvítugur andstæðingur sams konar aðgerða íhaldstjómar- innar og myndi sjálfsagt ekki hafa verið hrifinn af þeim að- gerðum sem nú hafa verið fram kvæmdar ef það hefði verið íhaldsflokkurlnn sem nú sæti í stjóm. "C’itt vandamál virðast báðir 1-1 flokkamir nú vera að mestu sammála um og það er aðgerðir Wilson-stjómarinnar til að berjast á móti óeðlilegum og óheiðarlegum starfsaðferðum verkalýðsfélaganna. Hér er um að ræða eitt stærsta vandamálið í nútímatækniþjóðfélagi, hafa verkalýðsfélög í Bretlandi mjög iðkað það að krefjast þess við aukna vélvæðingu fyrirtækja, að mönnum sem óþarfir verða í starfi vegna vélvæðingar skuli halda áfram að borga kaup og það þó þeir gætu auðveldlega aflað sér annarrar atvinnu. Þessir verkalýðshættir hvfla eins og mara á atvinnulífi Breta. En Wilson hefur nú nokkuð hreinsað til á þessu sviði. Að því leyti er gagnlegt talið að hann komst f stjóm, þvf að sjálfsagt hefði Verkamanna- flokkurinn litið slíkar aðgerðir heldur óhýru auga ef stjóm Ihaldsflokks hefði framkvæmt þær. Er það að vísu afleitt fyrir- komulag ef verkalýðsfélög og ó- heiðarlegar aðgerðir þeirra eiga að vera friðhelgar nema því aðeins að Verkamannaflokkur- inn sé f stjórn. I öllum þessum atriðum sem hér hafa verið talin er annars svo lítið bil milli flokkanna, að út frá þeim er varla hægt að skilja allan þennan hita sem er f kosningunum Á þessu stjóm- artfmabili hefur Verkamanna- flokkurinn heldur ekkert hreyft við viðkvæmasta málinu, þjóð- nýtingu stáliðnaðarins, en hins vegar vitað að það mál vofir yf- ir eins og damoklessverð, ef flokkurinn skyldi vinna öruggan þingmeirihluta. Tjau mál sem einna mest er deilt um eru viðhorfin til Ameríku annars vegar og megin landssamtaka Evrópu hins veg- ar. En inn f þær deilur fléttast lfka þessi sami síðastaleikur stjómar og stjómarandstöðu. Báðir flokkamir virðast gera sér mikið far um að sannfæra kjós- enduma um að þeir vilji treysta böndin við Evrópu. Ihaldsflokk- urinn hefur notað samningana um kaup á bandarfskum orustu- flugvélum sem eitt helzta árás- arefnið á Wilson og núið honum þvf um nasir að hann væri að gera Bretland að bandarfsku lepprfki. Wilson hefur þá svar- að með fullum hálsi, að þegar íhaldsflokkurinn var við stjóm hafi hann gert samskonar samn- ing við Bandaríkjamenn um kaup á Polaris-eldflaugum. Heath foringi íhaldsmanna notfærir sér það óspart, að hann hefur jafnan verið talinn helzti forgöngumaður þess, að Bretar gerðust aðilar að Efna- hagsbandalagi Evrópu, en þá hefur Wilson snúið vöm upp f sókn og borið á Heath þungar ásakanir um að það hafi einmltt verið skilningsieysi Heaths og Macmillans fvrrverandi forsæt- isráðherra að kenna að samn- ingaumleitanir um inngöngu í EBE fóru út um þúfur Segja þeir að de Gaulle hafi reiðzt Macmillan vegna óheilinda á Rombouillet-ráðstefnunni, þar sem hann hét de Gaulle stuðn- ingi í Efnahagsbandalaginu en hélt svo þaðan blátt strik vest- ur um haf til Nassau og gerði samninginn við Kennedy um Polariseldflaugar. sem var hrein móðgun við de GauIIe forseta. Vegna þess að samkomulag tókst þá ekki við Frakka um heiðarlegt Evrópusamstarf, þá segir Wilson að Bretar hafi dregizt mörg ár aftur úr Evrópu þjóðunum og skelíir allri skuld- inni á Macmillan og Heath. Bæði Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn heita þvf í stefnuskrám sínum að leita eftir aðild að Efnahagsbandalaginu að vfsu með nokkrum fyrirvör- um, er draga úr þessum fyrir- heitum. En svo mikið er víst, að þetta er alleinkennilegt fyrirbæri í Bretlandi, að þrátt fyrir deiluna ar f EBE og þvermóðsku de Gaulles, er það álitið vænlegast til kjörfylgis að reyna að sann færa kjósenduma um vilja sinn til inng. i þetta meginl.banda lag og atfylgi við Bandaríkin er ekki álitið sérlega vænlegt til atkvæðaauka. Tjaö er of snemmt að fara að spá nokkru um úrslit þess- ara kosninga. Þó ber þess að geta að hinar svokölluðu Gallup skoðanakannanir hnfga allar í þá átt að Verkamannaflokkur- inn muni vinna mikinn kosninga sigur í þessum kosningum. Svo virðist af þeim að fylgi Verka- mannaflokksins sé nú orðið talsvert meira en í kosningun um i hitteðfýrra, og sannleik- urinn er sá, að úrslit í mörgum kjördæmum voru síöast svo naum, að Verk'amannaflokkur- inn þarf ekki að bæta við sig nema einu eða tveimur pró- sentustigum til þess að íhalds- menn missi þingsæti í hrönnum Sjálfur Edward Heath var síð ast kosinn á þing með tiltölu- lega fárra atkvæða meirihluta og sé um smávægilegt tap flokks hans að ræða þá má bú- ast við að hann falli. Hinn frægi fallmaður Patrick Goron Walk- er, sem aldrei komst á þing síðast þó áukakosning væri bú in til fyrir hann, er enn í fram boði fyrir Verkamannaflokkinn og þykist nú öruggur um að ná kosningu — eins og síöast. Ekki er hægt að skýra það, hvers vegna Verkamannaflokk- urinn ætti að hafa aukið svo verulega fylgi sitt sem Gallup- könnunin sýnir. Það er ekki munað til að Wilson hafi nein sérstök afrek unnið á þessum valdatíma sínum, annað en helzt það, að hann skuli hafa tórt f stjóm með eins þingsætis meiri hluta. Þó hann hafi ferðazt austur til Kreml fyrir skömmu til að skála f vodka og kavíar við Kosygin hefur hann ekki öðl azt neitt álit enn sem stjóm- skörungur á alþjóðamælikvarða En Ihaldsstjómarandstaöan hef ur heldur engin stór afrek eða sigra unnið og mörgum hafa nokkuð brugðizt vonir með He- ath, hann fór sterkt af stað en varla reynzt neinn skörungur enn sem komiö er. Þó er það víst að flokkurinn stendur sam einaður að baki honum eftir eyðimerkurgöngu Profumo- hneykslisins. I þeim persónu- lega leik tilfinninga og lát- bragða og allrar framkomu sem stjómmálaforingjamir þurfa að sýna á sjónvarpstialdinu og við ar virðist Wilson með rósemdar svip sinn og reykjarpfpu hafa heldur vinninginn í að greypa mynd sína inn í hugarheim kjós endanna. Tjrátt fyrir það tel ég að þessu sinni mjög vafasamt að ávísun Gallup-stofnunarinn- ar um stórsigur Wilsons fái staðizt og svo mikið er vist. að í sveitarstjómarkosningum sem haldnar voru um sfðustu helgi í nokkrum hémðum Eng- lands, unnu Ihaldsmenn veru- lega á, þvert ofan f spádóma Gallups. Og taka verður með f reikninginn að stjómarand- staðan f Bretlandi hefur að jafn aði átt leikinn með sinni gagn rýni, ábyrgri eða ðábyrgri. Þorsteinn Thorarensen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.