Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 25.03.1966, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 25. marz 1966. 15 HARVEI FERGUSSON: * Don Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum — talaði, dálítiö kuldalegan hlátur hennar. Og því oftar og lengur, sem hann horfði á hana, því meira fannst honum til um hana sem ó- venjulegrar konu og alls ekki mexi kanskrar í útliti eða framkomu. Vissulega gat hún ekki talist fög ur kona að smekk mexikana, sem vildu konur sínar feitlagnar, mjúklyndar og blíðlegar og Lupe var ekkert í þá áttina. Hún var grönn, en sterkleg, hörð á svip og það mótaði fyrir vöðvum á fag urlega löguðum handleggjum hennar, rödd hennar var hvöss og hljómaði mjög ólíkt röddum mexi kanskra kvenna, sem átti til að bera vandlega þjálfaða mýkt, og mál þeirra blíðlegu hjali líkast. Hlátrar hennar voru snöggir, hvass ir, — þeir minntu aldrei á hina mjúku smáhlátra eða fliss ungu Barreirostúlknanna, þegar þeim var skemmt. Grönn var hún, en mjög vel vaxin, og henni tókst jafnan vel að klæða sig og snyrta smekk- lega — frumlega og að eigin smekk. Um þessar mundir var klæðaburður mexikanskra kvenna í Nýju Mexikó að breytast vegna tízkuáhrifa frá borgunum austar í Bandaríkjunum, því að byrjað var að fá þaðan kjóla í nýjum stfl. All- ar konur, sem höfðu efni á því, klæddust samkvæmiskjólum, sem voru í tízku í St. Louis, svo að þegar Leo horfði á Lupe í sam- kvæmum, var hún klædd dragsíð- um kjólum, mjög flegrium og mjög þröngum, sem sýndu vel líkams- vöxtinn hið efra, fremur litil, en stinn og hvelfd brjóstin, fagrar axl- ir og arma, þunnt, brúnleitt hör- undið en neðan mittis og mjaðma var öll fegurð hulin. En það kom fyrir ,að í fámenn- an vinahóp kom hún klædd svipað og mexikanskar konur höfðu klæðzt kynslóð eftir kynslóð, í rauðu pilsi, sem náði aðeins niður að hné, í hvítri léreftsblússu, meö silkisjal á herðum, sokkalaus og með létta hælalausa skó á fótum, en í þessu vék hún í rauninni frá því sem góö siðvenja mátti teljast í hennar stétt, þvf að þegar þetta kom fyrir horfðu þeir á hana með ! undrun í augum, eiginmaöur henn| ar og síra Orlando, og mátti glöggt sjá, að þeim þótti nóg um, og eink- um þegar hún gerði sér leik að því að hreyfa sig þannig, að stutta pilsið sviptist til, og svo hátt, aö engu mátti muna, að ekki yrði hneykslunarefni. En Leo hreifst æ meira af henni og var það skyldara þeirri hrifni, er grípur menn er þeir sjá eitthvað sem vekur aðdáun þeirra, frekar én að hann hrifizt af persónuleika hennar. 32. Smekkur Leo Mendes var óskyld- ur smekk karla á þessum slóöum, að því er varöaði kvenlega fegurö, honum fannst Lupe miklu fegurri en jafnvel mexikönsku stúlkumar í æskuhreinleika þeirra, feitar, stóreygar og blíðlegar með sfn mjúku og miklu brjóst, sem augu allra karla mændu á, í samkvæm- um og á dansleikjum. Hann var ekki viss, — en hann reyndi að 'telja sér trú um, að Lupe væri að vandlega yfirlögöu ráði, að reyna að líta sem bezt út hans vegna, — og að hún vissi hversu hann dáði hana, honum fannst votta fyrir sam úð — einhverjum tengslum, þeirra milli, sem þau ein vissu um. Ekk- ert orð hafði enn komið yfir varir hvorugs þeirra, sem gaf neitt til kynna um þetta, en sú tilhugsun yljaöi honum, að hans vegna vildi hún vera sem fegurst, og breiddi þess vegna út blöð sín fyrir augum hans, svo hann gæti séð — og hún séð votta fyrir brosinu á vörum hans, sem bar með sér, að hann var henni þakklátur og kunni að meta allt sem hún gerði til þess aö laða hann að sér, vekja aðdáun- ina f huga hans og halda henni. Mánuðum saman gerði hún enga tilraun til þess að daðra viö hann og einnig fyrir það var hann henni þakklátur, því hann vissi, að ef eiginkona Dan Augustins Vierra daðraði við hann, mundi það trufla sálarró hans mjög og af- ieiðingarnar gætu orðið honum við skiptalega til hnekkis. En það leið þó ekki langur tími þar til dálítið gerðist sem benti til, að hann gæti ekki alltaf siglt í hægum byr og aðeins horft á fegurðina, því að vindar eiga það til að geta verið ýmissa átta og ekki alltaf blíöir. Dag þennan höfðu þeir setið og rætt viðskipti Leo og Don Tobias og að viöræðu fundinum loknum fóru þeir til súkkulaðidrykkju á heimili Vierra. Don Tobias og Don Augustin urðu brátt niðursokknir í að ræða eitt sitt mesta sameiginlega áhugamál, hana-at og höfðu mikla ánægju af. Leo skorti alla reynslu og þekk- ingu til þess að ræða um þetta, sat því góða stund og lagði við hlust- imar, en fann mjög til þess hve framandi hann í rauninni var þess um mexikönsku heiöursmönnum, sem fannst hin bezta skemmtun aö ræða um blóðugt hana-at og hrist ust af hlátri er á góma bar hana- at, þar sem annar haninn hljóp inn í áhorfendaskarann og eigand- inn á eftir honum, svo æfur af reiði, að þegar hann loks náði hon um snéri hann hann úr hálsliðnum Leo leit undan og þá vildi svo til aö Don Lupe horfði beint í aug un á honum. Hún sagði ekki neitt en tillitið var langt og hann var ekki í vafa um, að í því væri boð- skapur, svo brosti hún dálítið og lét augnalokin síga niður til hálfs og fór að fitla við pilsfaldinn, á- vallt öruggt tákn þess, að kona vill leiða aö sér athygli karl- mannsins. Og nú vissi þá Leo að komið var á það stig að Dona Lupe var að byrja að koma honum til en auðvitað gæti aldrei orðið neitt úr þessu nema saklaust daður, fannst honum og það var ekki vegna þess, að hann væri trúaður á dyggðir mexikanskra kvenna, eða sérstaklega á dyggðir Donu Lupe, heldur vegna skilyrðanna, sem þarna voru ekki fyrir hendi í litlum einangruðum bæ og það var því til allrar gæfu alveg ó- hugsandi, að til nokkurs ástaræv- intýris gæti komið þeirra á milli. Hann var fyrir löngu fróöur orð inn um siöferðisástand hinna efn- uðu — enda alltaf orðrómur á kreiki í Santa Fe um eitthvert hneykslismáliö. Öllum var kunnugt um bók Jos- iah Greggs um Nýja Mexikó og vagnalestirnar, heyrt frá henni sagt eða lesið hana, en í henni var staðfest sú skoðun allra gringóa sem til Santa Fe komu, að með því að ganga í hjónaband yrði breyt- ing á þjóðfélagslegri stöðu karla og kvenna, sem hjón urðu, en sú breyting átti ekkert skylt við sið ferði í einkalífi. Meö hjónabandinu virtust ekki vera lagöar á menn viðjar, nema að nafninu til. Og verst af öllu var, að Mexikanarnir höfðu ekki til aö bera snefil af háttvíslegri en hræsnislegri fram- komu manna af engilsaxneskum þjóðum í þessum efnum. Konurnar voru svo slóttugar og uppfinningasamar í öllum sín- um ástaleikjum að lengra varð ekki komizt og enginn var að „látast" — allir vissu, að hjóna- bandið var ekki sú stofnun, sem ein var um helgivé ástarinnar og sú afstaða endurspeglaðist í hegð- an manna. Hér um bil hver ein- asti setuliðsmaður bandarískur i Santa Fe fór því iðulega með „orðabókina“ sína með sér í rúm ið, en liðsforingjar áttu sín ævin- týri með „heldri manna dætrum“ og voru tíðum undir áhrifum vímu sem var blandin sigurstolti og sjálfsánægju. f>að þurfti því í rauninni ekki að furða sig á því, aö Lupe beitti öll- um sínum ástarinnar listbrögöum, heföbundnum og í arf teknum til þess að véla gest- sinn og í raun- inni fylgdi hún þar „landssiönum" en hér viö bættist, aö frúin var aö sjálfsögðu úr þjálfun i fásinn- inu og leiðindunum í Don Pedro. Þetta var Leo ljóst og hann var ekkert upp með sér, er hann hug- leiddi að hann kynni að vera hinn eini þama, sem hún gæti snúið sér að. En það var nú svona, að hann var eins konar innrásarmaöur I þessu samfélagi hann haföi birzt allt í einu á hennar vettvangi, þar sem enginn karlmaður var, sem hún gat verið þekkt fyrir að líta við. Hún vildi láta hann veröa fyrir áhrifum kynþokka síns og valds sem konu, og bjóst við árangri, og hann tók £ sig, að koma til móts við hana. Það mundi aö vísu veröa nokkuð áhættusamt aö lenda í ást- arævintýri með Donu Lupe, en það gat reynzt enn hættulegra að reita hana til reiði. Sannleikurinn var sá, að hann vildi heldur fjandskap eiginmanns hennar, Don Augustins yfir höfði sér en reiði hennar og fyrirlitningu — og það þótt Don Augustin gengi um vopnaður, en hún ekki. Skapgerð hennar var sterkari en eiginmannsins. Og Leo Mendes brosti þvi á móti Donu Lupe, og reyndi að færa henni þann gagn-boðskap meö til- liti sínu, að það hefði örvaö hann og glatt, að hún hafði gefið hon- um undir fótinn — og vonaði, að henni skildist þetta — og aö hann T A R Z A n Kuza liðþjálfi, þú hefur yfirráð deildar- innar meöan Tarzan og ég erum í Luanda. Haföu þennan venjulega gang á málunum. Já, herra Crisp foringi. Á ég að vera hérna með vinum mínum Tarzan? Já Ito. Ég síma til Mombuzzi að þú sért meö mér. Og þú Nkima og Tantor, verið með vin- um ykkar viö hittumst aftur einn daginn. gæti ekkert aðhafzt frekara. Og nokkrir mánuðir liðu, án þess nokkuð gerðist. Hann sá hana all- oft — milli þeirra fór ekki boð- skapur augnatillits á ný, og Leo var farinn að halda, að allt hans fyrra hugarslangur um þetta hefði verið út í bláinn, og alrangt að draga þær ályktanir sem hann hafði gert af einu augnatilliti. Og hvort tveggja var, að honum var léttir að þessu og að hann kenndi vonbrigða. Vissulega óskaði hann YÍSIR Auglýsinga- móttuku I ! TÚNGÖTU7 | «9 Lauguvegi 178 Sími 1-16-63 VÍSIR VÍSIR er einu síðdegisbluðið kemur út alla virka daga allan ársins hring Áskriftnrsími 1-16-61

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.