Vísir - 26.03.1966, Blaðsíða 15
V IS i K . Laugaraagur 26. marz 196«,
JE
HARVEI FERGUSSON:
Xr
Don Pedro
— Saga úr Rio - Grande - dalnum —
ekki eftir erfiðleikum — manna
sízt vildi hann bjóða þeim heim —
og það örlaði áfram á stundum á
þeirri von, að hún vildi stofna til
nánari kynna við hann.
Nú gerðist það, að hann var boð-
inn á dansleik á heimili Don Tobí-
asar, og þá sannfærðist hann um
það í fyrstu, að þetta væri henni
gleymt, eða hún teldi hann skorta
hugrekki og riddaramennsku, eða
fundið annan, er hún gæti töfrað.
Það var honum í rauninni ný
reynsla að taka þátt í þessum dans-
leik, þótt hann væri búinn að fara
á yfir hundrað dansleiki, þar sem
almenningur kom, en þetta var hinn
fyrsti á heimili yfirstéttarinnar, þar
sem hann var gestur, því aö ekki
var það neinn dansleikur, þótt dans
að væri smástund í samkvæmum.
Hin langa viðhafnarstofa í húsi
Don Tobiusar var notuð fyrir dans-
sal — flest húsgögn flutt burt, að-
eins bekkir og stólar út við vegg-
ina, og stofan var maí-blómum
skreytt. Upphækkuðum palii hafði
verið komið fyrir í öörum enda
stofunnar og þar var þriggja manna
hljómsveit, sú hin sama og lék á
þorpsdansleikjunum, og lék þar öll
gömlu lögin, en annars var þetta
allt hátíðlegra og viöhafnarlegra en
venjulegt fandango. Þarna voru
dansaöir keöju- og hópdansar, svo
vandasamir, að engu mátti skakka,
og stjórnaði þeim ungur maður frá
E1 Paso, svo ágætum stjórnhæfi-
leikum gæddur, að hann leiddi
dansendur sem hinn ágætasti hers-
höfðingi menn sína í orrustu, og
með hnyttni og kæti og snöggum
fyrirskipunum hafði hann þau á-
hrif, að glens og gaman var í stöö-
ugu hámarki, og að hópdansi lokn-
um klykkti hann út með fyrirskip-
un um hraðan vals. Síðar steig
gáfuð og fyndin ung kona upp á
pallinn og lét einhver fyndniorð
falla um hvert danspar, er það sveif
meðfram pallinum, og urðu jafnvel
stökur á munni. Nú er það til-
tölulega auövelt að ríma á spönsku,
en svo slyng var hún í listinni, að
viö og við námu dansendur stað-
ar á gólfinu, til þess að láta ánægju
sína og hrifni í ljós með dynjandi
lófataki. Og eins og gengur óx
kætin og hrifningin þvi lengur sem
leið á kvöldið og Leo furðaöi sig á
þoli fólksins, — hvað það gat dans-
að og skemmt sér og verið jafnkátt
og óþreytt aö sjá, þótt hver stundin
liði af annarri. Og nú eins og á
farandsöludögunum fannst honum,
að .hann væri orðinn „einn í hópn-
um“, — ætti þar heima, — væri
ekki neinn utanveltu besefi lengur
og í þessum nýja þætti lífsferilsins
33.
skemmti hann sér nú í fyrsta sinn
af hjartans lyst og dansaöi hvern
dansinn af öðrum og sveiflaði stúlk
unum af engu minni lipurleik og
krafti en þeir, sem ekki virtust
hafa annað gert allt sitt líf en
vefja armi um meyjarmitti.
Þegar lanciers var dansaður var
hann í sama flokki og Dona Lupe
og eins og ræll var dansaður tókust
þau létt í hendur, sem aörir dans-
endur, en aldrei horfði hún beint
í augu hans, og eftir á virtist hún
forðast að gefa honum nokkurt
tækifæri til þess að dansa við hana
eina. Ef hann nálgaðist hana virt-
ist hún alltaf svífa burt i fangi
einhvers annars og hún leit aldrei
til hans í dansinum með bros á
vör. Honum varð þetta til dálítils
ama. Hann hafði aldrei komizt
lengra en að snerta hendur henn-
ar í dansi, en hann hafði hlakkað
til að mega taka utan um hana og
dansa við hana, finna hana við
barm sinn, en um þá reynslu mundi
honum ávallt verða neitað.
Þó hann óskaöi sér ekki neins
meira en að mega rejma þetta leit
út fyrir, að þetta myndi aldrei
gerast, en þá starði hún allt í einu
á hann fast, þar sem hún stóð hin-
um megin á dansgólfinu. Hann
fann aftur hið mikla áhrifavald
hennar, hvernig hún með augnatil-
liti og smáhreyfingum gat látið
hann fá hugboð um þær óskir, sem
konur halda leyndum, — hugrekki
hennar ,að taka sér það frumkvæði
sem álitið var, að ætti að vera
karlmannsins en ekki konunnar.
Hún hnykkti til höfðinu lítið eitt
og brosti til hans fagurlega og svo
breiðu brosi, að skein í mjallhvítar
tennurnar, og boöskapurinn var
greinilegur: Ó, þú ert þá þama, —
komdu hingað til mín.
Og hann gekk hratt yfir gólfið
til hennar og hún sveif í faöm hans
með þeirri mýkt hreyfinganna, sem
jafnan auðkenndi hana, og bezt í
dansi.
Hún dansaði svo vel, að af bar
— miklu betur en nokkur hinna
allholdugu en þó léttstígu kvenna,
sem hann hafði stýrt um dansgólf-
ið, og honum fannst sannast að
enginn samanburður kæmi
til greina. Það var ávallt bil milli
þeirra, er þau dönsuðu, svo að hon-
um fannst, þótt hann héldi utan
um hana, að hann væri að elta
hana, án þess nokkum tíma að ná
henni, án þess hann andartak hvað
þá meira gæti fundiö hana svo ná-
læga, að hún þrýstist aö honum.
Einnig í dansinum skauzt hún und-
an án þess að láta hremma sig, og
honum fannst hún ögra sér með
þessu án annars tilgangs en að
njóta þess að koma róti á tilfinn-
ingar hans, — en svo — allt í einu,
rétt áður en hlé varð á hljóðfæra-
slættinum, beygði hún sig fram og
að honum svo þétt, að í þessari
andartaks samtvinnun fór hlýr
straumur frá henni um allan lík-
ama hans og það var sem þau
væru eitt. Hún hafði þó ekki gert
annað en mexikanskar stúlkur oft
geröu, einkum er dansaður var svo
nefndur vöggu-vals, en hann vissi,
að frá henni var um fyrirfram á-
kveðna ögrun að ræða, sem hún
lengi hafði hugleitt, og beðið fær-
is að framkvæma í ákveðnum til-
gangi. Það var, er andartakiö var
liðið hjá, fannst honum, eins og að
reka manni högg óvænt neðan belt-
isstaðar. Dansinum var lokið, hann
leiddi hana til sætis og hneigði sig
fyrir henni, og furðaði sig á hve
óstyrkur og kvíðinn hann var. Hann
var nú alveg sannfærður um, að
hún hafði mánuðum saman stefnt
að því marki að vekja gimd hans,
ákafa þrá eftir henni, hægt og
slóttuglega, eins og hún hefði verið
að skilmast við hann í þögulli sókn,
og þetta verið seinasta sverðslag-
ið sem færði henni sigurinn. Það
var ekki um að villast, að þetta
var áskorun.
Þegar hann reið heim í svölum
vindi undir morgun hugleiddi
hann nánara hvaö fyrir Lupe kynni
að vaka. Hann þóttist veröa var
í þessu einhvers grimmlyndis, hat-
urs á karlmönnum yfirleitt — eitt-
hvað skylt því sem honum fannst
hann hafa séð votta fyrir hjá
mexikönskum konum, sem feður
voru harðir við og eiginmenn litu á
sem ambáttir — og voru án rétt-
inda og frelsis, án lífsgæða, sem
þær gátu ekki fengið að njóta
nema með hnupli og ráni, en litið
svo á af flestum, að svona hlyti
þetta að vera, vegna þess að það
væri vilji forlaganna, en undir
niðri sár gremja yfir að svona var
það. Ef til vill geröi hún sér ekki
von um önnur sigurlaun en að
verða þess valdandi að hann
byggi við hugarstríð og óvissu.
Ef þetta hefði gerzt í Santa Fe
hefði verið ööru máli að gegna.
Santa Fe var höfuðstaður, þótt
smár væri og þar virtist unnt að
njóta þó nokkurs frelsis. Hann var
ekki í neinum vafa um, að Lupe
mundi hafa notað sér frjálsræði í
samfélaginu þar í löngum heim-
sóknum þangað eftir að hún giftist
Þar mundi hún hafa búið í húsi
foreldra sinna með ýmsum frænd-
konum ,en vel vissi hann hve
hljálplegir ungir Mexikanar að háð-
um kynjum gátu verið innbyröis
þegar um ástarævintýri var að
ræða. Jafnvel konur, sem voru
fylgikonur yngri kvenna til þess
að gæta velsæmis, gátu orðið banda
menn. Og - hann hafði heyrt, a$
Lupe haföi átt miklum vinsældum
að fagna meðal bandarískra liðs-
foringja. Vafalaust kunnu þeir aö
meta hve hvassyrt og hnyttin hún
var ,en það geröu Mexikanar ekki
og þeir gátu talað við hana á
frönsku, því að hana höföu þeir
lært £ liðsforingjaskólanum í West
Point.
Hann naut þess hve svalt var,
er hann reið heimleiðis í morgun-
sárið og ekkert varð til þess að
rjúfa þögnina nema skvamp froska
í pollum eða veikt ugluvæl í
fjarska. Og brátt hugsaði hann um
þetta allt af rólyndi. Hann var gæt-
inn og hlédrægur að eðlisfari og
það, sem honum bar að gera, var
að fara varlega, hitta hana sem
sjaldnast, en ef þau hittust aö
bægja frá truflandi áhrifum augna
tillits hennar. Þegar allt kom til
alls þurfti hann ekki að sitja og
stara á hana, er fundum þeirra
bar saman, til þess að veita henni
tækifæri á tækifæri ofan til þess
að fara eins meö hann og hún
hafði gert.
Það vildi svo til, aö næstum mán
uður leið, án þess að hann sæi
hana, og þá aðeins stuttlega er
hann leit inn á heimili hennar
vegna tilmæla föður Orlando. En
T
A
R
Z
A
n
Þarna er hún Tarzan, Luanda, samsær
isborgin okkar, þar sem við vonumst til að
grípa nokkra veiðiþjófa.
Hérna sjáum við verzlunarmenn frá mörg
um hlutum Afríku koma til þess að selja
vörur sínar.
Margir ólöglega, en flestir ekki. En sá
felustaður Peter? Eins og heysáta og við
leitum aö nálinni í henni.
það fór á sömu leiö. Þeir sökktu
sér niður í viðræður um áhugamál,
eiginmaðurinn og klerkurinn, en
hann sat gegnt henni eins og illa
gerður hlutur og hún horfði á hann
dularfullu og annarlegu augna-
ráði. I' þetta skipti vottaði ekki
fyrir brosi á vörum hennar. Hún
horfði á hann af fyrirlitningu og
honum fannst það næstum ógn-
vekjandi er hún hnyklaði loðnar
svartar augabrúnirnar og hann léit
hið kalda blik í fögrum augum
hennar. Hann fann til lítilsvirðingar
Fermingargjöfin
Gefið menntandi og þrosk-
andi fermingargjöf:
NYSTROM
Upphleyptu landakortin
og hnettimir
leysa vandann við landa-
fræðinámið. Kortln inn-
römmuð með festingum.
Fæst næstu bókabúð.
Heildsölubirgðir:
Árni Ólafsson & Co.
Suðurlandsbraut 12. Sími 37960.
*«=K
háriö
fitnar
síöur
meö
Slanz-
iarlBSllD
»*9» nodihol
i«d* frirur
IMANTI K
aukuiM*
glans
hárlagningar-
vökva
HttLDSÖLUBlRGDIR
ÍSLENZK ECLENDAVERZLUNARfÉLAGIÐHF