Vísir - 13.04.1966, Blaðsíða 1
Nafnskírteinafölsun er
orðið erfitt vnndamól
FullorSii fólk staðii ai áfengis-
fyrir unglinga
Nokkur brögð munu
hafa verið að því að und
anförnu, að fullorðið
fðlk keypti áfengi fyrir
unglinga á útsölustöð-
um áfengisverzlunarinn-
ar. Lögreglan fylgdist
sérstaklega með þessu
dagana fyrir bænadaga
og páska og stóð all-
marga að slíkum brot-
um.
Við einn sölustaðinn voru
það til dæmis tvær telpur
önnur 14, hin 15 ára, sem
lögðu fast að fullorðinni
konu að kaupa fyrir sig
brennivínsflösku. Félist kon
an á það, tók við peningum
af telpunum, fór inn, keypti
flöskuna og var að afhenda
telpunum hana, þegar lög-
reglan, sem fylgzt hafði með
gangi málanna, kom til skjal
anna.
Raunar komst lögreglan að
því við nánari athugun, að
þama lá fjölskylduharmleikur á
bak við, en ekki hafði konan
hugmynd um það og var því
brot hennar jafnt fyrir það. Telp
umar hugðust ekki neyta áfeng-
isins sjálfar, það var amman,
sem hafði sent þær Ut af örk-
inni til áfengiskaupanna handa
syni sínum, sem hún vildi ekki
hleypa út, en hann er áfengis-
sjúidingur.
Ank þess sem lögreglan hafði
þama hendur í hári sjö manns
þessa fáu daga, sem gerðist
sekt um sams konar brot, varð
hún vitni að því að pilti innan
við tvítugt var veitt afgreiðsla
á einum sölustað. Mun hann
hafa lagt fram falsað nafnskír-
teini — en nafnskírteinafölsun
in er afar útbreidd og erfitt
vandamál við að fást aö sögn
lögreglunnar, sem telur, að
eins og framkvæmdin sé nú,
komi þessi varúðarráöstöfun
sízt að tilætluðum notum.
Væri fyrirkomulagið í sam-
bandi viö afhendingu nafnskír-
teinanna strangara, telur lög-
reglan að þaö mundi að minnsta
kosti draga úr fölsununum.
Þyrfti að vera svipað og með
útgáfu og afhendingu vega-
bréfa — skírteinin yrðu ekki af
hent nema viðkomandi legði
Framh. á bls. 5.
tók ó móti
Síðdegis í gær bar faricost að
landi fyrir neðan Skúlagötu, rétt
hjá húsakynnum útvarpsins. —
Var farkostur þessi eða fleki úr
spýtnadrasli, og froðuplasti en
þóttumar voru venjulegir tré-
kassar.
Höfðu þrír strákar lagt í sigl
ingu í góða veðrinu og sást fyrst
til þeirra frá Héðinshöfða. Var
bátur strax sendur eftir þeim,
en áður en hann kom að þeim
höfðu þeir róið fleyinu að landi,
þar sem þeir fengu viðeigandi
móttökur hjá lögreglunni, sem
hafði fylgzt með ferð þeirra.
Var farkosturinn gerður upp
tækur og eyðilagður, þar sem
ámóta siglingaferðir þykja á-
hættusamar að vonum.
Strákahópur safnaðist strax
saman, þegar flekinn nálgaðist
land. Sjómennimir vom í yflr
heyrslu, meðan farkosturinn var!
gerður upptækur og eyðllagöur.
(Ljósm. s. b.)
Miklibær i Skagafirði. Gamla bæjarhúsið fyrir ofan steinhúsið hægra megin á myndinni.
Bjargaiist naumlega úr
logandi Miklabæ
Rétt fyrir kl. 8 í gærmorgun
vöknuðu hjónin á Miklabæ í Skaga-
firði, gamla bænum, þau Soffía
Jakobsdóttlr og Stefán Jónsson, við
það að eldur var kominn upp, var
þá þekjan orðin alelda og bæjar-
Ioftiö. Skipti það engum togum
að gamli bærinn, byggður úr
timbri og torfi brann til ösku á
örskömmum tíma.
Var móðir bónda hátt á áttræðis
aldri hætt komin, en hún bjó á
dyralofti á efri hæð en þar kom
eldurinn fyrst upp. Bjargaði Stefán
móöur sinni á síðustu stundu og j
komst gamla konan út á nærklæð j
unum einum. Utan hjónanna og
gömlu konunnar voru á bænum
böm hjóna á aldrinum 4-12 ára.
Hljóp elzta stúlkan strax til prests
setursins, sem er sunnanvert við
gamla bæinn, til þess að gera við-
vart um eldinn, en eins og fyrr
segir varð ekki við eldinn ráðið
og brann bærinn á tæpri klukku-
stund, var ekki viðlit að reyna
við slökkvistörf.
Einhverju var hægt að bjarga af
fatnaði og innbúi þeirra hjóna, en
gamla konan missti aleigu sína,
föt og annað þar á meðal milli 10-
12 þúsundir króna í peningum. Var
innbúið vátryggt.
Höfðu hjónin búið í bænum í
15 ár, en bærinn stendur á alda-
gömlu bæjarstæði sunnan við
garð og var elzti hluti hans frá
ofanverðri síðustu öld.
Þegar eldurinn kom upp var að-
eins austan andvari þannig að eld-
urinn komst ekki í kirkjuna og
prestssetrið, en hefði vindátt verið
að sunnan eða norðan hefði eldur
inn getað komizt í þau hús.
Riffilþjófur dreg-
inn undan bifreið
Varla hefur iiðið svo ár að und-
anförnu, að ekki hafi einhver brot-
izt inn í verzlunina Goðaborg að
Freyjugötu 1, og þá nær eingöngu
að því er virðist, til að afla sér
skotvopna, sem þar eru á boðstól-
um á venjulegum verzlunartíma.
Sum árin mun raunar slík tilraun
hafa verið gerð oftar en einu sinni
og kvað lögreglan suma gizka á
að það hefði veriö 40. innbrotið í
röðinni, sem þar var framið í fyrri-
nótt.
Það var um fjögurleytið, sem lög
reglunni var tilkynnt að stór rúða
hefði verið brotin í Goðaborg'.
Hélt húrj þegar á vettvang og um-
kringdi staðinn — við öllu búin,
bví að ekki var að vita nema inn-
brotsþjóðurinn snerist til vamar og
beitti þeim skotvopnum, sem hon-
um væru tiltæk þarna inni.
Innbrotsþjófurinn var þá raunar
farinn á brott af staðnum með
feng sinn. Voru það lögregluþjón-
ar sem sáu í iljar honum undir bil
á Frakkastígnum og reyndist hann
vopnaöur stolnum riffli — hinu
mannskæðasta vopni — þegar
hann var dreginn undan bílnum og
einnig hafði hann birgt sig upp af
skothylkjum. Átti hann skammt
heim til sín, þegar hann varð var
lögreglunnar og skreið undir bíl-
inn, — en gætti þess ekki að
kreppa að sér fæturna, og því fór
sem fór.
VERTÍDARAFLINN 7% MINNIÍÁR
Yfirlit um afla einstakra verstöðva
Vísir aflaði sér í morgun
upplýsinga um það hvef heild
araflinn væri í hinum ýmsu
verstöðvum frá áramótum til
12. apríl Jafnframt aflaði
blaðið sér talna um aflamagn
ið frá því í fyrra, þannig að
unnt er að gera samanburð á
því hvemig veiðzt hefur nú,
borið saman við síðasta ár.
Er heildaraflinn nú rúmlega
7 þúsund lestum minni en í
fyrra. Hér fer þetta ítarlega
yfirlit, en það er tekið sam-
an af Fiskifélagi íslands.
1966 1965
lestir lestir
Hornafjörður 2.478 2.730
Vestmannaeyjar
Stokkseyri
Eyrarbakki
Þorlákshöfn
Grindavík
Sandgeröi
Kefiavík
Vogar
Hafnarfjörður
10.711
1.005
806
1.882
11.003
5.441
9.237
566
5.402
17.450
1.025
783
2.738
10.266
5.275
8.266
557
3.070
Reykjavík
Akranes
Rif
Ólafsvík
Grundarfjörður
Stykkishólmur
8.820 13.400
3.900 4.385
3.521 3.655
5.403 5.176
Vestfirðir
2.356
2.246
74.777
19.298
2.701
2.126
83.603
18.367
Samtals 94.075 101.970