Vísir - 13.04.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 13.04.1966, Blaðsíða 3
VlSIR . Miðvikudagur 13. april 1966. 3 -Wi. Mikill ys var jafnan á hlaði Skíðahótelsins um páskana. íþróttanna hér á landi. Mögu- formaður / sól og snjó / Hlíðarfjalli Hundruð manna skemmtu sér í sól og snjó um páskana í Hlíðarfjalli, skíðalandinu fyrir ofan Akureyri. Fyrstu páskagest irnir komu í Skíðahótelið helg- ina fyrir páskahelgina og síð- an smátíndust þeir að, en alls skiptu fastagestimir í hótelinu nokkrum tugum. Fjöldi manns kom daglega frá Akureyri upp eftir bæði sem áhorfendur að og þáttakendur í skíðaiökuninni heilar fjölskyldur notuöu sér snjóinn, frídagana og sólskinið. Eftir grámóskulegan skírdag birti upp með glaðasólskini á föstudaginn langa og eftir há- degi var orðið krökkt af fólki í nágrenni hótelsins og í skíða landinu í kring. Bílamir streymdu upp eftir, erfiðuðu síð asta brattann unz áfangastað I skíðalandinu í Hlíðarfjalli eru brekkur við allra hæfi, hægt aflíðandi fyrir byrjenduma, sem halda sig mikið norðan við hótelið þar sem komið hefur verið fyrir togbraut 200 metra niður og hins vegar brattari brekkur uppi við Stromp, tum laga skýli, sem er nokkur hundruð metra fyrir ofan hótel ið ,en frá Strompi liggur tog braut 400 metra upp í fjalliö. Súlur og Vindheimajökull freista fjallamanna og í hvilft- inni undir hábrún Hlíðarfjalls sem liggur í skugga undan sólu var gerð brunbraut fyrir kepp endur í skíðaíþróttinni. Það er ekki að ófyrirsynju að Akureyri með eitt bezta skíða land rétt við bæjardymar hefur verið valin sem miðstöð vetrar- leikarnir eru margir og hafa enn ekki verið nýttir til fulls. — Ég eyði nær öllum degin- um héma úti við togbrautina, það þarf alltaf að vera að líta eftir, segir Frímann Gunnlaugs- son, sem nú hefur haft yfirum- sjón með hótelinu í hálft ann- að ár. Þegar eru komnir hingað 40-50 gestir, en maður reiknar með að um 80 manns komi hingað sem dvalargestir þessa daga. Héma í hótelinu eru 11 tveggja manna herbergi, en möguíeikar em á að bæta þriðja svefnstólnum við. Auk herbergj- anna em héma svefnpokapláss Framh. á bls. 6. ' v ..i.rnjJtam <r- '3''* ■ <" NDSJ VISIS Hér sést hin 400 m. langa togbraut Frimann Gunnlaugsson hótelstjóri og einn dvalargestanna ræða um bmnbrautina, er var verið aö leggja nálægt hábrún Hlíðarfjalls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.