Vísir - 13.04.1966, Blaðsíða 8
8
nnnHnMn^H| ))
Bmg
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR /
Pramkvæmdastjóri: Agnar Ólafssw \
Ritstjöri: Gunnar G. Schram (
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson )
Préttastjórar: Jónas Kristjánsson \
Þorsteinn Ó. Thorarensen /
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson \
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) (
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 , )
Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands (
I lausasölu kr. 7,00 eintakið /
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f \
Bætf gjaldeyrisaðstaða
glöð stjómarandstöðunnar hafa löngum haldið því \
fram, að staða þjóðarbúsins út á við hafi ekkert batn- (
að síðan 1958, þegar vinstri stjómin gafst upp. Tím- (
inn hefur látið sína færustu blekkingarmeistara setja /<
upp dæmi þessu til sönnunar og vonað að almenn- )
ingur tryði þeim niðurstöðum, sem þannig em \
fengnar. \
Nú hljóta að vísu allir, sem muna hvernig komið (
var 1958, að sjá hver reginmunur er á ástandinu nú //
og þá. Það er því næstum óskiljanlegt að stjórnar- /
andstæðingar skuli enn halda áfram þessum blekk- )
ingum. Auk þess sem reynslan sjálf segir, hafa þær \
margsinnis verið reknar ofan í þá með tölum, rfem (
ekki verða vefengdar. Síðast var það gert núna fyrir (
páskana á ársfundi Seðlabankans, í ræðu Jóhannesar /
Nordals. Þar talaði hlutlaus embættismaður og lagði /
fram tölur um efnahagsþróunina, sem með engu móti )
er haégt að rengja. Hann sagði m.a.: \
— Þegar Seðlabanki íslands hóf starfsemi sína (
fyrir fimm árum, var hin veika gjaldeyrisstaða enn (
eitt megináhyggjuefnið í efnahagsmálum. Netto (/
gjaldeyriseign var í lok marz 1961 aðeins 148 millj. /
kr., og íslendingar höfðu á árinu 1960 orðið að grípa j
til þess ráðs, að taka verulegt yfirdráttarlán hjá Al- \
þjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusjóðnum, til þess (
að skapa frjálsari grundvöll gjaldeyris- og innflutn- (
ingsviðskipta. Síðan hefur gjaldeyrisstaðan batnað ár /
frá ári eða alls um tæpar 1800 millj. á hálfum áratug, /
þ. e. a. s. árin 1961 til 1965. Lán til langs tíma hafa )
að vísu aukizt á sama tíma um 979 millj. kr. en megin \
orsök skuldaaukningarinnar hefur verið hinn mikli (
innflutningur skipa og flugvéla, sem á þessum árum /
hefur numið 2300 millj. kr. að verðmæti. í hlutfalli /
bæði við þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur hefur )
skuldastaðan gagnvart útlöndum verið verulega batn- \
andi síðustu árin. \
Þetta eru staðreyndir, sem stjórnarandstæðingar (
ættu ekki að reyna að mótmæla, ef þeir vilja ekki /
afhjúpa óheilindi sín fyrir alþjóð enn meira en þeir /
þegar hafa gert. En þegar þeir hafa verið króaðir )
þannig upp við vegg, grípa þeir jafnan til þess ráðs, \
að segja að þetta sé ekki stjórninni að þakka, heldur (
því, hve vel hafi aflazt. í því sambandi er rétt að taka /
hér upp þessi orð seðlabankastjórans í fyrrnefndri ))
ræðu: ))
— Ég tél óhætt að fullyrða, að aukið aðhald og \\
fastari stefna í peningamálum hafi átt sinn þátt í hag- ((
stæðri þróun efnahagsmála hér á landi undanfarin //
íimm ár, og þá ekki sízt í bættri aðstöðu þjóðarbúsins /
út á við. )
Það ér m. a. þessi fastari stefna í peningamálum, \
sem formaður Framsóknarflokksins á ekki nógu (
sterk orð til aö fordæma. Hann var líka fjármála- (t
ráðherra í vinstri stjórninni! //
VlSIR . Miðvikudagur 13. apríl 196«.
Tvö fyrirferðamikil ori
IVýyrði geta þau sennilega
ekki heitið, nema þá að
einhverju leyti, en svo hressi-
legt nýjabragð var að þeim báð-
um, að þau munu hafa vakið
töluverða athygli og orðið mörg
um minnisstæð, sérstaklega
annað orðið. Það var Sigurður
Líndal hæstaréttarritari, sem
notaði það orð í ræðu, er vakti
verðskuldaða þökk margra. Hitt
orðið kom fyrir í útvarpsstól-
ræðu og ef ég man rétt, var það
séra Grímur Grímsson, sem
notaði það orð. — Orðin voru:
Afskræming og lífsþæginda-
græðgi.
Dresturinn talaði um aldarfar
„afskræmingarinnar", en
Sigurður Líndal lýsti með orð-
inu „lífsþægindagræðgi" einu
mjög áberandi einkenni vel-
gengnisáranna.
Svo yfirgripsmikil eru þessi
tvö orð, að þau væru nægilegt
efni I allmikla, fróðlega, tfma-
bæra og lærdómsríka bók. Þau
ná yfir tvö umfangsmikil ein-
kenni aldarfarsins. Afskræm-
ingarfaraldurinn hefur brotizt
út í ýmsum myndum og á
mörgum sviðum og er háskalega
mannskemmandi, því að hann
skemmir og fótumtreður fegurð
arskyn manna, en það er for-
spilið að víðtækari afmenntun
og afmönnun. Hann snýr rang-
hverfunni út, gerir hvítt að
svörtu, satt að lognu og fegurð
að ljótleik.
Á bak við alla þessa af-
skræmingu aldarfarsins hljóta
að vera einhver „diabolisk“-
myrkravöld, sem vilja I eigin-
gjömum tilgangi hraða sem
mest niðurlægingu mannkyns,
til þess að geta á eftir hreykt
sér hátt á rústunum. Þessi nið-
urrifsiðja er svo lúmsk, að
fjöldi manna varast hana alls
ekki, en gerir gælur við hana.
Blöðin fóma henni oft tölu-
verðu rúmi. Ýmist er þá talað
um eitthvað „abstrakt" eða
kennt við „atómaldarfar" eða
„reiða“ menn, helzt unga.
Þessi afskræmingariðja hefur
rutt sér til rúms í klæðnaði, í
skemmtunum, í húsaskreyting-
um, lystum, myndagerð, músík,
söng, bókagerð, ljóðum, reyf-
umm, sorpritum og ýmsu öðru.
Hið nýjasta lubbatízkan, bítla-
músik og öskur.
Stutt er síðan eitt víðlesnasta
blað landsins fómaði einhverju
stelpufiðrildi úti í löndum
meiru en heilli blaðsíðu. Marg-
ar myndir voru þar af henni og
sérkennin ekki slóðaleg: Otvalin
til að leika „ástríðufullar ástir"
— „ábyrgðarlaus, kærir sig
kollóttan um nútíma siðvenjur",
— „haldin sama uppreisnarand-
anum og aðrir ungir“ landar
hennár, finnst ekkert athuga-
vert við að nota fána þjóðar
sinnar fyrir gluggatjald, er
„flöktandi f lífsgleði sinni“ —
„ýmist togar í hár sitt“ eða
„nagar neglumar", eða „stikar
fram og aftur eins og ljón í
búri og þyrlar hárinu í allar
áttir“.
Þetta er engin smávægis
heimsfrétt! Þarna er fyrifmvnd-
in. Skyldi íslenzku stúlkunum
ekki lítast vel á hana. Þær sjást
alloft í strætisvögnunum þyrla
hárlubbanum í allar áttir og
með hann niður í augum. Allt
skal þjóna þessu eina, að rækta
kæruleysið, eftirhermuhneigð-
ina og ómyndarskapinn. —
Afskræming aldarfarsins. Nóg
er enn ótalið.
Lffsþægindagræðgin er smit-
faraldur í velferðarríkjunum,
ekkert síður hér í landi en ann-
ars staðar. Hún þrífst á kostn-
að þeirra þjóðfélagslegu dyggða,
sem eru lífsnauðsyn hverri
þjóð: fornfýsinnar, þjónustuvilj-
ans, þjóðrækninnar og þjóð-
hollustu. Ekki gerir þessi pest
sér mannamun, fremur en ann-
ar smitfaraldur, hún nær til
Pétur Sigurðsson.
allra stétta, einnig forystu-
mannanna. Sigurður Líndal
komst svo að orði í ræðu sinni:
„Öll hugsun þeirra og öll
ræða þeirra snýst um tíma-
bundin og meira og minna til-
gangslítil lífsþægindi, tiltekinna
hagsmunahópa í þjóðfélaginu og
sjálfir hafa þeir forystu í ill-
vígum deilum um þessi efni.
Þetta felur þá raunverulega í
Pólýfónkórinn hélt tvo sam-
söngva í Gamla bíói nýlega. —
Stjómandi var Ingólfur Guð-
brandsson. Verkefnavalið var
frá ýmsum tímum (16., 17. og
20. öld), en samt voru verkin
ekki eins ólík og vænta mætti,
þar eð flest þeirra voru ávextir
hinnar heiðu stflvitundar, þegn-
ar gömlu Evfóníu umfram allt,
og í slíkum félagsskap hefur
Pólýfónkórinn fyrir löngu sann-
að yfirburði sína, svo sem kunn
ugt er.
Það var nokkuð misráðið að
hefja samsönginn á hinum
vandasömu „Alla riva“ eftir Pal-
estrina og „Moro lasso“ eftir
Gesualdo, kórinn þurfti fyrst að
„ná sér á strik" í hinum létt-
vægari og auöveldari ensku
madrigölum, sem fylgdu á eftir
á efnisskránni. („Belia Angiol-
etta“ eftir Gesualdo hefði vel
mátt sleppa). Það eru madrigal-
arnir í tveimur seinustu madrig
alaheftunum (af sex), sem hafa
haldiö nafni Don Carlos, músi-
kants og morðingja, Gesualdo,
prins af Venosa, á lofti, og
„Moro lasso“ er einn þeirra.
Mikill fengur væri, ef kórinn
sér, að þjóðin í heild á enga
leiðtoga. — Þeir forystumenn,
sem kjömir eru, t.d. til Alþingis
eru í raun og veru aðeins odd-
vitar og hagsmunaverðir tiltek-
inna hópa í þjóðfélaginu".
Ræðumaður segir svo, að hér
með sé komið að einum „meg-
invanda þjóðfélagsins":
„Þessi vandi er sá, að íslend-
ingum hefur enn ekki tekizt að
skapa sér þjóðarforystu. For-
ystuleysið er tvímælalaust al-
varlegasti vandi, sem að íslend-
ingum steðjar og það hlýtur að
verða höfuðverkefni næstu
kynslóðar að leysa þann vanda.
Ef íslendingar leysa hann ekki
sjálfir, getur farið svo að aðr-
ar þjóðir geri það.“
í sambandi við þessi orð Sig-
urðar Líndals rifjast nú upp
minningar frá liðnum árum.
Það mun hafa verið fyrir rúm-
um tveim áratugum, að við —
örfáir menn — höfðum fundi
heima hjá mér tvo vetur, oft
hálfsmánaðarlega. Aðalaum-
ræðuefnið var alltaf stjórn-
skipulagið. Einn helzti hugsuð-
urinn þar var Halldór Jónasson
hagfræðingur, sem nú er ný-
látinn, en gott er að minnast.
Þessir fundir urðu upphaf að
hreyfingu, sem vakti töluveröa
athygli, samtök mynduðust, sem
gáfu jafnvel út blöð til framdrátt
ar þessari hreyfingu, stjórnar
skrárfélög voru stofnuð í Iand-
inu og tvisvar komum við á
Þingvallarfundum um málið. Á
síðari fundinum voru meðal ann
arra ýmsir þjóðkunnir menn og
var það góður og gagnlegur
fundur. Þar voru þá kjömir
tveir þjóðkunnir menn — tveir
Jónasar til forystu og fannst
Framh. á bls. 6.
sæi sér fært að flytja okkur
fleiri slíkar gersemar. Eftir hlé
heyröust fyrst tvær skopstæl-
ingar á áðurnefndum „þegnum
Evfóníu". Kórinn flutti brot kín
veskrar speki (úr Vegi Laó Tze)
á ensku, og samkvæmt þvi
heyrðist einraddaður ávæningur
af „pentatonik“, og síðan ódul-
búin „rakarastofu harmónía"
upp á ameríska vísu. Þannig fór
Jón S. Jónsson með 2500 ára
kínverska vizku.
Seinasti hluti efnisskrárinnar
var helgaður hinum einstæða
og viðkvæma meistara, Hugo
Distler. Það var drengilegt tón-
skáld, sem leiddi hefðina sér viö
hönd inn á ný sviö — og þaö
í trássi við ríkjandi afmenntun-
arviðbjóðinn í Pýzkalandi — og
sú tryggð kostaöi hann í raun
og veru lífiö : Berlín, 1. nóv-
ember 1942. Fimm „Mörike-
Chorlieder" hans vom hámark
samsöngsins — umfram allt
„Eldriddarinn" — bæði efnis-
Iega og hvað túlkun snerti. Þar
gekk söngstjórinn fullkomlega
til móts við hin vönduðu lista
verk með magnaðri tjáningu.
Þorkell Sigurbjömsson.