Vísir - 23.04.1966, Síða 15

Vísir - 23.04.1966, Síða 15
V ! S IR . Laugardagur 23. april 1966. Í5 HARVEI FERGUSSON: Xr Don Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum — — Ég hafði biðla á hverjum fingri, sagði hún, og þeir voru allir eins, og vitanlega var ég aldrei ein með þeim. Sumir lásu ljóð, sem þeir höfðu ort til mín, og einn spilaði á gítar og söng. Þegar mexikanskir piltar tala við stúlkur segja þeir al- drei neitt nema tóma vitleysu. Einn hét Alfonso de la Guerra, og allir ættingjamir í móðurætt vildu að ég giftist honum. Hann var fríð ur sýnum og ægilega hrokafullur. Hann hélt, að hann væri dásamleg- ur, og að allir héldu hann dásam- legan. Og svo var það dag nokk- um, að við vorum látin vera ein í fimm mínútur, aö hann gekk til mín og tók undir hökuna á mér og ætlaði að kyssa mig, en þá rak ég honum löðrung svo small í svo hátt, að frænka mín heyrði það inn í næsta herbergi. Hún kom hlaup- andi og hann stóö þarna skömm- ustulegur og blóðrjóður upp að eyrum. Og svo dundu á mér skammimar frá konum í ættinni lengi á eftir. Leo hló. — Þú ert þá ekki heitbundin? áræddi hann aö spyrja. — Nei, og þau hamra öll á því að bráðum verði ég of gömul og ætti að vera þakklát að fá pilt eins og Alfonso, sem ætti ríkan föður en ég tók það í mig þá og frá því hvika ég ekki, að giftast ekki Mexi kana — en það sagði ég þeim ekki því að ég veit vel, að þetta fólk er allt eins, og ef ég hefði sagt þeim þessa ákvöröun mína, hefðu þau lokaö mig inni og farið sínu fram. Ó, ég vildi aö ég væri am- erísk. Ég kynntist fáeinum á dans- leikjum, en ég sá amerískar konur á götum úti og þær gengu frjáls- lega án fylgdar, eða með karlmönn um, sem þær þekktu. Þær gátu tal að eins og þeim bjó í brjósti og gert það, sem þær vildu, en mexi- könsk stúlka af minni stétt getur ekkert af þessu, ekki má hún koma á torgið ein, og ekki tala viö nokk- um karlmann fyrr en hún er trúlof- uð. Það er alveg óþolandi, að ganga alltaf í gæzlu, og mega ekki ganga nokkur skref, og einkanlega, þegar maður er óvanur þessu, og þar á ofan að haga sér í öllu öðm eins og aðrir telja rétt vera. Hún þagnaði til þess að kasta mæðinni og brosti til hans. — Allt þetta get ég sagt þér, sagði hún, — þér, en engum öðmm. Og Leo sannfærðist þá um það, að hún væri komin aftur til hans, og hann vissi líka, að hún kom aft- ur óheitbundin og ógift til þess að njóta frjálsræðis og hamingju, eins og þegar hún var bam, þeirrar hamingju. sem var henni glötuð meöal síns eigin fólks. Hann vissi, að hún var komin til þess að biðja hann um að bjarga sér og veita sér skjól, eins og hann gerði þegar hún var á froska- og skjaldböku- veiðum, eða kom til hans gegnblaut eftir að hafa átungið sér í fljót- lygnuna og hann hafði þerrað hár hennar og dregið þorn úr fæti hennar. En hvað gat hann fyrir hana gert, hvað gat hann sagt? Hún leit um öxl fram i tóma búö- ina og reis á fætur og gekk til dyr- anna og hann stóð líka upp, því að hann hélt, að hún væri að fara. En hún lokaði dyrunum og hallaði bak að þeim svo örugglega, að kæmi einhver, myndi honum eða henni inngöngu varnað. Og svo var það alveg eins og þegar hún fór, nema að nú var þaö ekki bamung stúlka, sem hvergi nærri hafði náð fullum líkams- þroska sem hvíldi við barm hans heldur ung kona reiðubúin og bíö- andi ástar. Þegar hann ætlaði að kyssa hana sneri hún sér undan eins og hún þættist ekki fús. — Þú ert engu betri en þú varst sagði hún — og ég er sama slæma stúlkan, sem hleyp að heiman og geri það, sem ég má ekki. Bæði hlógu og urðu svo alvarleg og reyndu að horfast í augu við það, sem koma hlaut. — Ég veit ekki hvenær ég get komið til þín aftur, sagði hún. Ekk ert er eins og það áður var.. Honum var þetta vel ljóst sem að líkum lætur. Þau kynnu að geta hitzt endrum og eins, stutta stund hverju sinni, en það var allt og sumt. En hvað gátu þau gert, hvort um sig? j Hann gæti heimsótt hana, sem biðill, fylgt venjum og gætt þess að fara ekki einn síns liðs, til þess að virða mannorð hennar, en fannst slíkt hjákátlegt, eftir öll frjálsræðisárin, sem þau höfðu átt saman. Og honum mundi ekki veröa vel tekið sem biðli. Hann gat sér í hug viöræðustund þar sem hann ræddi við Magdalenu sem bið ill hennar, að Lupe viðstaddri. hann hristi höfuðið raunamæddur á svip. — Ég vildi, að ég gæti kvongazt þér, sagði hann. Hann hafði ekki ætlað sér að segja þetta og var sannast að segja undrandi, er orð- in voru komin yfir varir hans. Hann hafði ætlað að segja, að sér þætti leitt að geta ekki beðið henn ar, því að það gæti augljóslega ekki komið til greina, að hann færi á fund hennar sem biðill. - Magdalena leit ekki svo á og hann hefði mátt vita það. Tæki hún í sig að ná einhverju marki, gat ekkert hindrað hana í að ná því. — Og hvers vegna geturðu það ekki? spurði hún. Hve ég þrái að flytja frá þeim og koma hingaö og lifa lífi mínu með þér. — Það vildi ég líka, sagöi hann, en fólk þitt mundi aldrei fallast á það, né heldur faðir Orlando. -— Það hlýtur að vera einhver leiö ,sagöi hún ákveöin. Hún tal- aði eins og sá sem ekki lætur hugg ast. Nú verð ég að fara, því ann- ars veröur fariö að leita að mér. En ég kem aftur. Ég veit ekki hve- nær ég kem. Hún kyssti hann aftur, innilega, ákveðin eins og kona kyssir þann1 mann, sem er hennar maður. Koss- i inn sannfærði hann um það enn j frekara, að honum var ekki hafn- j að, að hann væri ekki yfirgefinn i — og er hún hafði kysst hann flýtti hún sér burt, leit um öxl um leið og brosti til hans. Leo settist aftur, fyllti pípu sína og kveikti í og reykti sem ákafast. Og hapn horfðist í augu við þaö, að það sem í rauninni hafði gerzt var, að hann hafði beðið Magda- lenu og hún tekið honum. Um eitt var hann hárviss, að hún átti hug hans allan, að örlög hennar höfðu samtvinnazt örlögum hans. III Það varð ekki hjá því komizt, að hann færi með þetta vandamál sitt á fund föður Orlando. Um langt skeið hafði Leo vitað, að örlaga- þræðir fólks í byggðarlaginu voru að verulegu leyti í höndum þessa manns. Hann vissi að allir leituðu ráða hans við lausn vandamála sinna, einkanlega þegar um hjúskap arvandamál var að ræða og andlát. En ekki hafði það flögrað að Leo, að hann myndi verða að ganga á fund klerks og ræða við hann um sín vandamál vegna fyrirhugaðs hjúskaparáforms. Um alllangt skeið höfðu þessir tveir menn rætt ýms vandamál byggðarlagsins og annarra manna, af því að þau komu til þeirra kasta sem tveggja mestu áhrifamanna þess, en nú kom Leo og leitaði aðstoðar hans og var í hálfgerðum vandræðum meö að útskýra fyrir honum, að í rauninni hafði hann beðið Magda lenu án þess að hafa ætlað sér það. Honum var léttir að því, er fað- ir Orlando hvorki varð reiöur eða hneykslaður og — það furðulega var — létt undrandi. Ekkert virt- ist koma þessum manni á óvart. Hann hristi höfuðið hægt nokkr- um sinnum fyllti pípu sína og kveikti f. — Heldurðu að það væri hyggi- legt, að ráðast í þetta? spurði hann Leo breiddi úr höndum sér vandræðalegur á svip og sagði í næstum bænarrómi: — Vinur minn, reyndu að skilja mig. Ég er í miklum vafa og þetta er allt sársauka bundið. Ég elska þessa stúlku meira en ég nokkurn tíma hef elskað aðra rpanneskju en ég er alls ekki viss um, að það sé rétt af mér eöa hyggilegt af mér að ganga að eiga hana. Hún er 16 ára og ég er fertugur og það eru ýmsir aðrir erfiöleikar. — Ég el mínar efasemdir, en Magda- lena virðist engar ala. Hún veit al- veg hvaö hún vill og henni finnst alltaf aö hún eigi að fá óskir sínar uppfylltar. Hvernig get ég þá neit að henni um þetta? Faöir Orlando kinkaöi kolli há- tíðlegur á svip. — Þú veizt, að ef þú giftist henni í kirkju, veröurðu aö taka kaþólska trú, sagði hann, og ég get ekki fariö fram á það við þig. Ég þekki þig betur en svo. Þú hefir öðlazt trú. Ég held, að þú trúir ekki á neitt, nema lífið sjálft Leo sat langa stund þögull og hugsaði um þetta. Á hvað trúði hann? Hann haföi aldrei spurt sjálf an sig að þessu. Árum saman hafði hann dvalizt innan um allt þetta fólk, sem allt trúði í hjartans ein- lægni á guð. Hann vissi, að í aug- um þeirra var guð eins raunveru- legur og faðir Orlando. Þeir liföu í návist guðs. Þeir báðu Hann um hjálp. Þeir syndguðu og báðu Hann um fyrirgefningu. Og hann vissi, að viðhorf Magdalenu var hið sama og annarra. Hann haföi oft séð hana signa sig — það kom eins og ósjálfrátt — eins og vottur undir- gefni við mátt trúar hennar. Hún gat verið þrá, uppreisnargjöm, ögr- andi, en hún var barn guös. Sjóstakkarnir ódýru fást enn, svo og flest önn- ur regnklæði, regnkápur (köflótt- ar) og föt handa börnum og ungl- • ingum. Vinnuvettlingar og plast- vettlingar o.fl. — Vopni h.f. Aðal- stræti 16 (við hliðina á bílasölunni) T A R Z A N Ég tók ekkS eftir því þegar við fórum inn, að nafn dansmeyjarinnar er Serena, hún hlýt- ur að eiga þennan stað. Femtingar- giofin i ear Gefið menntandi og þrosk- andi íermingargjöf: NYSTROM Upphleyptu landakortin og hnett- imir leysa vandann viö landafræði- námiö. — Kortin innrömmuö með festingum. Fæst í næstu bókabúö. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. Simi 37960. Þú þarft ekki að vera að réttlæta stúlkuna fyrir mér Peter, það var eitthvað við hana, sem greip mSg. Ha, ég hef nú aldrei heyrt það sagt á þennan hátt áður. Allt sem ég veit Tarzan er að við höfum verið aö berja höfðinu við steininn frá því er við komum hingað t51 Luanda. Og samt hef ég það á tilfinningunni að ýmislegt muni uppgötvast og það á næstunni. Ia< cjningin betur meö wkeíf Elanz- larlesim gfans hárlagningar- vökva HmBSSLUIIRCDtk ISLÉNZK ERLENDAVERZLUNARFÉLAGIÐHF r*AMLIIDSLUR(TTINDI AMANTI HF

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.