Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 6
6
HlutS af hinum fjölmenna hópi, sem sótti fundi nn í Laugarásbíói,
Borgarsfjóri —
Framh. af bls. 1
svo sem væntanlegar fram-
kvæmdir borgarinnar á svæöinu.
Þá skýröi hann frá fyrirhuguð-
um framkvæmdum viö Sunda-
höfn, en hún er fyrirhuguö í
nágrenni þessara hverfa.
Þá flutti Þórir Kr. Þóröarson
prófessor ávarp, sem síðar verö
ur skýrt ýtarlega frá í blaðinu.
Síðan hófust fyrirspurnir.
Jóhann Sigurðsson spurði um
Sorpeyðingarstöðina, Viðey og
smábátaútgerð. Borgarstjóri sagði,
að Sorpeyðingarstöðin ætti að
standa, en hins vegar hefði hún
ekki undan, og því hefði sumu af
sorpinu verið brennt í nágrenni
stöðvarinnar. Lofaði hann því að
bálið mundi verða slökkt í sumar
Varðandi Viðey sagði hann, að
borgin hefði reynt að kaupa eyj-
una alla, en ekki hafi gengið sam
an um kaup. Hvað snerti aðstöðu
smábátaútgerðar hefði ekki verið
TOSARI
gert ráð fyrir slíku í Sundahöfn-
inni nýju, en vonandi yrði hægt
að skapa aðstöðu í Skerjafirðinum.
Maður, sem ekki náðist nafn á,
spurði hvað lengi ætti að nota
Hálogaland sem leikfimihús fyrir
Vogaskóla og hvort nokkuð hefði
verið gert af hálfu borgarinnar til
að mæta auknum umferðarþunga á
Langholtsvegi. Borgarstjórinn svar
aði þvi að þvi miður hefði dreg-
izt bygging síðari hluta áfanga
Vogaskóla, sem í ætti að vera leik
fimihús og yrði Hálogaland notað
þar til þessum áfanga væri lokið.
Unnið verður að gangstéttarlagn-
ingu við Langholtsveg í sumar.
Gísli úislason spurði hvort borg
arstjóm hefði stutt íþróttafélög í
borginni hingað til og hvort Þróttur
gæti vænzt einhvers styrks til að
koma upp íþróttasvæði, hverju
borgarstjóri svaraði, að íþróttafé-
lög fengju 30% aðstoð frá borg- 1
inni, en 40% aðstoð frá íþrótta-
sjóði ríkisins. Einnig spurði Gisli
hvort möguleiki gæti verið að Safn
aðarfélag Langholtssafnaðar gæti
fengið aðstöðu til að reisa sumar
búðir við Saltvík og lýsti borgar-
stjóri áhuga sínum á því að svo
gæti verið, . en ekkert hefði enn
verið ákveðið í sambandi við Salt
vík.
TEKINN
Varöskipiö Óðinn tók brezka tog
arann „Bayella" frá Hull að meint
um ólöglegum veiðum í landhelgi
f nánd við Hvalbak í gær. Fór
varðskipið með togarann inn til
Norðfjarðar þar sem réttarhöld hóf
ust í máli skipstjórans í gær-
kvöldi og var þeim ekki lokiö er
blaöið haföi síöast fregnir af.
Hannes Björnsson spurði, hvaö
liði biðskýlum á strætisvagnastöö-
um og sagöi borgarstjóri, aö ákveð
ið hafi verið að koma upp bráðlega
10 nýjum biöskýlum, sem kannski
gæti ekki talizt mikið, en hlyti
þó aö teljast spor í rétta átt.
Þorkell Sigurösson spurði um
hvort rétt væri að Sementsverk-
smiðjan mundi fá umskipunarhöfn
við Ártúnshöfða og hvort spreng-
Flugmálastjóri svarar
Slysavarnafélaginu
í gærkvöldi barst blaöinu
löng greinargerð frá Agnari
Kofoed-Hansen flugmálastjóra
í tilefni fréttar Slysavamafélags
fslands. f þeirri frétt var deilt
á framkvæmd leitar aö Flugsýn
arvélinni sem fórst 18. jan sl.
Birtist hún hér í Visi í gær.
Segist flugmálastjóri ekki
geta fallizt á þau sjónarmið
Slysavarnafélagsins að óeölileg
ur dráttur hafi oröiö á byrjun
leitarstarfs við þaö aö flug-
stjómarmiðstöðin hafði ekki
beint samband við aöalstöðvar
Slysavamafélagsins í Reykja-
vík. Má fremur ætla, segrr flug-
málastjóri, að flýtt hefði fyrir
leitinni aö skilaboð komust
strax til viðeigandi sveita á
Austfjörðum, þar sem miðstöðin
var í beinu símasambandi aust-
ur.
Þá skýrir flugmálastjóri í
greinargerð þessari frá uppkasti
að málefnasamningi, sem Flug-
björgunarsveitin óskaði eftir aö
gerður væri milli sveitarinnar
og Slysavamafélagsns 1961 um
gott samstarf í hvívetna. Þess
um málefnasamningi hafnaöi
Slysavarnafélagið, nema um
yrði aö ræða innlimun Flug-
björgunarsveitarinnar í félagiö.
„Er hægt að kalla þetta sam-
starfsvilja?" spyr flugmála-
stjóri.
Greinargerðinni lýkur á þess
um orðum:
„Ég hlýt að harma það, aö
þessi mál hafa verið gerð opin
ber á þennan óvenjulega hátt
og tel miöur farið. Hins vegar
væri óviturlegt að halda uppi
karpi um hin ýmsu málsatriöi
meðan opinber rannsókn hefur
ekki farið fram.
Að henni lokinni verður ó-
hjákvæmilegt að koma aftur að
þessu máli svo og öðrum mál-
um, er snerta samskipti Slysa
varnafélags íslands, Flugbjörg-
unarsveitarinnar og Flugmála-
stjórnarinnar.
Með þökk fyrir birtinguna
Agnar Kofoed-Hansen
flugmálastjóri."
ingar við þá höfn gætu ekki skað
að laxastofninn í Elliðaám.
Borgarstjóri sagöi, aö það væri
rétt að Sementsverksmiöjan fengi
þarna höfn, en að þar sem spreng
ingar verða allar á landi ættu þær
ekki að hafa nein áhrif á stofninn.
Jakob Þorsteinsson spurði hvort
gera ætti opinn leikvöll milli Siglu
vogs og Drekavogs að lokuöum
leikvelli og staðfesti borgarstjórinn
það.
Síðan tóku fjölmargir til máls
og spuröu um ýmis málefni borgar-
innar og gaf borgarstjóri greiö svör
við þeim spurningum.
FH —
Framh af bls 1
ins í sókn og vörn betri en
Framaranna. Mikil harka var í
leiknum og áhorfendur sem voru
eins margir og Hálogaland rúm-
ar fylgdust spenntir með. Var 6
leikmönnum vísað af velli um
stundarsakir fyrir óprúðan leik.
f 2. deild unnu Víkingar Þrótt
27:15 og fara því í 1. deild
næsta haust.
Læknar —
Framhald af bls. I.
urti málið.
Á morgun, 1. maí, rennur út
sá tími sem sérfræðingar á Land
spítalanum, Rannsóknarstofu
Háskólans og Borgarsjúkrahús-
inu ákváðu aö vinna samkvæmt
sérstökum samningi, væru þeir
til kvaddir af yfirlæknum, en
þessi ákvörðun var sem kunnugt
er tekin eftir að þeir höföu sagt
upp störfum og hætt. Eins og
fyrr segir er málið leyst varö-
andi Borgarsjúkrahúsiö, en það
er alvarlegra að því er varðar
Landspítalann og Rannsóknar-
stofu Háskólans, þar sem nær
20 sérfræðingar sögöu upp
störfum og hættu, en hafa unn
iö áfram, samkvæmt framan-
greindu samkomulagi.
Launamálanefnd Læknafélags
Reykjavíkur skilaöi áliti til ríkis
stjórnarinnar um laun sérfræö-
inga á Landspítalanum og Rann
sóknarstofu Háskólans fyrir
nokkru en sú álitsgerð er enn-
þá í athugun og hafa ekki verið
boöaðir neinir fundir með samn
ingsaöilum. Má búast við að nú,
eftir að sérfræöingar við Borgar
sjúkrahúsið hafa náð samning-
um viö sína samningsaöila komi
einhver skriður á málið — en
náist ekki samningar um helgina
má gera ráð fyrir aö mikið vand
ræöaástand skapist á Landspítal-
anum.
Frystiþurrkun —
Framhald af bls. 1.
lega meira og minna og bragð-
efni skemmast. Þannig þurrkuð
geymist varan vel ef ekki kemst
að henni raki, og þarf hún ekki
einu sinni að ge.vmast í kulda.
— Hvert er upphaf þessarar
aðferðar?
— Hún er eiginlega til orðin
fyrir tilraunir í stríðinu með að
geyma blóð og vessa óskerta
og voru þær hreinlega á læknis-
fræðilegum grundvelli.
Síðan komu menn auga á gildi
þessarar aðferðar við geymslu
matvæla. Miklar tilraunir hafa
verið gerðar í þessum efnum,
einkum í Bandaríkjunum, og eru
þær komnar á það stig, að hin
nýja aðferð er ekki einungis sú
hentugasta, sem fram hefur
komið til geymslu ýmissa mat-
væla, heldur kemur hún til með
að valda byltingu í matvælaiðn-
aðinum í heiminum. Þannig er
t. d. áætlað að um 70% af mat-
V í S IR . Laugardagur 30. apríl 1966.
vælaforða Bandaríkjahers verði
frystiþurrkaður eftir svo sem
5—10 ár.
— En hvað um geislunina?
— Það er miklu umdeildari
aðferð. Hún er eiginlega fólgin
í gerilsneyðingu, með geislavirk-
um efnum. Þannig má t.d. geisla
fisk og setja hann á kaldan stað
og geymist hann þar allt að
hálfan mánuð óskemmdur. Þessi
geislunaraðferð hefur verið not-
uð við skordýraevðingu. Margir
vísindamenn telja ekki loku fyr-
ir það skotið, að einhver breyt-
ing verði á matvælunum við
geislunina, sem gæti haft ó-
heppilegar afleiðingar fyrir melt
inguna, og er hún víða ekki
notuð af þeim sökum við mat-
væli, t. d. í Bandaríkjunum.
NAUÐSYN Á SLÍKRI
FRAMLEIÐSLU HÉR
— Og hvað er svo að segja af
tilraunum ykkar hjá Rannsókn-
arstofnun iðnaðarins?
Það gefur að skilja, að við
verðum að fylgjast með í þess-
um efnum. Hér eru nú seldar í
búum frystiþurrkaðar vörur, er-
lendar, sem við ættum hæglega
að geta framleitt sjálfir, eins og
kartöflumús, tilbúnir kjötréttir
með spaghetti o. fl. Stefnan má
ekki verða sú, að við flytjum út
óunnið hráefni en flytjum vör-
una fullunna inn.
— Hvenær gæti slík fram-
leiðsla hafizt hér?
— Það er útilokað að fara
af stað með verksmiðju af þessu
tagi hér án undangenginna til-
rauna og rannsókna. Það verður
alltaf að meðhöndla hverja teg-
und hráefnis á sérstakan hátt.
Þær þurfa sitt sérstaka hlutfall
af undirþrýstingi, sérstakan
frystitíma o. s. frv.
— En hvað líður svo rann-
sóknum okkar?
— Það er alltaf dálítið erfitt
að byrja slíkar rannsóknir. Að-
staðan hefur verið nokkuð erf-
ið, þar eð við höfum ekki átt
nein tæki, en við vonumst til
að fá frystitæki seinni partinn
£ sumar.
Það eru tveir ungir efnafræð-
ingar, sem vinna að þessum
rannsóknum hjá okkur, Sverrir
Vilhjálmsson og Aðalsteinn Jóns
son.
Það gefur að skilja, að fram-
Ieiðsla frystiþurrkaðra matvæla
gæfi mikla möguleika hér eins
og annars staðar. Við gætum til
dæmis framleitt osta ýmiss kon-
ar og aukið söluverðmæti þeirra
verulega, allar pakkasúpur eða
þá t. d. skyr. Það væri ekki
dónalegt að geta haft með sér
skyr í sumarfríið eins og duft
í pökkum og hrært það svo bara
út í vatni þegar á þarf að halda
og þá verður það eins og nýtt.
Einnig mætti frystiþurrka hér
sveppi. Það gera Danir í stór-
um stíl. Verksmiðja ein í Hró-
arskeldu framleiðir 2—2 V2 tonn
af þeim á dag.
Háskólapróf —
Framliald af bis, I.
þrennt. í fyrsta lagi skipulags-
breytingar, fjölmennum munn-
legum prófum hefur verið breytt
í skrifleg próf eins og forspjalls
vísindum en uppundir 100
gangast undir þau, í ööru lagi
hefur veriö bætt viö nýjum
greinum eins og íslenzku til B.
A.-prófs og loks almenn aukn
ing stúdenta sem er þriöjungs-
aukning.
í skriflegu prófunum veröa
verkefnategundir 120-130 en í
fyrra náöu þær í fyrsta sinn
hundraðinu.
Fjöldi stúdenta, sem gangast
undir próf nemur nokkrum
hundruðum og rúmast fjöl-
mennustu hóparnir ekki í há-
tíðarsalnum en mest er hægt að
hafa 65 manns þar, er þá bóka
safniö og jafnvel kennslustofur
teknar í viðbót fyrir prófin. í
prófunum i vetur voru í fyrsta
sinn tekin £ notkun ný borö og
nýir stölar í hátíöasalnum og
er ólíkt þægilegra fyrir stúdenta
að þreyta próf við þau skil-
yröi, sagði prófessor Steingrím-
ur aö lokum.
Loftleiðir —
frambal'' bls 3
kveðið að bjóða til sín f dag
milli átta og nfu hundruð
manns til þess að skoða hótelið
milli kl. 4 og 6, en seinna £
kvöld verður haldið boð fyrir
starfsmennina, 7—800 talsins.
Þarna býður Loftleiðir þvf til
sin á einum degi um 1500 manns
sem mun vera met £ íslandssög
unni, sem mun haldast lengi.
K.F.U.M.
Almenn samkoma i húsi félags-
ins viö Amtmannsstig annað
kvöld kl. 8.30. Friðbjörn Agnars-
son, Halla Bachmann og Páll Friö
riksson tala. Fómarsamkoma. All
ir velkomnlr.
Tilkynning til viðskipta-
manna Hagtryggingar
á ísafirði
Hér með tilkynnist að umboðsmaður okk-
ar á ísafirði Björn Guðmundsson Brunngötu
4 ísafirði hefur óskað að hætta störfum og
hefur Jón Hermannsson Hlíðarvegi 40. tekið
við umboðinu. Eru því viðskiptamenn okkar
vinsamlegast beðnir að greiða iðgjöld sín í
umboðinu Hlíðarvegi 46.
HAGTRYGGING H.F.
Seltirningar, vesturbæ-
ingar og aðrir Reykvíkingai
Opnum í dag Bendz hraðhreinsun að Kapla-
skjóli 3 á mótum Ægisíðu og Nesvegar.
Reynið viðskiptin.
FATAPRESSAN HRAÐI H.F. Sími 24900