Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 3
V í S I R . Laugardagur 30. apríl /966. 3 10,000 GISTIBEIÐNIR morgun verður Hótel Loft- leiðir opnað almenningi, en þá hefur áfanga verið náð sem má kallast einstakur í íslenzkri byggingarsögu og á ef til vill eftir að marka tímamót. Bygg- ing hótelsins var skipulögð frá upphafi og var öll vinna hinna fjöldamörgu aðila, erlendra sem innlendra, með þeim árangri að hótelið verður opnað 1. maí eins og upphaflega var gert ráð fyrir og mörgum þótti djarft. Öll bygg ing hússins hefur tekið um 16 mánuði. Samvinna hinna mörgu aðila, sem að húsinu hafa unnið hefur verið með miklum ágæt- um, eins og árangurinn sannar og er athyglisvert þegar tillit er tekið til, að oft unnu sam- tímis að verkinu um 130-140 manns af ýmsu þjóðerni. íslenzkir iðnaðarmenn báru hita og þunga by-ggingar hótels- ins, en mikið var þó leitað út fyrir landssteinana um vinnu- kraft, bæði vegna manneklu og sérþekkingar, sem ekki var unnt að fá hér á landi. Þannig hafa Norðmenn, Danir, Þjóðverjar, Bretar, Belgíumenn, Bandaríkja menn, Svíar, Frakkar og Finnar lagt sinn skerf til þess að hótel ið mætti vera sem bezt úr garði gert miðað við það, sem frekast verður krafizt um gerð hótela í dag. Þrátt fyrir hátt verðlag hér á landi hefur verið ákveðið að reyna að stilla verði eins mjög í hóf og unnt er. Þannig er ætlunin að með öllum inni- földum gjöldum kosti eins manns herb. 344 kr. á dag, morg unverður kr. 62.50, hádegisverð ur kr. 156.25 og kvöldverður kr. 250.00, sem getur ekki tal- izt mikið miðað við þann gæða flokk, sem hótelið er í, jafn- vel þó sé miðað við ódýrari Évrópulönd. Hótelið er enda byggt í þeim tilgangi, að gera þeim útlending um, sem hér vilja dvelja, kleift að búa jafn ódýrt sem þægilega. Jafnframt er hótelið auðvitað op ið öllum þeim utanbæjarmönn- um, sem þurfa að gista í höfuð borginni. Það hefur þegar komið vísbending um það, að stjórn Loftleiða hefur ekki farið villt þegar hún ákvað að reisa þetta hús, því 10.000 gistingarbeiðnir hafa þegar borizt. Fast starfslið hótelsins er um 100 manns. Þorvaldur Guð- mundsson er hótelstjóri, veit- ingastjóri er Friðrik Gíslason, skrifstofustjóri Sveinn Guðlaugs son, sölustjóri Friðrik Theódórs son, móttökustjórar Geirlaug Þorvaldsdóttir og Emil Guð- mundsson, aðstoðarmaður hótel stjóra Robert Goethe, yfirmat- sveinn Karl Finnbogason, gjald keri Bertha Johannessen, yfir- þjónn Bjarni Guðjónsson og yf irþerna Fríður Bjarnadóttir. Að vonum vilja Loftleiða- menn fagna þessum tímamótum í sögu félagsins og hafa því á- Framh é >ls 6 Major Björn Steenstrup og eiginkona hans eru fyrstu gestímir á Hótel Loftleiöir og rita þau hér nöfn sín I gestabókina. Steenstrup er umboðsmaöur Loftleiöa í Svíþjóð. Meö þeim á myndinni er Sigurður Magnússon fulltrúi. Með fullkomnustu eldhúsum á íslandi Myndin er tekin upp stigaganglnn neöan úr kjallara. Hluti þeirra sem báru hita og þunga byggingarinnar. Þorvaldur G uðmundsson hótelstjóri, Gísll Halldórsson arkitekt, Þórður Kristjáns son trésmíðameistari, Ólafur Júliusson arkttekt, Þorvaldur Daníelsson trúnaðarmaður Loftleiða og Páll Flygenring verkfræðlngur. Erlingur Pálsson hin aldnl sundkappi vígöi sundlaugina í kjallara hótelsins. Með honum syntu tvær 12 ára stúlkur, Guðfinna Helga- dóttir og Sigríður ída Úlfarsdóttir. Á myndinni takast þeir í hendur Erlingur og Arí Guðmundsson forstöðumaður baðdeildar. Stjórn Loftleiða. Einar Arnórsson, Alfreð Elfasson, Kristján GuðIaugss.on, Sigurður Helgascn og Kristinn Ólsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.