Vísir - 30.04.1966, Page 7

Vísir - 30.04.1966, Page 7
VT-SI R . Laugardagur 30. apríl 1966. íþróHir Framh. af bls. 11 skoraði 27 stig. Guttormur skoraði 16 stig, Einar Bollason 22 stig, Gumiar Gunnarsson 10 stig, Hjört- þeirra, tók fjöldamörg fráköst og ur Hjartarson 8 stig og átti skín- andi góðan leik, Kolbeinn 7 stig, Sigurður Öm og Þorsteinn 2 hvor. Stigin fyrir ÍR skoruðu Hólm- steinn 22 og var langbezti maður- inn í liði þeirra, Sigurður 18, Tómas 8, Skúii 7, Jón Jónsson 5 og Edward 1 stig. Dómarar voru þeir Guðjón Magnússon og Ingi Gunnarsson og dæmdu vel. Hefðu þeir þó oft mátt beita 5-sek. reglunni á ÍR- liðið. Lokastaðan í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik er þcssi: KR 8 8 0 701:459 IR 8 5 3 556:517 ÁRMANN 8 5 3 526:550 KFR 8 2 6 613:680 ÚTVARPINU SKIPT í 3 DEILDIR Stöður frumkvæmdastjóru hljóðvarps og fjórmóla auglýstar lausor Ákveðið hefur verið að skipta Ríkisútvarpinu í hljóðvarpsdeild sjónvarpsdeild og fjármáladeild. Fyrir hverri deild verður fram- kvæmdastjóri til aðstoðar út- varpsstjóra, og hafa stöður tveggja þessara framkvæmda- stjóra verið auglýstar lausar til umsóknar. I frétt Menntamálaráðuneytis ins um þetta efni segir: „Þegar sjónvarpið tekur til starfa, verður starfsemi Ríkis- útvarpsins enn umfangsmeiri en nú er. Hefur því verið talið æskilegt að gera nokkra breyt- ingu á skipulagi stofnunarinnar. Meginbreytingin er sú, að Rík- isútvarpinu er skipt i þrjár deild ir: Hljóðvarpsdeild, sjónvarps- deild og fjármáladeild. Útvarps- stjóra til aðstoðar verður fram- kvæmdastjóri fyrir hverri ofan greindra deilda. Meðal verkefna framkvæmda- stjóra hljóðvarps- og sjónvarps- deildar er að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd dagskrár hljóðvarpsins og sjón- varpsins undir yfirumsjón út- varpsstjóra og útvarpsráðs. í hvorri deildinni um sig starfa dagskrárstjórar að tilteknum þáttum dagskrárinnar. Meðal verkefna framkvæmdastjóra fjármáladeildar er umsjón með IKF 8 0 8 403:613 Íslandsglíimm fer fram 8. mat Íslandsglíman 1966 verður háð í Reykjavík sunnudaginn 8. maí n. k. Glímudeild Ármanns sér um fram- kvæmd mótsins að þessu sinni. Þátttökutilkynningar þurfa að ber- ast til formanns Glímudeildar Ár- manns, Harðar Gunnarssonar, pósthólf 104, Reykjavík, skriflega fyrir I. maí n. k. fjármálum allra deilda Ríkisút- varpsins undir yfirstjóm út- varpsstjóra. Starf núverandi skrifstQfu- stjóra sjónvarpsdeildar breytist í framkvæmdastjórastarf. Starf núverandi skrifstofustjóra Rík- isútvarpsins verður lagt niður um leið og störf framkvæmda- stjóra hljóðvarpsdeildar og fjár máladeildar verða stofnuð, en þau hafa nú verið auglýst laus til umsóknar.“ // Dúfnaveislan" komin út í bókarformi Leikritið „Dúfnaveislan“ eftir Halldór Laxness er komið út í bókarformi hjá Helgafelli og kom í bókabúðir í gærmorgun. Halldór Laxness sagði á fundi með blaðamönnum í fyrradag að hann hefði skrifað söguna „Dúfna- veislan“ fyrir tveimur árum og heföi þá haft í huga að skrifa leikrit sem fjallaði m. a. um það atriði, sem fram kemur í sögunni. Sér hefði þó ekki unnizt tími til að byrja á leikritinu fyrr en á liðnu sumri og hefði ætlun hans verið að skrifa leikritið allt í einu. Úr því hefði ekki getað oröið. Þegar 2. þáttur var nær búinn hefði hann farið utan og dvalizt þar 6 vikur, en komið að því loknu heim og lok- ið 2. þætti, 3. þætti og hluta 4. þáttar, en þá haldið utan aftur og komiö heim um jólin og lokið viö leikritið f janúar. „Þetta eru ekki beztu skilyrðin til að semja skáldverk“, sagði Lax- ness — en það tókst og leikritið veröur frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld. Aðspurður um efni eða boðskap leikritsins, sagði Laxness að það, sem hann hefði að segja um þaö, væri komið í leikritið — hann hefði engu við það að bæta. Nú væri það blaöanna og almennings að gera sér grein fyrir hvað þeir væru að sjá. Þaö hefði sýnt sig að hver liti sín- um augum á silfrið — og átti hér víst við Prjónastofuna — og höf- undar væru alltaf þakklátir þegar allir syngju ekki sama sönginn og allir kysstu ekki alla — eða öfugt. Áhugi á verkinu væri bezta kompliment sem rithöfundar gætu fengið. Um munin á „Prjónastofan Sólin“ og „Dúfnaveislan sagðist Laxness í fljótu bragöi geta sagt: „Prjónastofan er meiri á breiddina ■— Dúfnaveislan á dýptina". Thor greiði Kristmanni fimm þúsund krónur I gær var kveöinn upp í borgar- dómi dómur í máli Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar á hend ur Th.or Vilhjálmssyni rithöfundi. Eru niðurstööur dómsins þær að Thor er skyldur ger aö greiða Krist manni 5000 krónur í bætur. Jafn- framt var hann dæmdur til þess að greiöa 2 þús. króna sekt til ríkissjóðs að viölögðu sex daga varðhaldi til vara verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá var Thor gert að greiða 2 þús. krónur í birtingarkostnað dómsins og kr. 2500 í málskostnað. Hafa málaferli þessi vakið all- mikla athygli, en tilefni málshöfð unarinnar er grein, sem Thor Vil- hjálmsson skrifaði £ Birting árið 1963. Fræðsluþáttur Garðyrkjufélags íslands: Staldrað við steinbeð JJvergi í garðinum get ég eytt jafnmörgum ánægjustund- um og unað jafnvel og við stein beöið. Fjölbreytni þess og fín- leiki jurtanna, sífelldur breyti- leiki I útliti, eftir þv£ sem sum- arið líður, er stöðug uppspretta aödáunar og nýrra uppgötvana. Eftir ys og önn dagsins, er jafn- vægi og ró steinbeðsins eins og svaladrykkur þyrstum vegfar anda. Steinbeðiö er sá hluti garðs- ins sem mér finnst aö viö 'ís- lendingar ættum að leggja sér- staka alúð við. Kemur þar margt til. Ekki hvað sizt það, að land- ið okkar blesað, mætti vel kalla eitt allsherjar steinbeð í garði náttúrunnar og margar okkar íslenzku jurta eru ágætlega til þess fallnar að rækta þajr í stein beði. Auk þess eru flestar stein hæðajurtir lágvaxnar og þola því vel okkar stormasömu veðráttu án stuðnings eða annarra t.i'tær- inga. Það væri því kannski ekki úr vegi að fara nokkrum oröum um gerö steinbeða og gróður í þeim. Lega beðsins við sól er mjög mikilvæg. Flestar steinhæða- jurtir eru fjallajurtir, sem eru vanar sterku sólskini. Halli mót suðri eoa suð-austri er beztur, þó ekki sé það nauðsyn, enda ekki alltaf hægt að koma því við. Það mun láta nærri að beö sem hefur ca. 25° halla til norö urs, njóti þriðjungi minni sólar en lárétt beð, og um helmingi minni en beð með sama fiaha til suðurs. Þar sem lóöir eru mjög brattar, er afar þægilegt að koma fyrir steinbeöum, en á flötum lóðum getur þaö orðið erfiðara að koma þeim þannig fyrir að þau verði ekki eins og einhvers konar upphlaöin leiöi. Helzt er að staðsetja þau í horni lóöar eða meðfram lóðarmörk- um og fremri mörk þeirra mega ekki vera of reglulegá sett, gjarna með stórum steinum út úr, til að brjóta línurnar og til að tylla sér á síðar meir og njóta árangursins. Yfirleitt gild ir það alltaf, þegar komið er fyrir steinum í steinbeð, að þá verður að setja þannig að sem eölilegast sé, helzt þannig að ekki sé augljóst að mannshönd- in hafi þar nærri komiö. Þetta er að vísu oft hægara sagt en gert, en þó er það staöreynd, að því minna sem sést af þínum handaverkum á beðinu, því betra. Sé beðið byggt upp af jafn- sléttu, og raunar alltaf ef jarð vegur er þungur og leirkenndur er gott aö setja frárennslislag undir það, t.d. 15 cm. lag af fín- geröri rauðamöl eða grófum sandi. Þetta er víða ,mikilvægt því flestar steinhæðajurtir þola alls ekki vatnssósa jarðveg og þurfa þvi gott frárennsli, enda er mikill hluta þeirra fjallajurt ir, sem vaxa í grýttum skr'ð- um og klettasprungum þar sem vatn stendur ekki lengi við. Ofan á þetta frárennslislag er svo sett sjálft jarövegslag beðs- ins minnst 15—20 cm. þykkt og þannig samsett: iy2 hluti leirblandin garömold 1 hluti mómold, vel möluð iy2 hluti grófur sandur eða fíngerð rauðamöl. 1 þetta lag, eða jafnvel að nokkru leyti áður en þaö er sett er komið fyrir yfirborðsstein- um beðsins, sem eiga að vera að hálfu, eða meir, í kafi í jarð- veginum og liggja sem allra eðlilegast. Þá kemur sú spurning, hvaöa grjót sé heppilegast að nota í steinbeðið. Því er fljótsvarað af minni hálfu. Holtagrjótið okk- ar er tvímælalaust bezta stein- hæöagrjót sem völ er á. Það er lifandi, þ.e.a.s. vaxið skófum og mosa. Það er hlutlaust, mjúkir litir þess og form stinga ekki í stúf við línur og liti gróöursins Og þar að auki er það víða það grjót sem hendi er næst. Brim- bariö grjót og hraunbruni er oft notað í garða, en er, að mínu viti ekki nærri eins gott og holta- grjótið. Hvergi í náttúrunni sést Steinbeð byggt upp af jafnsléttu þetta grjót vafið gróöri. Þaö er „sterilt“ dautt, og því framand legt innan um gróðurinn. Að vísu geta þessir steinar vertö fallegir út af fyrir sig, en þetr mega ekki ofbjóða beðinu með steinsvip sínum, því þó þetta sé kallaö steinbeö, eiga þaö þó að vera jurtirnar sem skipa önd- vegið. Nú tíðkast það allmikið aö ganga svo frá lóðarjöðrum og stöllum að síþekja þá með stór um hraunhellum. Þetta er ágæt lausn á gömlu vandamáli, stör- um snjallari en grasfláarnir frægu, sem mikiö hafa veriö not aöir hér, bæði í einkagöröum og almenningsgöröum, en sem eru erfiðir í hiröingu og sparkast all ir sundur þar sem börn eru á ferli. Á milli hellnanna koma fram holur þar sem planta má ýmsum plöntum, bæði svokö'I- uöum púðaplöntum, og ýmsurn lágum eða jarðlægum runnum, Svona steinbeð, ef beð skyldi kalla, þurfa mjög lítillar hirð- ingar við, aðeins þarf að gæta þess að illgresi nái ekki að fest.a rætur milli hellnanna. Það er þó ekki nema fyrst í stað sem þess þarf vandlega að gæta, síðai loka púðaplönturnar alveg þess um leiðum og fylla hverja smugu sjálfar. Þá vil ég aðeins nefna stein- hleöslur t. d. í stöllum, þar sem lóöir eru brattar, og á lóöamörk- um. Þessar hleöslur má hæglega útbúa sem eins konar steinbeö. Æskilegt er þá að reyna að bæta eithvaö jarðveginn á bak við hleðsluna, en ekki er þó þörf á að blanda hann mikið sandi, því þarna er ekki hætt á að vatn setjist að. Gæta verður þess að hafa hæfilegan fláa á veggnum og láta steinana hallast innávið svo regnvatn geti náð inn 1 hleösluna til jurtanna. Bezt er aö að geta plantaö í vegginn jafnóðum og hann er hlaöinn, en þar sem þess er ekki kostur verður að skilja eftir holur í hleðsluna, sem hægt er að planta í síðar í næstu grein mun ég svo taka lítiMega til athugunar nokkrar þær jurtir sem steinbeð in byggja. Ólafur Bjöm Guðmundsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.