Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Laugardagur 30. apríl 1966.
VISIR
Otgefandí: BlaSaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ölafssaw
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjðran Jðnas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldðr Jónsson
Ritstjðm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
línur)
*
Þá langar í verkföll
J^ommúnista langar í verkföll, eins og fyrri daginn.
Það hlakkar í Þjóðviljanum, hvert sinn er hann skýrir
frá að eithvert félag hafi sagt upp samningum. Blað-
ið skýrir frá því á forsíðu í fyrradag, að Lúðvík Jósefs
son hafi sagt á Alþingi, að „grundvöllur sé fyrir veru-
legum kauphækkunum, vegna stóraukinnar fram-
leiðslu og þjóðartekna“. Hafði Lúðvík talið að mikið
skorti á að kaup verkamanna fyrir hverja vinnustund
hefði hækkað til samræmis við auknar þjóðartekjur.
Þetta á enn að sýna „umhyggju" kommúnista
fyrir láglaunafólkinu. En í því sambandi er rétt að
minna á, að þegar ríkisstjórnin bauð kommúnistum
upp á samstarf um að bæta kjör hinna lægst launuðu,
árið 1963, án þess að betur launaðar stéttir fengju
líka hækkanir, þá vildu þeir ekkert samkomulag um
það. Sést bezt á því, að kommúnistar eru ekki að
hugsa um hag verkamanna. Þjóðviljinn var mjög and-
vígur júnísamkomulaginu, og margir af helztu for-
vígismönnum kommúnista reyndu eftir megni að
koma í veg fyrir það. Þeir vildu heldur verkföll, stöðv-
un framleiðslunnar, upplausn og ringulreið, sem kom-
ið hefði hvað harðast niður á verkamönnum og
láglaunafólki.
Kommúnistar hafa alls staðar sýnt það, svo
ekki verður um villzt, að það er ekki hagur verka-
manna, sem þeir bera fyrir brjósti. Verkföll og vinnu-
deilur eru aðeins liður í valdabaráttu þeirra, og þegar
þeir hafa náð völdum, skammta þeir fólkinu kaup eft-
ir sínum geðþótta, og leyfi einhver sér að lýsa yfir
óánægju með kjörin, er hann gerður höfðinu styttri
eða varpað í þrælabúðir. íslendingar eru svo upp-
lýst þjóð, að þeir ættu að vita þetta og ekki láta komm
únistasprautumar ginna sig út í ævintýri, sem eru
allri þjóðinni til tjóns.
Grænir af öfund
það hefur ekki leynt sér undanfarna daga, á Tím-
anum og Þjóðviljanum, að Framsóknarmenn og
kommúnistar eru grænir af öfund yfir því, hve borgar.
búar hafa fjölmennt á hverfisfundina, sem borgar-
stjóri boðar til. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sjá fram á, það — sem þeir raunar máttu
vita áður — að borgarbúar eru að miklum meirihluta
staðráðnir í að láta sundrungaröflin ekki ná völdum í
höfuðborginni. Þeir vita hvernig sú sambræðsla reyn-
ist. Þeir muna eftir vinstri stjórninni.
Slúðurdálkahöfundur Tímans skilur það ekki, að
borgin getur fyrst og fremst verið „sköpunarverk
borgai-anna sjálfra“. Slíkt frjálsræði til athafna er
vitaskuld Framsóknarmönnum óskiljanlegt. — Enn
ein sönnun þess, að við höfum ekkert með slíka
„dragbíta“ að gera í borgarstjórn.
þessa dagana verða og eru
Loftleiðir mikið í fréttum
vegna hótelsins, sem þeir hafa
reist með miklum myndarbrag
og veröur opnað almenningi á
morgun. Ein megin forsenda fyr
ir velgengni Loftleiða hefur ver
ið flugið vestur um haf og þar
sem svo heppilega vill til að
forstjóri Loftleiða í Bandaríkjun
um, Sigurður Helgason, er
staddur hér á landi, brá tíð-
indamaður Vísis sér á hans fund
til að leita tíðinda af starfsemi
félagsins í Vesturheimi og um
flugmál almennt í Bandaríkj-
unum og á N.-Atlantshafsleið-
um.
„Það kom einhvem tíma vel
kynntur borgari þessa lands að
máli viö Jónas frá Hriflu í
stjómartíö hans. • Tilgangurinn
var að leita eftir stöðu fyrir
dóttur þess fyrrnefnda við
sendiráö íslands erlendis, til
þess að sú hin sama gæti for-
Siguröur Helgason
Stærsti starfshópur íslend-
inga ytra er hjá Loftleiðum
Viðtal við Sigurð Helgason
framazt örlítið í útlandinu um
leið og hún lærði eitthvert er-
lent tungumál til hlítar. —
Góði maður, svaraöi Jónas, þú
hefur farið villur vegar. Það eru
Loftleiðir sem reka hér mesta
utanríkisþjónustuna, en ekki rfk
iö,“ Þessa sögu byrjaði Sig-
urður spaugfullur að segja tíö-
indamanni þegar hann tók að
spyrja hann um starfsemi Loft-
leiða í New York. Viö emm
nú 150, sem störfum á vegum
Loftleiöa í Bandaríkjunum, þar
af em um fjóröungur íslend-
ingar. Þetta held ég, að ég megi
segja að sé stærsti starfshópur
íslendinga erlendis. íslendingar
vinna þarna hin ýmsu störf og
gegnir stór hluti þeirra ábyrgð
arstöðum.
Hvað hafa farþegaflutningar
aukizt mikið þennan tíma, sem
þér hafið verið forstjóri Loft-
Ieiða í New York?
Tjau fimm ár, sem ég hef verið
þar, hefur farþegaflutning
ur aukizt um 100%. Það er
þó ekki vegna þess að við höf-
um tekið eitthvað af farþegum
frá öðrum flugfélögum, því hlut
fallstala okkar , N.-Atlantshafs-
fluginu hefur haldizt nokkuð ó-
breytt og er nú um 2.7% af
farþegaflutningum á þessari leiö
Við höfum haldið okkar hlut-
falli og er það fyrir mestu, en
ekki er trúlegt að okkur tak-
ist að hækka það mikið. Við
stöndum í geysilegri samkeppni
við um 20 flugfélög á þessari
leið, sem fljúga frá mikið fleiri
stöðum bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu, þannig að við ná-
um ekki til nema lítils brots af
þeim farþegum, sem fljúga yfir
Atlantshafiö. Það hefur sína
kosti að fljúga ekki nema til
New York í Bandaríkjunum,
sem önnur evrópsk flugfélög
eru farin að gera í æ ríkari mæli
Við þaö hefur unnizt mjög góð
samvinna við um 15 innanlands
flugfélög í Bandaríkjunum, sem
eru öll aðalflugfélögin. Þessi
flugfélög miðla miög mikið af
farþegum til okkar og viö auð-
vitaö sömuleiðis til þeirra, enda
má segja að samvinna okkar við
þessi flugfélög sé með miklum
ágætum.
Hvað gerið þiö aðallega til
þess aö ná til farþega í Banda
ríkjunum?
Jþað er margt, enda má
segja að aðalverksvið okk
ar sé kynningarstarfsemi á all
an mögulegan hátt. Loftleiðir
eyða 12 millj. kr. ísl. árlega í
auglýsingastarfsemi í Banda-
ríkjunum, en auk þess er gert
allt milli himins og jarðar til
þess að auglýsa Island og fé-
lagið og reka ýmiss konar á-
róðursstarfsemi. Við höfum
mjög góða samvinnu viö um
2000 ferðaskrifstofur í landinu
sem benda á okkur sem sér-
fræðinga í lágum fargjöldum.
Við höfum látið gera fjöldann all
an af kynningarbæklingum um
landið og félagið, sem við dreif
um þar sem því veröur komið
við. Við létum gera íslandskvik
mynd fyrir þremur árum í 15
eintökum, sem við fengum kvik
myndadreifingafyrirtæki í hend-
urnar, en það sér um að koma
myndinni til hinna ýmsu stofn
ana og félagsskapa, sem eftir
henni æskja. Myndin heitir
„Discover Iceland", en hana
gerði Bandaríkjamaður að nafni
William Keith, giftur íslenzkri
konu. Ég tel myndina mjög
góða og hygg að nú hafi hundr
uð þús. manna séð hana. Auk
alls þessa höfum við svo auð-
vitað samband viö blöð og fjöl-
miðlunartæki, . rekum áróöurs-
starfsemi þar sem við bendum
fólki m. a. á að fljúgi það með
okkur, sjái það tvö lönd til
viðbótar, sem þaö sér ekki ann
ars, ísland og Luxembourg og
það hrífur Fólki finnst gaman
að því að sjá þau lönd, sem aðr-
ir sjá almennt ekki. Ég held að
ég geti fullyrt að Loftleiðir
Bandaríkjunum.
séu orðnar mjög vel þekktar í
Hafa engir farþegar látið uppi
ugg vegna lengingar RR-400 vél-
anna?
Nei, ekki hef ég orðið var við
það, enda væri sá uggur á-
stæðulaus. Vélar þessar eru
byggðar þannig í upphafi, að
þær þola vel þessar lengingar.
Ég er ekki sérfróður um þessi
málefni, en ég held að vélamar
hafi ekki annað en batnað við
þessar lengingar, t.d. era þær
hljóðlátari eftir breytingamar.
Það er ekkert einsdæmi að flug
vélar hafi verið lengdar. DC-4,
DC-6 og DC-7 vélamar eru upp-
haflega með sama skrokk, að
eins lengdur í síðastnefndu til-
vikunum. Þessi lenging hefur
veriö samþykkt af íslenzkum,
brezkum og bandarískum flug-
málayfirvöldum.
Hvaða áhrif hafa RR-400 vél-
amar haft á rekstur félagsins?
Tjær hafa stórbreytt öllum að
stæðum og gert reksturinn
miklu öruggari. Með tilkomu
þeirra hefur okkur t.d. tekizt
að komast fyrir seinkun brott-
farartíma, en fyrir það vorum
við réttilega oft gagnrýndir.
Það liggur reýndar meira bak
við leiðréttingu á þessum mál-
um, sem sé aö við erum nú að
taka viö viðhaldi vélanna sjálfir
í New York.
Hver er aðalmunur á flugfé-
lögum austan og vestan hafs?
Munurinn er sá fyrst og
fremst, að austan hafs eru félög
in ríkisrekin, en ekki fyrir vest
an. Þetta hefur í för með sér
að flugfargjöld eru um helm-
ingi lægri innanlands í Banda
ríkjunum, en þau eru innan Ev-
rópu, þ. e. 4—5 sent á far-
þegaflugmílu í stað 8-10 centa.
Þó er það ekki fast verð á flug
míluna þar eins og i Evrópu.
T.d. kostar farmiðinn til Pu-
erto Rico frá New York fram
og til baka 90$ eða um 400 ísl.
kr., en þangaö er álíka langt
og héðan til Frankfurt. í þessu
sambandi langar mig til að minn
ast á að mikill misskilningur er
að verðlag sé eins hátt í Banda-
ríkjunum og frá er sagt. Þar er
hægt að ferðast jafn ódýrt og í
Evrópu með smáútsjönarsemi.