Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 9
V ! SIR . Laugardagur 30. apríl 1966.
VISIR ræðir við prófessor Hákon Stangerup, sem staddur er hér á landi i hoði Háskála
íslands og flytur erindi um dönsk menningarmál. Prófessorinn er einn þekktasti bók-
menntamaður Dana. Hann er varaformaður danska sjónvarpsins og einn af
helztu ráðgjöfum í menningarprógrami þess.
Fyrrverandi og núverandi blaðamaður — Boðberi danskrar menningar
— Bókmenntir: „Stórt orð hákot“ — Sjónvarpið vekur mannlega forvitni og
örvar lestrarhneigð — Kröfustigið í dönskum bókmenntum fer hækkandi —
Stefnan í dönskum bókmenntum er ný raunsæisstefna — Heinesen er lík-
legur Nóbelsverðlaunahafi, en hann er frá Færeyjum. — Enginn núlifandi
danskur höfundur jafnast á við Laxness.
u 1 t u r — þetta
kurteislega danska hug-
tak datt manni í hug,
þegar prófessor Hákon
Stangerup kom út úr
lyftunni á Hótel Borg;
þess má geta í byrjun,
að hann er fyrrverandi
blaðamaður; kveðst
hann sjálfur hafa farið
i gegnum frábreytileg
stig í faginu frá unga
aldri.
Prófessorinn er kominn hing-
að til lands £ boði Háskóla Is-
lands og flytur hér fyrirlestra
um danskar bókmenntir og
menningarmál.
Hann var reykjandi digran
vindil, sem logaði þó illa í, og
sagði, að því miður væri barinn
boðberi danskrar menningar,
var strax komið að efninu.
Hann hefur skrifað fjöldann all-
an af bókum um þetta efni, en
einkum bókmenntir, sem er
hans fræðigrein, ef svo mætti
kalla, og raunar meira. Fyrir
hann eru bókmenntir heilagur
hlutur, trú á æðra plani, eða
eigum við að segja regla, sem
hann hefur svarið hollustu við.
Stangerup tók doktorsgráðu
sína árið 1936 frá Hafnar-
háskóla — auðvitað í bókmennt
um. Hann var Kulturschef-
redaktör — menningarritstjóri
— hjá íhaldsblaðinu National-
tidende, og siðar hjá Dagens
Nyheder, sem var beinn arftaki
fyrmefnds blaðs. Vöktu kjall-
aragreinar hans óskipta athygli
og skipuðu honum í fremstu
fylkingu ábyrgra danskra gagn-
rýnenda. Síðan Dagens Nyheder
lagðist af, hefur prófessor
Stangerup verið bókmenntagagn
rýnir fyrir „tabloidið" B. T.,
en aðalstörf hans undanfarið
fólk og afsiða það og slæva
fróðleiks- og menntunarþörf
þess. En hvað hefur gerzt? Hið
undarlega hefur gerzt, að sala
á bókum er aldrei meiri en nú,
hefur stóraukizt — hið ritaða
orð er í hávegum haft. Þegar
sjónvarpsnotendur sjá eitthvað
á skerminum, sem vekur áhuga
þeirra, langar þá jafnframt til að
vita meira um það, lesa um það.
Sjónvarpið hefur að þesu leyti
örvandi áhrif, vekur mannlega
forvitni. I framtíðinni verður
hægt að vanda æ meira og
meira til efnis. Sjónvarpið er
eitt bezta kennslutæki, sem um
getur. Ég er ekki mikið kvíðinn
fyrir því, að það verði drag-
bítur í menningarlegu lífi nema
síður sé.“
Ctuttur tími var til stefnu —
því að prófessor Stangerup
á:ti að fara að flytja annan
fyrirlestur sinn í Háskólanum
eftir rúman hálftíma. Fjallaði
Próf. Hákon Stangerup
oRÐsrns iist oe sjóhvarp
lokaður, og því væri ekki um
annað að ræða en láta sér
nægja kaffi inni í „Gyllta saln-
um“. I matsalnum var allt á
tjá og tundri, þvi að verið var
að mála og lagfæra þar. Pró-
fessor Stangerup bað blaða-
Inann Vísis að velja borðið, þar
sem honum fyndist bezt að fá
hugmyndirnar, en það var ekki
margra kosta völ, því að vegg-
borðin voru öll setin. Þetta var
kl. 4 e. h. og stammgestimir:
kaupsýslumenn, bankamenn,
húsasalar með lögfræðimenntun
og aðrir náungar voru mættir,
og borðið, sem varð fyrir val-
inu, var náttúrlega fast upþ við
fastagestina í síðdegiskaffinu.
Dróf. Stangerup var vingjarn-
legur frá upphafi samtals-
ins eins og margra danskra er
háttur og var annað veifið að
kveikja í vindlinum sínum, sem
hann handlék með kúltúr. Elds-
neytið á kveikjaranum hans
rann fljótlega til þurrðar, og þá
komu klunnalegu Grýtu-eld-
spýturnar í góðar þarfir. Það
glöði á gulli sleginn doktors-
hringinn, þegar hann bar logann
að vindlinum.
Þar sem prófessor Stange-
rup hefur árum saman verið
hafa verið prófessorsembætti
hans við Handels Höjskole —
Verzlunarháskólann í Khöfn —
og ennfremur er hann varafor-
maður danska sjónvarpsins,
sem er mikið starf. Hann
sagði, að hann hefði kynnzt
sextán ungum íslenzkum tækni-
nemum, sem hefðu verið í læri
hjá danska sjónvarpinu. „Ég
dáist að því, hvað þeir sýndu
mikinn áhuga og dugnað, og
það var undravert, hvað þeir
voru fljótir að setja sig inn í
fagið“.
Þetta var notalegur vitnis-
burður — hughreysting hins
danska gests, sem þekkir til
hlítar erfiðleika við að koma
á fót sjónvarpi.
„Cíðan sjónvarpið kom til sög-
^ unnar í Danmörku", segir
prófessorinn. „hefur orðið
sprenging í menningarprógrami
þjóðar minnar. Hugsið yður
bara, að í Danmörku eru ein
milljón og eitt hundrað þúsund
sjónvarpstæki í notkun og sam
kvæmt því má reikna með því,
að 64% allra landsmanna
hafi sjónvarp. Margir spáðu illa
fyrir sjónvarpinu heima í Dan-
mörku á sínum tíma. Menn
héldu, að það mundi forheimska
fyrirlesturinn um danskar nú-
tímabókmenntir.
„Er eitthvað að gerast í dönsk
um bókmenntum — hefur kröfu
stigið hækkað eða lækkað?“
„Þér meinið standardinn.
Hann hefur hækkað að minni
hyggju, og er ég bjartsýnn á
nýjustu dönsku bókmenntimar.
Rithöfundar okkar og skáld
skrifa undir sterkum áhrifum
frá nýja franska rómaninum, og
hefur tilhneiging þeirra verið sú
að skapa nýja raunsæisstefnu,
en talsvert á kostnað formsins
i sumum tilfellum. Skáldsagan
nýja danska byggist meira á
því að fjalla um „situationen"
— kringumstæðumar — heldur
en spinnast um atburðarásina
og persónusköpunina. Með
þessu eru höfundarnir að leit-
ast við að fá sannari tón í verk
ið.“
„Á sama hátt og gerist í öðr
um listgreinum kannski — í
abstrakt-myndlist og últra-ný-
tízkulegri tónlist mér er spurn?“
„Danskar samtíðabókmenntir
eru sem betur fer komnar yfir
tilraunastigið. Á tímabili voru
bókmenntir okkar barmafullar
af alls konar abstrakttilraunum
— þér megið kalla það pop-list
— sem ég verð að viðurkenna
að ég er ekki yfir mig hrifinn af.
Nei, munurinn er sá, að það er
ekki hægt að skapa lífvænleg
ar bókmenntir um óhlutkennda
— abstrakt — hluti nema að
vissu marki. Hins vegar er hægt
að semja tónverk vegna tón-
verksins sjálfs, og gera litasam
setningu vegna litanna einna.“
„XJvaða nöfn ber nú hæst á
AJLhimni í samtíðarbókmennt
um ykkar?“
„Af lýrikkerum eru þeir
Klaus Rifbjerg og Jörgen Sonne
einna stórbrotnastir. Rifbjerg er
mikið skáld — hann skrifar líka
smásögur. Hann hefur orðið fyr
ir djúpstæðum áhrifum frá T. S.
Eliot og þá einnig Ezra Pound,
Rifbjerg yrkir í þeim dúr. Af
skáldsöguhöfundum kveður
mest að fjórum nöfnum: Áge
Doun, sem er 62 ára — hann er
alþjóðlegur höfundur, stór í
sniðum. „Brænde til mit bál“ er
eitt nýjasta verk hans, sérstætt.
Willy August Linnemann (45
ára), sem hefur skrifað fjögurra
binda verk (Bogen om det
skjulte ansigt") — það er mikið
skáldverk. Hans Lvngby Jepsen
er þekktur fyrir þriggja binda
skáldverk sitt, „Træerne“, hann
er raunsærri en hinir að sumu
leyti. Og þá er það Aalbæk Jen
sen, höfundur hinnar óvenju-
legu skáldsögu, „Pærleporten.“
„Hafði heimsstyrjöldin síð-
asta ekki áhrif á penna höfund
anna?“
„Þeir misstu margir trú á til
gang lífsins. Mottóið" heimurinn
er án tilgangs" var þeim tamt,
en jafnframt köfuðu þeir
kannski dýpra í leitinni að mann
legum verðmætum.“
„Hvað um íslenzku höfund-
ana, sem hafa skrifað á dönsku
— eru þeir metnir í Danmörku
nú?“
„Jóhann heitinn Sigurjónsson
verður alltaf stórt nafn, og
Gunnar Gunnarsson er að min
um dómi stór rithöfundur. Hann
hefur þetta „dype episke ánde
drag“ eins og Hamsun og skrif
ar tæran fagran danskan stíl.
Nú er verið að gefa Gunnar út
f Danmörku í nýrri útgáfu.“
„Hvaða álit hafið þér á Lax
ness?“
„Hann er meistari nútíma-
skáldsögunnar. Við eigum engan
höfund í Danmörku, sem jafn
ast á við hann, engan, sem er
líklegur Nóbelskandídat nema
ef það væri Heinesen, en hann
er, sem kunnugt er, frá Fær-
eyjum — það er nú lóðið.“
stgr.