Vísir - 06.05.1966, Page 3

Vísir - 06.05.1966, Page 3
V í S IR . Föstudagur 6. maí 1966. 3 ií HÆGRI AKSTUR Á ÍSLANDI Frumvarpið um hægri akstur hefur nú verið samþykkt á Alþingi og verður hægri akstur tek- inn upp eftir 2 ár. Sneri Vísir sér til nokkurra manna, sem hafa mikil afskipti af akstri og umferðarmálum og spurði þá álits á breyting- unni svo og framkvæmd hennar. nú, hefði þaö verið samþykkt seinna, því að þaö hefði alltaf orðiö tilhneiging til að bera það fram á þingi. Því tel ég að það hafi verið mikil nauðsyn á því að samþykkja það nú og taka upp hægri akstur sem fyrst, áð- ur en kostnaðurinn við þær breytingar, sem gera þarf, hefði orðið meiri. Aftur á móti held ég að akstur Islendinga erlendis hafi þama ekkert að segja, þeir sem á annað borð aka utan- lands, þar sem hægri akstur er, aðlagast honum fijótlegga. Bílstjóranir hafa mikið rætt þetta mál og ég held að þeir séu flestir fylgjandi hægri akstri — það eru helzt þeir eldri, sem vilja halda í vinstri aksturinn. Þeir bílar, sem fluttir hafa verið inn eru flestir með vinstri hand ar stýri, og það segir sig sjálft að það er mjög óþægilegt fyrir bílstjórann að sitja úti í vegar- kanti og sjá ekki út á veginn, t. d. í framúrakstri. Þegar hægri aksturinn er kominn getur Ieigu bílstjórinn hleypt farþeganum, sem situr við hlið honum út á gangstéttina en þarf ekki að láta hann út í umferðina eins og nú er. Þá yerður hægri aksturinn kannski til þess að leigubílstjór ar geri að almennri venju að fara út og opna fyrir farþegun- um, sem fara út um hægri aftur dyr, í stað þess að láta sér nægja að teygja sig I húninn eins og oft hefur viljað brenna við hjá þeim. Eggert Thorarensen, forstjóri B.S.R. Hefði frumvarpið um hægri aksturinn ekki verið samþykkt Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri S.V.R. Þaö hefði alltaf komið aö þvf að hægri akstur yrði tekinn upp, spurningin var bara hvenær, og því fyrr því betra. Við erum með langflest aksturstæki hér með vinstri handar stýri og þvf eðlilegt að hægri akstur sé tek- inn upp. Það þýðir ekkert að miða við Breta í þessum efnum, þeir eru með öll aksturstæki fyr ir vinstri handar íynferð og það hefur meira að segja ekki verið leyfilegt að aka bílum þar með hægri handar stýri, nema tak- markaðan tfma. Möguleikamir eru alltaf að þrengjast á að fá ökutæki fyrir Gústaf E. Pálsson borgarverkfræöingur. I stuttu máli sagt tel ég á- kvörðunina um hægri aksturinn mjög nauðsynlega, þar sem við erum að byrja á framkvæmdum aðalskipulagsins í Reykjavík. Og ég vona, að sá áróður, sem upphafinn verður i sambandi við breytinguna, verði til fulls gagns og stuðli að minnk andi slysahættu. vinstri handar akstur, t. d. stræt isvagna. Mercedes Benz verk- smiðjurnar eru að hefja fram- leiðslu á nýrri tegund af strætis og langferðabíl og hún verður aðeins framleidd fyrir hægri akstur. Volvo og Scania Vabis verksmiðjumar eru líka hættar að framleiða langferðabíla fyrir vinstri akstur. Valið verður því takmarkaðra, Bretar og Japanir verða einir eftir, og ekkert að vita hve lengi þeir halda áfram með vinstri akstur. Strætisvagnar og langferðabíl ar hér eru nú ætlaðir fyrir vinstri akstur og það er áætlað að það kosti hálfa milljón að breyta hverjum strætisvagni. Við reiknum með að breyta 20 —30, en alls emm við með 54 vagna. Við vinnum nú að því að skipuleggja vagnakaup og at- huga með breytingar og leitum þar reynslu Svfa. Þær breyting ar sem nauðsynlegar verða á ferðum vagna f sambandi við hægri akstur haldast í hendur við leiðaskipulagninguna f sam bandi við aðalskipulagið. Gestur Ólafsson Bifreiðaeftirlit ríkisins. Mér lfzt vel á breytinguna,. hægri akstur hefði átt að vera kominn fyrir löngu. Við héma í Bifreiðaeftirlitinu höfum lent f ýmsum erfiðleikum í sambandi við bifreiöaskoðunina vegna vinstri handar akstursins héma t. d. í sambandi við ljósa- útbúnað bifreiða. Ég hef alltaf verið fylgjandi hægrihandarakstri en það verð- ur að vera töluverður áróður hjá þessum mönnum, sem eiga að sjá um öryggi í umferðinni, þeg ar honum verður komiö á. Þaö verður að hafa strangt eftirlit með umferö gangandi fólks og þaö verður aö athuga hvort t. d. væri ekki rétt að Iækka hámarks ökuhraða á þjóðvegum meðan almenningur er að venjast hægri umferðinni. Ég er ekki hræddur við þetta fyrst, þegar hægri aksturinn býrjar en svo getur fólk klikkað seinna í umferðinni og skipt yf- ir í vinstri. Dæmi um það höf- um við frá landamærum Svía og Norðmanna. Það er allt í lagi á landamærunum sjálfum, en þeg ar komið er inn í landið vilja Svfar gjarnan fara yfir til vinstri og öfugt og hafa mörg umferðar slys orðið af þessum völdum. Það er sjálfsagt að hafa hægri umferð f öllum heiminum, á landi, sjó og í lofti, en svo verða allir að gera sitt bezta, þegar hægri aksturinn gengur f gildi. Helgi Geirsson, framkvæmdastjóri B.S.Í. Ég er heldur hlynntur þessu og hef verið það f þessum um- ræðum. Ég held að hægri akst- urinn hefði ö.rugglega komið og þá er betra að hann komi fyrr en seinna. Ég hef ekki svo miklar áhyggj ur af aukinni slysahættu, þar sem ég hef ferðazt erlendis og þurfti að skipta yfir f hægri akst ur hefur mér fundizt svo auðvelt að aðrir ættu að eiga hægt um það líka. Hvað viðvikur öryggismálun- um þá hvetur skipting yfir f hægri akstur alla til varkárni fyrst 1 stað. Auk þess kostar skiptingin yfir í hægri akstur nokkurn áróður um varfærni í umferðinni og sá áróður tel ég að muni koma að gagni langt fram í tímann. Arinbjöm Kolbeinsson formaður F.Í.B. Nú hefur Alþingi tekið þá á- kvörðun, að breytt skuli yfir í hægrihandarumferð hér á landi árið 1968. Þessi ákvörðun Al- þingis er gerð að mjög vel yfir- veguðu ráði, enda hefur málið verið til meðferðar hjá Alþingi og ríkisstjóm um árabil, og munu allir þeir aðilar, sem sér- þekkingu hafa á umferöarmál- um, hafa mælt með því, að kvörðun um hægrihandarum- ferð verði tekin nú þegar. Þaö hafa verið skiptar skoð anir um nauðsyn þess að breyta í hægrihandarumferð og er slíkt mjög eðlilegt. Við fljóta athugun virðist breytingin hafa aðeins í för með sér kostnað og aukna slysahættu. En þegar litið er fram í tímann um ára- tugabil, kemur í ljós að við getum ekki komizt hjá breyt- ingunni og kostnaður við hana er tiltölulega lítill í dag, miðað við það sem verður, sé henni frestað um árabil. Rökin fyrir þessu eru mörg, en aöeins verð ur hér minnzt á það atriði, að nú þegar er erfiðleikum bundið og raunar ókleift, að fá sum- ar tegundir bifreiða, sem henta vinstriakstri. Ákvörðunin um breytinguna í Svíþjóð yfir í hægrihandarumferð hefur þeg- ar haft áhrif í þessu efni. Allar líkur benda til, að vorið 1980 verði ekki unnt að fá í Vestur- álfu bifr., sem henta vinstrihand arakstri, nema með æmum aukakostnaði. Verði breyting- unni slegið á frest, eykst slysa- hættan stórkostlega, vegna auk innar umferðar og hraðvaxandi fjölgunar í hinum hærri aldurs flokkum ökumanna. Þá má geta þess, að stýrisbúnaður bifreiða okkar er yfirleitt með þeim hætti, aö betur hentar hægri- akstri, þar sem umferð er mikil En á þeim stöðum slasast árlega í umferðinni á fimmta hundrað manns og verðmætatjón £ um- ferðinni nema árlega yfir 200 milljónum króna. Orsakir þess arar geigvænlegu slysatölu og mikla verðmætataps er £ sum um tilvikum hægt að rekja til þess, að við erum með bifreiðir sem ekki henta þeim umferðar- reglum, sem hér gilda £ dag. Þaö er mikilvægt að kynna fyrir almenningi, bæði ökumönn um og gangandi vegfarendum nauðsyn þessarar breytingar, þvi aö þekkirígarskortur á þessu sviði er veigamesta ástæðan fyr ir þvi að ekki hefur enn skap azt samstaða um nauðsyn fram kvæmdarinnar. Við þurfum einn ig að gera ráðstafanir til þess að læra sem mest af Svíum, þegar þeir framkvæma breyting una á næsta ári. Nýlega hafa ýmsar þjóðir breytt frá vinstri í hægriumferð, þar sem líkt er ástatt með vegakerfi eins og hér á landi. Þar hefur reynslan orðiö sú, að slysatiðni hefur litið sem ekkert aukizt á meðan á breytingunni stóö og er eng in ástæða til þess að ætla, að Islendingar eigi erfiðara með Framh. á bls. 5 ■ n i|i ',i .

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.