Vísir - 06.05.1966, Síða 4

Vísir - 06.05.1966, Síða 4
4 V í S IR . Föstudagur 6. maí 1966. STEFNA VERKAL ÝÐSSAMTAKANNA AÐ NÝTA AUDLINDIR LANDSINS 1 umræðunum nú í kvöld og einnig i gærkvöldi hefur berlega komlð í ljós að stóriðjumálið svonefnda er mesta deilumál þessa kjörtímabils. Stuðningsmenn ríkisstjómar- innar ásamt stjórnarandstöð- unni, hafa haft langan tíma til að fylgjast með og koma fram athugasemdum sínum við álsamn inglnn. Hafa fá mál i'engið jafn góöan ' undirbúning og þetta og líklega aldrei að stjórnarandstaða hafi haft jafngott tækifæri til að kynna sér mál einnar ríkisstjórn ar sem þetta. Stjómarflokkarnir hafa vegið og metið málið í heild og komizt að þeirri niðurstöðu að allt benti til að samningurinn um álbræðslu í Straumsvík myndi leiða til mikils þjóðhagslegs ávinnings. Stjómarandstaðan hefur haft annan hátt á. Hún tekur eitt og eitt atriði út úr samningnum, gagnrýnir það — og finnur hon- um allt til foráttu á grundvelli þessa. Þó er skylt að geta þess, að við afgreiðslu málsins í Neðri deild gerði einn gáfaðasti þingmaður Framsóknarflokksins Bjöm Páls- son grein fyrir atkvæði sínu á þann veg, að með samþ. samn- ingsins væri um þjóðhagslegan á- vinning að ræða. En handjárnin héldu. Við afgreiðsju málsins sat hann hjá. Sama er að segja um hátt- virtan þingmann Jón Skaftason. Er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu taldi hann málið til hagsbóta fyrir kjördæmi sitt. STAÐBUNDIN FÖÐURLANDSÁST. En það sem ég hefi kallað hjá Framsóknarmönnum staðbundna föðurlandsást, togaðist á í hátt- virtum þingmanni við hanpp- heldu sjálfs hnappasmiðsins Ey- steins Jónssonar og það varð jafntefli. Þrátt fyrir mat sjálfs þing- mannsins á ótvíræðum hag Reykjaneskjördæmis af álbræðslu í Straumsvik, vildi hann vísa frv. til ríkisstjórnarinnar á einu stigi þess, en sat hjá við endan- lega afgreiðslu málsins. Sú skoðun hefur heyrzt frá þingm. Framsóknarflokksins úr Norðurlandskjördæmi eystra, að málið hefði litið allt öðru vísi út, ef verksmiðjan hefði verið stað- sett í þeirra eigin kjördæmi. Er þetti. í samræmi við afstöðu 1 þingmanns Framsóknar í þessu kjördæmi, til frumvarps ríkis- stjómarinnar um breytingu á lög- um um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Margt af þvi sem Framsóknar- memj gagmýna hvað mest í ál- samningnum á sínar hliðstæður í vaentanlegum samning við bandarfska fyrirtækið um vinnslu og solu kfcílgársms. Framsóknarþingm. Norðurl.- kjötdæmis eystra ættu samvizku sitmar vegna — og samræmis, að greiða atkvæði gegn kísilgúrfrum varpinu og beygja sig þar með að fuilu undir handjámapólitfk Ey- steins Jónssonar. Hittvirtur þingmaður Ingvar Gíslason sagði um álsamninginn fyrir skömmu, að með honum dyndu yfir okkur allir ókostir samskipta við erlenda stóriðju- hölda. Þeir myndu fá allan ávinn- inginn en við ekkert nema óhag- ræðið og skömmina, og slíkum samningi bæri auðvitað að hafna. Hvað verður ofariá hjá þessum háttvirta þingmanni er kísilgúr- frumvarpið kemur 'til afgreiðslu í neðri deild? Ætlar hann að standa við stóru orðin og greiða atkvæði gegn því á þeirri forsendu að rikis- stjórn sem gert hefur annan eins samning og álsamninginn sé ekki treystandi til frekari samninga við erlenda aðila. Eða ætlar hann að hafa sama hátt á og lærifarðir hans háttvirtur þingmaður Karl Kristjánsson að láta sína stað- bundnu föðurlandsást ráða af- stöðu sinni til málsins og greiða þvi atkvæði? Úr því fæst skorið næstu daga. GAGNRÝNI SVARAÐ. Fjögur atriði hafa aðallega verið gagnrýnd í álsamningnum: 1. Orkuverðið. 2. Gerðardómurinn.. 3. Samningstíminn og 4. Staðsetning verksmiðjunnar. Þrem fyrstu atriðunum hefur þegar verið svarað og reyndar því síðasta einnig a.m.k. hvað við- kemur vinnuaflsþörf verksmiðj- unnar og annarra atvinnuvega og áhrifum á þensluna í þjóðfé- laginu. Eins og fram hefur komið I skýrslu ríkisstjómarinnar var ýtarlega rannsakað hvar helzt kæmi til greina að reisa væntan- lega álverksmiðju. Ríkisstjórnin og stuðnings- menn hennar allir sem einn voru sammála um að æskilegast væri að staðsetja verksmiðjuna þannig að hún stuðlaði að auknu byggðá jafnvægi. Auk Faxaflóasvæðisins kom Eyjafjörður helzt til greina. En það kom í ljós að á þessu voru alvarlegir fjárhagslegir ann- markar. 1 viðræðunum- um staðsetning- una lýstu hinir erlendu samnings aðilar því yfir að þeir yrðu að fá verulega hagstæðara raforku- verð, éf verksmiðjan yrði stað- sett við Eyjafjörð vegna hærri stofn- og reksturskostnaðar. En vegna hærri stofnkostnaðar raforkukerfisins hefðum við orð- ið að selja raforkuna hærra verði til verksmiðju við Eyjafjörð og var áætlað að stofn- og reksturs- kostnaður okkar, vegna stað- setningarinnar þar, hefði verið, með 6% vöxtum til 1983—700 milljónum króna hærri. Auk þessa kom fram ótti Svisslendinganna vegna hafís- hættunnar fyrir norðan, ekki sízt eftir að ísinn kom hér að landi á s.l. vetri og vori. Þetta er skiljanlegt þegar þess er gætt, að áætluð flutningaþörf 60 þús. tonna verksmiðju til og frá landinu sé f kringum 240 þús. tonn á ári, eða hátt I það sama og flutt var til og frá landinu með öllum skipum Eimskipafé- lagsins á næstliðnu ári. ATVINNUJÖFNUNARSJÓÐ TIL EFLINGAR LANDS- BYGGÐINNI. Af hálfu þeirra' sem styðja mál þetta er m.a. bent á stór- felldar gjaldeyristekjur og lægra raforkuverð til innlendra neyt- enda. Hluti skattteknanna rennur til Hafnarfjarðarkaupstaðar, en eng- in vafi er á því að verksmiðj- an og hafnargerðin í Straumsvík eiga eftir að verða mikil lyfti- stöng fyrir allt byggðarlagið eins Pétur Sigurðsson og revndar háttvirtur þingmað- ur Jón Skaftason hefur komizt að þótt hann vilji ekki styðja málið. Enda verður að viðurkenna þörf þeirra ekki síður en margra annarra staða, hafandi í hugu að helzti atvinnuvegur þeirra um áratugaskeið, togaraútgerðin, hef ur ekki borið sitt barr nú um langt árabil m.a. vegna þeirra fóma sem togaraútgerðin hefur fært, svo lífvænlegra væri á fram leiðslustöðum sjávarafurða kring um allt landið Stærsti hluti skattteknanna fer í atvinnujöfnunarsjóð til uppbyggingar atvinnulífi úti um land. Stofnfé þessa sjóðs er hátt á 400 milljónir króna, og verður þegar til ráðstöfunar á þessu ári um 36 millj. króna, 50 millj. krópa á næsta ári og að fáum árum liðnum á annað hundrað milljónir. Þá eru heimildir fyrir sjóð- inn að taka innlend lán. og allt að 300 millj. króna erlend lán. 1 þessu sama skyni liggur nú fyrir heimild fyrir atvinnuleys- istryggingasjóð að ráðstafa fjórða hluta vaxtatekna sjóðsins, um 15 millj. króna á þessu ári í vaxtalaus lán til langs tíma. Sami sjóður hefur nú í ár orðið við tilmælum rikisstjóm- arinnar um stórhækkuð lán til hafnarframkvæmda út um land eða úr 16-17 milljönum á s.l. ári í 40 milljónir á þessu ári. Auk þessa hafa allir fjárfest- ingarsjóðir verið stórefldir og aldrei verið öflugri en nú. Þeir munu einnig nýtast bet- ur og koma að betra gagni, vegna þeirra breytinga sem ríkisstjóm- in hefur beitt sér fyrir að gerð ar væru á skipulagi þeirra á þessu þingi. Það er því með öllu ósklj- anlegt þegar bæði háttvirtir þing menn, Eysteinn Jónsson og Ragn ar Arnalds og reyndar fleiri, leyfa sér að tala um þessar ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar til at- vinnuuppbyggingar úti um land, sem ekki meiri en svo, að nema muni andvirði eins vélbáts á ári. En háttvirtur þingmaður Ragn ar Arnalds kom víðar við. Hann ræddi um þá sérstöku vá, að hér á Islandi fyndist þéttbýli. Þessi ungi maður gerir sér auð sjáanlega enga grein fyrir því, að það er þéttbýlð á Suð-Vest- urlandi sem er undirstaða þess að hægt er að gera það stóra átak sem nú er hafizt handa um. Þessi sami þingmaður sagði í gærkvöldi — og bergmál þess heyrðum við hér áðan — að Al- þýðubandálagið væri' forvstuafl- ið í íslenzkri verkalýðshreyfingu. Fleirum en mér kemur ókunn- uglega fyrir sjónir að þessi skóla piltur hafi komizt til forystu í verkalýðshreyfingunni, þetta er ekki annað en óskhyggja eins og hjá „meistara Jóni“ háttvirtum þriðja þingmanni Reykvíkinga, sem hér var að tala áðan. Þetta er álíka fullyrðing og þegar þgm. hélt því fram fyrir nokkru að heimurinn hefði skolf- ið^og stórveldin hefðu gert með sér samninga um bann við kjarn- orkutilraunum, vegna þess að hann og lítill hópur kommúnista ásamt meðreiðarmönnum hefðu farið í gönguferð milli Keflavík- ur og Revkjavíkur. AFSTAÐA VERKALÝÐS- HRE YFIN G ARINNAR. Hitt er svo aftur satt að ör- fáir forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar telja sig Alþýðu- bandalagsmenn, en þeir telja sig líka sósíalista, þjóðvarnarmenn, vinstri jafnaðarmenn og fram- sóknarmenn og vegna þessara manna ráða kommúnistar lögum og lofum í stjóm Alþýðusam- bandsins, og þeirra vegna er ál- samningnum mótmælt en ekki vegna þess að íslenzk verkalýðs- hreyfing standi þar að baki. Það eru ill örlög háttvirts þingmanns Hannibals Valdimars- sonar, sem hér talaði i gær- kvöldi, er hann hættir forseta- störfum í A.S.f. næsta haust, en það verður hann að gera vegna laga samtakanna, þar sem hann hefur gerzt bóndi vestur á fjörð- um og er þar leiguliði rikisstjóm- arinnar, að hafa á sitt eindæmi breytt stefnu Allþýðusambands- ins í landbúnaðarmálum, þótt engin samþykkt hafi verið gerð þar um á þingum þess, vitandi þó að breytingarnar draga úr víxlhækkunum kaupgjalds- og verðlags. Og það er furðulegt að hann og félagar hans í stjóm A.S.I. skuli í afstöðu sinni til álsamn- ingsins ganga í berhögg við eina af grundvallarstefnum verkalýðs samtakanna að auðlindir landsins verði nýttar og öllum landsmönn um tryggð næg atvinna, eins og sá samningur mun ómótmælan- lega stuðla að. Ég veit að stór hluti íslenzku verkalýðshreyfingarinnar er þess fullviss, að með virkjun jökul- fljóta okkar sem runnið hafa til sjávar frá ómunatíð, engum til gagns, en mörgum til skaða, með samningnum um ál- og kísilgúr- verksmiðju, með byggingu nýrra síldarverksmiðja á Austurlandi, auknum flutningamöguleikum á hráefni okkar til annarra staða, endurskipulagningu fjárfestingar- sjóðanna og tilkomu atvinnujöfn- unarsjóðs, er verið að renna styrk ari stoðum en nokkru sinni fyrr undir áframhaldandi og stórkost- legri uppbyggingu atvinnulífsins um land allt en gert hefur ver- ið til þessa. Góða nótt — gleði- legt sumar. Verkamenn óskasf l í byggingarvinnu í Vesturbæ. Mikil og löng vinna. Uppl. í símum 34619 og 12370. Bílaviðgerðir Menn vantar á bílaverkstæði. Uppl. í síma 35740. Bílasprautun Mann vantar vanan bílspraunun. Uppl. í síma 30934. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík fyrir skólaárið 1966—1967 verða laugardag- inn 7. maí kl. 5 s. d. að Skipholti 33. SKÓLASTJÓRI Ræða Péturs Sigurðssonar við ekihúsum- ræðurnar ú þriðjudagskvöldið

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.