Vísir - 06.05.1966, Síða 9
V1SIR . Föstudagur 6. maf 1966,
RÆTT UM HANDRITA
Vísir leifaði ólits manna í gær á
dómi iystra Landsréttar, sem
markar nýjan og merkan þótt
handritamólsins
Gylfi h. Gíslason
menntamálaráðherra:
JJálfri stundu eftir að Eystri
Landsréttur haföi kveðið upp
dóm sinn náði Vísir sambandi
við dr. Gylfa Þ. Gfsiason mennta
málaráðherra og spurði hann á-
lits á dómi réttarins. Hafði hann
þá fyrir örskömmu talað við
sendiherra íslands f Kaupmanna
höfn, Gunnar Thoroddsen, er
tjáði honum dómsúrslitin.
— Ég var mjag feginn er ég
heyrði niðurstöðu dómsins,
sagði menntamálaráðherra. Vit-
anlega hafði ég þó, eins og aðr-
ir ætíð treyst þvf að niðurstað-
an myndi verða á þessa lund,
að lögin yrðu staðfest og
kennslumálaráðuneytið sýknað.
Við skulum minnast þess, að
málið hafði verið mjög vand-
lega undirbúið af hálfu dönsku
ríkisstjómarinnar. Itarleg rann-
sókn hafði farið fram á öllum
lögfræöilegum hliðum þess, álits
færustu lögfræðinga ieitað og
málatilbúnaður allur hinn bezti.
Ber vel að meta það mikla starf
sem danska ríkisstjómin og sér-
fræöingar hennar hafa fram-.
kvæmt í því efni. Dómsúrsiitun-
um hijóta allir íslendingar að
fagna af heilum hug. Þau færa
okkur skrefi nær þeirri stóru
stund í sögu og lífi þjóðarinnar,
er handritin koma heim.
Próf. Sigurður
Nordal:
það er ekki nema eitt um þetta
að segja. — Þetta eru mikil
fagnaðartíðindi. Annars hef ég
ekki verið neitt hræddur um
þessi málaferli, það er samt
betra að vita en hyggja.
Aðspurður um aðferöir sækj-
enda, sagöi próf. Sigurður: —
Mér þótti margt við þau undar-
legt, m. a. hvemig Árnasafns-
nefndin átti að hafa aðild aö
málaferlunum. Það vita hins
vegar allir, að erfðaSkrá Áma
Magnússonar er týnd og aðeins
til í afritum. Þar er heldur ekki
gengið svo vel frá málum, sem
vætna mætti af Áma. Það er
vissulega bagalegt, að hafa ekki
frumritið þó að afritin kunni að
vera rétt. Þetta varð ég ekki var
við að kæmi fram i réttarhöld-
unum. Það má kallast ótrúlegt
hirðuleysi af forráðamönnum
safnsins að varðveita ekki erfða-
skrána.
Ekki er að efa, að heimkoma
handritanna er samkvæmt
innsta vilja Áma Magnússonar,
því að hann var mikill íslend-
ingur. Það sýnir m. a. að hann
ákvað að styrkþegar safnsins
skyldu vera lslendingar. Hann
hefði áreiðanlega valið handrit-
unum stað hér heima, ef einhver
viðunarlegur staður hefði verið
viðunanlegur staður hefði verið
Þetta hljóta að vera fagnaðar-
tíðindi öllum almenningi. — Ég
treysti því að þessi dómur hafi
verið það vel hugsaður I Eystra-
Landsrétti, að honum verði ekki
breytt f Hæstarétti, sagði próf.
Sigurður að lokum.
Jónas Kristjánsson
skjalavörður:
þetta eru mikil gleðitfðindi. Ég
gat alls ekki verið viss um
úrslit málaferlanna, og er þessi
fregn mér því nokkur léttir. Aö
vísu vonaöi maður ávallt hið
bezta. Lögfróðir menn, sem ég
hafði tal af á meðan á réttar-
höldunum stóð, voru f vafa um
úrslitin, en töldu þó líkur á að
þau yröu á þennan veg. Ég held
að við höfum leyfi til að vona
hið bezta um framhaldið. Málið
fer víst fyrir hæstarétt, en það
er vonandi að úrslit mála veröi
þar á sama veg.
Um viðbúnað Handritastofn-
unarinnar sagði Jónas:
Eins og kunnugt er, er hér
einungis um handrit úr Áma-
safni að ræða en ekkeft af
handritum Konunglega bóka-
safnsins, þau eru að vfsu miklu
færri en meðal þeirra mjög verð
mæt handrit. — Við höfum búið
okkur undir að taka við hani-
ritunum smátt og smátt eins og
ráðgert hefur verið, en afhend-
ingin fer fram á næstu 25 árum
eða svo. Frumdrög að húsi Hand
ritastofnunarinnar eru nú til, en
því hefur verið ákveðinn stað-
ur hjá Háskólanum. Við leyfum
okkur að vona, að bygginga-
framkvæmdir hefjist f sumar.
Ef að til þess kæmi að við
tækjum á móti einhverju af
handritunum áður en hús þetta
verður fullgert höfum við til-
búna geymslu fyrir þau á fyrstu
hæð Landsbókasafnsins þar sem
náttúrugripasafnið var áður. Ég
má segja, að þar sé þeim búinn
ágætur staður til bráðabirgða.
Að mínum dómi hefur verið
vel að þessum málum búið af
hálfu fslenzkra yfirvalda, sagði
Jónas, og aðstaðan eins fullkom
in og hægt er að ætlast til, svo
að við fræðimenn þurfum ekki
að kvarta.
Hjá Handritastofnuninni vinna
nú 6 menn. Við höfum þegar
byrjað rannsóknir. Mest megnis
með ljósmyndir af handritum,
en sumpart handrit, sem fengin
hafa verið að láni frá Kaupm.-
höfn. Og sú starfsemi fer vax-
andi. Þessi dómsúrslit leyfa að
minnsta kosti nokkra bjartsýni
á framhaldið.
Því verður ekki neitað, að
málaferlin vöktu nokkum ugg
hjá fræðimönnum yfirleitt. Um
úrslit hefur að vfsu rfkt góð von
en engin vissa.
Sigurður Ólason
hæstaréttarlögmaður:
JJómur Landsréttarins er að
sjálfsögðu mikið ánægjuefni
öllum íslendingum. Dómsniður-
staðan er mikilsverður sigur eða
áfangi í handritamálinu í heild,
þótt hún feli ekki í sér nein
endanleg úrslit. Allt veltur á
því, hvort unnt verður að fylgja
sigrinum eftir f Hæstarétti í
haust. Um það verður þó á
þessu stigi engu spáð og því
síður fullyrt. Ég hefi enn ekki
séð forsendurnar, nema einung-
is í lauslegum útdrætti. Því er
ekki að neita, að þær virðast að
sumu leyti aðrar, — og ótraust-
ari, — en vænzt hafði verið.
Dómurinn fellst á þá höfuðrök-
semd Árnasafnsnefndar, að
stofnunin sé sjálfseignarstofnun
að lögum. Ennfremur að um
nauðungarafsal eða eignarnám
sé að ræða á þeim hluta safns-
ins, sem hingað á að fara. Þetta
eru að sjálfsögðu stórfelld á-
föll í málinu, enda mun nefndin
nú byggja sókn sína og sigur-
vonir á þessum tveim höfuð-
vígstöðvum. Fallist Hæstiréttur
á hérgreind sjónarmið dómsins
tjáir þess ekki að dyljast, að
úrslit málsins geta orðið tví-
sýn, enda verður sú rökfærsla
dómsins, að safnið sé nánast
utan eignarréttarhelgi Stjómar-
skrárinnar, varla talin einhlít
né fyllilega örugg. Ekki er enn
vitað né á það reynt, hvern
hljómgrunn þær teoríur (Ross
prófessors) hafa meðal lögvfs-
indamanna. Hins vegar hafnar
dómurinn þeirri meginröksemd
dönsku stjómarinnar, að safnið
sé ásamt Háskólanum raunvem
lega eign ríkisins, og í þeirri
vem háð forræði þess og ráð-
stöfunarvaldi, beint og bóta-
laust. Mun lögfræðingur stjóm-
arinnar nú sjálfsagt freista
þess, að fá þessi sjónarmið
viðurkennd í Hæstarétti, enda
er þá ekki lengur vafi um dóms-
úrslitin.
Próf. Hreinn
Benediktsson:
Jjetta eru vitaskuld hin mestu
gleðitíðindi, enda er svo að
sjá af fréttum, að krafa lög-
manns menntamálaráðuneytis-
ins danska hafi að fullu verið
tekin til greina af réttinum. Er
því niðurstaðan íslendingum f
vil, enda þótt þeir hafi ekki ver
ið aðilar að málinu.
Of snemmt er þó að fagna
endanlegum sigri í handritamál
inu, því að stjóm Ámastofnun
ar er opin sú leið að áfrýja til
hæstaréttar. Komi til slíks mál-
skots, hljóta Islendingar að
sjálfsögðu að vona, að niður
staðan þar verði hin sama.
Næsta skref er svo, aö fjög
urra manna dönsk-íslenzk sér-
fræðinganefnd geri tillögur og
skrár um, hvaða handrit skuli
afhenda til Islands eftir greini
mörkum handritalaganna um
það efni. Gerðar vom á sínum
tíma bráðabirgðaskrár sam-
kvæmt þessum greinimörkum,
og vom þær grundvöllurinn að
samkomulagi Islendinga og
Dana um málið vorið 1961.
Nefndin skilar svo tillögum sín
um og skrám til danska forsæt-
isráöherrans, sem afgreiðir mál-
ið endanlega. Veröur þar með
leyst síðasta ágreiningsmál þess
ara tveggja frændþjóða, sem
átt hafa svo mikil samskipti um
aldaraðir.
Að lokum má svo nefna það,
sem aldrei verður lögð of mikil
áherzla á, að handritin veröa
okkur í reynd sá dýrgripur, sem
við teljum þau nú, því aðeins
að rannsóknir aukist stöðugt á
þeim menningararfi, sem þau
hafa að geyma, tungu þjóðarinn
ar, bókmenntum og sögu. Endur
heimt handritanna er því ekki
lokaþáttur málsins heldur verð
ur hún jafnframt að verða upp
haf að stóreflingu vísindaiðk-
ana við Háskóla íslands, ekki
aðeins á sviði handritarann-
sókna í þrengstu merkingu, held
ur og í öðrum fræðum, sem eru
nátengd. Þá fyrst skapast grund
völlur fyrir því, að endurheimt
handritanna geti oröið sá afl
gjafi þjóðemis og þjóðmetnaðar
sem allir sannir íslendingar
vona, að hún verði.
Ármann Snævarr
háskólarektor:
IVTiðurstaÓa dóms Eystri
' landsréttar er mér mikið
fagnaðarefni. Fulltreysti ég þvf
að málalok verði hin sömu i
Hæstarétti. Er vonandi að mál-
inu verði skjótlega ráðið til
lykta þar, ef til áfrýjunar
kemur“.
OS'