Vísir - 06.05.1966, Page 11
VISIR . Föstudagur 6. maí 1966.
11
Félagsheimili brýnasta nauðsynjamálið
Frá ársþingi Iþróttabandalags Akraness
21. ársþing íþróttabandalags Akraness var haldiö
dagana 12. og 19. marz. sl. Á þinginu var minnzt
20 ára afmælis ÍA og af því tilefni var mörgum
gestum boðið til þingsins, m.a. forseta Í.S.Í. Gísla
Halldórssyni, bæjarstjóranum á Akranesi Björgvin
Sæmundssyni, bæjarstjórn Akraness o.fl. Formað-
ur ÍA Guðmundur Sveinbjömsson setti þingið og
bauð fulltrúa og gesti velkomna og rakti tildrög að
stofnun bandalagsins.
KNATTSPYRNA.
Flokkar ÍA tóku að venju þátt
I landsmótum og var árangur
þeirra yfirleitt ágætur. Meistara-
flokkur varð nr. 2 I I. deiidar-
keppninni og A lið lA komst í
úrslit í bikarkeppni KSl, en tapaði
þeim leik. II. flokkur sigraði í bik
arkeppni
Gísli Halldórsson forseti Í.S.Í.
flutti ávarp og þakkaði hið mikla
starf ÍA á undanfömum árum í
þágu íþróttahreyfingarinnar. Þá
afhenti hann bæjarstjóranum á
Akranesi heiðursskjal frá Í.S.Í.
sem viðurkenningu til Akraness-
bæjar fyrir gott framlag bæjarins
til íþróttamála og byggingu íþrótta
mannvirkja á undanfömum ámm.
röð.
2. flokks
Þrír leikmenn
annað árið i
ÍA léku með
Að lokum sæmdi hann Guðmund landsliðinu á árinun, þeir Ríkharð-
Sveinbjömsson heiðursorðu I.S.Í. ; ur Jónsson, sem lék sinn 33. lands-
fyrir mikið og óeigingjamt starf j leik, Helgi Daníelsson sem lék sinn
að íþróttamálum. 25 landsleik og Eyleifur Hafsteins-
Forsetar þingsins voru kjömir son. Hafa þeir Rikharður og Helgi
Óðinn G. Geirdal og Ólafur I. Jóns- leikið flesta landsleiki allra ís-
son og ritarar Helgi Daníelsson og lenzkra knattspyrnumanna. Þá lék
Einar J. Ólafsson. Eyleifur með unglingalandsliðinu
Þá voru fluttar skýrslur stjórnar og var jafnframt fyrirliði liðsins. i
ÍA og sérráða. Fer hér á eftir það Guðjón Finnbogason, sem annazt
Tvær stúlkur tóku þátt í kvenna-
meistaramóti Islands og náði önnur
þeirra, Magnea Magnúsdóttir mjög
góðum árangri. Varð hún nr. 2 í
langstökki og hástökki. Mjög erf-
iðar aðstæður eru til iðkunar
frjálsra íþrótta á íþróttavellinum
og standa vonir til að úr því verði
bætt að nokkm á komandi sumri.
Ævar Sigurðsson íþróttakennari
hefur verið ráðinn þjálfari í frjáls-
um Iþróttum á komandi sumri.
helzta úr
starfsári:
starfseminni á liðnu
hefur þjálfun meistaraflokks und-
anfarin tvö ár lét af því starfi um
s.I. áramót, en Ríkharður Jónsson
hefur tekið við þvi starfi.
GOLFKLÚBBUR AKRANESS.
Að tilhlutan IA var stofnaður
Golfklúbbur Akraness, voru stofn-1 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR.
endur 15. Klúbburinn hefur fengið Á vegum lA og Æskulýðsráðs
land I Garðalandi til starfsemi i Akraness var haldið námskeið I
sinnar og hafið þar framkvæmdir frjálsum iþróttum. Sóttu um 100
vð undirbúning að golfvelli. | böm og unglingar námskeiðið.
KNA TT5P YRNA
Á LAUGARDAG
KR og Þróttur lyrst í R.víkurmótinu
■u Reykjavíkurmótið hefst n.k. laugardag með leik milli KR
og Þróttar. Leikurinn fer fram á Melavelii og hefst kl.
14.00.
•u Á sunnudagskvöld leika Valur og Víkingur og síðan Fram
og KR á mánudagskvöld kl. 20.30.
u Á þriðjudag hefst keppni í 1. flokki með leik Vals og
KR kl. 20.00 og miðvikudaginn 11. maí fer fram bæja-
keppni milli Reykjavíkur og Akraness.
Guðmundur Sveinbjörnsson.
HANDKNATTLEIKUR.
Þrlr flokkar tóku þátt I lands-
mótum I handknattleik og var
frammistaða þeirra eftir atvikum
góð. Vaxandi áhugi er á hand-
knattleik, sérstaklega hjá stúlkun-
um.
Ævar Sigurðsson hefur þjálfað
meistara- og 2. fl. karla, en Jón
Runólfsson kvennaflokkana.
BADMINTON.
Haldið var Akranesmót I badmin
ton, hið fyrsta I röðinni og sigraði
Pétur Jóhannesson 1 einliðaleik og
Hallgrímur Ámason og Helgi Dan-
íelsson I tvlliðaleik. Tveir kepp-
endur frá ÍA tóku þátt I Is-
landsmeistaramótinu I þessari
grein.
Garðar Alfonsson frá TBR ann-
aðist þjálfun á vegum Badminton-
ráðs.
SUND.
Þátttaka yngri kynslóðarinnar I
sundæfingum var mjög góð. Nokk-
ur innanfélagsmót vom haldin, svo
og Akranesmeistaramót. Á sveina-
meistaramótinu er haldið var á
Sauðárkróki vom tveir keppendur
frá ÍA og sigraði Kári Geirlaugs-
son I 100 metra skriðsundi Helgi
Hannesson og Magnús Gunnlaugs-
son þjálfuðu sundfólkið.
FJÁRMÁL.
Fjárhagur ÍA og sérráða má telj-
ast góður eftir atvikum. Þó væri
æskilegt að bandalagið hefði fleiri
tekjustofna og meiri möguleika til
tekjuöflunar. Hagnaður á reikn-
ingum bandalagsins var á árinu
rúmar 60 þús. kr.
Hagnaður á reikningum knatt-
spymuráðs var um 67 þús. kr.
Tekjur af 1. deildarkeppninni hafa
aldrei verið meiri en s.l. ár og
námu þær um 114 þús. kr. og
tekjur af bikarkeppni KSl vom 22
þús. kr.
TILLÖGUR.
Margar tillögur voru lagðar fyrir
þingið og skal nokkurra þeirra get-
— 21. ársþing ÍA samþykkir að
fela væntanlegri stjóm að vinna að
því, að stofnað verði til sameigin-
legra félagasamtaka I bænum um
byggingu félagsheimilis. Þingið llt-
ur svo á, að bygging félagsheimils
sé brýnt nauðsynjamál, þar sem
skortur á hentugu húsnæði hái eðli
legri félags- og skemmtanastarf-
semi flestra félaga. Þá fagnar þing-
ið samþykkt framkominnar tillögu
I bæjarstjóm varðandi félagsheim-
ilismálið.
— 21. ársþing ÍA samþykkir að
fela væntanlegri stjóm, að koma
á framfæri við stjóm ÍSÍ tilmæl-
um um að hún hlutist til um, að
félög og íþróttabandalög utan
Reykjavíkur fái aðstöðu til keppni
á íþróttavellinum I Laugardal, þeg-
ar um heimsóknir erlendra íþrótta
flokka á þeirra vegum er að ræða.
Þannig að unnt sé að gera heild-
aráætlun um heimsóknir erlendra
íþróttaflokka til þessara aðila, á
sama hátt og gert hefur verið I
Revkjavík um heimsóknir til starf
andi félaga þar. Þá er væntanlegri
stjóm falið að hafa samráð og
samstöðu við önnur bandalög utan
Reykjavíkur, sem möguleika gætu
haft á að fá heimsóknir erlendra
Iþróttaflokka.
STJÓRNARKJÖR.
Guðmundur Sveinbjömsson var
einróma endurkjörinn formaður
ÍA og aðrir I stjóm eru: Frá KA,
Óli Öm Ólafsson og Guðjón Finn-
borgason. Frá KÁRA Eirlkur Þor-
valdsson og Helgi Daníelsson. Frá
Golfklúbb Akraness Þorsteinn Þor-
valdsson.
Göngukeppni
Göngukeppni á skiðum verður
haldin á morgun, laugardag, kl. 4
fyrir ofan Flengingabrekku við
Skíðaskálann I Hveradölum. Kepp-
endur vinsamlegast tilkjmnið þátt-
töku til Skíðaráðs Reykjavlkur, simi
19931 og 12371 fyrir kl. 6 I dag
(föstudag). Mótsstjóri verður Sig-
urjón Þórðarson, formaður skiða-
deildar Í.R., brautarstjóri verður
Glsli Kristjánsson. Gengið verður
5 kllómetra.
Langt er liðið síðan göngumót.
hefur verið haldið I Revkjavlk og
verður gaman að fylgjast með,
hvemig gengur nú.
Armenningnr
halda slna árlegu GAMALMENNA-
HÁTÍÐ I Jósepsdal um næstu
helgi. Á laugardaginn stendur til að
keppni verði háð I ýmsum grein-
um fyrir eldri félaga, og á laugar-
dagskvöldið verður ýmislegt til
skemmtunar I skála félagsins, svo
sem ný skfðakvlkmynd o. fl. —
Á sunnudag verður efnt til skfða-
ferðar I Bláfjöllin. Dráttarbrautin
verður I gangi I Ólafsskarði bæði
laugardag og sunnudag. Stjóm
skfðadeildarinnar leggur áherzlu á
að sem flestir félagar mæti á gam-
almennahátíðinni, en þó sérstakl.
eldri félagar.
Verktakar — Stjórnendur
vélfækja
Verktakar, stjórnendur véltækja og aðrir, sem
annast jarðvinnu á orkuveitusvæði Rafmagns
veitunnar eru alvarlega áminntir um að afla
sér gagna um legu jarðstrengja og hafa sam-
band við verkstjóm Rafmagnsveitunnar áður
en framkvæmdir hefjast.
Athygli er vakin á því, að óheimilt er að grafa
í götum eða gangstéttum ári sérstaks graftrar
leyfis, sem skrifstofa borgarverkfræðings
lætur í té.
Við gröft í lóðum ber einnig að gæta varúðar
og kynna sér fyrst legu heimtauga.
Rafmagnsveitan veitir alla fyrirgreiðslu í
þessu sambandi endurgjaldslaust, en þeir sem
valda tjóni á jarðstrengjum eru látnir sæta
fullri ábyrgð.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.