Vísir - 17.05.1966, Side 5
V SIR . Þriðjudagur 17. maí 1866.
5
Starf í þvottahúsi
Vistheimilið Amarholti óskar að ráða stúlku
til starfa í þvottahúsi. Upplýsingar gefur for-
stöðumaður í Arnarholti, sími um Brúarland.
Reykjavík, 13. maí 1966.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Frá strætisvögnum
Reykjavíkur
Óskum eftir að ráða vagnstjóra og nætur
vaktmenn til afleysinga í sumar. Um fram-
tíðaratvinnu getur verið að ræða.
Umsækjendur hafi samband við eftirlits-
mennina Gunnbjörn Gunnarsson eða Harald
Stefánsson í umferðarstöð S.V.R. við Kalk-
ofnsveg.
STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR
Vörugeymsluhúsnæði
óskast
Heildverzlun óskar eftir til leigu ca. 150—200
ferm. húsnæði fyrir vörugeymslu, þarf að
vera á jarðhæð og góð aðkeyrsla og aðstaða
til upphitunar. Tilboð sendist blaðinu fyrir
fimmtudagskvöld, merkt „Rakalaust“.
—M----------------------------
Húsaviðgerðir
Tökum aö okkur hvers konar húsaviðgerðir. Setjum f gler
einfalt og tvöfalt. Lögum og klæöum þök. Þéttum sprungur
og steinrennur. Getum einnig tekiö minni háttar innanhúss-
viögeröir. — Sími 34673.
Osta-og smjörsalan s£
Atvinnuflugmenn
munið fundinn að Bárugötu 11 miðvikudags-
kvöld þann 18. þ. m. kl. 20,00.
Fundarefni:
Samningarnir.
Stjómin.
Blekking —
Framh. af bls. 7
166 almennum kennsiustofum,
en bekkjardeildir eru 339. Þar
er því aöeins þrísett í 15 stöfur.
Geta má þess um leiö, aö einsett
er í 8 kennslustofur í bamaskóla
Austurbæjar. Sýna þessar upp-
lýsingar skólafulltrúans aö Tím
inn fer meö fullkomnar blekking
ar í þessum efnum.
Sama er að segja þar sem
Tíminn víkur að leikfímishúsum
skólanna. Segir hann aö þaö sé
meöai annars hneyksli að
tveir skólar Hagaskóli og Voga-
skóli hafi ekki sín eigin leik-
fimishús Blaöiö þegir hins veg
ar yfir þvi aö þessir skólar hafa
til, fullra afnota á kennslutíma
tvö stór og fullkomin íþróttahús,
Hagaskólinn hefur KR-húsiö og
Vogaskólinn Háiogalandshúsiö,
sem er rétt hjá honum.
Það að Framsóknarblaðið nefn
ir ekki þessa staöreynd viröist
benda til þess, aö það sé hér aö
bera á borð fyrir kjósenduma
visvitandi blekkingar.
Gatnakerfi —
Framh. af bls. 4
jafnan fyrst f Ijós, ef umferð-
in er að verða meiri en gatna
kerfið getur borið. Stækkanir á
gatnamótL.m. þar sem fjölgað er
bifreiðum op akbrautir eru að-
greindar, geta oft og tfðum auk-
ið töluvert heildar-umferðar-
rýmd gatnakerfis. Hið sama á
við um margs konar aðgerðir
til að vemda þær götur, sem
eiga að vera helztu umferðar
brautir á komandi árum, svo
sem bann viö bifr.stööum lok-
un þvergatna eða gerð skurð-
lausra gatnamóta. Slíkar endur-
bætur má gera smátt og smátt
en þær verða að sjálfsögðu að
vera f samræmi við heildaráætl
un um gatnakerfi framtíðarinn
ar. í þvi felst þó ekki, aó hver
smábreyting þurfi að leiða strax
til þess, að einstök atriði komist
t endanlegt horf, heldur mun oft
vera hagkvæmt að gera endur-
bætumar í nokkrum áföngum.
1. áfangi
gatnaframkvæmda
Umferðarþrengsli eru nú fyrst
og fremst á fáeinum gatnamót
um í Miðbænum og nokkrum
þröngum götum í elzta hluta
borgarinnar. Stafar það m.a. af
þvf, að mikill hluti umferðarinn
ar fer enn hinar hefðbundnu
leiðir gegnum hinn gamla mið-
hluta borgarinnar Verkefnið,
sem mesf liggur á að fram-
kvæma er þvi að gera Miklu-
braut betur úr garði sem aðal
aðkomubraut og iafnframt að
leggja umferðinni til greiðari
leið en nú er gegnum Miðbæinn
meö því aö tengja Tryggvagötu
viö Hverfisgötu og fram-
Iengja Lækjargötu frá Banka-
stræti að Skúlagötu
(
2. áfangi
gatnaframkvæmda
1 næsta áfanga þarf að koma
hraöbrautinni: Elliðavogur
Kleppsvegur. Sætún, Skúlagata
f gagnið. Til þess verður að fram
lengja Kringlumýrarbraut bæði
til suðurs og norðurs og setja á
hana varanlegt slitlag. Þá þarf
að fullgera hraðbrautina með-
fram sjónum milli Kringlumýrar
brautar og Snorrabrautar og
tengja báðar þær götur við hana
og ennfremur Höfðatún..
3. áfangi
gatnaframkvæmda
Þessi áfangi ætti að vera fólg
inn f því að bæta enn aðkomu
leiðina meðfram sjónum norðan
borgarinnar og sambandið við
Austurbæinn, gera hraðbraut frá
Laugamesi að Kringlumýrar-
braut, koma Geirsgötu á brú frá
Skúlagötu, meðfram höfninni,
að Ægisgötu og framlengja Suð
urgötu norður í Geirsgötu. 1
þennan áfanga kæmi ennfrem
ur breikkun Hverfisgötu frá
Lækjargötu aö Snorrabraut.
------------------------t-----------------------------
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu viö fráfall og
jaröarför
• BJARNA ÞÓRIS ÍSÓLFSSONAR
Bárugötu 12
Fyrir hönd aðstandenda
Systkini hins iátna.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö
andlát og iaröarför
BJÖRNS HALLDÓRSSONAR
Hrafnistu
Halldór Bjömsson
Baldvlna H. Hafliðadóttir
Þokkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu
ÖNNU CL. BRIEM
Margrét Briem Egill Knstjánsson
Guðrún og Ami Bjömsson
Unnur og Gunnlaugur Briem
Benta og Valgarö Briem
Edda og Ólafur Briem
og barnaböm.