Vísir - 17.05.1966, Síða 15
V SIR . Þrlðjudagur 17. maí 1966.
75
HARVEI FERGUSSON.
X-
Don Pedro
— Saga úr Rio • Grande - dalnum —
n.
Síðdegis kom drengur með miða
til hans frá prestinum, þess efnis að
Coppinger hefði lofað að koma til
hans klukkan átta þá um kvöldið.
Leo settist niður og fann nú hve
þreyttur hann var. Allt var þá á-
kveðið. Og nú átti hann ekki annað
ógert en að tala við Magðalenu í
hinsta sinn. Það var allt og sumt
— en svo erfitt, að honum fannst,
að hann mundi ekki þola þá raun.
Slfk stund, er kvödd skyldi sú
kona, er hann hafði unnað, og það
lif, sem þau höfðu lifað saman
mundi valda honum meiri sársauka
en nokkur önnur á ævi hans. Senni
lega mundi hann aldrei sjá hana
framar. Hvað gat hann sagt við
hana og gert henni grein fyrir
afstöðu sinni og gerðum. Hann
hugleiddi þetta fram og aftur og
fann sárt til vanmættis síns.
Honum fannst, að Magðalena
væri eina manneskjan í heiminum,
sem hann óttaðist — vegna þess
að hdn v'ar hin eina, sem gat
sært hann djúpt. Það örlaði á ein-
'hverjum bleyðiskap í fari hans, sem
kom fram þannig , að hann óskaði
sér þess, að geta komizt hjá að
hitta hana. 1 svip var honum efst í
huga, að leggja á hest sinn og ríða
burtu í skyndi, en hann vissi, að
ef hann gerði það, myndi hann
iðrast þess ævina á enda.
En var slík kveðjustund, er tár
mundu flóa, nauðsynleg? Mundi
hún ekki aðeins verða til þess að
auka hugarangur þeirra beggja, en
svo datt það allt I einu í hann, að
ef til vill gætu þau skilið þjáningar
laust og eins og góðir vinir og
honum leið þegar mim betur, er
hugur hans var kominn á þessar
brautir.
Magðalena hafði farið til frænku
sinnar síðdegis, eins og hún hafði
gert daglega seinustu vikumar. Leó
gerði boð eftir henni, sendi Avand-
eru á fund hennar og bað hana að
koma klukkan 6 í skrifstofu sfna.
Hann kvaö þetta mikilvægt. Hann
þyrfti við hana að ræða, en hann
væri á förum norður mikilvægra
erinda. Hann skipaði Avanderu aö
hafa sérlega góöan mat til miðdegis
verðar, kjúklingasteik með hrís-
grjónum, og hann náði í flösku af
úrvals hvítvfni, innfluttu, en þetta
vín hafði hann geymt lengi, til
þess að veita við sérleg tækifæri.
Þar næst rakaði hann sig og bað-
aði og klæddist sfnum beztu fötum,
sem vora úr brúnu klæði, riffluðu,
en skyrtan blá og skór úr úrvals
gljáleðri.
.Hann horfði á sjálfan sig f spegl-
inum og hann minntist þess allt
f einu, er hann eitt sinn, svo
71.
klæddur sem hann var nú, hafði
horft á sjálfan sig f þessum sama
spegli, en það var er hann fór í
fyrsta sinn í samkvæmi hjá Vierra-
hjónunum. Það var var þá, er faðir
Orlando bað hann að koma þangað
með sér. Maðurinn, sem hann horfði
á nú var eldri og gildari og hárið
tekið að grána yfir gagnaugunum.
Nú gat hann ekki hlegið og grett
sig framan í spegilmyndina eins og
þá. Hann sá alvöragefinn mann í
speglinum og lffið var orðið þessum
alvöragefna manni þjáning.
Þegar Magðalena kom í skrif
stofu hans sagði hann henni blátt
áfram, að faðir Orlando óskaði eft
ir, að hún kæmi á hans fund kiukk
an 8, því að hann þyrfti að ræða
við hana mikilvægt mál. Magðalena
var á svipinn eins og hún vissi ekki
hvaðan á sig stæði veðrið, en
spurði einskis. Spuming vaknaöi
f huga hans um hve mikið hún
vissi um áform Coppingers, en
hennigathann auðvitað ekki svarað
Magðalena var mjög alvöragefin á
svip og eldri en hún var og fannst
Leo breytingin mikil á stuttum
tfma. Rödd hennar var mýkri en áð
ur og það fór heldur ekki fram hjá
honum.
— Og hvers vegna gerðirðu boð
eftir mér?, spurði hún.
— Það kann að líða langiur tími,
þar til ég sé þig aftur, svaraði hann.
Viltu borða miðdegisverð meö mér
í kvöld.
— Að sjálfsögðu.
— Og viltu klæðast rauða kjóln-
um, þeim, s^m þú varst f er við
seinast höfðum dansleik héma? Og
bera á herðum þér gula sjalið með
bláu blómunum, setja hárið þannig
upp, að það sitji hátt, og festa
kamb í það.
Hún brosti til hans dálítið rauna-
mædd á svip.
— Ég skal gera allt, sem þú biður
mig um, sagöi hún.
Það mátti næstum segja, að þau
væru kát undir borðum, er þau
höfðu dreypt á vfninu, en það var
hann sem háfði orðiö, enda var hon
um vel ljóst, að hann hefði fullt
vald á viðræöunni. Ekki mátti á
neitt minnast, er gat ýft upp sárin,
eða valdið deilu. Engar tilfinningar
máttu brjótast upp gegnum hið
þunna fjalborð tilfinninganna. Hann
varð að sjá um, að hið rétta and-
rúmsloft rfkti alla þessa seinustu
samverastund þeirra.
Hann sagði henni frá fyrirhugaðri
ferð sinni norður og frá hinum
miklu breytingum sem þar áttu
sér stað. Og hann gaf henni í skyn,
að þaö væri þess vegna, sem hann
yrði að fara svo fljótt burtu aftur.
Hún hafði aldrei séð jámbraut
og hann vissi, að hún mundi varla
geta gert sér grein fyrir breytingum
hins nýja tíma, hve voldug öfl væru
þar að verki, svo að hann lýsti
þessu sem bezt, hann gat og sagði,
að menn myndu koma í þúsunda
tali, svo að reisa yrði nýja bæi yfir
alla þessa gringóa, sem kæmu, ó-
líkt öllu sem hún hefði áður séð: Og
hann útskýrði fyrir henni, að ger-
legt mundi verða að ferðast á fáein
um dögum til hinna miklu bæja í
austri, og að það gæti átt fyrir
henni að liggja, að sjá slíkar borgir,
búa í þeim, í hinum nýja heimi,
sem var í myndun, en slíkur heim
ur sem í myndun væri, heföi aldrei
fyrr verið til.
Hann talaði næstum af mælsku
og það var honum til mikils hugar
léttis, að geta rætt við hana. Og
hann skorti aldrei orð til áherzlu
og gyllinga. Hann sá, að honum
hafði tekizt að halda athygli henn-
ar óskertri og því var þetta sigur-
stund fyrir hann, Hann las það í
augum hennar, að hún var að reyna
að draga upp mynd í huga sér af
hinum nýja heimi, að áhugi hennar
var vakinn, og að viðræðan var
henni tilbreyting, sem hún fagnaði.
Einkum virtist hún hugfangin af
því, að hún ætti að komast skyndi
lega til þessara stóra borga, sem
hann sagði henni frá.
— Ég er smeyk um, að það eigi
ekki fyrir mér að liggja, að sjá
þær, sagði hún.
— Ég er viss um, að þú átt þaö
eftir, sagði hann og hann hélt á-
fram að tala. Honum fannst eins og
hann væri að dansa á línu og engu
mætti muna, að hann missti jafn-
vægið, en gerði hann það, gátu
dásemdir samverastundarinnar
hrunið eins og spilaborg.
— Hann leit á únð sit,.$ú verð
urðu víst að fara á fund föður Or-
lando. Þegar þú ferð frá honum
óska ég þess að þú flytjir til móður
systur þinnar, því að ég get orðið
lengi að heiman og ég vil helzt vita
af þér þar.
Hún kinkaði kolli til samþykk-
LíDURJAKKAR %
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir herra
fyrir drengi
Verð frá kr. 1690,00
'jASON
VIDGERDIR
LEÐURVERKSTÆÐ!
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678,
T
A
R
Z
A
N
Alveg eins og ég hélt, hlébarðaskinn.
Greinilega fara ekki fram neinar greiðslur
néma svo að þessi veiðiþjófur fer sennilega
Þegar hann gerir það, þá fylgi ég honum
eftir, kannski fer hann með mig til herra
eitthvað annað til þess að ná í greiðslur. aðalforkólfs í þessum glæpahring.
is, er þau gengu fram í forsalinn og
þar námu þau staðar og horfðu
hvort á annað, og gat hvorugt kom
ið upp orði. Hann tók hana í fang
sér sem snöggvast og kyssti hana
létt, en sá strax, aö það hefði hann
ekki átti að gera, því að hún komst
í dálitla geðshræringu. Hann tók
kápu hennar til þess að hjálpa
henni í hana og vonaði, að hún
segði ekki neitt, en hún sneri sér
að honum og horfði beint í augu
hans.
— Ég hefi elskaö þig, lengi, lengi,
og ég mundi elska þig, hvað sem
. . , hvað sem . . .
FISK A - OG FUGLABÚÐIN
KLA'PPARStlG‘37 - 5ÍMI: 12 937
EKCO
S J ÓN VARPSTÆKIÐ
AEBORGUNARRKTT.MÁLAR.
oiptlico
Laugavegi 178, sími 38000.
RAF-VAL
Lækjarg. 6 A, sími 11360,
EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ
SEM VEKUR ATHYGLI.
lagningin
nelzt
betur
meö
*
BÍanz-
nrleslii
illgt nachhol
I«d* Frliw
IMANTI h
glans
hárlagningar-
vökva
HIUDlBlUllkCDIt
ISLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉLAdÐHF
VIAMLtIDSLUIITTINDI AMAMTI Ht