Vísir - 27.05.1966, Síða 16

Vísir - 27.05.1966, Síða 16
I ALÞJÓÐLEGT SJÓSTANGA- VEIÐIMÓT Dagana 11.-12. júnl verður þriðja alþjóðlega sjóstangaveiðimótið á Ak ureyri haldið og stendur Sjóstanga veiðifélag Akureyrar fyrir þvi. Þessi mót hafa áður verið fjölsótt og hafa gefið góða veiði. Er nú bú- ið að opna þátttakendaskrá og geta menn skrifað sig inn hjá ferða skrifstofunni Sögu í Reykjavík og á Akureyri. Mótið verður sett á föstudagskvöldið og því verður slit ið á sunnudagskvöldið í Sjálfstæð- ishúsinu, en róið verður laugardag og sunnudag frá Dalvík. S'ildin treg og 200 milur úti i hafi Veður er gott á miðunum, en veiði lítil. Bátar köstuðu á 200 mílum í gær kvöldi og 250 undir morgun. Síldin er stygg og erfitt við hana að fást sem fyrr. Ellefu skip hafa tilkynnt afla, samtals 1640 smálestir. Afli einstakra skipa síðastliðinn sólarhring: Jón Finnsson 130 — Gunnar 170 — Hafrún 180 — Ólaf- ur Sigurðsson 170 — Stígandi 180 Náttfari 180 — Guðmundur Péturs 150 — Bára 120 — Guöbjörg GK 100 — Akraborg 100 og Óskar Halldórsson 160. (Aflinn talinn í smálestum). Síldin fer að mestu til Seyðis- fjarðar, en þangaö hefur verið nokk uð jafn straumur hlaðinna síldar- báta, 7 komu þangað í gær og í Framh. á bls. 5 ísland I vann Norðmennina glæsilega. Hér sést sveitin og Sigríöur Ásmundsdóttir, dóttir eins keppandans, sem var komin tll þess að vera hjá pabba í síðustu umferðinni. — 'Frá vinstri: Lárus Karlsson, Símon Simonarson, Sigríöur, Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson og Þorgeir Sigurðsson. Einnig er í sveitinni Gunnar Guðmundsson, en fyrirliði sveltarinnar er Hörður Þóröarson. Sigurvissan kom þeim í koll Visir talar v/ð einn keppanda i Island I, sem vann norska liðið i gær — Sigurvissan kom Norðmönn unum í koll, þeir höfðu aldrei neina möguleika, staðan var 4:1 í hálflelk, sagði Þorgeir Sigurðs son, einn af keppendunum í is- lenzku bridgesveitinni I, þegar blaðið hafði tal af honum í morg un. Islenzka sveitin vann Norð- menn glæsilega og hafa íslend ingamir nú 50 stig samtals og eru næstir Norðmönnum, sem eru 1 fvrsta, sæti með 61 stig. Keppendurnir voru að tínast að, og skipa sér niður við borð in í Súlnasal Hótel Sögu í morg un en áttunda umferðin og sú síðasta í norræna bridgemótinu hóst þ: kl. hálf tíu. Mætir Island I Svíþjóð í síð- ustu umferðinni og þarf að vinna tólf stig í dag til þess að verða efst á mótinu, ef Norö- menn tapa sínum leikjum. — Það er lítill möguleiki á því að við náum öllum stigunum, sagði Þorgeir, en við þurfum að vinna Svíana með 6:0 til þess að verða öruggir með annað sæt ið, en Svíarnir eru núna með 49 stig alls. Hin íslenzka sveitin keppir á móti Danmörku. ísiendingamir hafa staðið sig frekar slaklega á undanfömum norrænum mótum í bridge, sem haldin hafa verið annað hvert ár, við höfum aldrei komizt nema í f jórða sæti áður. Kannski hjálpar til að bridgemótið er haldið hér. Þetta er fyrsta nor- ræna bridgemótið hér á landi, það er mikið fyrirtæki að halda slík mót og þetta er í fyrsta sinn sem við höfum þorað að ráðast í svona stórframkvæmd, en alls eru héma um 80 erlendir spila menn. Aftur tvöfaldur sigur Islands Unnu efstu sveitinu, Norðmenn, 6:0 Á fjórða hundrað manns sáu ís-1 land I vinna Noreg I á sýningar- Mæðrablómið seld ist fyrir 190 þús. kr. Á uppstigningardag fór fram merkjasala Mæðrastyrksnefndar að vanda og seldist mæðrablóm ið fyrir um 190 þús. kr. Rennur allur ágóðinn til nýbyggingar- innar að Hlaögerðarkoti sumar dvaiarheimilis Mæðrastyrks- nefndar í Mosfellssveit. 'Vill Mæðrastyrksnefnd sér- staklega færa þakkir foreldrum sem serjdu börn sín og komu sjálf og hjálpuðu með söluna og borgarbúum fyrir velvilja og rausn, sem fyrr fyrtr að kaupa litla, fallega mæðrablómið. Fær ir formaður Mæðrastyrksnefnd ar, Jónína Guðmundsdóttir beztu þökk og kveðjur til allra fyrir hönd félagsins. töflunni í gærkvöldi. ísland II spil aði við Danmörkll og unnu þeir einnig sinn leik. Þrátt fyrir þennan tvöfalda sigur er annað sætið eng an veginn tryggt, þar sem Svíar unnu einnig báða sína leiki. Noreg ur þarf hins vegar aðeins aö fá eitt vinningsstig úr leikjunum í dag til þess að tryggja sér Norðurlanda- mótstitilinn. Orslit 7. umferðar voru þannig: Finniand II — Noregur II (68 : 39) 93:98 2-4 Danmörk II — ísland II (21:71) 58: 135 0-6 Finnland I — Svíþjóð II (26:83)1 55: 119 0-6 Danmörk I — Svíþjóð I (22 : 57)! 46:99 0-6 Noregur I — ísland I (1 : 41) 24 : 93 0-6 í kvennaflokki fóru leikar þann! ig í fjórðu umferö: Svíþjóð — ísiand 166 : 73 6-0 Finnland — Danmörk 128 : 88 6-0 Noregur sat yfir Staöan í kvennaflokki er þessi eftir fjórar umferðir: Nr. 1 Svíþjóð 453—264 17 — 2 Finnland 453—264 17 — 3 ísland 382—541 9 — 4 Noregur 424—422 7 — 5 Danmörk 260—414 0 Staöan í opna flokknum er þessi: Nr. 1 Noregur I 703-544 33 — Nor egur II 653-527 28, samtals 1356— 1071 61. Nr. 2 íslandl 615-533 27 — ís- land II 654-577 23, samtals 1269— 1110 50. Nr. 3 Sviþjóð I 630-679 19 — Swí- þjóð II 622-535 30, samtals 1252— 1234 49. Nr. 4 Danmörk I 650-042 20 — Dan mörkll 542-745 5, samtals 1192— 1387 25. Nr. 5 Finnland I 555-701 15 — Finn landll 629-750 10, samtals 1184— 1451 25. Lokaumferð mótsins hófst kl. 9.30 í morgun, en mótinu lýkur í dag. I kvöld sitja þátttakendur veizlu í boði Bridgesambands ís- lands, sem haldið verður á Hótel Sögu. Leikarar frá Akureyri sýna Wilder í Reykjavík Leikfélag Akureyrar hefur tvær sýnhigar á „Bænum okkar“ elnu Samningur við lækna undirritaður Nær til liEusráðinna læknn Samningurinn milli Læknafé- lags Reykjavíkur og stjórnar nefndar ríkisspítalanna um laun iausráðinna lækna var und- irritaður í gær, en sem kunnugt er hefur undirbúningur að þess- um samningi staðið yfir lengi og læknar við Landspítalann og Kleppsspítalann oftar en einu sinni sett mótaðilum sínum úr- slitakosti og hótað að leggja niður störf. Til þess hefur þó ekki komið og hafa læknar unn ið samkvæmt sérstöku bráða- birgðafyrirkomulagi undanfarið. Samkvæmt hinum nýja samn ingi verða læknar ráðnir til starfa á ríkisspítulum með öðr um hætti en áður hefur þekkzt þ.e. lausráðnir til starfa allt frá 3 klst. á viku upp í fullt starf. Eru að auki ákvæði í samningn um um vinnu við vaktir. Samningurinn fjallar eins og fyrr segir um lausráðningu lækna en til slíkra ráðninga kem ur ekki nema i þeim mæli, sem læknar fást ekki í fastar stöður við sjúkrahúsin. Læknar, sem lausráðnir verða munu ekki njóta þeirra sérstöku rétt- inda, sem ríkisstarfsmönnum eru tryggð með lögum. Stjóm ríkisspítalanna teiur þó að á grundvelli hins nýja samnings muni unnt að tryggja að þjón- usta á sjúkrahúsum rikisins verði jafngóð og áður var. Stjóm Læknafélags Reykjavík ur undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins, en í henni eiga sæti læknarnir Árni Bjömsson, Magnús Ölafsson og Guðjón Lár usson. Að samningsgerðinni vann einnig launanefnd félags- ins, læknarnir Víkingur Arnórs son, Jakob Jónasson og Sig- mundur Magnússon, svo og lög fræðingar þess, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttar- lögmaður. Fulltrúar Stjórnar nefndar ríkisspítalanna v: samningsgerðina voru Guðjón Hansen tryggingafræðingur og Þór Vilhjálmsson borgardómari, og undirrituðu þeir samninginn fyrr hönd nefndarinnar. þekktasta verki leikritaskáldsins Thomtons Wilder í Iðnó á mánu daginn 2. í hvítasunnu kl. 3 og ki. 8.30. Þetta er þrlðja verkefni Lelkfélags Akureyrar í vetur. Áður hafa verið sýnd Skrúðsbóndlnn eft ir Björgvin Guðmundsson og Swed enhelm fjöiskyldan. Leikfélag Akureyrar veröur 50 ára á næsta ári. Það hefur ekki farið leikför til Reykjavíkur síðan 1943, þá sýndi það Brúöuheimilið í Iðnó undir leikstjórn Gerdu Grieg og Alda Möiler lék þá með félaginu sem gestur. Leikmynd sýningarinnar gerði Að alsteinn Vestmann en leikstjóri er Jónas Jónasson og sagði hann á fundi með fréttamönnum í gær að það væri einkum góðvilja Leikfé- lags Reykjavíkur að þakka að af þessari leikf. varð þar eð ekki væri hægt að sýna verkið nema við full- komnar aðstæður og Leikfélags- menn hefðu sýnt þann góðvilja að lána Iðnó þó að 'það væri áset ið með sýningar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.