Vísir - 10.06.1966, Síða 2

Vísir - 10.06.1966, Síða 2
V í S IR . Föstudagur 10. júní 1966. Enska liöiö við komuna til Reykjavíkur. Stutt... O Útbreiðslunefnd KKl og KKR halda námskeið í körfuknatt- Ieik fyrir drengi 10—16 ára i Gagnfræðaskóla Austurbæjar- og Langholtsskóla. Flokkur 10—13 ára verður á tímabilinu frá 16—18 og flokkur 13—16 ára frá 19—21. Námskeiði mun standa yfir í júni- mánuði og verður kennt þrisvar í viku. Kennarar eru Einar Ólafsson í Langholtsskóla og Þórarinn Ragnarsson í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Námskeiðsgjald er kr. 50. AKURNESINGAR REYNA 4-2-4 „Ákveðnir i að berjast vel", sagbi RikharBur fyrir- liði i gær um leikinn gegn Norwich i kvöld „Við erum ákveðnir í að duga betur en blessað tilraunalandsliðið, eins og suniir hafa kallað það“, sagði annar hlekk- urinn í „2“ í 4—2—4 kerfi Skagamanna, Rik- harður Jónsson, fyrirliði og þjálfari liðsins, sem í kvöid mætir gestum sfn- um frá enska atvinnufé- laginu Norwich í Laugar dal í kvöid. „VSð erum að reyna 4—2—4 hér“, sagði Rfkharður, „og í kvöld fáum við okkar fyrstu reynslu hvernig þetta kerfi hentar okkur“. — Hvemig stendur á því að þú leikur enn með, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, meiðsli og fleira? „Já, það má reyndar segja að þetta jaðri við hreina vit- leysu hjá mér á gamals aldri. En siðastliðið haust hættu 5 'leikmenn í liðinu, ef ég hefði hætt hefðu þeir verið 6. Ein- hvers staðar varð að hætta. Ef meira en helmingur liðsins hefði hætt, hefði vart staðið steinn yfir steini lengur. Ég ákvað að halda áfram og nú er æft af krafti, a. m. k. þrisvar í viku“. — Og hvemig lítur liðið ykkar út í kvöld? „Markvörður er Einar Guð- leifsson, ungur og efnilegur piltur, en vörnina skipa Bene- dikt Valtýsson, Þröstur Stefáns- son, Pétur Jóhannsson og Bogi Sigurðsson. Við Jón Leósson emm á milli vamar og sóknar, ég afturliggjandi innherji. í sókninni eru Matthlas Hallgrlms son, Guðjón Guðmundsson, Björn Lámsson og Þórður Jóns- son“. Og í gærkvöld kom enska liðið til Reykjavíkur og var tekið á móti því af móttöku- nefnd ÍA og liðsmönnum fylgt til hótels síns. Leikurinn f kvöld á Laugar- dalsvelli hefst kl. 20.30 og von- andi fá menn betri leik en á döguruum, þegar tilraunalands- liðið lék, er. sá leikur olli mikilli gremju hjá þeim sem á horfðu. Akurnesingar eru annars frægir fyrir annað en það að láta hjá líða að berjast, baráttuglaðara lið gefur vart að finna hér á landi og vonandi tekst þvf að hamla nokkuð gegn atvinnu- mönnunum ensku. — jbp — 1 gær lýsti Frjálsíþróttasam- band Noregs yfir því að aflýsa yrði keppni Vestur-Norðmanna og íslands, sem fram átti að fara í Byrkjelo í Norfjord 3. og 4. ágúst n. k. Það eru fjárhagsvandræði, sem eru orsökin. Fyrirtæki eitt hafði gefið Norðmönnum loforð um styrk að upphæð 10.000 norskrar krónur, en varð nú að draga það loforð til baka. • Kópavogsskóli varð sigur- sæil í víðavangshiaupi skóla í Kjalarnesþingi, sem fram fór ný- lega. Alls tóku 70 þátt f þessu hlaupi frá 10 skólum á svæðinu. Sigurvegarar f öllum aldursflokkum voru úr Kópavogi og stigahæstu skólar í hverjum flokki voru einnig skóiar í Kópavogi. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur frjálsíþróttamenn og héraðið, sem hafði uppfyllt allar kröfur til að halda þetta mót og alit var klappað og kiárt til að taka á móti íslendingunum“ Það gætir víða vonbrigða. íslenzkir frjálsíþróttamenn höfðu hlakkað til þessarar ferð- ar, sem er aflýst nú á svo snögg an hátt. í fyrra fór á svipaðan hátt með „heimboð“ Dana. L0F0RD UM 60 ÞÚSUND BRÁST . . og Noregsferð úr sögunni Lærir þjálfun hjá ársins" í USÁ Guðmuitdur Þ. Hurðurson í 10 vikur hjó Don Gumbrill í Los Angeles Eíjmi af yngstu og jafn- framt efnilegustu sund- þjálfurum okkar, Guð- mundur Þ. Harðarson ilr Ægi, lagði fyrir nokkrum dögum upp í langt ferðalag, alla leið tll Los Angeles, en þar mun hann verða næstu 10 vikumar við þjálfara nám hjá heimsfrægum sundþjálfara, Don Gamb rill, en hann var kjörinn „sundþjálfari ársins“ í Bandaríkjunum í fyrra. Nokkru áður en Gdðmundur lagði af stað til USA, hitti und- irritaður hann þar sem hann var önnum kafinn við að kenna byrj endum sund f Sundlaug Vestur- bæjar, en þar hefur Guðmundur undanfarið starfað, en hann er íþróttakennari að mennt. „Þetta er einstakt tækifæri, sem ég fæ þama“, sagði Guð- mundur, „og vonandi verð ég reynslunni rfkari, þegar heim kemur, og væntanlega fæ ég þá að miðia af þvf sem lærzt hef- ur“. Guðmundur sagði að þetta ein stæða tækifæri hefði boðizt sér vegna þess að Torfi B. Tómas- son, sem er í stjórn ^SÍ og landsþjálfari í sundi, 1 ver- ið í bréfaskriftum við ritara bandaríska þjálfarasambandsins og hefði þetta borizt í tal og Gambrill síðar verið fús til að taka á móti Guðmundi til sín. Fél. sem Gambrill þjálfar City of Commerce Club hefur á að skipa úrvalsfólki, aðaliega mjög ungu afreksfólki, t.d. Patty Careto, sem á heimsmet í 800 og 1500 metra skriðsundum og „þjálfara næstbeztan tíma í 400 metra ' skriðsundi, Marta Randell og Sharon Finneran. Þá er f félag- inu 16 ára skriðsundsmaður Don Roth, sem er framarlega á heimsafrekaskránni fyrir 100 metra skriðsund. Guðmundur mun einnig heim sækja annað félag, Santa Clara, sem er lfklega sterkasta sund- félag heims, en meðal félaga þar er Don Schollander, fjórfaldur OL-meistari í Tokyo. Ferðalag Guðmundar endar í Nebraska, þar sem hann verður viðstaddur meistaramót Bandaríkjanna í sundi, en félag hans City of Commerce Club varð stigahæst í keppninni í fyrra. Það er ástæða til að fagna þvi tækifæri sem Guðmundur fær með þessu til að kynnast banda rískum aðferðum við sundþjálf- un og tilhögun móta. Það er alkunna að Bandaríkjamenn eru lengst á veg komnir í þessum efnum og það er ekki ónýtt að fá svo viðurkenndan þjálfara sem Gambrill til leiðsagna. Þjálf aravandamálið hefur verið eins erfitt hjá sundmönnum og öðr- um íþróttamönnum, en með þessu móti er unnið að því að fá góða þiálfara, ekki aðeins fyrir einstck félög heldur heild- ina. — jbp — ■SBTS GUÐMUNDUR Þ. HARÐARSON — reynslunni ríkari eftir 10 vikur meö Gambriiil. i ,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.