Vísir


Vísir - 10.06.1966, Qupperneq 4

Vísir - 10.06.1966, Qupperneq 4
•Jfe. V í S IR . Föstudagur 10. júní 1966. Enn ein sænsk kvikmynd sem fjallar um það forboðna XJvaS er það sem gerir sænsk- ai kvikmyndir svo einstak- ar í sinni röö í dag? Á síðustu árum hafa þær unnið sér svo mikla frægð víða um heim, að „sænskar kvikmyndir" er líkt og orðið sérstakt hugtak. Víða er deilt um þær, þær valda hneyksl un og skelfingu, þær snerta á- horfendurna dýpra en nokkuö annað. Viku eftir viku flykkjast spámönnum sænskrar kvik- myndagerðar. Já, hvað hefur gerzt í sænskri kvikmvndaframleiðslu? Aðeins fáein ár eru síðan sænsk ar kvikmyndir voru lítt eða ekki þekktar í öðrum löndum, þær þóttu væmnar og lélegar, oftast byggðar upp á sama leiðindafras anum, það var sveitastúlkan, er fór til borgarinnar lenti á glap- Systkinin, sem hafa verið svo góðir félagar frá barnsaldri. Reykvíkingar þúsundum saman suður í Hafnarfjörð til að skoða .Þögnina' eftir Ingmar Bergman þó er „Þögnin“ að margra áliti í flokki lélegri kvikmynda hans og Ingmar Bergman er aðeins einn og þó ekki sá lakasti af kynferðismál „sex“ í þeim en áður var, en það er vafasamt hvort það fær staðizt því að gömlu leiðinlegu sveitastúlku- myndirnar voru einnig fullar af kynferðislosta. Það er örðugt að skilgreina þetta, en höfuöatriðið er senni- lega það að sú skoðun hefur rutt sér til rúms í Svíþjóð að kvik- myndaframleiðandinn sé fyrst og fremst listamaður, sem geti líkt og skáldið leyft sér allt. Þetta sjónarmiö er í algerri and- stöðu við sjónarmiðin t.d. í Bandaríkjunum, þar sem kvik- myndaframleiðandinn virðist frekar líta á sig sem forstjóra eða handiðnaðarmann, sem rað ar á filmuna í hvert skipti mátu legu magni af hestum eða bílum ísskápum, nylonsokkum, faðm- lögum og kossum og svo er tert- an búin. stigum og endaði sögu sína með þvi að snúa ólétt heim í sveit- ina aftur eða lenda á hæli fyrir vandræðastúlkur. Cumir segja að breytingin sé ^ sú, að það sé meira um Cænski kvikmyndaframleiðand- inn er fyrst og fremst skáld og málari. Hann yrkir óð sinn um lífið, það þarf ekki að vera neinn dýrðaróður, heldur skáld- verk um þjáningu og kvöl. Misk unnarlaust skoðar hann persón- una niður í kjölinn, hatrið af- brýðisemina og syndina sem vak ir í hverri sál. Hann fæst vissu- lega mjög við það stóra vanda- mál, hvað er svndin, hann gerir það í gamansömum tón um djöf ulinn sem kemur í heiminn til að freista mannanna, hvernig synd in er blönduð saman úr löngun í það sem ýmist er talið illt eöa gott. Skáldinu leyfist allt, segja menn, það á líka að Iáta sig einu gilda, hvort ljóðabækur þeirra seljast, en hvað um kvik myndaframleiðandann, má hann líka láta sér standa á sama um hvort kvikmyndin selst, verður hann ekki fyrst og fremst að semja myndir sínar svo að þær geti talizt útgengileg verzlunar- vara. Er það ekki einmitt þetta sem Ameríkanamir eru alltaf að gera, þeirra formúla er aðeins mátulega mikla rómantík svo að glansmyndin seljist. Brúðguminn reynist harðstjóri og kvalari. Cænsku kvikmyndimar valda ^ hins vegar hneykslun. Víða um lönd eru þær bannaðar og fást aðeins sýndar í lokuðum klúbbum. Um hitt er deilt hvort vandamálið sé að það sé of mik- ið um kynferðismál í sænskum kvikmyndum, eöa hvort þeir sem hafa með höndum kvik- myndaskoðunina í Bretlandi og Bandaríkjunum lifi enn aftur á Viktoríutímum. Og sölumenn sænsku kvik- myndafélaganna hafa veitt því athygli, að umboðsmenn rússn- eskra og austur-evrópskra kvik- myndahúsa vilja alltaf fá að horfa á sænsku kvikmyndirnar áður en þeir neita að kaupa þær. Þó kemur það fyrir i Apstur- Evrópulöndum, að levft er að sýna sænskar kvikmyndir fyrir takmarkaða hópa æðri stéttar þessara ríkja. Þaö er athyglisvert að fólkið í þessum stéttlausu sósialistaþjóðfél. er farið aö skiptast f tvær stéttir, æðri stétt ina, sem má horfa á sænskar kvikmyndir, og óæðri stéttina, sem má ekki horfa á sænskar kvikmyndir. ■phn nýjasta hneykslunarmynd- in sænska sem nú er að koma á markaðinn, heitir „Sys- konbadd“ eða systkinarúm. Hún fjallar um viðfangsefni, sem annars er yfirleitt lagt bann við, þann siðferðilega glæp, að syst- kini elskist og unnist. Framleið- andinn er Vilgot Sjöman, syst- kinin eru leikin af Per Oscars- son og Bibi Andersson, sem bæði eru nú í röð frægustu kvik- myndaleikara Svía. Léikurinn gerist á 18. öld á dögum Gústafs 3. Svíakonungs og inn í það blandast þriðja persónan, eigin maðurinn, sem stúlkan gengur að eiga, en reynist kvalari og harðstjóri. Hann er leikinn af Jarl Kulle. Vissulega eru ástríðu full atriði í þessari kvikmynd en þó er það sennilega ekki það sem kvikmyndahúsagestimir sækjast mest eftir, heldur hitt, að þeir finna, að það er skáld sem semur myndina, skáld sem þorir að tala út og segja sann- leikann og leyfir sér jafnvel að halda því fram að syndin sé ekki einungis lævís, — heldur líka fögur. RÝMINGARSALAN >f SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 >f RÝMINGARSALAN STÓRKOSTLEG VERÐLÆK 'Æ GJAFAVÖRUR NYRTIVÖRUR - SOKKAR I ÚRVALI RÝMINGARSALAN >f SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 >f RÝMINGARSALAN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.