Vísir - 10.06.1966, Side 8

Vísir - 10.06.1966, Side 8
8 Utgefandi: BlaðaQtgðfan VISÍR Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson Fréttastjðrar Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó Thorarensen Augiýsingastj.: Halldðr Jðnsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1 Afgreiösla: Túngötu 7 Ritstjðm: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald: kr. 90.00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f Rök verðmiðlunargjaldsins pormaður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guð- bjartsson, sagði réttilega á bændafundinum á Sel- fossi að þar sem ríkið veitti bændum nokkra trygg- ingu fyrir því að þeir fái vinnu sína greidda væri ekki óeðlilegt að það geri þá kröfu til bænda að þeir framleiði fyrst og fremst þá vöru sem gefur hagstæð- asta útkomu bæði á innlendum og erlendum mark- aði. Eins og kunnugt er voru lögin um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins endurskoðuð á síðasta þingi. Fulltrúar framleiðenda, þ. e. bænda, innan þings og utan lýstu ánægju sinni með þá breytingu á lögun- um, sem gera hlut bænda betri en áður og tryggja að tekið sé tillit til vinnu húsmóður og skylduliðs við bústörfin. Enginn talaði þá um það að auka heim- ildir til útflutningsuppbóta þar sem verðlag á mjólk- urafurðum, sem út eru fluttar, gefur ekki nema einn fjórða af skráðu heildsöluverði, Hingað til hafa út- flutningsuppbæturnar nægt, svo fullt verð fengist til bænda. En vegna aukinnar framleiðslu er vafa- samt að svo verði 1966. Þess vegna ákvað Fram- leiðsluráð að taka verðmiðlunargjald af mjólk. Þyk- ir sumum bændum ráðið hafa gengið hér of langt og helmingur gjaldsins hefði átt að nægja. En nú er það svo að verðmiðlunargjaldið hefur eng- in áhrif á endanlegt verð búvöru til bænda. Bænd- ur fá hvorki meira né minna endanlega greitt fyrir afurðirnar, hvort sem verðmiðlunargjaldið er hærra eða lægra. Afstaða Framleiðsluráðs er eðlileg að því leyti að með verðmiðlunargjaldinu getur það jafnað það ósamræmi sem skapast milli hinna einstöku framleiðslugreina. Ráðið fór þess á leit við ríkis- stjómina að heimilað væri að taka krónu gjald í tolli af hverju innfluttu kílói fóðurbætis, en því var synjað. Verðmiðlunargjald af innveginni mjólk var hins vegar heimilað samkv. ósk ráðsins, Þá fór Framleiðsluráð fram á að mega hækka mjólkurlíter- inn um eina krónu gegn því að smjörið væri sam- tímis lækkað í 65 kr. í umræðum um málið var bent á það að vafasamur hagur væri fyrir bændur að hækka mjólkina svo mikið í einu þar sem það gæti orðið til þess að draga úr mjólkursölunni. Þótti það einnig vafasamt að gera slíkar ráðstafanir á miðju verðlagsári, og var það alls ekki á valdi ríkisstjóm- arinnar að framkvæma það, heldur þeirrar nefndar sem fjallar um verðlagningu samkv. lögunum. Takist að auka söluna á smjörinu innanlands, í stað þess að flytja það út, er það góð ráðstöfun fyrir bændur. Ríkissjóður kemur til móts við bændur með því að halda fullum niðurgreiðslum á smjörinu þótt sala aukist. Að lokum þetta: Það mun sannast að ótti bænda við það að verið sé að hlunnfara þá er ástæðulaus. Lík- iegt má telja að þegar endanlega verður gert upp verðlagið fyrir yfirstandandi ár komi í ljós, að það sem á skortir á fullt verð reynist hverfandi. iiii————miwíimiiimiii'wi—iiiiii — ii iiht ii 11 T' riiiiwm— Við'lK . Föstudagur 10. Júní 1966. ——gwnMnaii imnim ■■m wi n ■ iin i Nokkrir leiöangursmanna að fylla á súrefnlsgeyma fyrir köfun. ATHUGA DREIFINGU KÓRALÞÖRUNGA \y 1 f' .. ■ ííííSiKíSíSííííí:: ■ ■ iíéií jþetta er níu manna hópur stjómað af Walter H. Adey sjávarlífeðlisfræðingi, en hann hefur með sér konu og tvö böm. Þaö em þar af leiðandi sex sem kafa og vinna við fmmkönnun á þeim sýnishornum, sem aflað er. Að mörgu leyti var skemmti- legt að virða fyrir sér útbúnað þessa leiðangurs, sem er hinn fullkomnasti þrátt fyrir útilegu- mannabraginn sem á hópnum er __________ Skal þar fyrst taka köfunarút- Walter H. Ádey leiðangursstjóri við hraöbátinn. inn er með þykkum botni, sem er gerður úr plastkvoðu, og skiptir engu máli hvernig farið er með hann, þaö er útilokað með öllu að sökva honum. Hann flýtur þó hann sé fylltur af vatni eða skorinn í marga hluta. í bátnum er 60 hestafla vél (300 hestöfl í meðalsíldarbát) og kemst báturinn yfir 30 sjómflur á klst. Auk tjalda, sem leiðangurs- menn búa í, hafa þeir með sér aftanívagn (trailer), en í honum hefur verið útbúin Iltil rannsókn arstofa, þar sem þeir gera frum athuganir á sýnishomum, sem þeir ná í. Eins og fyrr hefur verið sagt dvelur leiðangurinn hér á landi fram til 20. ágúst og fer eins langt umhverfis landið og mögu legt verður .Næsta bækistöð leið angursins verður við Breiðafjðrð Leiðangur fró Smifhsonian ' ' ViiúJú Institution í Hvalfirði T eiðangur bandariskra vísinda- Lj ... og köfunarmanna er nú staddur uppi við Hvaleyri í Hval firði ( nokkru utar en Hvítanes) I rannsóknarleiðangri. Þeir eru sendir út frá Smithsonian Insti- tution í Washington D.C., sem er eitt merkilegasta ríkissafnið vestanhafs. Rannsóknir þeirra í Hvalfirðinum er liður á könnun á dreifingu kóralþörunga í N,- Atlantshafi, en þeir munu dvelja hér fram til 20. ágúst og fara eins langt umhverfis landið og þeir komast á þessum tíma. Héð an fara þeir til Noregs í sömu erindagjörðum, en verða við Bretland og víðar næsta sumar. Tíðindamaður VIsis kom við I bækistöð leiðangursins fyrir nokkru, en þá vom leiðangurs- menn að koma sér fyrir, en hafa þó skroppið I nokkrar könnunar- ferðir. Þeir geta kafað með hægu móti niður á 35 metra dýpi, en vilji þeir ná I sýnishom á meira dýpi nota þeir sérstakan út- búnað, eins konar troll, sem þeir draga á eftir hraðbát, sem þeir hafa með sér. Við rannsóknir sín ar nota þeir einnig ljósmynda- vél, sem getur tekið myndir neð ansjávar. búnað, sem er hinn fullkomn- asti, votbúningur til að kafa I, en þeir eru mun hlýrri en þurr- búningar, þó undarlegt kunni að virðast. Búningamir era gerðir úr svampgúmmí, sem blotnar I gegn, en heldur slðan I sér sjón um og hitnar hann uppaf líkams hitanum. Þeir hafa með sér mjög fullkomna Ijósmyndavél til þess að taka myndir neðansjávar, sem og klukkur, hnífa og annan útbúnað, sem köfun fylgir. JJraðbátur Sem leiðangurinn er með mundi þó líklega eiga að vekja mesta athygli Islendinga, sem alltaf era að missa menn á sviplegan hátt I vötnum og ám landsins. Bátur-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.