Vísir - 16.06.1966, Side 3

Vísir - 16.06.1966, Side 3
V í S I R . Fimmtudagur 1S. júní 1966. FRJÁLSIR ÍAÐ- HHS 24 STUNDIR Uppreisnin 17. júní, 1953, er ekki gieymd, en kröfum síðnn þú er enn ófullnægt Sagan skráir 17. júnl 1953, þann dag sem uppþot urðu á hemámssvæði Rússlands í Þýzkalandi. Nú 13 árum seinna eru tiifinningar milljóna Þjóð- verja ekki síður bitrar og sárs- aukafullar, en þegar fyrst heyrð ist um niðurbælingu uppreisn- arinnar. Kröfugöngur, þöglar göngur og blysfarir, sem halda á um allt Sambandslýðveldið þennan dag, sýna ekki nema ó- fullkomna mynd af þessum til- finningum. 17. júní heldur á- fram aö vera lifandi tákn og dagur „sameinaðs Þýzkalands" — dagur sameiginlegra endur- minninga, hvatninga og sam- kenndar. Hinir sorglegu atburðir munu aftur hljóma í ræðum leiðandi stjómmálamanna, í útvarps- þáttum og í blaðagreinum. Upp- reisnin hófst 16. júní 1953 þegar byggingaverkamenn í A-Berlín neituðu að sætta sig við frekari áætlanir um aukningu fram- kvæmda og báru viö að ástand almenningsþjónustu væri á mjög lágu stigi. Þeir ákváðu aö gera verkfall, söfnuðust saman í mótmælagöngu og gengu sam- an í gegnum borgina að ráðu- neytishúsinu í A-Berlín. En ganga verkfallsmanna snerist fljótt upp í harðorða kröfu- göngu. Verkamenn úr öðrum iönaðargreinum og fótgangandi sameinuðust göngunni. Þegar gangan náði ákvörðunarstað sínum, hafði verkfallsbylgjan breytzt í alm''ina uppreisn og var krafizt irjálsra kosninga, betri lífsskilyrða og að komm- únistastjórnin segði af sér. Andstaðan, sem hafði byggzt upp- og magnazt með árunum, brauzt út sjálfkrafa. Fréttir af uppreisninni bárust eins og eld- ur um allt hemámssvæði Rússa þrátt fyrir skort á opinberum fréttaflutningi. Enginn hópur rfianna var reiðubúinn til að taka við völdum, þrátt fyrir að íbúamir hafi aðeins haft eitt markmið að morgni 17. júní: Að losa sig við stjórn Kommún- istaflokks A-Þýzkalands. Ganga 12.000 verkamanna frá stál- og rennismíðaverksmiðju í Henn- ingsdorf til Berlín verkaði eins og hvatningarhróp. í nær öllum stærri borgum brauzt út reiði fólksins. Þar sem því var við komjð, voru pólitískir fangar leystir úr prísund og á mörgum stöðum vom stjórnarmiðstööv- ar dómstólar og verksmiðjur Uppreisnin 17. júní 1953. Þýzkir verkamenn berjast með grjóti við rússneska skriðdreka. teknar herskildi. 22 rússneskum herdeildum, sem voru sendar til þess aö bæla niður uppreisnina, tókst þó að lokum að ná stjórninni í sínar hendur. Það er alvitaö að Kommúnistaflokki A-Þýzka- lands hefði ekki tekizt að halda völdum, nema með hernámsliöi og blóðugum afskriftum hers- ins.. Þessi hræðilega valdatog- streita, þegar frelsið virtist svo nær, kostaði hundruð látinna og særðra. Margir uppreisnar- mannanna voru dæmdir til dauða þegar á eftir og var nokkrum dómanna fullnægt án tafar. Þar að auki voru meira en 1000 menn dæmdir í margra ára þrælkunarvinnu, fangelsi eða vinnubúðir. Nákvæm tala yfir þaö, hvað þessi uppreisn vamarlausra manna gegn skriðdrekum og hörmungum kostaði, er hulin bak við þagnarmúr, sem komm- únistaflokkurinn vildi gjarnan fela allt, sem viðvíkur þessum atburöum í'júril. Á þessum tínja undruðust Vesturlönd, að almenn uppreisn gæti átt sér stað í kommúnista- LISTASAFN ÍSLANDS OPN- AR NÝJA SÝNINGU Ný sýning var opnuð í gær í Listasafni ísiands, sem mun verða opin hvern dag milli kl. 1.30 og kl. 3.30 fram til 1. sept. Myndimar sem veröa til sýnis eru hengdar upp með nokkuð nýstárlegum hætti. Þannig er samstæðum myndum raðað eftir sölum, 17 svartlist- armyndir eftir norska málarann Munch eru i einum sal, myndir eftir íslenzka málara í tímabil- inu 1930—44 í öðrum o. s. frv. Aðaláherzla er lögð á myndir eftir 7 ísl. málara, sem komu heim aö utan á árunum 1930— 44, málaðar á þessum tíma. Til samanburðar eru svo nýlegar myndir eftir þessa sömu mál- ara og aðra málara og gefst fólki þannig kostur á að virða fyrir sér framför (eða afturför) í íslenzkri málaralist á þessum árum. Margar myndir eru á sýning- unni, sem ekki hafa verið sýnd- ar áður. Má þar geta myndar eftir Þorvald Skúlason, sem hann gaf safninu nýlega og myndar eftir Snorra Arinbjarn- ar, en hún hefur lengi verið til á safninu án þess aö hafa sézt áður. Hún kom fram í dags ljósið þegar önnur mynd eftir Snorra var send utan til við- gerðar. Kom þá i ljós að mynd var undir þeirri fyrri og var hægt að varpa myndunum nið- ur á sitt hvorn strigann. Lista- safnið eignaðist á þann hátt tvær myndir fyrir eina. Þegar þessari sýningu lýkur verður tekið fyrir annað tíma- bil í íslenzkri myndlistarsögu og verður reynt að hafa þann háttinn á framvegis að sýning- amar verða byggðar umhverfis ákveðið tímabil. Jóhannes Jóhannesson, dr. Seima Jónsdóttir og Þorvaldur Skúlason i salnum með nútímalist. blokkinni. Ungverjaland sann- aði þremur ámm seinna að upp reisn gæti átt sér stað, en á- líka uppreisn gæti varla orðið í dag eins og stjórnmálaástand- ið er nú. Sú staðreynd, að millj- ónir manna báðum megin við hinn tilbúna múr bíða með eftir ýæntingu eftir áætlaðri skipt- ingu á ræðumönnum milli Sam- bandslýðveldisins og A-Þýzka- lands, sannar þó hversu mikil þrá er fyrir hendi í sambandi við friðsamlega nálgun þjóðar- brotanna. Barbara Herzog. Skólaslit á Siglufirði Gagnfræðaskóla Slglufjaröar var slitiö 31. maí sl. Skólastjóri var Jóhann Jóhannsson, en í veikindaforföllum hans sleit Guðmundur Magnússon skólan- um. í vetur stunduðu nám í skól- anum 175 nemendur í 8 bekkj- ardeildum. Unglingaprófi luku 61 nemandi. í landsprófsdeild voru 11 nemendur. og stóðust 8 prófið. Gagnfræöapróf þreyttu 23 nemendur og stQðust 22 prófið. Hæstu einkunn í 1 bekk hlaut Anna Ingólfsdöttir 9,19. Hæstu einkunnir í 2. bekk hlutu Sigríður Þórdís Einars- dóttir og Þóra Guðmundsdóttir báðar sömu einkunn 9.34. Hæstu einkunn í 3. bekk hlaut Eva Benediktsdóttir 8.53 Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlaut Anna Nílsdóttir 7,87. Verðlaun veittu ýmsir aðilar og sjóðir: Skólinn veitti verð- laun Sveininnu Bjarkardóttur fyrir umsjón í skólanum. Stúd- entafélag Siglufjarðar fyrir hæstu einkunn í íslenzku í 4 bekk.Þessi verðlaun hlaut Edda Jónsdóttir. Ur Minningarsjóði Jóns Jóhannessonar hlaut verð- laun Anna Ingólfsdóttir fyrir hæstu íslenzkueinkunnir í skól- anum. Ur minningarsjóði Odds Tryggvasonar hlaut verðlaun Jón Finnur Jóhannesson fyrir háttprýði og reglusemi. Lions- klúbbur Siglufjarðar- veittj verð laun fyrir samanlagða hæstu einkunn ( bókfærslu og stærð- fræði í 4. bekk. Hlutu þau Sól rún Magnúsdóttir og Anna Nílsdóttir. Verðlaunabikar Björns Dúasonar hlaut Anna Nílsdóttir fyrir hæstu einkunn í vélritun. Rotaryklúbbur Siglu- fjarðar veitti bókaverðlaun fyr- ir hæstu einkunn í hverjum bekk. Við skólauppsögn mættu 10 ára gagnfræðingar og afhentu skólanum að gjöf vandaða stundaklukku. Orð fyrir þeim hafði frú Brynja Stefánsdóttir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.