Vísir - 25.07.1966, Blaðsíða 8
s
VISIR . Laugardagur 23. júlí 1966.
VÍSIR
Utgefandi: Blaðafltgáran VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjðri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Auglýsingastj.. Halldór Jónsson
Auglýsingar- Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjórn: Laugavegi 178 Síml 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 7,00 eintakiö
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Langar / stjórn
££ins og alþjóð mun vera kunnugt, hefur núverandi
formaður Framsóknarflokksins unað hag sínum mjög
illa síðustu átta árin. Hann og sumir fylgismanna
hans voru farnir að trúa því, að hann væri sérstaklega
útvalinn af forsjóninni til þess að gegna ráðherra-
embætti til æviloka. Þeir trúðu því líka, að enginn
islenzkur maður væri hans jafnoki að fjármálaviti og
þjóðin mundi komast á vonarvöl, ef hann léti af stjórn
f jármálanna. Og ekki er grunlaust um að sú trú eigi
mikinn þátt í því, hve Framsóknarmenn hafa litið
svörtum augum á efnahagsmálin síðari árin. Og nú
segja þeir að eina vonin til björgunar sé að rjúfa þing
og efna til nýrra kosninga, ef vera kynni að úrslit
þeirra yrðu á þann veg, að formaður flokksins kæm-
ist aftur í hinn langþráða ráðherrastól.
Mikið liggur á. Það er nú ekki nema tæpt ár til
næstu reglulegra alþingiskosninga, svo Framsóknar-
menn ættu nú úr því sem komið er að geta þolað við
þann stutta tíma. Um úrslit þeirra kosninga skal engu
spáð nú, en eftir sumum skrifum stjórnarandstæð-
inga að dæma, gera þeir sér vonir um meirihluta. Þess
vegna væri fróðlegt, svona senn hvað líður, að heyra
eitthvað um, hvernig þeir hugsa sér að snúast við
ýmsum vandamálum, sem núverandi stjóm hefur
verið að glíma við, t.d. hvernig þeir ætla að stöðva
verðbólguna. Þeir hljóta að hafa áætlanir um það,
svo mjög sem þeir hafa deilt á núverandi ríkisstjórn
fyrir mistök í því efni. Þeir sem em að heimta þing-
rof og kosningar, eru skyldugir til að segja þjóðinni
hvað þeir ætlist fyrir, ef þeir nái völdum. Það verður
samt að vera eitthvað skýrara en „hin leiðin" hans
Eysteins.
En almenningur mætti gjarnan hugleiða, hvers
vænta mætti af samstjórn Framsóknar og kommún
ista. Þar má styðjast æði mikið við sögu vinstri stjórn
arinnar frægu. Þeir sem eru óánægðir með núverandi
ríkisstjórn og vilja hana frá, þurfa að gera sér grein
fyrir, hvað þeir fengju í staðinn.
Le/ð Wilsons
£fnahagsráðstafanir Wilsons hafa verið eitt aðalefni
heimsfréttanna síðustu dagana. Fréttamenn virðast
yfirleitt sammála um að þær séu „spor í rétta átt“,
en vafasamt hvort nógu langt hafi verið gengið.
Það sem nú hefur verið gert í Bretlandi, er hið
sama, sem allar ábyrgar ríkisstjórnir telja nauðsyn-
legt við slíkar aðstæður. En mikið hlýtur Wilson að
hafa borið langt af réttri leið í augum stjómarand-
stöðunnar á íslandi!
Myndin er tekin fyrsta daglnn, sem Laxá í Kjós var opnuð til laxvelða f sumar. Áhugamennimir
flykktust í ána, en árangurinn varð enginn.
FRAMTÍÐ LAXVFIÐA
Fjað er ljóst mál að sjaldan
hefur lax gengið svo treg-
lega I íslenzkar veiðiár, sem nú
í sumar. Eitthvað hefur þetta
þó verið misjafnt, þótt um þver
bak keyri við sumar ár. Kunn-,
ugir telja t.d. að annað eins
laxleysi, eins og verið hefur í
Miðfjarðará, hafi aldrei áður
þekkzt. Hvað veldur?
Siðustu dagana hefur nokk-
uð úr rætzt enda ekki seinna
vænna, því oft er miður júlí
helzti göngutfmi þessa góð-
fisks. En hér er athugunar
þörf við. Og má ekki draga
slíka könnun, því drátturinn
gæti reynzt dýrkeyptur. Þannig
hagar nefnilega til að nú síðustu
árin berast stöðugt fréttir um
laxveiðar Grænlendinga í sjó
við vesturströnd Grænlands og
gera þeir heldur betur en rétt
að verða varir, þvf laxveiðin
þar skilar hundruðum þúsunda
iaxa árlega og er veiðin þó sögö
hafa rýmað f ár, frá því sem
var í fyrra, sem vonlegt er.
Viðkoma laxins er háð mikl-
um annmörkum. Hann verður
að fara um langa leið í sjó og
sfðan skjótast um hylji, stikla
fossa og berjast upp brot til
þess að komast á þann rétta
stað, þar sem eðli hans segir
honum að auka kyn sitt.
Hver biti í ánni er stórhættu-
legur, því þar gildir ekki reglan
„gleymt er þá gleypt er“. Svo
koma einatt flóð f árnar þegar
hrygningunni er lokið, sem
stundum skafa árbotnana svo
að hrognin sogast með flaumn-
um og allt erfiðið og hættumar
við tímgunina urðu til einskis.
Laxveiði. er að vísu verð-
mæt og aflinn góður og dýr-
mætur. En ekki er það þó feng-
urinn sjálfur, sem fyrst og
fremst gefur laxveiði í strengj-
um okkar verðmætið. Heldur er
það sportið, útivistin og eftir-
væntingin, sem verðmætin
grundvallast á. Bóndinn fær t.
d. 3000.— kr. fyrir veiðileyfi
í tvo daga. Veiðimaðurinn fær
ef til vill ekki nema 2 laxa.
Þeir eru að verðmæti ekki nema
brot af veiðileigunni. Samt er
hann glaður yfir feng sínum,
hvfldur og útitekinn og á sér
auk þess svolítinn sjóð, sem
ekki verður auðtæmdur: End-
urminninguna um góða veiði-
ferð.
Hagsmunir þeirra, sem veiða
laxinn í tonnum við Grænland
eru allt aðrir og margfalt
minni, en hagsmunir hinna, sem
veiði eiga f ám og vötnum. Og
það er þroskuð réttarregla vest
rænna þjóða að meta meiri
hagsmuni fram yfir minni hags-
muni.
Útivistin og hollustan, sem
fylgir sporunum á bökkum ánna
verða þó eigi beint metin til
fjár, þótt lffsnauðsynlegt sé að
Á þriðjudaginn skipaði Hæsti
réttur þrjá menn í gerðardóm
til að ákveða kaup og kjör fag-
lærðra framreiðslumanna og
barþjóna í veitingahúsum. Var
skipunin í samræmi við bráða-
birgðalög, sem sett voru 15.
jdlí s.l. vegna deilu Sambands
\'eitinga- og gistihúsaeigenda
reyna að verja þetta yndi is-
lenzkrar náttúru, sem veitir
svo mörgum manninum gleði og
aukinn þrótt.
Við vitum ekki fyrir víst
hvort íslenzki laxinn er andlag
rányrkju við Grænland. En það
er nægilega sennilegt til þess að
það verði strax kannað. Til þess
höfum við embættismenn eins
og fiskifræðinga í opinberri
þjónustu.
Niðurstaða: Það þarf að
stefna að því að rannsaka sem
allra fyrst hvort sá lax, sem
veiddur er við Grænland er úr
íslenzkum ám. Það verður fyrst
og fremst gert með stórauknum
Iaxamerkingum. Reynist þpr. ,i
grunur hafa við rök að styðjast,
verður að efla til samvinnu við
aðrar þjóðir um að gera ráð-
stafanir til þess að koma í veg
fyrir að laxastofninum verði
útrýmt. Eðlilegasta ráðstöfunin
er að draga úr eða banna lax-
veiðar f sjó, enda fái þeir, sem
tjón bíða, einhverjar bætur með
an þeir hasla sér nýjan völl til
veiða.
og Félags islenzkra framreiöslu
manna. Hafði verkfall þá staðið
yfir í nokkra daga.
Gerðardóminn skipa Halldór
Þorbjömsson sakadómari, for-
maður dómsins, Svavar Pálsson
endurskoðandi og Emil Ágústs-
son borgardómari.
Gerðardómur skipað- ]
ur í 1 þjónamálinu