Vísir - 26.07.1966, Blaðsíða 5
V1S IR . Þriðjudagur 26. júlí 1966.
5
morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd
Vantraust á Wilson
rætt í dag
í dag verður tekin fyrir í neðri
málstofu brezka þingsins tillaga
íhaldsflokksins um vantraust á
stjómina fyrir meðferð hennar á
íþróftir —
Frh. af 2. bls.:
Þar vógu tveir, hvor á eftir
öðrum að Pele. Hann féll illa
vig í fyrra skiptið, spratt á
fætur, en þá var sparkað illa
i hann og staulaðist hann út af
með þjálfara sínum og Iækni.
Hann kom inn aftur, —en var
haltrandi og ekki svipur hjá
sjón.
Þannig er sem sagt lífið í
Englandi. Og það er sagt að
menn byggi samræður ekki á
veðrinu, sem hefur þó verið
gert öldum saman í Englandi.
Nú er það knattspyrnan á HM.
Og þetta er ekki sízt vegna
þess að Englendingum gengur
vel í keppninni og hafa unnið
sinn riðil og eiga góða mögu-
leika og vissulega er það Jules
Rimet styttan og heiðurinn af
að eignast heimsmeistara, sem
Englingar einblína hvað mest á.
í búðargluggum má víða sjá
útstillingar vegna keppninnar
og verndargripur keppninnar,
World Cup Willie, er mjög vin-
sæll og seldur í margs konar
formi. í einum glugga sá ég
hann sem sparibauk og á öðrum
var hann á nylonsokkum pg
þeim þriðja á sokkaböndum.
Við Trafalgar Square voru
menn í óðaönn aö selja Foot-
ball Burgers, sem áður voru
kallaðir Hamburgers.
Sjónvarpið hér á e.t.v. sinn
þátt í áhuganum. Þar er tveim
tímum og rúmlega það varið
hvert keppniskvöld, stundum
þó talsvert meiri tíma, til að
sjónvarpa frá leikjunum. Sjón-
varp frá knattspymuleikjum er
orðið mjög fullkomið og fjöl-
margir fullyrða að betra sé að
horfa á leikina í sjónvarpi en á
vellinum. Þetta er að mörgu
leyti rétt. Maður sér betur ýmis
tilvik, og sjónvarpsmenn geta
oft afhjúpað mistök dómara eða
leikmanna.
Það eru geysimiklar „zoom“
linsur kvikmyndavélanna, sem
gera þetta að verkum að hægt
er að sjá einstaka Ieikmenn
kljást um boltann. Þá er afstað
an á lelkvellinum mjög skýr og
markskorun er iðulega sýnd aft
ur í „slow-motion“, þ.e. sýnd á
hægagangi og er það mjög
skemmtilegt að sjá aðdragand-
ann að mörkunum, því oftast
koma þau það snögglega að erf-
itt er að greina nákvæmlega
hvemig og hvers vegna markið
kom. Þetta hefur líka talsvert
komið niður á aðsókninni á leik
ina. BBC og ITV, sem eru einu
ensku sjónvarpsstöðvamar hafa
sameiglnlega tekið - myndir af
leikjunum fyrir Eurovision. Á
þann hátt reyndist mér t. d.
kleift að fylgjast með Ieikjum
í Noregi og Danmörku og var
myndin mjög skýr.
Nú er það mikið liðið á keppn
ina hér að útséð er hverjir fara
i „kvartfínal‘.‘ og hefur verið
skýrt frá því í blaöinu áður.
Næstu daga segi ég frá leikjun-
um á Wembley eins og þeir
ganga til og lífinu hér í London
við þessa miklu knattspymuhá-
tíð. _ jbp.
efnahagsmálunum. — Stjómin hélt
velli í gær með 89 atkvæða meiri
hluta, er til umræðu var frumvarp
hennar um endur-þjóðnýtingu stál-
iðnaðarins. Þvl var haldið fram af
talsmanni íhaldsflokksins, að það
væri brjálæði að halda til streitu
áformum í þessu efni, eins og
komið væri efnahag landsins.
í gær mættu á fundi í Haag full-
trúar 10 iðnaðarlanda, þeirra með-
al Bandaríkjanna, Japans og Kan-
ada. James Callaghan fjármálaráð-
herra sat fundinn og gerði grein
fyrir ákvörðunum og ráðstöfunum
stjórnarinnar efnahagnum til við-
reisnar og lýstu fulltrúar þeir, er
fundinn sátu, yfir stuðningi við
þessi áform. Sagði Callaghan við
komuna til London, að þessi af-
staða mundi verða til þess að
treysta gengi pundsins.
En Wilson forsætisráðherra
tókst ekki að sannfæra hina rót-
tækari menn í þingflokki jafnaðar-
manna, að hann hefði tekið rétta
stefnu í efnahagsmálunum, því að
40 þingmenn flokksins hafa ritað
undir yfiriýsingu, sem er gagnrýni
á stefnu stjórnarinnar. Sat hann
fund með þeim í gær.
Þá ræddu þeir Wilson og Brown
efnahagsmálaráðherra við leiðtoga
Sambands brezkra verkalýðsfé-
laga, en þeir eru einkum mótfallnir
misseris frystingu á kaupgjaldi og
verðlagi. Þó er frekar búizt við
að þeir sætti sig við ráðstafanirn-
ar, en tregðulaust verður það ekki.
Þótt efnahagsráðstafanirnar séu
umdeildar og óvinsælar meðal
margra á Bretlandi gætir þar sem
og erlendis eigi lítillar aðdáunar á
Wilson fyrir að halda til streitu
áformunum, þrátt fyrir mikla and-
spyrnu jafnvel í eigin flokki, Hann
er nú gagnrýndur meira en nokk-
um tíma áður. Margir gagnrýna
hann fyrir að hafa farið til Moskvu,
vitandi að það myndi ekki bera ár
angur. Og hann er talinn tala of
mikið, en sé hann maður orðanna
er hann vissulega líka maður at-
hafnanna — og fyrir það nýtur
hann aukinnar virðingar.
Fugla-
skoðunar-
ferö
Fuglavemdunarfélagið gengst fyr-
ir þriggja daga fuglaskoðunarferð
um næstu helgi og eru síðustu for-
vöð að tilkynna þátttöku til félags-
ins á morgun. Fariö verður frá
Reykjavik kl. 9 á laugardagsmorgni
og haldið til Stykkishólms. Þaðan
verður siglt í Breiðafjarðareyjar og
síðan haldið til Patreksfjarðar. Ann
an dag ferðarinnar verður farið
fram á Látrabjarg og þriðja daginn
á Rauðasand. Þátttakendur þurfa
aö hafa með sér sjónauka og svefn-
poka.
Auglýsing í Vísi
eykur viðskiptin
Saðw-Kórea er að „brjót-
ast úr einangrun sinni"
— Vill tuku uð sér forystuhlutverk
Heimsblaöið New York Times
blrtir frétt um það, að Suður-Kórea
sé nú að brjótast út úr einangrun
sinni, og miði stjórn hcnnar að því,
að hún taki sér forustuhlutverk
Austur-Asíuþjóða, sem ekki aðhyll
ast kommúnisma. Vonar stjórn Suð
ur-Kóreu að samkomulag til fram-
búðar náist um slíkt samstarf.
Stofnað hefur verið svo kallað
Asíuráð (ASPAC) og var það gert
i ráðstefnu í Seoul fyrir nokkrum
vikum og sátu hana fulltrúar 10
þjóða, en þetta ráð „frjálsra Asíu-
þjóða“ á eftir að treysta þann
grunn, sem það ætlar að starfa á,
og væntanlegt samstarf.
„Ef við stöndum saman“, sagði
Lee Tong Won, utanríkisráðherra
Suður-Kóreu, „held ég ekki að
kommúnistar þori aö hefja átök
við okkur á nýjan leik“.
Lee er um fertugt. Hann átti
hugmyndina að Seoul-ráðstefnunni
og undirbjó hana. Og hann var
yngstur þeirra utanríkisráðherra,
sem hana sátu. Og nú hefur Lee
endurtekið í viðtali við fréttamenn
að Suður-Kórea muni viö forustu
Park Chung Hee forseta taka sér
frumkvæði til framhaldssamstarfs.
Lee heldur því fram, að allar
frjálsar þjóðir Asíu eigi sízt minna
undir því en Bandaríkin, aö sigur
vinnist í baráttunni í Suöur-Viet-
nam. Hann átti sjálfur mikinn þátt
i að koma því í kring, að Suður-
Kórea sendi nokkur þúsund her-
manna til Suður-Vietnam, „en Asíu
þjóðir veröa að láta meira til sín
taka“, segir hann, svo að þjóöir
heimsins sannfærist um, að sam-
ræmi sé milli stefnu þeirra og
Bandaríkjanna". Hann kvaðst þeirr
ar skoðunar, að Dean Rusk mundi
taka til gaumgæfilegrar athugunar
tillögur um fund Asíuþjóða, s :m
heyja styrjöld gegn Vietcong. —
I stuttri heimsókn í Seoul í fyrri
viku kvað Dean Rusk svo að orði
að hér væri um athyglisvert frum-
kvæði af hálfu Suöur-Kóreu að
ræða og lofaði, að rætt yrði nán-
ar um Vietnam við allar banda-
lagsþjóðir Bandaríkjanna í Así i.
Það er að sjálfsögðu mikið und-
ir afstöðu Bandaríkjanna til
Suður-Kóreu komið, nú, er
þjóðin er að eflast á ný en eftir er
aö sjá hvort þetta litla og fátæka
land getur tekið sér og gegnt því
forustuhlutverki, sem leiðtogar
hennar vilja, að hún takist á hend-
ur. Það eykur möguleikana fyr-
ir Suður-Kóreu í þessu efni, að
Japan stendur utan samtakanna,
en afstaða Japans verður að telj-
ast hlutlaus, að því er varðar
„grundvallaratriði styrjaldarinnar“,
en stefna Suður-Kóreu leiðtoga and
kommúnistisk. Nú hefur S. K. n it-
ið óvanalega langrar stjórnmála-
legrar festu og samtímis hafa orð-
iö efnahagslegar framfarir í land-
inu. Það eykur trúna á, að leið-
togar hennar geti sinnt mikilvægu
forustuhlutverki, komið þvf til
leiðar að nýtt samstarf fái byr í
seglin.
„Ég ræddi í fullri hreinskilni
við Rusk“, sagði Lee. „Ég sagði
honum að þeirra barátta væri okk-
ar barátta, þeirra heimur okkar
heimur. Hvers vegna biöja Banda
ríkin ekki Asíu-vini sína um meiri
hjálp?“
Lee hlaut menntun sína í hinum
gamla og virðulega háskólabæ á
Englandi, Oxford. Framkoma hans
öll ber því vitni, að sjálfsöryggi
hans er mikið. Hann hefur þegar
gert „kraftaverk", og þegar hann
talar um framtíð Kóreu dylst eng-
um að hann trúir á hana. Þegar
hann varö utanríkisráðherra fyrir
tveimur árum setti hann sér bað
mark að koma viðskiptum Japans
og Suður-Kóreu í eðlilegt venju-
legt horf — og tókst það þrátt
fyrir, að í Kóreu var litið á Jap-
an sem nýlenduveldi. Þegar samn-
ingarnir voru undirritaðir við Jap-
an í júní í fyrra varð það honum
ekki til falls, eins og menn höfðu
ætlað. Hann hélt velli sem utan-
ríkisráðherra og setti sér nýtt mark
Seinasta afrek hans var að ná sam
komulagi um að Suður-Kórea opn-
aði aðalræðismannsskrifstofu í JaK-
arta í Indónesíu. Þá kvað hann Suð
ur-Kóreumenn gera sér miklar von-
ir um hina nýju leiðtoga í Indó-
neslu.
Hið langþráöa mark er samein-
ing Suöur- og Norður-Kóreu, en
hann er meiri raunsæismaður en
svo, að hann geri þaö að baráttu
nú.
Lítil úrkoma og mikið
sólskia ú Hveravöllum
Veðurstofan hefur gefið út yfir-
llt um niðurstöður vetrarmæling-
anna á Hveravöllum. Gefa niður-
stöðurnar til kynna, að þar sé
lítil úrkoma og mikið sólskin og
veðrátta óvenju óstöðug. Verður
nú höfð veturseta á Hveravöllum
næsta vetur og mælingar þá aukn-
ar verulega frá því, sem var í
vetur leið.
I greinargerð Hlyns Sigtryggs-
sonar,. veðurstofustjóra, um mæl-
ingamar á Hveravöllum segir:
„Um síðustu mánaðamót hófust
sumarferöir til Hveravalla, og
lauk þá fyrstu vetursetu þar, síö-
an á dögum Eyvindar og Höllu.
Stofnað var til þessarar vetrar-
dvalar í þvi skyni að kanna veö-
urskilyrði á hálendi landsins árið
um kring. Veðurstofan álítur því
rétt að birta nú mjög stutt yfir-
lit um mælingarnar, þar sem fulln-
aðarúrvinnsla mun taka langan
tíma, mánuði eða ár. Yfirlit þetta
nær yfir mánuðina september 1965
til júní 1966.
Á þessu tímabili var veðurfar
á landinu óvenjulega kalt, sérstak
lega nóvember til marz, en þá var
mánaðarmeðalhitj 1—2 stigum
lægri en að jafnaði í Reykjavík
og 2—4 stigum lægri á Akureyri.
Úrkoma sunnanlands var þessa
mánuði langt undir meðallagi, í
Reykjavík var mánaðarúrkoman í
febrúar hin minnsta, sem mælzt
hefur þar. Á Akureyri var úrkom-
an í nóv.—apr. undir meöallagi,
en þó nær því. Norðan- og norð-
austanátt var mjög tíð. í október
1965 var veðurlag allt annaö, hiti
og úrkoma var þá mikiö yfir með-
allagi. Að því er úrkomu varðar
munaöi mestu um sólarhringinn
19.—20. október, er mjög mikiö
rigndi víöa um land.
Á Hveravöllum var meðalhiti
vetrarmánuðina des.—marz —7 til
—9 stig, og um 6 til 8 stigum
kaldara en í Reykjavík, en 3—4
stigum kaldara en á Akureyri.
Kaldastur aö meðaltali var febrúar,
—9,3 stig. Lágmarkshiti var minni
en —20 stig alla vetrarmánuðina,
lægstur 25. marz, —23,5 stig. Há-
markshiti var alla mánuði yfir
frostmarki, þó aðeins 0,7 stig í
febrúar.
Úrkoma mældist mikil í októ-
ber, 264 mm, en þar af féllu 109
mm á 24 stundum þ. 19.—20.
Aöra mánuði mældist úrkoma frem
ur lítil, suma mánuði minni en í
Reykjavík og á Akureyri.
Fjöldi sólskinsstunda var alla
mánuöi meiri en á Akureyri, og
tvo mánuöi (april og júní) meiri
en í Reykjavík. Apríl var þó sól-
ríkari en í meðallagi í Reykjavík.
Stormasamt var á Hveravöllum
eins og við mátti búast. Alla vetr-
armánuðina fór mestur vindhraði
(10 mínútna meöaltal) upp í 50
hnúta (10 vindstig). Hvassast var
31. marz, 64 hnútar (12 vindstig),
en 2 og 5. febrúar var vindur
litlu minni, 64 hnútar (11 vind-
stig).
Fremur var snjólétt í nágrenni
athugunarstöðvarinnar. Mest snjó-
dýpt mældist 110 cm.
Auk veðurathugana voru einnig
gerðar margar jarðvegshitamæl-
ingar, en úr þeim hefur ekki verið
unnið ennþá.
Athyglisvert við mælingamar er
einkum hve úrkoma er lítil og
sólskinsstundir margar. Einnig
virðist veðurlag mjög óstöðugt.
Sem dæmi um það má nefna, að
í marz mældist úrkoma 24 daga,
en sólskin mældist 25 daga. Hef-
ir því mjög oft verið úrkomq og
sólskin sama daginn.
Fyrir næsta vetur er ráðgert að
setja upp á Hveravöllum nýjan
vindrita og nokkra síritandi jarð-
vegshitamæla. Einnig verður snjó-
mælistöngum fjölgaö og mælisvæö
ið stækkaö.