Vísir - 26.07.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 26.07.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Utgefandi: BlaSaQtgáfan VISIR Ritstjórl: Gunnar G. Schratn Aðstoðarrltstjórl: Axel Thorsteinsor Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: laugavegi 178 Simi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakiö Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f Þjóðskipulag lýginnar jVJargir munu hafa lesið grein Freysteins Þorbergs- sonar skákmeistara „Sannleikurinn um Tarsis“, sem birtist í Morgunbl. s.l. sunnudag. Greinarhöfundur leitast við að skýra rétt og öfgalaust frá kynnum sín- um af Rússum og stjórnarháttum þar í landi, en hann er einn af fáum íslenzkum mönnum, sem stundað hafa nám í Rússlandi og jafnframt reynt að kynna sér hlutlaust stjórnarfar og menningu þjóðarinnar. Rússneski rithöfundurinn Tarsis, sem hér var á ferð fyrir skömmu, dró upp ófagra mynd af sovézk- um stjórnarháttum, og var ekki laust við að sumir, jafnvel meðal þeirra, sem andvígir eru kommúnisma, héldu að hann hefði tekið full djúpt í árinni um sumt, en svo mun þó ekki vera, a.m. k. um það sem mestu máli skiptir. Rússnesk stjórnarvöld hafa úrskurðað þennan mann geðveikan og sanntrúaðir Moskvu- kommúnistar hér hafa gert sitt til þess að halda þeim úrskurði á lofti. En hvað segir maðurinn, Freysteinn Þorbergsson, sem flestum íslendingum betur veit hvað hann er hér að tala um? Hann segir: „Lýsing Tarsis á sovézkum stjórnarháttum og heimskommúnismanum er sú bezta og sannasta, sem ég hef lengi heyrt. Og tvímælalaust sú nákvæmasta, sem ég hef fengið hér á íslandi“. Þessi orð eru þung á metunum, þar sem þau eru eftir manni, sem sýni- lega vill hafa það eitt, sem sannara reynist og er ná- kunnugur því sem hann er að dæma um. Kommúnistar gala manna hæst um frelsi, þegar þeir eru að ljúga sig til áhrifa í lýðræðisþjóðfélögum, en alls staðar þar sem þeir hafa náð völdum, er allt frelsi afnumið og svartasta einræði kemur í staðinn. Enginn þorir að tala nema valdhafarnir. Það getur kostað mann lífið, að láta í ljós andúð á einhverri ráð- stöfun stjórnarvaldanna. Og það er ekki ætlazt til að almenningur hugsi. Stjórnarvöldin hugsa fyrir hann og hann á skilyrðislaust að trúa því, sem þau segja, þótt hann viti að það sé lýgi. „Sovétríkin eru land lýginnar, eins og flest þau lönd, þar sem kommúnisminn nær yfir ráðum. Því er nú miður“, segir Freysteinn. „Lýgin er svo yfirþyrm- andi“, segir hann ennfremur, „að það er ókunnugum manni nær ógerlegt, að gera sér slíkt í hugarlund. Lýgin er hefðbundin, fastmótuð af herjum hugmynda- fræðinga og flýtur yfir almenning í útvarpi í 18 stund- ir á sólarhring sem sálardrepandi holskefla“. Þetta er „sæluríkið“, sem kommúnistar hafa verið að bjóðast til að stofna hér á íslandi s.l. 30—40 ár. Er furða þótt þeir, sem vel vilja þjóð sinni, hvetji hana til að vera vel á verði? V I S I R . Þriöiudagur 26. júlí 1CS6. Þegar menn fara um Skeið og Hreppa austur að Brúarhlöðum og Gullfossi tekur vegurinn sveig til austurs skammt austan við Grafarbakka í Hruna- mannahreppi. Og þegar komið er yfir djúpt gil, sem Ásgil heitir og upp á lága hæð þar fyrir austan blasir á hægri hönd við kirkjustaðurinn Hruni Ofan við Hrunabæinn stendur klettahæð nokkur, sem Hruni heitir og sjá glöggir menn og athugulir mannsandlit í klett- unum. Það er bergbúi sem Hrunakarl heitir. Uppi á Hrunan um átti kirkjan að hafa staðið áður, en vissra orsaka vegna stendur hún þar ekki Iengur og verður þess síðar getið. Þótt Hruni sé í dag ekki sér- lega áberandi staður og ekki lengur í tölu mestu stórbýla, kemur hann furðu mikið við íslandssöguna, einkum fyrr á öldum, og má í rauninni segja að þaðan hafi þeir örlagaþræðir verið spunnir sem hvað afdrifa- ríkastir hafa orðið fyrir sjálf- stæði íslendinga. valdur fyrir beztu að hann færi sjálfur á erkibiskupsfund, vita hvort hann gæti ekki fengið Ieiðréttingu mála sinna og hvort hann fyndi ekki náð fyr- ir augum biskups. Guttormur erkibiskup tók Þorvaldi vel, en gat þó ekki gengið i berhögg við lögin, a. m. k. ekki að fullu og öllu. Varð það að sætt og samkomulagi milli þeirra að Þorvaldur mætti búa um tíu ár með Jóru, en slíta þá samvistum við hana. Þorvaldur gat ekki annað en gengið að þessum skilyrðum, hvort sem honum þótti ljúft eða leitt, en það sagði hann síðar að þá hafi honum liðið verst og unnað konu sinni heitast, er hann varð að skilja Þóttu þær, hvor um sig hinir efnilegustu kvenkostir. Svo er sagt að eitt sinn er þær systur voru við þvotta í Öxará hafi hin eldri Þóra spurt systur sína hve langt þess yrði að bíða að menn kæmu þeirra erinda að leita bónorðs við þær. Þóra hin yngri kvaöst ekki hafa neitt um slikt hugsað, sér líkaði vel í föðurgarði og kvaðst vilja dvelja þar enn um sinn. Ekki taldi systir hennar það einhlítt að dveljast hjá foreldr- um, enda þótt gott væri. Un- aðarsamara og betri væri hjá góðum eiginmanni að búa og spurði hvem hún myndl helzt kjósa sér þeirra manna, sem hún til þekktl HRUNI í i. IJaukdælir voru, næst Odda- verjum, talin göfugasta ætt á íslandi á Sturlungaöld, en þeir voru niðjar Gissurar hvíta og ísleifs biskups. Einn af mestu fyrirmönnum ættar- innar var Gissur Hallsson lög- sögumaður, höfðingi og mikil- menni. Sonur hans var Þor- valdur í Hruna, sem gekk í fótskör föður síns hvað höfð- ingslund snerti, hann var og maöur friðsamur og góðgjarn. Þorvaldur i Hruna átti fyrir konu Jóru Kiængsdóttur bisk- ups í Skálholti, og er sagt að þau hafi unnazt heitt. En lög- um samkvæmt voru þau of skyld til að ganga í hjónaband og var það kært fyrir Guttormi erkibiskupi í Noregi. Taldi Þor- við hana að þessum tíu árum liðnum. Sagt var að Jóra hafi dáið úr harmi litlu síðar. II. Á þessum árum bjó á Þing- ^ völlum maður sá er Guð- mundur hét og grís var nefnd- ur. Hann átti tvær gjafvaxta dætur, sem báðar hétu Þóra. Yngri Þúra var treg til svara. Kvað i fyrsta lagi óvist að hún yndi hag sínum annars staðar betur en I heimahúsum og í öðru lagi myndu órlögin grípa í taumana, þannig að það eitt kæmi fram, sem verða ætti. En ef hún ætti að kjósa einhvem öðrum fremur þá væri það sá maður sem hún myndi aldrei eignast, en það var Þorvaldur í Hruna. Fólk á útreiðum í Hreppum. En örlögin höguðu þvf samt svo að nokkm seinna kom Þor- valdur í bónorðsför til Þing- valla og bað Þóm yngri sér fyrir konu. Þá var Jóra fyrri kona hans látin. HL Sturlungu segir svo: Um * veturinn eftir Vlðinesbar- daga (þ.e. 1209) fæddi Þóra Guðmundsd., kona Þorvalds í Hmna sveinbam. Töluðu menn þá um við Þorvald, að hann skyldi láta heita eftir Kolbeini (þ.e. Tumasyni, sem var mikill vinur Þorvaldar, en féll sunv arið áður f bardaga við Guð- mund biskup Arason f Víði- nesi). Þorvaldur svarar: Eigi mun minn sonur verða jafn vel menntur sem Kolbeinn. En þó hafa það vitrir menn mælt, að menn skyldu eigi kalla sonu sína eftir þeim mönnum, er skjótt verða af heimi kallaðir. Mun ég son minn láta heita Gissur, því að lítt hafa þeir aukvisar verið f Haukdælaætt, er svá hafa heitið hér til. Það er óþarft að taka það fram að sveinn sá, sem fæddist í Hmna árið 1209 var enginn annar en Gissur jarl, voldugasti maður á íslandi um sína daga, og sá er sköpun réði um þátt Islands og ógæfu um margra alda skeið. IV. Cturlunga getur annars atviks frá Hruna, sem varpar skemmtilegri mynd á þá ör- lagarás, sem sfðar átti eftir að koma fram. Það var nokkmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.