Vísir - 26.07.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1966, Blaðsíða 6
o V í S IR . Þriðjudagur 26. júlí 1966. Laugaráskirkja — Framhald at' bls. 16 Jensson, sem trúnaðarmann nefndarinnar. Þessum 17 tillögum, sem bár- ust hefur verið komið upp í hús næði Arkitektafélagsins að Laugavegi 26 og lýsti formaöur dómnefndar, Þór Sandholt, mati hennar við opnun þeirrar sérstæðu sýningar í gær. Kvað hann kirkjubyggingar hafa orð fyrir að vera eitt skemmtileg- asta verkefni, sem arkitektar fengjust við, enda sýndi þessi samkeppni aö svo væri. Störf nefndarinnar sagði hann, hefðu verið allvandasöm. Rökstuddi hann lítillega mat nefndarinnar. Megin kostir 1. verðlaunatillög- unnar væru heiliegt og sterkt form í sannfærandi samstillingu við land og umhverfi, auk þess að innra skipulag væri hentugt og uppbygging yrði einföld. Lax — Framh af bls. 1. gengið 1540 Iaxar í gegnum hann. Bezti veiðidagurinn í sumar var s.l. sunnudag. Þá veiddust 39 laxar á þrjár stangir. Heppn- asti veiðimaðurinn í sumar er Kristján Sigurmundsson. Hann hefux tvívegis fengið 14 laxa f ánni, en hefur auk þess veitt stærsta laxinn, rúmlega 16 punda. Athyglisvert er að Krist- ján hefur fengið mikinn fjölda af sínum löxum á flugu, en Kristján er ekki einsdæmi um það, heldur hafa fengizt yfir 100 laxar á flugu í Elliðaánum í sumar. Bezti veiðistaðurinn í sumar hefur verið fyrir neðan fossinn. Þar hafa fengizt nálægt 100 laxar eða um fjórði hlutinn af allri veiðinni í sumar. Mjög skiptar skoðanir eru á. meðal Iaxveiðimanna, hvaða á- hrif breytingarnar við ósinn hafi haft. Flestir telja að neðsti hylurinn hafi eyðilagzt við breytingarnar, en einnig telja flestir að laxinn eigi nú auð- veldara með að ganga upp í smástreymi og geri það rekar. Verðfall — Framhald af bls. 16 fyrir henni. Það mun ekki að- eins hafa áhrif á söluverð á freðfiski okkar 1 V.-Evrópu og Bandaríkjunum, heldur mun þessi lækkun einnig geta haft áhrif á verð á fiski til A.-Evrópu landanna. Eins og skýrt var frá í blöð- um fyrr í sumar varð töluvert verðfall á fiskimjöli og lýsi á heimsmarkaðinum í vor. Stafaði það af miklum síldveiðum á Noröursjónum og við Perú. Verðið á þessum vörum hefur þó eitthvað þokazt upp á við aftur. Sjónvarp — Framhald af bls. 16 spurði hann, hvort Ríkisútvarpið hefði ákveðið einhverjar gagnráö- stafanir í málinu. „Nei, það hef- ur ekkert verið ákveðið, hvað gera skuli." — Var ekki fundur í útvarps- ráði i gær? — Nei, það var enginn fundur í útvarpsráði í gær, en í dag verður ef til vill fundur í því, en það er aðeins venjulegur fundur. — Getið þér sagt um, hvort mál- ið verði tekiö fyrir þar? — Það getur vel verið aö svo verði. Skýrsla — Framhald af bls. 16 far. Sú síld sem veiddist fékkst aðallega 30 til 17 sjómílur suð- ur af Jan Mayen. Aflinn sem barst á land í vikunni nam 9.191 lestum. Saltað var í 9.606 tunnur og 7.788 lestir fóru í bræðslu. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvölds var 169.741 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 1.738 lestir (11.895 upps. tn.) í frystingu 22 lestir. í bræðslu 167.981 lestir. Á sama tíma í fyrra var heild araflinn sem hér segir: • í salt 75.865 upps. tn. (11.076 Iestir). I frystingu 4.512 uppm. Raftækjavinnustofa Hef í dag opnað Raftækjavinnustofu að Sogavegi 50. Mun ég þar annast viðgerðir á heimilistækjum. Einnig mun ég annast nýlagnir. Viðgerðir og breytingar á eldri raflögnum. HARALD ISAKSEN, Sogavegi 50. - Sími 35176. tn. (487 lestir). í bræðslu 891.- 259 mál (120.320 lestir). Samtals nemur þetta 131,883 1. Helztu löndunarstaðir eru: Reykjavík 17,476, Bolungarvík 3.157, Siglufjörður 1.420, Ólafs- fjörður 2.851, Hjalteyri 411, Krossnes 6.932, Húsavik 2.342, Raufarhöfn 27,498, Vopnafjörð- ur 10,477, Borgarfjörður evstri 591, Seyðisfjörður 40.004, Nes- kaupstaður 26.939, Eskifjörður 13,881, Reyðarfjörður 7.174, Fáskrúðsfjörður 7.010, Breið- dalsvík 879, Djúpavogur 1.762. Evrópa — Framh. af bls. 4 að frambúðar skipulag komist á í Evrópu, verður það að vera á sam- bandsríkjagrundvelli, — þá yrði að setja á stofn Bandaríki Evrópu. Kennan kvaðst ræða þessi rnál meö það í huga, að um þau næð'st friðsamlegt samkomulag, en ef Vi- etnamstyrjöldin leiddi til heims- styrjaldar væri framtíð Evrópu eins ótrygg og nokkurrar annar heims- álfu. Hann kvaðst þó vona og trúa að Vietnamstyrjöldin yrði leidd til lykta með friðsamlegu samkomu- lagi. (Þýtt). a. Hruni — Framh. af bls 9 X. fkg loks eru það örlög Hruna kirkju hinnar fomu, þeirrar sem stóð uppi á Hrunanum. Samkvæmt þjóðsögunni var eitt sinn prestur í Hruna, sem mjög var gefinn fyrir skemmt- anir og • gleðskap. Lagði hann það í venju sina jólanótt hverja að efna til dansferðar mikillar í Hrunakirkju, ásamt tilheyr- andi drykkju og spilamennsku langt fram eftir nóttu áður en hann hóf émbættisgjðfð. Móðir .prests hét Una og var henni þetta athæfi sonar síns mjög á móti skapi. Hafði hún ítrekað orð á því við prest að hann léti af þessu athæfi sínu, en hann sinnti því ekki og hélt uppteknum hætti eftir sem áð- ur. Svo var það eina jólanótt- ina að gleðskapurinn stóð eitt- hvað lengur en venjulega og kom að því að Unu prestsmóður var nóg boðið. Lagði hún leið sína út í kirkju og bað son sinn að hætta dansinum og byrja að messa. Prestur kvaðst vilja dansa einn hring til og kvað nægan tíma vera til guðsþjón- ustunnar. Þá gekk móðir hans út, en á leiðinni fram kirkju- gólfið heyrði hún eftirfarandi visu kveðna: Hátt lætur í Hruna hirðar þangað bruna; Svo skal dansinn duna, að drengir megi það muna. Enn er hún Una, og enn er hún Una. Maður stóð fyrir utan kirkju- dymar þegar Una kom út, var sá ljótur og ófrýnn og þóttist hún vita að þetta væri myrkra- höfðinginn sjálfur. Náði hún sér í hest og reið allt hvað af tók til næsta prests, ef hann gæti með einhverjum ráðum afstýrt yfirvofandi ógæfu. Presturinn varð við tilmælum hennar og fór með henni upp að Hruna, en þegar þangað kom var kirkjan og kirkjugarð- urinn horfinn svo ekki sá urmul eftir. Hafði hvort tveggja sokk- ið í jörð niður og heyrðist enn ýlfur, gaul og vein niðri í jörð- inni. Eftir þetta, segir sagan, var kirkjan flutt niður fyrir Hrunann, þangað sem hún er nú, enda hefur aldrei verið dansað síðan á jólanótt 1 Hrunakirkju. TILKYNNING um framlagningu skattskráa Reykjanesum- dæmis og útsvarsskráa eftirtalinna sveitar- félaga: Keflavíkurkaupstaðar Kópavogskaupstaðar Hafnarfjarðarkaupstaðar Grindavíkurkaupstaðar Miðneshrepps Gerðahrepps Njarðvíkurhrepps Garðahrepps Seltjarnarneshrepps Mosfellshrepps. Skattskrár allra sveitarfélaga og Keflavíkurflugvaílar í Reykjanesumdæmi, ásamt útsvarsskrám ofangreindra sveitarfélaga, liggja frammi frá 26. júlí til 8. ágúst að báð- um dögum meðtöldum. Skrárnar liggja frammi á eftir- greindum stöðum: 1 KÓPAVOGI: Á skattstofu Kópavogsbæjar og hjá umboösmanni á annarri hæð Félagsheimilisins. Skrifstofa umboösmanns verður op- in kl. 1 e. h. til kl. 7 e. h. dagana 26. júit og 27. júlt, en síðan alla virka daga nema laugardaga kl. 4 til ki. 7 e.h. í HAFNARFIRÐI: Á skrifstofu Hafnarfjaröarbæjar og á skattstofunnL I KEFLAVIK: Hjá umboðsmanni á skrifstofu Keflavíkurbæjar. Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI: Hjá umboðsmanni Guðmundi Gunnlaugssyni á skrifstofu flugmálastjómarinnar. í HREPPUM: Hjá umboösmönnum og á skrifstofum fyrrgreindra sveitar- félaga. I skattskrám alls umdæmisins eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignaskattur 3. Námsbókagjald 4. Almannatryggingagjöld 5. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 6. Atvinnuleysistryggingargjald 7. Iðnlánasjóðsgjald 8. Launaskattur (ógreiddur). Sérstök skrá yfir álögð iöngjöld einstaklinga liggur frammi meö skattskránni, en iðngjöld félaga birtast í skattskránni. í skattskrá umdæmisins verða einnig kirkjugjöld og kirkju- garðsgjöld, þar sem sóknamefndir og kirkjugarðsstjómir hafa óskað þess. í þeim sveitarfélögum, er talin em fyrst upp í auglýsingu þessari, eru eftirtalin gjöld til viðbótar áður upptöldum gjöldum: 1. Tekju- og eignaútsvar 2. Aðstöðugjald. Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Bygginga- sjóðs ríkisins. Kærufrestur vegna tekju- og eignaútsvars, útsvars, að- stööugjalds, iðnlánasjóðsgjalds, launaskatts og iðngjalds, er til loka dagsins 8. ágúst 1966. Kærur vegna útsvars skulu sendar viðkomandi framtals- nefnd, en vegna annarra gjalda Skattstofu Reykjanesum- dæmis, Hafnarfirði, eða umboðsmanns í heimasveit. Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa borizt réttum úrskurðaraðila í sfðasta lagi að kvöldi 8. ágúst 1966. Álagningarseðlar, er sýna gjöld og gjaldstofna verða sendir til allra framteljenda. Jafnframt liggja frammi á Skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði skrár um álagðan sölu- skatt í Reykjanesumdæmi áriö 1966. Hafnarfirði, 25. júlí 1966. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.