Vísir - 26.07.1966, Blaðsíða 9
9
V í SI R . Þriðjudagur 26. júli líiötí.
árum eftir fæðingu Gissurar
— nánar tiltekið 1223 — og var
þá brúðkaupsveizla mikil háð í
Hruna. Þar gekk Sturla Sig-
hvatsson að eiga Solveigu Sæ-
mundardóttur og meðal boðs-
gesxa var að sjálfsögðu faðir
brúðgumans, Sighvatur Sturlu-
son, sem var aldavinur Þorvald-
ar f Hruna.
Þorvaldur bóndi vildi sýria
Sighvati böm sín. Leiddi fyrst
fyrir hann börn sín og Jóru
biskupsdóttur og lét Sighvatur
svo ummælt að fá börn mundu
mennilegri á landinu. Þá leiddi
Þorvaldur böm Þóru fram, stóð
Gissur fremstur þeirra og hélt
faðir hans £ hönd honum. „Hér
er nú ástin mín, Sighvatur
bóndi", sagði Þorvaldur, „og
þætti mér alimiklu varða, að
þér litist giftusamlega á þennan
rnann".
Sighvatur varð fár við og
horfði langa stund á sveininn.
En Gissur var höfðingjadjarfur
þótt ungur væri og horfði óhik-
að og hvasst í augu Sighvats.
Þá mælti Sighvatur, og held-
ur stutt: „Ekki er mér um ygli-
brún þá“. Og sennilega mun
hafa læðzt að Dalahöfðingjan-
biskups að hann skyidi feia
kaþólskum manni jafn mikil-
væg og ábyrgðarmikil störf og
hafði Jón prestur þó gengið í
berhögg, ásamt fimm prestum
Skálholtsbiskupsdæmis öðrum,
með því að neita að samþykkja
kirkjuskipunina nýju. En Jón
Héðinsson virðist hafa verið
miklum hæfileikum búinn,
djarfur til athafna og ákveðinn
í skoðunum.
Þegar Diðrik frá Mynden
kom í Skálholt 1540, og veittist
þar með offorsi og yfirgangi að
Ögmundi biskupi sem þá var
blindur og gamlaður orðinn, var
Jón Héðinsson þar ráðsmaður.
Honum þótti nóg um aðfarir
hins útlenda ofstopamanns og
er sagt að hann hafi gengið á
hljóðskraf við Ögmund biskup,
og það eina sem menn heyrðu
var það að biskup sagði í lok
samtalsins „Ráða muntu verk-
um þínum séra Jón Héðinsson".
En Jón safnaði, sem kunnugt
er, liði og lét drepa Diðrik og
sveina hans alla. Þótti það
þurftarverk.
VI.
TL’inn þáttur þessara mann-
víga árið 1540 fór fram í
Séð af þjóðveginum upp í Hrunamannahrepp.
HRUNAMANNAHREPP
um einhver óljós uggur af unga
piitinum frá Hruna.
Frá því er ennfremur sagt í
Sturlungu að er brúðkaupinu í
Hruna lauk, hafi Þorvaldur
bóndi riðið á leið með Sighvati
vini sínum. Áður en þeir skildu
stigu þeir af baki og ræddu
raargt um vináttu sína.
„Þess vildi ég biðja þig,
Þorvaldur", sagði Dalakempan,
„að við gætum svo til með
sonum okkar, að þeir haldi vel
vináttu með frændsemi"
Þorvaldur leit niður fyrir sig
— og heldur áhyggjusamlega.
Hann svaraði: „Gætt mun,
meðan við lifum báðir“.
Þetta virðist hafa reynzt orð
að sönnu, því Þorvaldur bóndi
var dáinn þá er Apavatnsför
varð, en þar skarst að fullu i
odda meðal Haukdæla og
Sturlunga og eftir það var ekki
nema um líf og dauða, upphefð
eða tortímingu þessara voldug-
ustu ætta íslands að ræða.
V.
thi íslandssagan heldur áfram
í Hruna. Þar var prestur
um siðaskiptin Jón Héðinsson,
rauðkollur kallaður. Hann neit-
aði að láta af kaþólskum sið og
lét fyrir bragðið af prestskap
í Hruna árið 1542. Jón rauð-
kollur gegndi um fjölda ára
ráðsmannsstörfum í Skálholti,
og var þar officialis, ekki að-
eins í tíð Ögmundar Pálssonar
síðasta kaþólska biskupsins á
Skálholtsstól, heldur einnig i
tið Gissurar Einarssonar fyrsta
Iútherska biskupsins á staðnum.
Þótti það bera vitni um frjáls-
lyndi og hyggindi Gissurar
Hruna. Þannig var mál með
vexti að snemma í ágústmán-
uði þetta ár gerði Diðrik fógeti
ferð sína frá Bessastöðum við
tíunda mann og ætlaði sér að
taka klaustrin í Þykkvabæ og
Kirkjubæ og reka klausturbúa
úr þeim eins og hann hafði gert
við Viðeyjarklaustur áður. En
þegar hann kom austur aö
Ölfusá datt honum skyndilega
í hug að leggja lykkju á leið
sína og fara upp í Skálholt til
að hrella Ögmund biskup. Fór
hann þangaC við áttunda mann,
en tvo manna sinna sendi hann
austur að Odda og bað þá að
bíða sín þar. Hét annar Pétur
Spons og var óþakkasælastur
allra fylginauta Diðriks, en
hinn hét Hans Fitt.
En strax og Diðrik og menn
hans höfðu verið vegnir í Skál-
holti var sendiboði látinn fara
austur í Odda og segja mönnum
Diðriks að hann væri hættur
við að fara austur um sveitir,
þess í stað hefði hann ákveðið
að ríða norður í land um Kjal-
veg, og skildu þeir hitta hann í
Hruna.
Þegar þeir félagar, Pétur
Spons og Hans Fitt fengu þessi
skilaboð, þótti þeim þau næsta
ótrúleg, en þorðu þó ekki annað
en hlýða, og riðu ásamt sendi-
boðanum á ákvörðunarstað.
Slógu þeir upp tjaldi norðarlega
á Hrunatúni og báðu um mat
og drvkk, því þeir kváðust bæði
vera svangir og þyrstir orðnir
eftir langa ferð. Ráðsmaður
séra Jóns Héðinssonar, sem
Stefán hét var heima og kvað
þá bráðum skyldi fá mat og
drykk sem þá lysti.
En á meðan þeir félagar biðu
eftir máltíðinni lagði Pétur
Spons sig til svefns í tjaldinu,
en Hans ákvað að vaka. Ekki
leið löng stund unz Hans heyrði
hark mikið og er hann leit
heim til Hrunans sá hann tólf
menn koma þaðan alvopnaða og
stefna á tjaldið. Vakti hann þá
Pétur og kvaðst hyggja að í
óefni myndi komið fvrir þeim,
Pétur brá við fljótt, spratt á
fætur, greip til vopna og hrað-
aði sér út úr tjaldinu.
í Biskupaannálum Jóns Eg-
ilssonar segir frá þessum at-
burði sem hér segir: Sá maður
kom pá fyrst að Pétri, er Guð-
mundur hét, hann var manna
kaskastur og illfengur. Hann
vann ekki á hluta Péturs og var
hann þó tygjaður. Þá kom að
sá maður er Jón hét og var
kallaður Önnuson, hann tók
upp öxi þeirra og kastaði rétt
í höfuðið á Pétri um leið og
hann sagði að þetta væri kveðja
frá Diðrik.
En sem Pétur fékk áverkann
tók hann til hlaups og ætlaði
heim á kirkju en Stefán ráðs-
maður sá til ferða hans, hljóp
í veg fyrir hann og tafði för
hans unz hinir komu hlaupandi
á eftir og drápu Pétur rétt við
sáluhliðið.
Það er af félaga Péturs,
Hans Fitt að segja, að hann
lagði á flótta vestur í flóðin hjá
Hruna og maður á eftir honum
sem Sigurður Bernarðsson hét.
Sigurður dró Hans fljótlega uppi
og lagði hann i gegn með spjóti
sínu. Voru þeir dysjaðir þar
sem Litluhólar heita.
Sagnir hermdu að flestir
þeirra sem stóðu að vígunum í
Hruna hafi dáið með sviplegum
hætti og kenndi þjóðtrúin því
um að þeim hafi ómannúðlega
farizt.
VII.
JPyrsti lútherski presturinn í
Hruna, og sá sem tók við
af séra Jóni Héðinssyni Skál-
holtsráðsmanni hét Björn Ólafs-
son. Hann var ekki mörg ár
prestur í Hruna og dauða hans
bar að með vélegum hætti.
Hann var einhvers staðar ríð-
andi á ferð, en féll af hestbaki
og í fallinu varð tungan milli
tannanna, svo þar óx ber eða
þrimill. Þessi þrimill óx stöðugt
og varð að æxli og lyktaði með
því að bæði tunga og tunguræt-
ur gróf úr presti. Lifði hann við
hin mestu harmkvæli i heilt ár,
en lézt í föstubyrjun 1568. Þá
var hann svo horaður orðinn
að sjá mátti liði og sinar á öll-
um hans líkama „og líka til
hryggjarliðanna, þeirra sem
voru innan á hryggnum, hefði
mátt sjá utan á kviðnum".
VIII.
|7nn kemur Hruni við fslands-
söguna á 17. öld, og þá
með nokkrum öðrum hætti en
áður. Á árabilinu 1625—1663
er þar prestur að nafni Halldór
Daðason, sem virðist hafa verið
mektarprestur, því hann er
um tvo áratugi skipaður prófast
ur í Árnesþingi. Á miðjum bú-
skaparárum sínum i Hruna
fæddist honum sonur, sem var
vatni ausinn og skírður Daði.
Daði Halldórsson vígðist 28.
júlí 1661 aðstoðarprestur föður
ÞORSTBÍNN JÓSEPSSON:
SVIPMYNDIR
síns að Hruna, en 15. febrúar
veturinn eftir ól Ragnheiður
Brynjólfsdóttir í Skálholti
honum son, sem olli megin-
hneyksli þar sem biskupsdótt-
irin hafði nokkru áður svarið
fyrir samneyti við Daða. Daði
missti við þetta prestskap og
varð séra Halldór faðir hans að
gjalda stórfé í rétt og ráðspjöll.
Ástalíf þeirra Daða í Hruna
og Ragnheiðar biskupsdóttur
hefur orðið íslenzkum skáldum
og rithöfundum að yrkisefni og
þarf ekki annað en geta skáld-
sagna Guðmundar Kambans
„Skálholt" og skáldsögu Torf-
hildar Hólm „Brynjólfur Sveins-
son“.
IX.
irið 1686 vígöist útlendur
maður til prests að Hruna.
Hét sá Franz Ibsson, tók hann
að fullu við Hrunaprestakalli
árið 1689 og hélt til dauðadags.
Enda þótt séra Franz væri
útlendur að uppruna og talaði
jafnan bjagaða íslenzku, var
hann um margt mikilhæfur
maður og vel látinn. Sagt er að
hann hafi lagt sérstaka stund
á tölvfsi og reikningslist og
skrifað um þau efni bók, sem
nú er þó ekki lengur kunn.
Hann gerði itrekaðar tilraunir
með komrækt í Hruna, sem
mjög var fátítt hérlendis á
þeim árum. Ekki munu þessar
komræktartilraunir prestsins
hafa borið þann árangur sem
hann óskaði, þvi hann gafst að
lokum upp við þær.
1 gömlum vísum er eftir-
farandi vísa um séra Franz i
Hruna:
Séra Franz íbsson
einna fróðastur
þá brúðimar sá hann
með silfrið ganga,
hann krafðist hökuls
og komst svo að orði:
„látum vér sjá
að séum vér prestar".
Framh. á bls. 6.