Vísir


Vísir - 09.08.1966, Qupperneq 2

Vísir - 09.08.1966, Qupperneq 2
2 VÍS'IR . Þnojudagur 9. ágúst 196tt, GUNNAR FELIXSON SOKKTI ÞRÓTTIMEÐ FJÓRUM MÖRKUM XR átti auðvelt með Þrótt og vann 5:1 — Þróttur í alvarlegri hættu í 1. deild Reykjavíkurmeistarar Þróttar horfa með ugg fram á veginn. Enn eitt tapið í gærkvöldi, — og það sem verra var, leikur þeirra var ömurlega lélegur, baráttan í liðinu ekki einu sinni í meðallagi. íslandsmeistarar KR, sem áttu heldur slakan leik, voru þó mun betri og verðskulduðu að sigra 5:1. KR er þar með að þokast úr fallhættunni, sem hefur til þessa verið yfirvofandi, en Þróttur er langsíðastur í deildinni og þarf sannarlega að sækja sig, eigi honum að takast að halda sér uppi. Minnimáttarkenndin í leik liðsins skín í gegn svo að barátta af þeirra hálfu kafnar í fæðingunni. Þannig hefur Gunnar Felixson, miðherji KR í gærkvöldi, vart getað hugsað sér „huggulegri" vörn en Þróttarvörnina.. Leik- mennimir sögðu að visu ekki: „Gjörðu svo vel, markið er í þessa átt“, en leikur þeirra og baráttu- og viljaleysið benti til að sú væri meiningin. Þannig var þessi hættu- lggi lelkmaður, sem nú lék sinn annan leik meg KR-iiðinu í 1. deild í sumar, aldrei tekinn úr umferð eða nokkur tilraun gerð til þess, jafnvel eftir að hann hafði skorað 4 mörk fyrir lið sitt. Og hvað eftir annað ógnaði Gunnar og sama má segja um Eyleif, sem fékk sín beztu tækifæri í sumar til að sýna góðan leik og enda þótt honum tækist aldrei að skora úr fjölda tækifæra var hann einn af hættu- legu leikmönnunum f liðinu. ÞRÓTTUR átti fyrsta oröið í þessum leik. Það var efnilegur ný- liði á vinstri kanti, Lárus Hjalte- sted, sem skoraði laglegt mark á 5. mínútu leiksins og var ekki laust við að KR-ingum í hópi vall- argesta yrði bilt við. Markið kom upp úr skoti Kjartans Kjartansson- ar, en boltinn hrökk aftur til Lár- usar sem afgreiddi í netið með góðu skoti af fremur stuttú færi. Tíu mfnútum síðar hefst Gunn- arssaga þessa leiks: 0 Gunnar komst upp vinstra megin og átti fast og gott skot, en Guttormur var of seinn. í fyrsta lagi að loka markinu, því skotið var nokkuð mikið á ská við markið og í öðru lagi að kasta sér niður (sem var óþarfi) og rann boltinn undir hann f netið. 0 Á 31. mín. var Gunnar með tvo Þróttara á móti sér rétt fyrir utan vítateiginn, — og auðvitað var það hann, sem kom í gegn með boitann og skoraði örugglega í bláhorn marksins 2:1 fyrir KR. . • Á 40. mín. kemst Gunnar upp að endamörkum nálægt marki, — sakleysisleg skotstaða að sjá, en skot hans lenti milli Guttorms, sem enn einu sinni gat ekki lokað markinu, og í netið. • Ekki voru nema 2 mínút- ur liðnar af seinni hálfleik og enn kemst Gunnar Felixson einn upp með boltann og skorar örugglega. • Síðasta markið kom á 20. mín. seinni hálfleiks og enn var Guttormur seinn og daufur f Frá leik KR og Þróttar í gærkvöldi. Eyleifur komst eínn inn fyrir og Guttormur i Þróttarmarkinu er einn fyrir til varnar, en skot Eyleifs fór framhjá. Reykjav'ikurmót i golfi: ALLIR ÞEIR BEITU MEÐ Meistaramót Reykjavíkur í golfi verður í ár f fyrsta sinn leikið sem höggleikur (72 hol- ur), en fram til þessa hefur það farið fram sem holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Verður þátttakendum nú skipt í 3 flokka eftir forgjöf, en síðan raðað saman innan flokkanna eftir hvern keppnisdag eftir ár- angri hvers og eins. Hefst mótið á velli Goif- klúbbs Reykjavikur við Grafar- holt í kvöld, þriðjudag, kl. 18.00 stundvíslega. En dregið verður út í riðla kl. 17.30. Verða f kvöld leiknar 12 holur og sfðan 12 holur á morgun (miðviku- dag) og 24 holur á laugardag og sunnudag (hvom dag). Völlur G.R. er nú i mjög góðu ástandi, og hefur náð sér furðanlega eftir hin óvenjulegu vorharðindi. Er því vænzt mik- illar þátttöku í þessari keppni, sem er stærsta golfkeppnin í borginni á árinu. markinu. Jón Sigurðsson, sá leikni og skemmtilegi leikmaður skaut innan vítateigs og enda þótt hér væri ekki tiltakanlega gott skot missti Guttormur bolt- ann inn fyrir, 5:1. Sfðar í leiknum komu nokkur tækifæri og átti KR þau öll og. þar á meðal var stangarskot frá Þórði Jónssyni. KR-liðið lék engan giansleik enda þótt það sigraði með svo miklum yfirburðum. Sannleikurinn var sá að mótstaðan var náfcvæm- lega engin. KR hafði yfirburði á öllum vígstöðvum. KR-vömin átti auðvelt með að hrinda sóknum Þróttara, sem vom bæðí allt of seinar og máttlausar, KR réð öllu á miðju vallarins og framlínumenn léku oftast lausum hala, ekki sízt sterkustu menn framlínunnar, Ey- leifur og Gunnar. Þannig gat þessi leikur vart farig nema á einn veg. Þróttarar léku yfirleitt illa og eini ljósi punkturinn fannst mér nýliðinn Lárus Hjaltested, greini- legt efni f góðan leikmann, en sennilega ekki í sem beztri þjálfun enn sem komið er. Tap„mórallinn“ virðist vera of innprentaður í leik- menn og er það slæmt. Leikur er aldrei tapaður fyrirfram. Það er baráttugleðin sem gildir í knatt- spymunni og meðan hún er ekki til f íiði má það búast við að dvelja í 2. deild annað hvert ár eða svo eins og hlutskipti Þróttar hefur verið undanfarin ár. Dómari og línuverðir voru að þessu sinni frá Akranesi. Það er gaman að sjá dómara koma utan af landi, en til þessa hefur þvi miður verið of iítið af slíku. Guð- jón Finnbogason dæmdi leikinn prýðilega og vonandi verður á- framhald á að utanbæjardómarar dæmi hér í Reykjavík f 1. deild- inni. Áhorfendur voru talsvert marg- ir, enda var veður eins gott og það getur verið, sumarkvöld með sindrandi sól og hita, — en knatt- spyman langt að baki veðrinu. — Jbp — Staðan * 1. DEILD Valur Keflavík Akureyri Akranes KR X Þróttur 6 0 1 2 18:11 11 2 2 14:9 8 2 11:14 7 2 8:7 6 2 12:9 6 4 6:19 2 Stutt... • Ríkharður Jónsson var flútt- ur á slysavarðstofuna frá leiknum í fyrrakvöld, og kom sjúkrabíll á fullum sírenum að vellinum til að flytja hann. Meiðsli Rfkharðs vom þau að hann fór úr olnbogalið í leiknum, þegar hann datt. 0 Skotar em heldur en ekki kátir eftir þessa helgi, Ellefu „á- skorenda" leikir fóru fram um helgina við ensk félög og unnu Skotar 8 leikjanna. Stærstur varð sigurinn hjá Celtic yfir Manchester United, sem hefur á að skipa heimsmeistarastjömum eins og Nobby Stiles og Bobby Charlton og að auki Skotanum Denis Law. Úrslit leiksins vora 4:1 fyrir Celtic. England vann 1 leik og 2 urðu jafntefli.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.