Vísir - 09.08.1966, Qupperneq 8
V
Utgefandi: BlaOaútgátan VTSIR
Ritstjórl: Gunnar G. Schram
Aðstoðarrltstjðri: Axel rhorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Auglýsingastj.. Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Töngötu 7
Ritstjórn: Laugaveg; 178 Simi 11660 (5 llnun
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Meirihluti oð baki
§ú krafa hefur hvað eftir annað verið sett fram í
málgögnum stjórnarandstæðinga að undanförnu að
kosningar verði látnar fara fram í haust, tæpu ári
fyrr en efni standa til samkvæmt stjórnarskránni.
Ekki er að undra þótt menn furði sig á þessari kröfu,
vegna þess að allan rökstuðning hennar skortir. For-
senda nýrra kosninga er vitanlega sú að núverandi
ríkisstjórn hafi mistekizt að leysa verkefni sín, eins
og vinstri stjórninni 1958, og í öðru lagi að stjórnar-
andstaðan hefði sett fram ítarlega, nýja stefnuskrá
í þjóðmálum. Hvorugt þetta hefur gerzt. Stjórnarand-
staðan stendur uppi þögul og hnípin og enginn minn-
ist þess að hún hafi lagt fram heildarstefnuskrá, sem
þó er talin skylda hennar í öllum lýðræðisríkjum.
Og því verður ekki á móti mælt að starf og stefna
ríkisstjómarinnar hefur valdið því að aldrei hefur
ríkt meiri hagsæld í landinu en einmitt nú og aldrei
átt sér stað hraðari atvinnuuppbygging til sjávar og
sveita.
JTjarri fer því einnig að úrslit sveitarstjórnarkosning-
anna gefi tilefni til hinnar fáránlegu kröfu um nýjar
kosningar. Stjórnarflokkarnir töpuðu aðeins 2 bæjar-
fulltrúum af 62 í kosningunum og aðeins 2% í at-
kvæðamagni. Hafa þeir nú að baki sér 58,6% át-
kvæðamagnsins í kaupstöðum landsins eða mun meir
en helming atkvæða. Væri það því fjarstætt, og gagn-
stætt lögum og stjómarskrá, að láta fara fram nýjar
kosningar þegar núverandi stjómarflokkar hafa
sannanlega slíkan meirihluta við að styðjast. Þessar
staðreyndir sýna hve fráleit hugarfóstur framsókn-
armanna óg kommúnista eru orðin á þessum sumar-
dögum, og á hvert stig þjóðmálabarátta þeirra er
komin.
Afmæli flugsins
x sunnudaginn voru liðin 30 ár frá því að íslenzk
stjórnarvöld hófu afskipti af flugmálum. Þá áttum
við íslendingar enga flugvél og enginn flugvöllur var
til í landinu. Þennan dag var flugmálaráðunautur
ríkisins skipaður, ungur flugmaður, Agnar Köfoed-
Hansen, sem síðar varð fyrsti flugmálastjóri lands-
ins. Hann, og við aðrir íslendingar, getum með gleði
og stolti litið yfir þróunarsögu þessara þrjátíu ára.
Reyndar væri nær að nefna hana byltingarsögu, svo
hraðstígar hafa framfarirnar verið. Er vissulega ekki
orðum aukið þótt sagt sé að nú séu íslendingar mikil
loftsiglingaþjóð og hagnýti sér kosti flugsins innan-
lands bétur en flestar aðrar þjóðir. „Enginn einn mað-
ur hefur unnið jafn mikið fyrir íslenzk flugmál og
Agnar Kofoed-Hansen,“ sagði Ingólfur Jónsson flug
málaráðherra á sunnudaginn. Það er sannmæli, en
beztu afmælisóskirnar myndi flugmálastjóri ugglaust
telja enn aukinn stuðning við flugið og enn hrað-
stígari framfarir á þeim heillandi vettvangi.
VÍSIR . Þriðjudagur 9. ágúst ls»~..
Víðidalsfjall biasir við frá Þingeyrum. Þangað voru sakamenn færðir til aftöku og hengdir í gili
því, sem Gálgagii heitir.
ÞINGEYRAR
Við skulum að þessu sinni
skreppa norður heiðar og fara
þjóðveginn austur Húnavatns
sýslur, hvort sem förinni er heit
ið lengra eða skemur. Þegar
komlð er í Vatnsdalshóia nem-
ur vegfarandlnn ósjálfrátt stað
ar við skilti norðan vegarins og
göngustiga yfir margþætt girö
ingu. Á skiltinu stendur Þrístap
ar, en að öðru leyti verður hann
engu nær hvað Þrístapar tákna
ef hann veit ekki sögu þeirra
áður. Þar voru síðustu mann-
eskjur teknar af lífi, samkvæmt
íslenzkri réttarlöggjöf, árið
1830.
ræöa þetta líflát í Vatnsdals
hólum að sinni, heldur hitt aö
staldra þarna aöeins við, beina
augunum til Þrístapa og lands-
ins sem þar er á bak við. Þetta
land er að mestu flatt og án
sérkenna. Þó veitir vegfarand-
inn athygli dökkri þúst sem rís
eins og klettur upp frá grasi
gróinni flatneskjunni noröur
undir hafsbrún. Sá sem kunnug
ur er veit að þetta er Þingeyra-
kirkja, ein af sérkennilegustu
og fegurstu kirkjum í sveit á
Islandi og að landið umhverfis
hana er höfuðbólið Þingeyrar -
einn af sögustöðum íslenzkrar
byggðar og höfðingjasetur um
aldir. Fyrir þann, sem nógan
tíma hefur, svarar krókurinn
norður áð Þingeyrum kostnaði,
enda þótt þangaö sé um 7 km.
vegalengd frá þjóðveginum. Víð
sýni er þaðan furöumikið og
Þingeyrakirkja í fyllsta máta
skoðunarverð.
L
Eins og nafnið bendir til hef
ur þingstaður veriö til foma á
Þingeyrum, en frá Þingeyra-
þingi er lítilla viðburða getið.
Þó er þess getið að í byrjun 12.
aldar, þá er Jón biskup Ög-
mundsson hafði skamma stund
setið á Hólum reið hann eitt
sinn til vorþings að Þingeyrum
Þetta vor hafði verið óvenju-
hart svo að gróöuriaust var um
vorþing. Kom biskup málum
sínum svo við þingheim að
hann skyldi heita á Þingeyri ef
árferði batnaði og reisa þar
Fyrri hluti
kirkju og bæ og allir leggja
nokkuð til. Skipti þá samtímis
um til hins betra og markaði
Jón biskup sjálfur grundvöll
undir kirkjuna. Er líklegt talið
að þessi atburður hafi gerzt ár
ið 1106, eða þá næstu ár á eftir.
Þegar kirkjan hafði risið af
grunni vígði Jón biskup hana
og litlu síðar er þar stofnað
munkaklaustur með Benedikts-
reglu. Vitað er að fullkominn
klausturlifnaður hefst þar árið
1133, eða fyrr en í nokkm öðru
klaustri á íslandi og hélzt þar
óslitið á 5. öld, eða til þess tíma
er siðaskipti voru á Islandi.
Þingeyraklaustur var talið eitt
auðugasta og helzta klaustur á
landinu. Ábótar hafa verið tald
ir þar 24 svo vitað sé um, og
þegar klaustrið var lagt undir
konung um miðja 16. öld fylgdi
því hálfur sjöundi tugur jarða.
n.
Þingeýrákláustur varð
Það er ekki meiningin að
Foss í Gljúfurá í Húnaþingi. Hún skilur að Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslu.
!