Vísir - 09.08.1966, Side 11

Vísir - 09.08.1966, Side 11
 Paul Anka heldur enn[oá velli — þéff Difflno hðyrist ek2d l@ngi§r ■ SíÐAN Þeir sem fylgdust með „vin sældal:stanum“ fyrir átta árum muna efalaust eftir laginu: DIANA. Þetta lag var Ieikið í hverjum óskalagaþætti Utvarps- ins og reyndar miklu oftar og það var raulað á hverju götu- homi. En muna allir hver söng lag- ið? Það var 16 ára piltur Paul Anka og lagið varð til þannig að Paul varð ástfanginn af stúlku, Diana að nafni, gerði hann um hana lag og ljóð og öðlaöist á því heimsfrægð. Plat an seldist í 8 milljón eintökum — en stúlkuna fékk ifaul Anka ekki. Hann sneri sér því eingöngu að tónlistinni og þótt ekki hafi heyrzt mikið til hans hér norður frá upp á síðkastið þá hefur hann haft nóg að gera við að syngja inn á plötur, leika i kvik- myndum og koma fram í sjón- varpi. Hann hefur samið söng leiki og tónlist fyrir kvikmyndir og mun tónlist hans í kvikmynd inni „Lengstur dagur“ hvað þekktust. Nú er Paul Anka 24 ára gam all, hefur 18 manna hljómsveit . á sínum snærum og þessa dag ana er hann væntanlegur til Kaupmannahafnar með hljóm- sveit sína til að skemmta tvo daga í Tívolí og hver veit nema einhverjir hinna fjölmörgu ís- lendinga sem nú eru í Kaup- mannahöfn fái tækifæri til að hlusta á Paul. Paul Anka. SunmkyfiB vor stutt liven fær „aðeins## 250 þésnnd fyrir hverja kvikmynd — því að David dollara Suður í Frakklandi sóla sig um þessar mundlr bandaríski kvikmyndaleikarinn David Niv- en, hin sænska kona hans Hjör dís og dætur þeirra tvær, Krist in 5 ára og Fiona 2 ára. Segja þeir sem séð hafa til. þeirra að þama sé hin sanna „hamingjusama fjölskylda“ og Niven kvað vera óþreytandi að finna upp á nýjum leikjum til að skemmta dætrum sínum og frúnni, því aö hún tekur þátt í þeim öllum. Eldri dóttirin er nýbúin að læra sund og syndir nú af miklum móö úti fyrir hús inu, en á milli hleypur hún um í feluleik því aö feluleikur er uppáhaldsleikurinn. Eftir nokkra daga verður Niv en þó að halda til London þar sem hann er að leika í kvik- myndinni „Casino Royal“, en í þeirri mynd leikur meöal ann ars Peter Sellers — sem einnig á sænska frú. David Niven segir: „Ég verð að vinna mikið því að ég fæ ekki nema 250 þúsund dollara fyrir hverja kvikmynd.“ Einhverjum mundu þó finnast það ærið nóg árslaun. Fjölskyldan sólar sig: Kristín, Fiona, Hjördís og Davld. Kári skrifar: Gönuhlaup. Hjördis lagfærir sundhettu Kristínar, áður en hún syndir fyrir pabba sinn. Sjónvarpsvirkjar X Höfum fyrirliggjandi sjónvarpskapal, 2 gerö- ir, 60 OHM. Heildverzlun G. Marteinsson h.f. Éankastræti 10. Sími 15896. Þessar línur sendi „sjómaö- ur“ Kára og birtast þær óbreytt ar: Flan er sjaldan til fagnaðar, segir gamalt máltæki. Flesta unga menn dreymir einhvem tíma um ævintýni og ala um leið í brjósti þrá um einhverja frægð í því sambandi. Hafa menn vfsast á öllum tímum hlaupið sín gönuhlaup til þess að fullnægja þessari þrá, kom izt stundum í háska af þeim sök um, svo að mikla fyrirhöfn hef ur kostað að bjarga þeim, orðið loks af því frægir — af endem- um, eða hvað? Sitt sýnist hverj- um. Fullorðið fólk fyllist oft blindri hrifningu á slíkum upp átækjum rétt eins og unglingar á gelgjuskeiði, þegar einhver hégómi er annars vegar. kalla gönuhlauparana „fullhuga" og finnst hin mesta frægð að því, að þora að stofna sjálfum sér í pínulítinn voöa, til þess að all ir geti séð hvað þeir eru seigir. Eitt dagblaðanna birti nýlega fyrirferöarmikla frásögn á út- síðu af ungum piltum, er ætluðu sér að fara hringinn í kringum landið á opnu bátkríli með utan borðsmótor. Blaðiö lætur þar ekki staðar numið heldur birtir hverja fréttina á fætur annarri af feröum þeirra og lýsir af kostgæfni, hvar þeir stíga á land og frásögnin er blandin nokkurri hrifningu, þegar vélin bilar og piltamir koma henni I gang aftur og halda til lands í vondu veðri. Er nokkur. furða þó að sjó menn hlægi að þessum angur gapahætti. Mörg trillan hefur farið fram og til baka meðfram ströndum landsins án þess að það þætti i frásögur færandi. Þær ferðir voru þó farnar til fjár, að draga fisk á færi. En þegar einhver ævlntýra- þyr'st ungmenni leggja upp í hringferð um landið, til þess eins, að þvi er virðist, „að af- sanna að slíkt sé brjálæði“ og algjörlega undir átt, þá er skrumað um það eins og eltt hvert undur veraldar, — nema hér sé um einhverja auglýsinga brellu að ræða. Það er sjálfsagt að leyfa mönnum að fara sinna ferða og flana að þvi sem þeir vilja, en er nokkur ástæða til þess að básúna það út þó að einhvef vaði eitthvert gönuhlaup í þeirri vissu að hann sé að ai: sanna eitthvert Drjálæði? Þó að þessir plltar komist klakklaust i kringum landið, sem þeir vonandi gera, þá er ekki vist að þeir sem kurtna að herma eftir þeim geri það. Sjómaður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.