Vísir - 09.08.1966, Page 16
• xj i^iia&zasaa
-
«2x$Síttí£vi'.v;
Frá setningu þingsins. Gunnar Guðbjartsson í ræðustól.
Þing Sféttesrsambands bænda:
m aðalumræSuehið
— Deilt um st'örf héraðsnefnda. Samþykkt
að takmarka ræðutima forsvarsmanns þeirra
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda var settur í gærmorgun í
Bændahöllinni í Reykjavik. Fundar
stjóri var kjörinn Bjarni Halldórs-
son frá Uppsölum en fundarritarar
þeir Guðmundur Ingi KristjánSson
og Einar Halldórsson. Meðal gesta
á fundinum voru Ingólfur Jónsson,
landbúnaðarráðherra og Þorsteinn
Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu,
formaður Búnaöarfélags fslands,
og fjiittu báðir gestimir ávarp á
fundinum.
í upphafi fundarins flutti Gunn-
ar Guðbjartsson, formaður Stéttar
sambands bænda erindi um gahg
mála frá því að síðasti aðalfundur
var haldinn. Ræddi hann í upphafi
bráðabirgðalögin, sem ríkisstjórnin
hefði sett út af sex manna nefnd-
inni og verðlagsákvörðuninni á
landbúnaðarvörum og skýrði frá
gangi mála varðandi undirbúning
að setningu nýrra iaga um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins sem sam
þykkt voru á Alþingi sl. vetur.
Þá sagði Gunnar að eftir gerð
söluáætlunar landbúnaðarvara á
þessu ári hafi komið í ljós, að 70—
80 millj. króna myndi vanta á, að
nást myndi verðlagsgrundvallar-
verö, og auk þess myndu halda á-
fram að hlaðast upp smjörbirgðir.
Orsakir þessara atriða, sem að
framan er getiö, sagði Gunnar að
væru aðallega tvær; Stórhækkað-
ur framleiðslukostnaður iandbúnað
arafurða innanlands, og aukning
innvegunar í mjólkurbúin, en aukn
ing þessi hefði verið meiri en aukn
ing mjólkurneyziunnar. Þá ræddi
Gunnar nokkuð störf héraðsnefnd-
anna og lagði áherzlu á, að bænd
ur yrðu aö halda kjarabaráttu sinni
innan rétts vettvangs og hana yrði
að reka á félagslegum grundvelli.
Sagði hann, að nauðsyn bæri til
að endurskoða félagslögin með til
liti til reynslu, sem fengizt hefði í
starfi.
Þorsteinn Sigurðsson, formaður
Búnaðarfélags íslands flutti ávarp
á fundinum, og ræddi nokkuð um
hina stöðugu kröfupólitík, sem
rekin væri hér á landi. Sagði hann
að spyma þyrfti við fótum gegn
þessari stöðugu kröfugerð. Sagði
Þorsteinn m.a. að ekki væri fært
fyrir bændasamtökin að fara út í
sölustöðvun á landbúnaðarvörum
Framh. á bls. 6.
Fyrir nokkru áftu Akraneskaup-
staður og norski útgerðarmaðurinn
Bjarne Benediktsen viðræður um
sölu togarans Akureyjar. Komust
samningar á lokastig, og var skýrt
frá því I blöðunum, að togarinn
yrði seldur til Noregs. Lagöi út-
Vísir átti í morgun tal við
Magnús H. Magnússon, bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum og
spurðist fyrir um framkvæmdir
við hið mikla mannvirki, sem
Eyjamenn vinna nú að, en það
er vatnsleiðslan úr landi og:iít
í Eyjar. Áætlað er í sumar eða
á þessu ári að Ijúka fram-
kvæmdum landmegin, en ekkl
er áætlað að hefja framkvæmd-
ir í sjálfum Eyjunum fyrr en. fi
næst ári, og verður þá tekið ía
við að endurbæta og auka intt-
anbæjarvatnskerfið £ Vest-
mannaeyjum reistir verða tveir
vatnsgeymsiutankar og dæítr-
stöðvar. Jafnframt verður mm-
ið á næsta ári við að leggja
sjálfa leiðsluna á sjávarbotnm-
um úr landi og út í Eyjar.
Framkvæmdir landmegm hóf
ust fyrir nokkru, en gengœtfrek-
ar treglega í fyrstu, en siðar
komst skriður á framkvannd-
imar. Unnið er við grðft"sknrða
fyrir leiðsluna og vinna menn
þar á gröfum og er grafið«(Tlan
sólarhringinn. Þá ern og þarna
að störfum nokkrir verkaroenn
og mun þeim bráðlega fara
fjölgandi. Sandfok hefur nokk-
uð tafið framkvæmdimar, en
mestu vandræðin til þessa hafa
skapazt vegna rigningatíðar-
innar, sem gekk ýfir, en þá
fylltust aliir skurðir af vatni,
Framh. á bls. 5.
gerðarmaðurinn í töluverðan kostn
að við skipið, t.d. lét hann mála
það. Nú hefur hann skynditega
hætt við kaupin án nokkurra -skýr-
inga og farið heim aftur tómhent-
ur til Noregs, en bæjaryfirvöld á
Akranesi sitja eftir mjög rmdrandi.
Akurey gekk ekki út
icnsk eplaheríerð
hingað í haust
Drukkmn og réttindalaus
ökumaSur olli miklu slysi
Samband danskra ávaxtaútílytj
enda hyggur á herferð mikla til
íslands í haust til að kynna íslend
ingum dönsk epli. Þykir frændum
vorum Dönum við leita langt yfir
skammt, er við kaupum epli og
finnst þeim, að nær væri aö við
keyptum meira af offramleiðslu
þeirra af úrvalseplum en nú er
gert.
Fyrsta eplasendingin mun gð lík
indum koma með Gullfossi kring
um mánaðamótin september-októ-
ber og um líkt leyti mun her-
ferðin hefjast. Verða eplin auglýst,
bæklingum dreift og upplýsingar
verða gefnar um danska eplarækt
og ávaxtarækt almennt og í frétta
tilkynningu sem biaðinu barst frá
dönsku ávaxtaútflytjendunum segj
ast þeir vongóðir um að eplavið-
skiptin eigi eftir að blómgast báð-
um aðilum í hag.
Drukkinn og réttindalaus maður
ók á fjórða tímanum í nótt á mik-
illi ferð út af veginum móts við
Engi, skammt fyrir ofan Grafar-
holt.
Siösuðust allir þrír, sem í bif-
reiðinni voru og voru fluttir í Slysa
varðstofuna. Tveir þeirra fengu að
fara heim að lokinni rannsókn, en
sá þriðji er allmikið slasaður og
var lagður inn á sjúkrahús til frek-
ari meðferðar. Bifreiðin gjöreyði-
lagðist.
Ökumaðurinn er í hópi svokall-
aðra „góðkunningja" lögreglunnar
og hefur verið tekinn áður fyrir t.
d. ölvun við akstur. Hann hefur
misst ökuskírteinið.
Ný Evrópu-
frímerki
Ný frímerki verða gefin út á
íslandi 26. september n.k. Eru það
Evrópufrímerki að verðgildi 7 og
8 krónur. Á merkjunum er mynd
af seglbát og er 7 króna merkið
blágrænt að lit en 8 króna merkið
brúnt.
Merkin eru 26x36 mm að stærð
og teiknuð af Jósef Gregor Bend-
er I Þýzkalandi og prentuð hjá
Courvoisier í Sviss meS sólprent-
unaraðferð.
M
mwvíi
HÉRAÐSMÓT í TJARNARLUNDI, A
SIGLUFIRÐI OG SAUÐÁRKRÓKI
Um næstu helgi verða haldin
þrjú héraðsmót Sjálfstæðis-
flokksins, sem hér segir:
Sigiufirði, föstudaginn 12.
ágúst kl. 21. Ræðumenn verða
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, séra Gunnar Gíslason
og Stefán Jónsson, bóndi.
Sauðárkróki, laugardaginn 13.
ágúst kl. jii. Ræðumenn verða
Bjami Benediktsson, forsætis-
ráðherra. Séra Gunnar Gíslason
og Steingrímur Blöndal, erind-
reki.
Tjamariimdi, Dalasýslu,
sunnudaginn 14. ágúst kl. 21.
Ræðumenn verða,Ingólfur Jóns
son, ráðherra, Jón Árnason, al-
þingismaður og Kalman Stef-
ánsson, bóndi.
Hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar skemmtir á héraðs-
mótunum með þvl að leika vin-
sæl lög. Hljómsveitina skipa
Magnús Ingimarsson, Alfreð
Alferðsson, Birgir Karlsson og
Vilhjálmur Vilhjálmsson. Söngv
arar með hljómsveitinni eru
Anna Viihjálms og Vilhjálmur
Vilhjálmsson. Þá munu leikar-
arnir Bessi Bjarnason og Gunn-
ar Eyjólfsson fiytja gaman-
þætti. Ennfremur verða spurn-
ingaþættir ,sem fram fara með
þátttöku gesta á héraðsmótun-
um.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur, þar
sem hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar leikur fyrir dansi og
söngvarar hijómsveitarinnar
koma fram.
•íiHat
+.itautua* biu.u mi 1.11.. ijþu^.-.'sí.iA.
u.
‘"i* f/.'.Vi,•
-MIUMUiULIiA;
I
/