Vísir - 29.08.1966, Blaðsíða 9
V '
ínn a
vinnustofur
Myndlist í Reykjavík stendur kannski aldrei með eins
miklum blóma og undir haust. Þá hópast málarar í borgina
og vinna skissur sínar og opna sýningar. Þetta opinberunarskeið
nær fram á haustið og hefst gjarnan aftur undir vor, þegar lista-
mennimir þurfa að rýma til hjá sér, — Nú stendur fyrir dyr-
um Haustsýning Félags ísl. myndlistarmanna og fleiri stórsýn-
ingar koma í kjölfarið og sýna sumarvinnu málara. Blaðamaður
Vísis Ieit við hjá nokkrum kunnum málurum, til þess að for-
vitnast um nýjustu verkefnin og sumarið.
Musteri litanna
Scheving 'l húsi þeirra Jóns Stef. og Ásgrims Gunnlaugur Scheving: Ég ætlaði að ná fram sérstöku veðri á sjónum, fiskiveðri.
Húsiö númer 74 viö Berg-
staðastræti er sannkallað must-
eri myndlistar á íslandi. í öðr-
um enda þess málaði Ásgrímur
Jónsson á sínum tíma, þar sem
nú er Ásgrímssafn, í hinum
helmingnum bjó Jón Stefáns-
son, og málaði, þegar hann var
hérlendis. í þann hluta hússins
er nú fluttur Gunnlaugur
Scheving svo að enn berst
nýr boðskapur frá þessu must-
eri litanna.
— Ég hef verið að gera þetta
í stand, segir Gunnlaugur, um
leið og hann býður mér inn um
dyrnar. Ég flutti inn um ára-
mótin.
Hann liefur látið teppaleggja
ibúðina og málað hana. Vinnu-
stofan er uppi á lofti undir súð,
allstór salur, gólfið í enda
hans er neðar en í hinum hlut-
anum, þar er allt á tjá og
tundri, litir í túbum, skissur
og hálfgerð verk sér hér og
hvar. Salurinn er mjög vist-
legur. Við einn vegginn stendur
stórt málverk.
— Þetta er eina stóra mynd-
in sem ég hef málað síðan ég
kom hingað.
Þetta er sjávarmynd, svipað
mótív og Gunnlaugur er löngum
frægur fyrir. — Þrír karlar á
trillu, fiskilegir, við störf sín,
en fumlausir og gæddir þessu
alvöruþrungna svipmóti, sem
einkennir margar mannamyndir
Gunnlaugs. Báturinn fyllir nær
því út myndflötinn, utan hvað
öldurnar stæra sig sitt hvoru
megin við. Sjórinn er mattur
og móða í ioftinu.
— Ég hafði hugsað mér sér-
stakt veður á sjónum, segir
Gunnlaugur, svona dumbung,
fiskiveður.
— Nokkur ferðalög í sumar?
— Ég er nýkominn vestan
frá Breiðafirði, málaði að Stað
í Þorskafirði nokkrar lands-
lagsskissur, þar var ágætt að
vera.
— Ætlarðu að fara að taka
landslagið fyrir?
— Ég hef lítið gert af því að
mála landslagsmyndir, það eru
svo margir sem gera það, ég
mála frekar í sjávarþorpum og
því um líkt. Nei, þetta er frek-
ar svona til tilbreytingar.
— Hefurðu einhvem tíma
verið á sjó?
— Ég hef ekki verið sjómað-
ur, kynntist þessu í uppeldinu.
— Svo sem auðvitað, á Seyðis-
firði.
— Áttu einhverjar mvndir til
þess aö láta á haustsýninguna?
— Ég hef nú ekki mikið mál-
áð upp á síðkastið, af því að ég
hef verið að láta lagfæra héma
og svo hefur þetta selzt jafnóð-
um. Það er líka gott að hvíla
sig frá þessu einstaka sinnum,
ég er búinn að sýna svo oft
með þeim.
Smíða úr silfri
meðan hinir mála
Jóhannes Jóhannesson smiðar fyrsta
helgiskrin á Islandi eftir siðaskipti
Jóhannes Jóhannesson: ... kom til mín og spurði hvað ég gæti
málað mikið á mánuði, hann skyldi kaupa þaö allt.
— Ég hef verið að smíða úr
silfri, þegar aðrir hafa verið
að mála. Ég var að ljúka við
helgiskrín í kapellu Landakots-
spítalans. Það er kannski dálítið
merkilegt út af fyrir sig, að
sennilega hefur svona gripur
ekki verið smíðaður á íslandi
síðan fyrir siðaskipti.
Ég er kominn inn á Skóla-
vörðustig 7, vinnustofu Jóhann-
esar Jóhannessonar, listmálara,
sem jafnframt yrkir í silfur og
gull. Það er eins og að koma
ipn á kontor hjá gildum útvegs-
manni af gamla skólanum, nema
hvar silfurmunir, misjafnlega
forkláraðir, liggja í stað plagga
á gömlu skrifborði, sem raunar
er ekki skrifborð heldur smíða-
borð og þegar betur er,að gáð
sér mörg furðúleg tól þar á, en
voldugur steðji stendur á gólf-
inu við stólbakið, svo eru þama
smá ker og kirnur. Kannski eru
það einungis varíantamir í '
hlutunum þama inni og rarí-
tetin, sem minna mig á þessa
sérstæðu gömlu kontora.
— Já, helgiskrín, hver veit
hvað það er nú til dags?
— Það eru engar reglur um
formið, venjan krefst aðeins
helgitákna. Það var skemmtilegt
að vinna þetta, ekki sfzt vegna
þess, að eina skilyrðið, sem sett
var upp, var að það yrði sem
nútímalegast.
— Hefurðu þá alveg vanrækt
myndlistina?
— Ég hef verið að mála
svona öðru hvoru, í ígripum í
sumar. Upp á síðkastið hef ég
bara verið að vinna fyrir aðra
málara og fengið svo skammir
fyrir í Vísi!
— Uss, hva .. . og Jóhannes
hlær.
— Nei, það var ráðuneytið,
sem fól okkur úr Myndlistar-
félaginu, að sjá um þátttöku
íslands í þessari norrænu sýn-
ingu ungra málara, og við höf-
um verið að vinna í því, en
fengum bara svo stuttan frest.
Svo er verið að undirbúa haust-
sýninguna. Nú, nú svo er fundur
í kvöld vegna norræns mynd-
listarmóts í Winnipeg í haust.
— Ja-á, það var og, ýmislegt
að ske þykir mér.
— Já, það gerist ýmislegt —
Ég get sagt þér frá því svona
til gamans, að það kom til mín
amerfskur málverkasali, hringdi
mig upp kl. 12 um kvöld og
spurði, hvað ég gæti málað
mikið á mánuði, hann skyldi
kaupa það allt. — Þeir eru
svona kaldir við að kaupa þarna
vestra, hann var héma fyrir
mánuði síðan og ætlaði f inn-
kaupaferð um Evrópu.
— Slærðu til?
— Ég er að hugsa málið,
maður tekur ekki svona tilboð-
um á stundinni.
— Nokkuð sýnt síðan í vor?
— Nei, ekki síðan við sýnd-
um fjórir íslendingar í Kaup-
mannahöfn í Gallery Gammer-
strand í júní.
— Ykkur var vel tekið þar,
er það ekki?
— Jú, mjög vel tekið. —
Svo var ég með fjórum öðmm
um farandsýningu um England,
það voru Kjarval, Nína, Þor-
valdur, Kristján Davíðsson og
ég. Það var sýnt á nokkrum
stöðum og endað í London.
— Var ekki hálfhljótt um
þessa sýningu hér heima?
— Jú, það var mikið talað
um hana úti, blöðin skrifuðu
talsvert um þetta, en ekkert
hér heima.
Tilbrigði um minningar
frá æskunni og sjónum
Kristján Daviðsson sýnir á
myndlistarhátið i Edinborg
Kristján Davíðsson sýnir um
þessar mundir á myndlistarhá-
tíö í nýjum húsakynnum í Edin
borg, The Richard Demarco
Gallery.
— Ég á þarna 14 myndir,
allt, sem ég hef málað upp á
síðkastið segir Kristján, þegar
ég lít við hjá honum að Ing-
ólfsstræti 9.
— Þú ert eini íslendingurinn
sem átt myndir þama?
— Já, mér var boðin þátt-
Framh. á bls. 7.
Kristján Ðavíðsson:
af sjó og úr fjöru.
mikið fengizt
myndir