Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 1
Kvöldferðir yfír SURT
Flugsýn flýgur yfir gosstöövarnar í Ijósaskiptunum
Meðán þýzkir filmarar gera
eldfjall af sandöldu austur undir
Eyjafjöllum magnar Surtur sinn
svarta galdur, sem hann hóf 19.
ágúst eftir alllanga hvíld. Hraun
kvikan dansar um barma nyrzta
gígsins eins og magnað kynja-
lyf í seiðkatli. Af og til dregur
örlítið niður í Surti, rétt eins og
hann sé að safna kröftum í
næstu gusu og sfðan magnar
hann leikinn og glóandi hraun-
slettumar hefja sinn darraðar-
dans upp á gígbarmana og vella
síðan niður í sjó með ógurlegu
hvissi og gufumökkinn leggur
hátt í loft upp. 10 rúmmetrum
spýr Surtur úr sér á sekúndu,
Framh. á 5. sföu.
Ráðstefna Sam-
bands ísl. sveitar-
félaga sett í morgun
í morgun kl. 10 var ráðstefna
Sambands ísl. sveitarfélaga um
gatnagerð og skólabyggingar sett í
Tjarnarbúð í Reykjavík. Hófst ráð- j
stefnan með því, að samgöngumála-
ráðherra, Ingólfur Jónsson, flutti
ávarp.
1 dag verður á ráðstefnunni eink |
um fjallað um gatnagerð úr varan-
Iegu efni í kaupstöðum og kaup-
túnum. Framsö|uerindi flytja Sig-
fús Örn Sigfússon, deildarverkfræð
ingur, hjá Vegagerð ríkisins, Ingi
0. Magnússon gatnamálastjóri
Reykjavíkurborgar og Stefán Her-
vnannsson, verkfræðingur hjá borg-
arverkfræðing'i. Síðdegis í dag
munu fulltrúar á ráðstefnunni
skoða malbikunarstöð borgarinnar
og pípugerð Reykjavíkurborgar, en
bæði þessi fyrirtæki eru í Ártúns-
höfða.
Fiskifluga í
sjónvarpinu
Menn hafa lengi velt fyrir sér
hver muni fyrstur koma fram í
íslenzka sjónvarpinu tilvonandi.
— Fyrsta veran hefur þó þegar
birzt. Var það fiskifluga, sem
sprangaði um skertninn I rúmar
þrjár mínútur skömmu eftir kl.
5 í gær. Birtist flugan á stilli-
myndinni sem sjónvarpið hefur
sent út undanfarið.
Ritstjóraskiptí við Vísi
Dr. Gunnar G. Schram.
O itstjóraskipti verða við dag-
blaðið Vfsi í dag. Dr. Gunn-
ar G. Schram lætur af ritstjóm
blaðsins og tekur viö nýjum
störfum i Utanríkisráðuneytinu.
Jónas Kristjánsson hefur verið
ráðinn nýr ritstjóri.
Dr. Gunnar G. Schram hefur
verið ritstjóri Vísis siðan 1961
og var að ýmsu leyti brautryðj-
andi í blaðamennsku hér á landi.
Blaðið tók miklum stakkaskipt-
um undir stjórn hans og jókst
kaupendatala þess mjög. Vill út-
gáfustjóm Vísis flytja dr. Gunn-
ari hinar beztu þakkir fyrir vel
unnin störf á undanfömum ár-
um og óskar honum allra heilla
í nýju starfi, sem hann mun
taka við.
Útgáfustjómin hefur ákveðið
aö ráða tvo ritstjóra og hefur
annar þegar verið ráðinn, Jónas
Kristjánsson B.A., sem verið
hefur fréttastjóri um nokkurt
skeið.
Jónas er fæddur í Reykjavík
árið 1940, sonur hjónanna Krist-
jáns læknis Jónassonar (Krist-
jánssonar læknis) og öniiu Pét-
ursdóttur. Hann er stúdent frá
M.R. 1959 og hefur B.A.-próf í
sögu og landafræði frá H.í. Þá
hefur hann stundað nám i 2 ár
í félagsfræði við háskólann í
V-Berlín. Hann hefur stundað
biaðamennsku um alllangt skeið
og verið, eins og fyrr segir,
fréttastjóri Visis að undanfömu.
Útgáfustjóm Vísis.
*
Dr. Gunnar G. Schram ritar:
„Margs er að minnast frá
viðburðaríkum og ánægju-
legum starfsárum við rit-
stjórn Vísis, nú þegar ég hef
störf við önnur verkefni, sem
mér eru hugfólgin.
Ekki sízt er það þáttur
blaðsins í að vinna þeim mál-
um brautargengi, sem rit-
stjórn þess og lesendur hafa
talið nokkurs virði. Jafn-
framt minnist ég starfsins
við að stækka Vísi og gera
hann að nýtízkulegu dagblaði
með vaxandi iesendahóp í
Reykjavík og út um lands-
byggðina. 1 því starfi, og
öðrum ritstjórnarstörfum,
hefi ég notið prýðiiegrar sam-
vinnu starfsmanna ritstjórn-
arinnar og ágæts stuðnings
fjöimargra annarra vina
Jónas Kristjánsson.
minna og velunnara blaðsins
um land allt. Eru mér efst í
huga þakkir ti. þeirra allra
þegar ég hverf að öðrurn
verkefnum.
Eftirmanni mínum í starfi
óska ég góðs gengis og blað-
inu velfarnaðar á komandi
árum“.
Gunnar G. Schram.
SOL TUN 60 ÞUS. TUNN-
UM MEIRIÍN í FYRRA
Heildaraflinn orðinn 90 jbús. lestum meiri
Sildaraflinn í vikunni sem leið
var tæplega 50 þús. lestir oj> er þá
heildaraflinn í sumar orðinn 299.
677 lestir, sem er 90 þús. lestum
meira en í fyrra. Heildarsöltun nem
ur nærri 190 þús. tunnum miðað
yið miðnætti á laugardag og er
það 60 þús. tunnum meira en í
fyrra. — Þetta mun ein bczta veiði
vikan í sumar. Fer liér á eftir
skýrsla Fiskifélagsins um síldveið-
amar:
BLADID I DAG
Bls. 2 Nýjar íþróttafréttir.
— 4 Frá ungu fólki.
— 5 Erlendar fréttir.
— 7 Jóhann Hafstein ræð
ir um iðnaðinn.
— 8—9 Svipmyndir frá
Iðnsýningunni.
Síldveiðin sl. viku var afbragðs
góð. Fyrstu fjóra daga vikunnar
var sólarhringsaflinn frá 5.800 til
16.1000 lestum, þá kom brælá og
næstu tvo daga var afli sáralítill en
á laugardag var veður orðið sæmi-
lega gott og var sólarhringsaflinn
til sunnudagsmorguns 12.869 lestir.
Veiðisvæðin voru tvö annað var
150 sjómílur NA af ' irhöfn en
hitt 70—100 sjómíluur A og NA að
N af Dalatanga.
Aflinn sem barst á land í vik- j
unni nam 49.843 lestum. Saltað var
í 69.601 tunnu, frystar voru 117
lestir . > 39.464 lestir fóru í
bræðslu. Heildarmagn komið á
land sl. laugardagskvöld nam 299.
677 lestum og skiptist þannig eftir i
verkunaraðferðum.
í salt 189.064 uppsaltaðar tunn-
ur (27.603 lestir). 1 frystingu 629
| lestir. í bræðslu 271.445 lestir.
Auk þessa hafa borizt á land frá
erlendum veiðiskipum 1030 upp-
saltaðar tunnur og 4.263 lestir í
I bræðslu, þar af 487 uppsaltaðar
tunnur og 1.568 lestir í bræðslu
síðastliðna viku.
Ásama tíma f fyrra var heildar-
aflinn sem hér segir:
í salt 129.549 tunnur. í frystingu
7.592 tunnur. í bræðslu 1.407.143
mál. Samtals 209.698 lestir.
Hæstu löndunarstaðir eru þessir:
Raufarhöfn 49.435 lestir. Seyðis-
fjörður 62.747 lestir. Neskaupstað-
ur 39.526 lestir. Reykjavík 29.938
lestir. Eskifjörður 22.096 lestir þar
af 455 frá erl. skipum. Siglufjörður
15.074 lestir. Krossanes 13.844 lest-
ir. Fáskrúðsfjörður 12,751 lestir.
Vopnafjörður 12.624 lestir.
Borgarsfjórnar-
fulltrúum boðið
til Hafnar
Dagana 3.—8. september munu
fulltrúar frá borgarstjöm Reykja-
víkur vera í opinberri heimsókn í
boði borgarstjómar Kaupmanna-
hafnar.
Þeir sem taka þátt í heimsókn-
inni eru: Geir Hallgrímsson borgar
stjóri, frú Auður Auðuns forseti
borgarstjórnar og Gísli Halldórs-
son, Guömundur Vigfússon og
Kristján Benediktsson, borgaráös-
sett í Stokkhólmi í morgun
Norræna lögfræðingaþingið hið
24. í röðinni var sett í Stokkhólmi I
í morgun. AHmargir íslenzkir lög-
fræðingar sitja þingið meðal þeirra
dr. Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra.
Þinginu lýkur þann 2. september
og eru daglega flutt erindi og um-
ræður fara fram.
Á morgun flytur Páll S. Pálsson
hæstaréttarlögmaður framsöguer-!
indi er fjallar um rétt dómstólanna;
til þes„ að athuga hvort lög brjóti
í bága við stjórnarskrána og Þór
Vilhjálmsson ræðir um gerð dóma.
í morgun hófst þingið meö fyrir-
lestri forseta hæstaréttar í Svíþjóð
Sture Petrén um norræna og al-
þjóðlega löggjöf.
. tonn
Á miðnætti síðastliðins laugar-| lestir, < en skipstjóri á honum er
dags voru 160 skip komin yfirjEggert Gíslason. Skipstjóri á öðr-
yfir 100 tonna afla á síldveiöun- utn aflahæsta bát.nurn er Þorst°inn
um eystra. Aflahæsta skipið er, bróöir F.ggerts, Það er Jón Kjart-
Gísli Árni, Revkjavík með 5.454! ansson, Eskifirði, með 5,196 lestir.
Eru það einu skipin, sem komin.
eru yfir 5 þúsund lestir. Sex skip
önnur eru komín vfir 4 þúsund
lestir eða sem svarar 28000 málum:
Snæfell Akureyri 4.638
Óskar Halldórsson Reykjavík 4.236
Jón Garðar Garði 4.217
Sigurður Bjarnason Akureyri 4.192
Þórður Jónasson Akureyri 4.638
Ásbjörn Reykjavík 4.078