Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 4
VÍSIR . Miðvikudagur 31. ágúst 1966. Ritstjórar: Vilhjáímur Þór VUhjálmsson og Þorstemn Pálsson SUMARVINNA SKÓLAFÓLKS RÆTT VIÐ NOKKRA NEMENDUR UM SUMARFRIIÐ hittum við Ófeig Hjaltested, en hann stundar nám við Verzlunar- skóla Islands, og fer í 3. bekk í vetur. — Ég byrjaði að vinna hér í byrjun maí, eða að afloknu skóla ferðalagi 2. bekkjar til Akureyr- ar, sem heppnaðist sérstaklega vel, skýröi Ófeigur okkur frá. — Hvað olli þvi að þú réðst þig til starfa hér? — Ég vann hér í fyrrasumar og líkaði mjög vel. Svo þegar mér bauðst að starfa hér aftur í sum- ar ákvað ég að gera svo. Ég er mjög ánægður meö starfið, þó það sé frekar erilssamt. — Hvað viltu segja okkur um sjálfa vinnuna? — Ég tek til starfa kl. 8 og vinn til kl. 7—7.30., Er ég ein- göngu við að afgreiða bæði hér og einnig í búðinni á Suðurlands- brautinni. Á boðstólum er innlend og erlend málning, svo og lökk og sitthvað fleira. — Hvemig eyðir þú frístund- um sumarsins? — Ég fékk sumarfrí í eina viku og dvaldi þá í sumarbústað nálægt bænum. Þar sem ég hef mikinr áHuga á hestum og hafði tvo hesta til umráða, fór mestur hluti tímans í útreiðar. Þá af- rekaði ég það að mála sumarbú- staðinn hátt og lágt. Annars ferð- ast ég eins mikið og fjárhagur- inn og aðstæður leyfa. — Hvað með framtíðina, Ófeigur? — Ef allt gengur að óskum þá mun ég útskrifast úr 4. bekk vorið 1968. Hvað þá tekur við er alveg óvíst en framtíðin mun vafalaust ráða úr því eins og flestu öðru. Þórunn Ingólfsdúttir. í flugvallarhótelinu á Keflavík- urflugvelli náðum við tali af Þór- unni Ingólfsdóttur hlaðfreyju hjá Loftleiðum. Þórunn stundar nám í Verzlunarskóla íslands og mun setjast í 5. bekk á hausti kom- anda. — í hverju er starf hlaðfreyju helzt fólgið? — Við göngum út í flugvélarn- ar og tökum á móti farþegunum og leiðbeinum þeim á allan hátt veitum upplýsingar um hvaðeina sem farþegamir þurfa að fræðast um. — Hvernig kannt þú við starf- ið? — Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi, mig iangaði ekki að fara að vinna á skrifstofu og hafði líka löngun til að æfa mig í tungumálum, þetta freistaði mín einhvcm veginn og ég hef verið mjög heppin. — Hvernig er svo vinnutíman- um háttað? — Við vinnum 4 daga f einu frá 8 á morgnana til 8 á kvöldin, en eigum síðan frí í 4 daga og þá vinnum við frá 8 á kvöldin til 8 á morgnanna. Á meðan við dveljum hér búum við hér uppi á hótelinu. Það kemur oft fyrir að ég verð að vinna um helgar, Framhald á bls. 3. Björg Kofoed-Hansen. Á skrifstofu flugmálastjóra á Reykjavíkurflugvelli vinnur Björg Kofoed-Hansen. Hún stundar nám við Menntaskólann í Reykja- vík. Björg segir okkur, að hún hafi ekki unnið hér í allt sumar. Hún kvaðst hafa byrjað hjá skóg- ræktinni, en f byrjun júlí bauðst henni starf hjá flugmálastjórn og hefur hún starfað þar síðan. Við spyrjum Björgu hvaða starf hún hafi hér með höndum og segist henni svo frá: — Ég byrjaði sem símastúlka, og það tekur sannarlega á þolin- mæðína að gegna því starfi. Fólk er svo óþolinmótt í síma. Yfir- leitt er það mjög áberandi að það kynnir sig ekki er það spyr um einhvern, en auðvitað er það sjálfsögð kurteisi að fólk kynni sig þegar svo stendur á. Ég starf- aði einnig á Notamskrifstofunni og vann þar í sambandi við flug- umsjón. Starfið er fólgið í því að færa inn 'skeyti, sem koma hvaðanæva úr heiminum. Þessi skeyti veita upplýsingar um flug- brautir sem eru í slæmu ástandi og sitthvað fleira sem viðkemur flugumferð. Við skeytasendingar þessar er notaður sérstakur kóti, svonefndur Q-kóti. — Hvernig kanntu við þig í starfinu? — Ég kann vel við mig hérna. Hér starfa u. þ. b. 30 manns og hefur samstarfið við það ver- ið sérstaklega ánægjulegt. — Hvað tekur svo við þegar þú hættir hér? — Þann 7. september fer ég í ‘19 daga ferðalag til Spánar með vinkonu minni og er tilgangur ferðarinnar aðallega sá að eiga rólega daga og njóta veðurblíð- unnar áður en skólinn byrjar. Ég fer í fjórða bekk i haust og framtíðaráætlanir eru ekki aðr- ar nú sem stendur en að ná í stúdentsprófið ef guð lofar. Nann stundar nám við stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavik og mun setjast í 6. bekk að hausti. Við spurðum Gylfa, hvort eitt- hvað sérstakt hafi ráðið því, að hann valdi sér þetta starf. — Ég kýs að vinna útivinnu yfir sumarmánuðina því að það vafalaust nauðsynlegt fyrir þá, sem sitja meirihluta ársins á skólabekk við skruddulestur að stunda vinnu, sem krefst sem mestrar útivistar og hreyfingar, svo menn verði ekki gamlingjar þegar á unga aldri. Auk þess er útivinna yfirleitt betur borguð en innivinna, en það er að sjálfsögðu áríðandi að vinna sér inn sem mesta peninga svo að foreldra- sjóðurinn verði fyrir sem minnst- um skakkaföllum. — í hverju er starfið hjá þér aðallega fólgið? — Ég vinn hjá verktaka sem hefur mörg járn í eldinum, svo starfið er fjölbreytt og tækifæri til að kynnast ýmsu sem getur komið sér vel síðar. Ég starfa einkum við ýmislegt, er lýtur að hitaveituframkvæmdum. — Hvemig notar þú frístund- irnar þínar? — Yfir sumartímann reyni ég að ferðast sem mest ég má, og skemmti mér meira á annan hátt yfir veturinn. Hvaö villtu segja okkur um framtíðaráform þín, Gylfi? Framtíðin er nokkuð óráðin, en ég geri ráð fyrir háskólanámi, þá ef til vill tækninámi, en það er nokkuð erfitt að fastákveða hvaða grein veröur fyrir valinu af þeim útvöldu, fyrr en maður hefur fengið stúdentsprófið milli handanna. Ófeigur Hjaltcstcd. í málningavöruverzlun Pét- urs Hjaltested á Snorrabraut 22, Gylfi Sigurðsson. Gylfi vinnur hjá verktakafyr- irtækinu Loftorku sf. sem vinnur aðallega við skolp- og hitaveitu- lagnir, m. a. í Fossvogi og vestur á Melum. Félogsheimili Heimdallar tekur til starfa d ný Eins og félagsmönnum er kunnugt um, hefur starfsemi Félagsheimilis ins legið aö mestu leyti niðri nú í sumar. Að því er Komelíus Sig- mundsson formaður félagsheimilisnefndar tjáði síðunni hefur nú ver ið ákveðið að opna á ný annaö kvöld kl. 8.30. Veitingar fást keyptar með vægu verði. Einnig em á boöstólum töfl, spil og ýmislegt flei ra. Eru félagar hvattir til að mæta vel og taka með sér vini og kunningja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.