Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 31. ágúst 1966. 7 Iðnaðurinn hefur brugðizt vel við hJiitskipti sínu í þjóðarbúskap okkar Iðnsýningin 1966 var opnuð í Sýningarhöllinni í Laugardal í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Við það tækifæri flutti iðnaðarmálaráðherra, Jó* hann Hafstein, ræðu, þar sem hann vék að starfi iðnaðarins í þjóðfélaginu í dag, verkefnum hans í framtíðinni og þeim vandamálum, sem hann á nú við að etja á sumum sviðum. Er ræða iðnaðarmála- ráðherra birt hér í heild. (Millifyrirsagnir blaðsins). Háttvirtu áheyrendur. íslenzkur iönaður opnar dyr sínar fyrir almenningi í dag. Haldin er fimmta almenn iðn- sýning í höfuðstað landsins og fyrsta almenna kaupstefna ís- lenzks iðnaðar. Áður hafa iðn- stefnur Sambands íslenzkra sam vinnufélaga verið haldnar á Ak- ureyri, og hér í Reykjavík héldu iönrekendur í fataiðnaði vöru- sýningu og kaupstefnu í apríl- maí 1965. Lýsti þaö áræöi og bjartsýni fatnaðarvöruframleið- enda, sem áttu í erfiðleikum vegna vaxandi erlendrar sam- keppni en mun hafa borið góð- an árangur, sýnt almenningi meiri vörugæði en búizt var við og vakið traust á framleiðslunni, eins og að var stefnt. Iðnsýningar hafa verið haldn- ar hér á merkum tímamótum, sem vitnar um hlutdeild iðnað- armanna og iðnrekenda í þjóö- iífsþroska og framförum. Iðn- sýning var haldin 1874 hér í Reykjavfk, þegar minnzt var 1000 ára afmælis fslandsbyggö- ar. Iðnsýning var haldin 1911, þegar minnzt var með hátíöa- haldi 100 ára afmælis frelsishetj unnar, Jóns Sigurðssonar. Iön- sýning var haldin 1952, þegar minnzt var 200 ára afmælis ,,Innréttinga“ Skúla Magnús- sonar, landfógeta. Hvers vegna er þá haldin iðn- sýning nú? Það er ekki til þess að minnast neinna tímamóta. Iönsýningin 1966 er haldin til þess að bera vitni íslenzkum iðn aöi einni af aöalatvinnugrein- um landsmanna, á tímum mik- illa framfara og tækniþróunar, vélvæðingar og vaxandi menn- ingar. íslenzkur iðnaður bregzt rösk- lega við því hlutskipti sínu að heyja samkeppni í heimi vax- andi viðskiptafrelsis þjóða í milli, vitandi vel, að f samkeppn inni felst stæling til meiri átaka og aukinna afkasta, sem fela í sér meiri vörugæði og lægra vöruverð öllum almenningi til hagsbóta. Enginn skyldi halda, að ís- lenzkur iðnaður þurfi ekki í slíkri glímu að eiga átök við marga erfiða þraut. Hve’* er sú barátta einstaklinga, stétta og þjóða til framfara og velmeg- unar, sem ekki er erfiðle:kum háð? Hverjir eru þeir sigrar, sem unnizt hafa án erfiðis? Ég hefi á hinn bóginn enga vantrú á því, að iðnaðurinn muni marka sér öruggan sess í atvinnuþró- un fslands. Endurnýjun íslenzka fiskiskipaflotans Ég vil leyfa mér að nota þetta tækifæri til þess að minna á ýmsa þætti almennra iðnaða”- mála og iðnþróunar, sem vitna um vaxtarmátt íslenzks iðnaðar jafnframt því að varpa nokkru ljósi yfir ýmsa erfiðleika og við fangsefni, sem úrlausnar bfða. íslendingar hafa á örfáum ár- um endurnýjað fiskiskipastól sinn. Horfið frá- minni eikar- skipum til stórra stálskipa. Nokkurra ára átak í þessum efn- um hefir kostað um eitt þúsund og fimm hundruö milljónir króna. Allt var þetta keypt frá útlöndum. Fyrir um það bil þremur ár- um hófst ný þróun. í stað gömlu og litlu dráttarbrautanna hrfst bygging nýrra og stærri með nýjum tækjum til þess að geta sinnt viðgerðarþjónustu hins nýja flota. Jafnframt hefst und- irbúningur stálskipasmíði í land inu og stálskipasmíðin sjálf. Á einni viku í vetur var hleypt af stokkunum í íslenzk- um skipasmíðastöðvum 3 stál- Skipum allt aö 346 smálestir aö stærð. Ein skipasmíðastööin hef- ir þegar smíðað 5 stálskip á þremur árum, að vísu minni báta þrjá, en tvö nærri 200 smálesta skip. Ef menn halda, að þetta hafi getað orðið án áræðis, framúr- skarandi dugnaðar og bjartsýni mikilla framtaksmarina, þá er það misskilningur. Ef menn halda, að þessu séu ekki samfara miklir erfiðleikar og vandleyst úrlausnarefni séu ekki bæði yfirvofandi og fram- Fyrstu hagræðingarráðunautar voru útskrifaðir 11. des. 1965 og fleiri væntanlegir á næst- unni í þjónustu atvinnulífsins. Tilgangur þessa er að gera hagsmunasamtðkum vinnumark aðarins kleift með aöstoð stjórn valda, að fá í sína þjónustu menn með sérþekkingu á vinnu- rannsóknum, ákvæðisvinnu og öðrum þáttum hagræðingartækn innar tii þess að samtökin geti af sinni hálfu orðið þátttakend- ur í viöleitni ,til að bæta skipu- lag, rekstur og vinnubrögð í hvers konar atvinnurekstri. Þann 11. desember 1965 undir- rituðu einnig heildarsamtök vinnumarkaðarins, Alþýöusam- hefur viðhorf íbúanna til af- komumöguleikanna, sem land- iö býr þeim, gerbreytzt. Miðað við legu landsins, veðráttu og landsgæöi var ekki annars aö vænta, að óbreytfum atvinnu-, háttum, en að þjóöin mundi um ófyrirsjáanlega framtíð verða að sætta sig viö kröpp lífskjör á hrjóstrugu einangruðu eylandi Svo mjög hefur þetta breyzt, að ekki einungis á þjóöin í dag að búa við lífskjör sambæri- leg því, sem bezt gerist annars staöar, heldur líta íslendingar á sitt eigið land sem land hinna ótæmandi tækifæra. Á sama tíma og alþjóöleg tækniþróun hefur leitt til Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráöherra. Ræða iðnaðarmálaráðherra Jóhanns Hafsfein við opnun Iðnsýningarinnar í gær undan þá er þaö h'ka misskiln- ingur. En vitað er af þeim, sem vilja vita, að stefnt hefir verið að því af ríkisstjórn, peningastofnun- um og fjárfestingarsjóðum að styðja við bakiö á þessu íslenzka framtaki og þaö verður gert. Fjölbreytileg rannsókn- arstarfsemi iðnaðarins Af hálfu löggjafarvalds og stjórnvalda hafa ráðstafanir ver ið gerðar sem við það miðast, að atvinnulíf okkar er að þró- ast á tækniöld. Ný iðnfræðslu- löggjöf hefir verið sett. Tækni- skóli íslands stofnaöur. Sett al- hliða löggjöf um rannsóknir i þágu atvinnuveganna, en með þeim hafa skapazt ný og gjör- breytt skilyröi fyrir tvær rann- sóknarstofnanir í þágu iðnaðar- ins, Rannsóknarstofnun iðnaðar- ins og Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins. Vinna báöar þessar stofnanir að fjölþættum rannsóknarefnum, sem ætla má að geti orðið iðnþróuninni mi'-.- ilvæg. Til áætlunar um fram- kvæmd hagræðingar og fram- leiðniaukningar iönaðar sem annarra atvinnugreina hefir ver- ið varið um 7 millj. kr. á fjár- lögum á þremur árum, en Iðn- aðarmálastofnun íslands hefir haft forustu um framkvæmdir band íslands, Félag íslenzkra iðnrekenda, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Vinnu- veitendasamband íslands „leið- beiningar um undirbúning og fratnkvaémd vinnurannsókna“. Telja má, að þetta samkomulag og útsþrifun fyrstu hagræðing- arráðunautanna marki nokkur tfmamót í þróun íslenzkra hag- r^ðingamála. Unnið er að rannsókn þess, hvernig iðnaðurinn geti orðið sem bezt aðnjótandi tækniað- stoðar. Einstakir málaþættir eru í sérstakri rannsóknarmeðferö, svo sem sameiginleg rannsókn með Norömönnum, sem stefnir að betri hagnýtingu í ullar- vinnslu og ullariðnaði, en af okk ar hálfu hefir til þessa verið varið á fjárlögum 1,5 millj. kr. — Unnið er að umfangsmikilli könnun möguleika til eflingar sútunariðnaði og verið að rann- saka byggingarkostnað í land- inu til samanburðar við reynslu annarra. ísland, land hinna ótæmandi tækifæra Forstjóri Iðnaöarmálastofnun ar íslands hefir komizt svo að orði í ágætri yfirlitsgrein um þróun íslenzks iðnaðar, sem birtist í Tímariti iðnaðarmanna: „Á einum mannsaldri eða svo bættra lífsskilyrða fyrir hundr- uð milljóna fólks í mörgum löndum, hefur þessi áama tækniþróun endurmótað ís- lenzkt þjóðfélag og atvinnu- hætti þess, rétt eins og þjóðin byggi nú í nýju landi“. Fyrir frumkvæði iönrekenda er fjöliðjuverið Iðngarðar að rísa, en þar eru lögmál hagræö- ingar og framleiðniaukningar að verki. Bær og ríki hafa jafn- framt að þessu stutt, en hér er sem víöar þörf meiri fyrir- greiöslu, einkum í sambandi viö lánsfjárveitingar. Lánsf jármál iönaðarins í dag Þó hefur mjö skipazt til hins betra í lánsfjármálum iönaðar á undanförnum árum. Iönlána- sjóöur er nú orðin öflug stofn- un og sívaxandi. Fyrir 6-8 ár- um gat hann aöeins veitt lán, sem námu 2-3 millj. á ári, en undanfarin þrjú ár námu lán- veitingar hans um 150 millj. kr. samanlagt, og munu á þessu ári nema nálægt 70 millj. kr. — Með löggjöf frá síðasta þin£i var hann enn stórefldur. Árlegt rikissjóðsframlag fimm- faldað, í 10 millj. kr., almenn lánsheimild aukin í 150 millj. kr. og veitt ný lánsheimild í sambandi við stofnun nýs lána- flokks hagræðingarlána allt að 100 millj. kr., en þeitn lánum er ætlað að stuðla að því að auka framleiðni og bæta aö- stöðu iðnfyrirtækja til þess að aðlaga sig nýjum viðhorfum vegna breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og frí- verzlunar. Lánveitingar Eram- kvæmdabankans til iðnaðar hafa numiö um 25-40 millj. kr. árlega undanfarin þrjú ár og ber aö hafa það í huga við ráö- stöfun fjár frá Framkvæmda- sjóði íslands þegar hann tek- ur við af framkvæmdabankan- um um næstu áramót. Þó að augljóst sé, að tak- markað rekstrarfé sé iðnfyrir- tækjum, eins og öðrum atvinnu- fyrirtækjum, oft til trafala og valdi erfiðleikum, má ekki gleyma hinu, að útlánaaukning- in úr bankakerfinu til iðn- rekstrar hefir samt verið mjög mikil, og komst aukningin upp í 25% 1963 og var 18.4% s.l. ár. Hafin eru endurkaup Seðla- banka á afurða- eða framleiðslu víxlum iðnfyrirtækja. Fram- kvæmdabanki > hefir annazt lán- veitingar vegna smíöi frystivéla og annarra véla til útflutnings- framleiðslunnar til þess að jafna metin við kaup slíkra véla er- lendis frá með gjaldfresti. Seðla bankinn hefir endurkeypt slík lán. Enn er þetta í of litlum mæli en á fyrir sér að vaxa. Tvær eru þær greinar iðnaðar sem eru nátengdar sjávarútvegi en teljast þó ekki til þess fisk- iðnaöar, sem talinn er utan hins almenna iðnaðar og ég hefi því ekki að vikið. Það er niöursuðu- iðnaður sjávarafurða til útflutn- ings og veiðarfæraiðnaður. Þessi niðursuðuiðnaöur hefir því miður átt erfitt uppdráttar og veldur þar ýmist annaö hvort eða hvoipt tveggja, mark- aðserfiðleikar óg hráefnisskort- ur. Til þess að létta undir hefir tollur verið endurgreiddur af vélum til niðursuöunnar og út- flutningsgjald greiöir þessi frarn leiðsla ekki, en lægra gjald frl Iðnlánasjóðs. Þrátt fyrir marg- háttaða aöra fyrirgreiðslu af opinberr; hálfu berjast slík fyr- irtæki í bökkum og er vissu- lega leitt til þess að vita, ekki sízt þegar í hlut eiga stór og ný fyrírtæki, sem miklar vonir hafa verið tengdar við, og ann- ars staðar fyrirtæki, sem gætu verið lyftistöng atvinnuöflunar í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem atvinna hefir veriö ónóg sökum aflabrests og ann- arra orsaka. Því miður hefir íslenzkur veið arfæraiðnaöur átt erfitt með aö festa rætur. Liggja til þess margar orsakir, sem ýtarlegar rannsóknir veiðarfæranefndar, sem falin haföi verið íhugun málsins, veita niðurstöður um. Efnahagsmálastofnunin og iön- aðarmálaráöuneytið hafa haft þetta málefni til frekarj með- ferðar. Ríkisstjórnin íhugar nú úrræði, sem ekki mega lengi .dragast, ef þessari atvinnugrein á ekki að verða rutt úr íslenzku atvinnulífi. Teldi ég það til mik- ils tjóns og alvarlegt vandamál íslenzks sjávarútvegs. En úr- lausn þessa vandamáls nú velt- ur ekki sízt á gagnkvæmum skilningi annarra atvinnugreina á þjóðhagslegu gildi og öryggi, sem ekki verður vefengt að fel- .r.'iald a bls 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.