Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR . wáévUcudnsur 31. í"úst lWc.
af Iðnsýningunni 1966
O. Johnson & Kaaber:
Ný kaffibrennsla á næstunni
Það gætir víða skemmtilegrar
hugkvæmni í uppsetningu sýn-
ingarmuna og fyrirtækin rayna
að sjálfsögðu eftir fremsta
megni að klæða framleiðslu
sína þeim umbúðum að hún
laði gesti að. — Þannig vekur
kanna, sem stendur að því er
virðist í lausu lofti I einni sýn-
ingarstúkunni athygli blaða-
manns. Kannan er ekki í nein-
um tengslum við þann flöt,
sem hún stendur á, utan hvað
úr henni bunar kaffi í sífellu.
Þetta er stúka Kaffibrennslu
O. Johnson og Kaaber h.f. og
þar ræður ríkjum ungur maður,
starfsmaður fyrirtækisins, Páll
Stefánsson.
_Páll verður fúslega við þeirri
beiðni að svala forvitni blaða-
manns varðandi þróun og starf
fyrirtækisins:
Framhald á bls. 3.
Jón Oddsson virðir fyrir sér hurðarskrána, seni er í sýningar-
stúku Héðins.
Vélsmibjan Héðinn:
Framleitt allt frá litlum ventlum
upp / síldarverksmiðjur
Vélsmiðjan Héðinn í Reykja-
vík er eitt af elztu vélafram-
leiöslufyrirtækjum landsins og
selúr framleiðslu sína víða um
land, og hefur nýlega hafið
framleiðslu fyrir markað erlend
is. Héðinn er með sýningar-
stúku í anddyri Sýningarhallar-
innar, og þar hittum við að
máli Jón Oddsson, verkstjóra
í Héðni. Við spyrjum hann
fyrst um framleiðslu fyrirtæk-
isins.
— Héðinn framleiðir viiidur
alls konar fyrir báta, frystivél-
ar (bæði stimpilvélar og sjald-
vélar), ísvélar, en þær eru af,,
tveim stærðum, 8 og 20 tonna.
Flest frystihús á landinu eru
með ísvélar af þessum stærðum,
Framhald á bls. 3.
Við stúku Belgja- og Skjólfatagerðarinnar. Frá vi nstri: Guðmundur Jónsson, Pálína Kristinsdóttlr
Ljósvirki:
Töfluskápar fyrir stórhýsi
Törkennileg rafmagnstæki
skápar með tenglum og rofum
eða hvað það nú allt heitir.
Yfir stúkunni stendur: Ljós-
virki. Þetta eru töfluskápar,
segir umsjónarmaður stúkunn-
ar, Ari Jónsson. Þetta er fyrir
verksmiðjur og stærri hús og
er eins konar safntafla fyrir
allt húsið, kemur í stað margra
smærri rafmagnstaflna, sem
annars þyrftu að vera.
— Er þetta alveg nýtt fyrir-
tæki?
— Þetta er nýtt nafn á því,
það hét áður Rönning, en það
urðu eigendaskipti í fyrra.
Rönning er hins vegar upp-
haflega deild í Johan Rönning,
?em er eins og kunnugt er mjög
gamalt fyrirtæki.
— Þetta er alhliða rafmagns-
fyrirtæki, annast hvers konar
raflagnir í hús, skip o.þ.u.l.
Þessir töfluskápar, af ýmsum
stærðum, eru hins vegar fram-
Framhald á bls. 3.
Belgjagerðin og Skjólfatagerðin:
Tjöld framleidd í ár úr 70 km. af efni
I sýningarbás BelgjagerÖarinn
ar og Skjólfatageröarinnar hitt-
um við fyrir eigendur fyrirtækj-
anna, þá bræöur Guðmund og
Valdimar Jónssyni.
— Þetta er fjölskyldufyrir-
tæki, sögðu bræðurnir. Stofnaöi
faðir okkar, Siguröur Jón Guö-
mundsson, Belgjagerðina fyrir
um 35 árum, en þá framleiddi
fyrirtækió næsturn eingöngu
lóða- eða netabelgi. En tímarnir
breytast og veröa fyrirtækin að
breytast með þeim. Línuveiðar
hafa dregizt saman, en auk
þess komu á markaöinn sam-
keppnishæfari belgir úr plasti
og var þá lögð niöur framleiösla
á belgjum hjá fyrirtækinu.
Áður en það gerðist vorum
viö byrjaðir aö framleiða skjól-
og vinnufatnað og alls kyns
sportfatnað og hefur höfuð-
áherzla verið lögð á þá fram-
leiðslu síðan. Skjólfatageröin
var stofnuð til að framleiða
fatnaðinn sem eru aðallega
kuldaúlpur, vinnuföt og sport-
fatnaður, en Belgjageröin fram-
Framhald á bls. 3.
Arl Jónsson framan við töfluskápana
og Valdimar Jónsson.