Vísir - 31.08.1966, Síða 3

Vísir - 31.08.1966, Síða 3
V1 SIR . Miðvikudagur 31. ágúst 1966. 3 Ljósvirki — Framhald af bls. 9. leiðsla okkar. Þeir hafa verið settir upp nokkuð víða, til dæmis í síldarverksmiöjum fyr- ir austan, í Loftleiðahótelið, Lögfeniustöðina nýju og víðar. — HVað skápur í hús eins og Loftleiðahótelið kosti? — Ja, það get ég því miður eRki sagt um. — Þessi skápur sem hér stendur kostar eitthvað um 10 þúsund, en það vantar ým- islegt inn í hann. — Já, skáparnir eru smíðað- ir hjá okkur og við útvegum það sem í þá þarf, eftir því í hvaða hús þeir eiga að fara, en þeir eru ákaflega mismunandi. — Sverrir Ólafsson fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækisins er höfundur þessara gerða sem hér eru, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins nú er Hannes Sig- urðsson, en fyrirtækið hefur verzlun og verkstæði að Bolholti 6. — Já, þetta eru einu skápam- ir sem gerðir eru hér á landi af þessari stærð, hins vegar eru minni skápar smíðaðir víðar. — Það vinna 30—40 manns hjá fyrirtækinu að staðaldri, mest allt rafvirkjar, en það hefur venjulega 1—2 raftækni- fræðinga eða verkfræðinga 1 sinni þjónustu. Jón Pétursson — Framhald af bls. 8 Hefur eftirspurnin sízt farið minnkandi síðan innfluttu inn- réttingamar komu á markaðinn. Hjá mér t.d. hefur eftirspurnin sffellt farið vaxandi. Hefur mér hingað til þótt gott að fá pönt- un um 4—5 innréttingar á mán- uði, en frá því í gær, hefur ver- ið beðið um fjórar. Ég hef reynt að leysa vand- ann með fjöldaframleiðsluna, með því að gera stuðlaðar ein- ingar, eins og t.d. skúffur, hurð- ir og uppistöðurnar f innrétt- ingamar. Er verðið miðað við hverja einingu, sem ég kalla „op“, en „opið“ er miðað við svo tekið sé dæmi, eina skúffu, eina skáphurð o.s.frv. Fást „opin“ á mismunandi verði eftir því, hvað menn vilja leggja f innréttinguna. 1 sambandi við innfluttu inn- réttingamar mætti kannski bæta við éinu atriði, sem skiptir ekki svo litlu máli, heldur Jón áfram. — Þær þykja ekki eins vandaðar og þær íslenzku og eru auk þess í einum lit, en það vilja Islendingar ekki. Hér á landi eru gerðar miklar kröfur til eldhúsanna. Frigg — Framhald af bls. 8 — Við leggjum nú aðal- áhérzluna á að kynna nýlega framleiðsluvöm okkar. Það er lágfreyðiþvottaefni. Með því að þvottavélamar verða sjálfvirk- ar er ekki gott að nota þvotta- efni af þeirri gerð, sem gert er fyrir þvottavélar, sem ekki eru sjálfvirkar. Fyrirtæki okkar starfrækir efnarannsóknarstofu, þar sem tilraunir em gerðar með ný efni. Hverjar eru helztu fram- leiðsl^vörur fyrirtækisins? — Við framleiðum hvers konar bón, þvottaefni, þyotta- lög, klór, hárþvottalög, blaut- sápu, og einnig mikið af sér- stökum efnum, sem notuð eru til hreinlætis f frystihúsum, fiskibátum og þess háttar. — Framleiðslan fer alltaf stöðugt vaxandi, og hefur gert það í langan tíma. Við seljum alla okkar framleiðslu á innan- landsmarkaði og höfum ekki reynt enn fyrir okkur með að selja afurðir erlendis. Innan- landsmarkaðurinn er það stór, og við gemm ekki meir en að fullnægja eftirspurninni innan- lands. — Ég vona að þessi iðnsýn- ing verði ísl. iðnaði til góðs. Hér gefst fólki tækifæri til að sjá fsl. iðnðaðarframleiðslu eins og hún er f dag. Margt fólk held ur að sú vara, sem kemur utan lands frá sé sú bezta, en svo þarf ekki alltaf að vera. Héðinn — Framhald af bls. 9. og þegar hafa tvær vélar verið fluttar út til Noregs. Þá fram- leiðir Héðinn einnig frystitæki af þremur stærðum, talið eftir kuldafleti: minnsta gerðin er með 20 ferm. kuldaflöt mið- stærð með 30 ferm. kuldaflöt og stærsta gerðin með 40 ferm. kuldaflöt. Þá framleiðum við einnig ýmiss konar dælur og ventla, viftur, stálhurðir, sem eru einangraðar með plasti eða steinull eftir því hvaða mark- miði þær eiga að þjóna. Þá má og geta þess, að Héðinn hefur bvggt margar síldarbræðslur víða um landið, var nú nýlega að ljúka við að byggja eina á Eskifirði og er verið að reynslukeyra hana nú. Mörgum framleiðsluvörum fyrirtækisins er stillt í sýning- arstúkuna, en þar rekum við augun í einkennilegan grip og kemur í ljós, að þarna er hurð- arskrá, ævagömul að því er virðist. Jón segir samt, að skráin sé smíðuð nú nýlega og alveg af sérstöku tilefni. Á spjaldi, sem er við hurðarskrána stendur eftirfarandi: „Hurðar- skrá, smlðuð fyrir Félag járn- iðnaðarmanna og Meistarafélag járniðnaðarmanna í Reykjavík sem gjöf til Bessastaðakirkju. Skráin er teiknuð eftir gamalli fyrirmynd, sem er á Þjóðminja- safninu og gerð var af Jóni bónda Sigurðssyni á Stafni í Svartárdal, Húnavatnssýslu, dá- inn 1862. Var hún notuð fyrir kirkjuna á Mælifelli í Skaga- firði, sem brann aðfaranótt 21. september 1921. Teiknuð af Þórði Runólfssyni, öryggismála- stjóra, smíðuð í Héðni af Bjama Þórarinssyni." Skráin er sérlega vel smíðuð og vinna við hana sérlega vel vönduð að sjá. Þá hefur Héðinn látið koma fyrir utan Sýningar- höllina heljarmiklum isklump. Inni i þessum fsklump er verð- mætt hálsmen úr silfri og ísett rúbínum og bláum og hvítum safírum. Hálsmenið er smíðað af Jóhannesi Jóhannessyni, gullsmið. Getraun er á vegum Héðins í sambandi við klump- inn og sá sem getur rétt til um hvenær hann er alveg bráðn- aður niður fær hina verðmætu hálsfesti. Jón Oddsson segir okkur að ísklumpurinn sé um 1 tonn á þyngd, en ekki vill hann segja okkur, hve langur timi líði áður en hann bráðnar, enda næstum óútreiknanlegt, eða svo virðist manni vera. Belgjagerðin Framhald af bls. 9. leiðir tjöld, bakpoka, svefnpoka og annan viðleguútbúnað. — Hvemig er með markaö fyrir vörumar? — Markaðurinn fyrir t. d. við- leguútbúnað hefur aukizt stór- lega með hverju ári. Virðist sa!a á þessum vörum aukast með aukinni velmegun. Maður sem t. ,d. fær sér bíl í ár, fær sér tjald að ári. — Við höfum fram- leitt tjöld úr 70 kílómetrum af tjalddúkarefni síðan um áramót, sem sýnir að hér er um tölu- verða framleiðslu að ræða. — I sambandi við fatnaöinn er það að segja, að fyrir utan góðan markað hér á landi, flytj- um við töluvert út. Mun láta nærri að við flytjum út um 30% af allri framleiðslunni, aðallega til Norðurlandanna og Græn- lands. Kuldaúlpurnar skipa þar fremsta sæti, en síðan barna- úlpur og vinnufatnaður. — Þið eruð samkeppnisfærir við hinn vandaða fataiðnað á Norðurlöndunum? — Kaupendur framleiðslunn- ar segja að við séum vel sam- keppnisfærir og jafnvel dálitið fram yfir það. Eru það íslenzku gærurnar, sem valda því aö miklu leyti, en auk þess reynum við alltaf að nota hin vönduð- ustu erlendu efni í úlpumar 'að öðru leyti. — Við hvaða vandamál er helzt að etja í þessum iðnaði? — Þó tollar hafi lækkað mik- ið undanfarið.á vélum og hrá- efni, er óhætt að fullyrða, að tollarnir eru enn okkar mesta vandamál. Svo er látið heita að tollarnir séu samræmdir á Norð- urlöndum, en samkvæmt ítar- legum rannsóknum sem við höf um framkvæmt á þvf, er það fjarri lagi að svo sé. Annað vandamál er hið óstöðuga verð- lag, sem kemur í veg fyrir að við getum gert sölusamninga langt fram í tímann. Við erum mjög ánægðir með þessa sýningu, segja bræðurnir að lokum. — Kynning á vöru fyrir almenning er mjög nauð- synleg. Hann þarf að fá að vita hvað framleitt er f landinu. Við urðum varir við mikla aukningu f eftirspum, eftir vörusýning- una, Islenzkur fatnaður, sem var haldin í fyrra. Kaaber — Framhald af bls. 9. — Kaffibætisverksmiðja og Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber var stofnuð 24. júní 1924, segir hann, og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún var fyrstu árin til húsa f gamla húsinu, sem enn stend- ur neðst í Hafnarstræti, síðan hefur hún verið flutt þrisvar í nýtt og stærra húsnæði til þess að anna framleiðslunni. Fyrst inn í Höfðatún, síðan.í Sætún, þar sem hún er nú. Á næstunni verður fullbúin ný kaffibrennsla í húsi, sem verið er að reisa f Selási, þar verða framleiddar mismunandi blöndur af kaffi f loftþéttum umbúðum — nýjung hér. Og Páll bendir um leið á myndir úr sögu fyrirtækisins, sem eru á veggjum sýningar-| stúkunnar, og sýna meðal ann- ars húsakosti þess frá því elzta og til þess nýja í Selásnum. Hvað starfa margir hjá fyrir- tækinu? — Það starfa milli 60 og 65 manns hjá fyrirtækinu og dótt- urfyrirtækjum þess. Páll vildi hins vegar ekki ljóstra upp um heildarfram- leiðslumagn fyrirtækisins, og kvaðst auk þess ekki hafa tölur þar um, en sagði hins vegar: — Miðað við reynslu undan-1 farinna ára munu 7 af hverjum 10 kaffibollum, sem drukknir eru á íslandi vera Kaaber- kaffi. — Kaffið er flutt inn frá Brazilfu, Riokaffi, vinsæl teg- und þar f landi. — Sýningarstúkan er mjög látlaus og stflhrein, enda segir Páll að þarna hafi kunnáttu- menn verið að verki, Gunnar Bjarnason, leiktjaldamálari Þjóð leikhússins og Magnús Pálsson, teiknari sáu um uppsetninguna. Páll vill hins vegar ekki ljóstr,- uppi leyndarmáli könn- unnar, en hann kvað þetta vera útfært eftir fyrirmynd sem hann sá í Þýzkalandi. En það hlýtur hver að fyllast grun um að þarna séu einhver smábrögð í tafli. Heimdallur — Framh. af bls. 4 m. a. varð ég að vinna um verzl- unarmannahelgina. — Eru það ekki aðallega Loft- leiðavélar sem lenda hér f Kefla- vík? — Jú, mest megnis vélar frá Loftleiðum. Þær stoppa yfirleitt um eina klukkustund, nema þær séu á eftir áætlun þá er reynt að flýta fyrir sem mest má. Allt Ameríkuflug fer fram á næturnar og flugvélar frá New York RR 400 millilenda hér í Keflavík og farþegunum yfirleitt skipt niöur á tvær sexur, sem halda síðan á- fram til Evrópu. Svo koma hér erlendar flugvélar mest leiguflug- vélar og hópferðir frá ýmsum flug félögum. Við tökum á móti þeim alveg á sama hátt og við gerum með Loftleiðavélarnar. — En hvers konar fólk eru svo þessir fjölmörgu farþegar, sem þú umgengst? — Það er margt undarlegt fólk sem hér kemur, jafnvel hefur fólk komið hingað berfætt. Það er yf- irleitt illa klætt, i sumarfötum hvemig sem viðrar. Ef það er Vérzlunarmaður ntéö éígin ibúö vill komast í kynni viö stúlku á aldrinum 25-30 ára. (Hjónaband kemur til greina) Mynd send á móti. Höfum samband við pilta og stúlkur á aldrinum 15-20 ára, sem vilja kynnast jafnöldrum. Skrifið „Kynningarmiðstöðinni“ Strand- götu 50 (miðhús) Hafnarfirði. Stúlka óskast til að ræsta stiga. Uppl. í síma 37489, Laghentur maöur. Viljum ráða laghentan mann til viðgerða í verksmiðjunni. Kexverksmiðjan Esja h.f., Þverholti 13, Sími 13600. 2 stúlkur, helzt úr Kópavogi eða Hlíðunum, óskast í söluturn. — Vaktavinna. Uppl. í síma 41912. TIL LEIGU Hef til leigu skemmtilega 2ja her bergja íbúð fyrir fámerma fjöl- skyldu (helzt fullorðin hjón). — Væntanlegir leigjendur þyrftu að geta selt íbúðareiganda fæði að nokkru leyti. Tilboö með uppl. um fjölskyldustærð o. fl. sendist blaðinu fyrir 4. sept., merkt „1. okt,“. Til leigu lítið herb. nálægt mið- bænum fyrir einhleypa konu, eld- húsaðgangur kemur til greina. — Uppl. f slma 14625. Til leigu í austurbænum 2 herb. og eldhús. Tilboð sendist augld. Vísis, merkt: „Strax“. HREINGERNINGAR Hreingemingar. Vanir menn. — Fljót afgreiðsla. Sími 22419. Vélhreingemingar. Gólfteppa- hreinsun. Vanir menn. Vönduð vinna. Þrif. Sími 41957 og 33049. Hreingerningar. Hreingerningar. Vanir menn. Vönduð vinna. Sími 20019. kalt, þá spyr það hvort það sé alltaf svona ka't á Islandi, en sé hins vegar gutt veður þá á það til með að spyrja hvort það sé virkilega alltaf svona heitt á íslandi. Það vill fá að vita allt um ísland, hvort við séum sjálf- stæð, tölum okkar eigið mál og svo framvegis. — En hverrar þjóðar íoih finnst þér skemmtilegast að af- greiða? — Bandaríkjamenn eru mjög kurteisir og aðlaðandi og eins Norðurlandabúar, en þó er alltaf skemmtilegast að afgreiða Islend- inga. Það eru áberandi margir íslendingar sem ferðast til Norð- urlandanna, en mun minna til Lúxemborgar. — Það leggjast auðvitað allir á eitt með að taka sem bezt á móti þessum farþegum? — Já, það er mjög gott og elskulegt fólk sem vinnur héma. Það hefur mikið að segja þvl að þetta er mitt annað heimili með- an ég dvel hér suðurfrá. — En hvemig er það, þegar þú un.gengst svona mikið fólk, sem er á leiðinni í sumarfrí til Ameríku, Evrópu eða jafnvel á baðströnd á Spáni, langar þig aldrei að fara með? — Jú, jú, stundum langar mig með, jérstaklega þegar ég veit að það em laus sæti segir Þór- unn og brosir við. Sl. mánudag tapaðist lyklakippa með nokkrum lyklum og nagla- hreins ’ í síldarlíki og lítil plata með erlendu bílnúmeri. Finnandi vinsamlegast skili því á lögreglu- stöðina. Fótbolti- tapaðist síðastl. sunnu- dag við þjóðveginn á Hvalfjarðar- strönd á leiðinni til Akraness. — Skilvfs finnandi er beðinn að hringja síma 51610. Tápazt hafa peningar í merktu umslagi í miðbænum fyrir 3 vikum. Skilvís finnandi vinsamlegast skili því á lögreglustöðina gegn fundar- launum. Rauð budda tapaðist sl. mánud. Sími 20576. Philips feröasegulband 1 grárri leðurtösku tapaðist á leiðinni: Hafravatn, Geitháls. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 19967. — BARNAl f# GÆZLS' ... . ..... Telpa óskast til að gæta bams í september. Uppl. i síma 14459. — Tek böm í gæzlu yfir daginn. — Uppl. í síma 40231. ru............ ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT SIMI 38123 OPIÐ 8-22,30 SUNNUD. 9-22,30 Smáauglýsingar EINKAMAL Smferðawo*''00®'

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.