Vísir - 03.09.1966, Page 3

Vísir - 03.09.1966, Page 3
V í S IR . Laugardagur 3. september 1966 Hvell rafmagnshringing kallar á hópinn inn í skólann og handtakiö herðist. skipti. .. Katrín á leið með Björney í skólann í fyrsta Hátíðleikabiær ríkir síðasta spöl inn... Fyrsti skóladagurinn Pað var svali í loftinu en sól arglætan boðaði að hlýna mundi seinna um daginn. Klukkan var að nálgast tíu og í barnaskól- unum biðu kennararnir eftir fyrsta hóp skólabamanna. Sjö ára börnin áttu að mæta fyrst en síðan hinir aldursflokkarnir koll af kolli. 1. september, fyrsti skóladagur bamastigsins og fyrsti dagurinn í skóla fyrir þau yngstu. Svo byrjuðu þau að tínast aö flest í fylgd meö mömmu. Þegar nær dró skólanum færðist hátíð- leikablær yfir þau og síðasti spölurinn var lagður aö baki í þöign og handtakið hertist. Hvellur hljómurinn í raf- magnsklukkunni kallaði á þau inn í skólastofurnar þar sem þeim var skipað niður í bekkjar- deildir. Fyrir utan Hamrahlíðar skólann voru nokkrir forvitnir áhorfendur, ungir að árum. Sum þrýstu andlitunum upp að glugg um skólastofunnar til þess að fylgjast betur með hópnum fyrir innan en tvær níu ára hnyðrur létu sér fátt um finnast og sögðu um leið og þær fóm: „Uss þetta er ekkert skemmtilegt, þetta eru bara sjö ára pollar, sjö ára poll- ar,“ endurtóku þær í kór og horfðu ögrandi á umhverfið og hlupu burt. Könnunarferðinni í skólann þeirra lauk þar með. Kannski hefur óljós minning frá sl. vetri seitt, ilmur af nýju leðri og þessi sérstaka skólabókalykt, kennarinn sem gat verið leiðin- legur eða skemmtilegur eftir þvi hvemig skapi hann var i og svo allir félagarnir. Þær voru sér þess meðvitandi þessar níu ára hnátur aö þama voru þær reynslunni ríkari og stóðu langtum framar aö vizku sjö ára poljunum sem voru eins og hverjir aörir græningjar að fara í fyrsta sinn í skóla. Inni í kennslustofunni ýtti ein mamman á eftir dóttur sinni þegar nafnið hennar var kallaö upp og sagði „Vertu ekki feimin elskan“ í hughreystingarskyni. Þau voru fremur umkomu- Iaus að sjá þar sem þau stóðu . í hóp í horninu á stofunni, en þarna hittust tvær vinkonur og létti yfir þeim og þær byrjuðu að hvíslast á. Það bættist í hóp inn eftir þvl sem fleiri nöfn voru lesin upp og innan skamms var fullskipað í fyrsta sjö ára bekkinn, sem nú átti eftir að hitta kennarann og kynnast skólanum í fyrsta sinn og skildi þá Myndsjáin við hópinn. ■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.