Vísir - 03.09.1966, Page 15

Vísir - 03.09.1966, Page 15
VI S IR Laugardagur 3. september 1966 J. B. Prhtic Nætumestir «n 1. KAPÍTULI JJann veitti því athygli, að Marg- 1 aret var að segja eitthvað, en vegna hávaðans í vélinni og af því að regniö buldi á bílrúðunni, gat hann ekki heyrt orðaskil. — Hann stöðvaði bílinn skyndilega til þess að „slappa af“ — til þess aö hvíl- ast frá þvx nokkur augnablik að halda áfram akstrinum í kola- myrkri og úrhellisrigningu. Það hafði alltaf lamað dálítið öryggis- kennd hans, að aka næturlangt og sjá ekkert, nema bléttinn fyrir fram an bílinn á veginum, blettinn, sem framljósin báru birtu á. Og stund um var hann ekki öruggari en svo, að hann greip fálmandi höndum sftir gírstöngum, og var léttir að því, er ekkert kom fyrir, er hann skipti um gír, og hafði sleppt ann- arri hendi af stýrishjólinu sem snöggvast. En nú fannst honum það næstum kraftaverk, að ekkert ó- happ hafði komið fyrir, er hann 1 hafði ekið bugöóttan, hálan fjalla- veg í þessu herjans myrkri og regn ið blátt áfram steyptist niður, eins og skýfall. Og svona hafði þetta j |engiö—tii hvern kílómetrann af öðrum. Einhver endir hlaut að verða á þessu. Það var eins og hann væri að ögra veðurguðunum, að vera að aka þessum skröltandi kassa £ regni og myrkri þessa stór- hættulegu fjallaleið. Hann sneri sér að Margaret. — Þetta var alveg óþarft, sagði hún. Hún hafði vitanlega verið til neydd að hækka röddina, en hún mælti kalt og rólega eins og hún átti vanda til. Hún var róleg aö vanda, en í þetta skipti að minnsta kosti var henni ekki skemmt. — Hvað áttu við? spurði Philip, og ekki bætti það skapsmunina, að hún skyldi hafa látið sér þetta um munn fara. En vel vissi hann hvað hún átti viö. Svo varð hann allt í einu argur. Því í fjandanum mátti hann ekki stöðva bílinn stund arkom, athugasemdalaust frá henni? Líklega var enginn þeirra þriggja sem £ bi'lnum voru eins gegnblautur og kaldur og hann. — Það var óþarfi af þér að nema staðar, sagði Margaret. Ég sagöi bara, að við ættum að hafa snúiö við fyrr. Það er heimskulegt aö halda svona áfram. Hvar erum viö stödd? Hann fann kaldan svita sprétta sér á enni og honum rann eins og kalt vatn milli skinns og hörunds. — Fari i heitasta, ég veit það ekki. Á einhverjum afskekktum, herjans stað f háfjöllum Wales. Ég veit ekkert frekar — alls ekkert — en þó hef ég á tilfinningunni, að ég sé á réttri leiö — nokkurn veg- inn réttri leið. Hann færði sig dálitið til £ sæt- inu. Hann var enn blautari en hann hafði haldið, að hann væri. Hann hafði. gegnblotnað, er sprungið hafði hjá þeim og hann var að bauka við að skipta, og svo hafði hann orðið að nema staðar til þess að lfta á vélina, og sfðan hafði ekk- ert lát orðið á rigningunni — svo gott bílhús var ekki til, að það væri til fullrar hlffðar f öðru eins veðri. — Það er vonlaust. sagði Marg- aret róleg. Þessi orð vom hennar dómsniðurstaða og hún bætti viö: — Hvað er klukkan? Þaö logaöi ekki á ljósinu yfir mælaborðinu, svo að hann kveikti ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasfi: Format innréttingar bjóSa upp ú annað hundrað tcgundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki.og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- J um stólvaski og raftækjum af vönduðustu » gerð. - Sendið eða komið með mól af cldhús- j inu og við skipuleggjum cldhúsið samstundis og gorum yður fast vcrðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðrft greiðsluskilmóla og — lækkið byggingakostnaðinn. JBírafTækÍ HÚS & SKIP ,hf.- tAUSAVISI II • SIMI 21515 á eldspýtu til þess að gá á arm- bandsúrið. Rétt í svip sá hann and- lit Margaret á hlið, áður en slokkn aði á eldspýtunni. Þaö var vottur ásökunar f svipnum. Og honum fannst í svip, aö allt væri honum að kenna ekki sfzt hvað þau höfðu tafizt á þjóðveginum vegna þess að hann hefði tekið skakka stefnu, en það var líka ekki nema von, að eitthvað bjátaði á f kolamyrkri mitt á milli þessara skuggalegu fjalla í öðm eins veðri. Hann vissi að hún horfði á hann með gagnrýnandi augnaráði hverju sinni, er hún leit á hann, vegna ör yggisleysis hans og að það var eins fjarri því og hugsazt gat að hann hefði ráð undir hverju rifi, þegar mikið lá við. Þá var hún allt af eins og fjarlæg og vottaði fyrir fyrirlitningu í svipnum. Og ef eitt hvað misheppnaöist fyrir honum — og það var alltaf eitthvað að misheppnast fyrir honum — lét hún hann jafnan verða þess varan að það hefði ekki farið fram hjá henni. Ef til vill vom allar kon- ur svona, en það var óréttlátt. — Við verðum vist að halda á- fram, sagði Margaret, og reyna að komast áfram. Á ég að taka viö? Hann hafði búizt við þessari spurningu. Hún gekk með þá flugu í kollinum, að hún æki betur en hann. Ef til vill var hún líka ör- uggari bílstjóri — ekki vegna þess að hún væri neitt leiknari í að skipta um gír og þess háttar, en hún var öruggari, „kaldari“, eins og sumir voru famir að kalla það — en það var hún vegna þess, að hún hugsaöi ekki um hættumar svo að það olli henni ekki neinum áhyggjum eins og honum. Hún mundi aka beint áfram með sama hraða, þótt hryggur væri á vegin- um og eins þótt allt f einu væri ekið utan í fjallshlíð og hársbreidd frá barmi þar sem var snarbratt niður og bíllinn mundi fara í mjöl tugum metra fyrir neðan, ef nokkra skeikaði. Hún treysti í blindni á sjálfa sig og að allt færi vel — en fólki treysti hún lftt. Það var allt meinleysisfólk en heimskt. Um þetta allt hugsaði hann, er hann greip um stýrishjólið — Nei, þakka þér fyrir, ég held áfram að aka. Það væri ekkert vit í að fara að skipta um nú. Við komumst sjálfsagt bráðum á ein- hvem stað, þar sem við getum kom izt í húsaskjól. Allt f einu var kveikt á eld- spýtu í sætinu fyrir aftan hann og hann leit um öxl og sá, að Penderel var að kveikja sér f vindl ingi. — Yður líður þolanlega, Pender el? sagði hann með spurnarhreim f röddinni, — þér hafið að minnsta kosti ekki drukknaö enn. . í bjarma logans frá eldspýtunni virti hann andlit hans fyrir sér sem snöggvast. Hann var fölleitur og illmannlegur — það var ekki annað orð til yfir það — einkenni legur náungi, sem fólki var ekki mikið um og Margaret leit hann sömu augum og aðrir. Og allt í einu fannst Philip notalegt, að hann skyldi vera þama. Penderel gaf dauðann og djöfulinn f allt. — Hvar erum við? spurði Pend erel glottandi og um leið slokknaði á eldspýtunni. — Við höfum ekki hugmynd um það kallaði Philip því að nú kom ný hvassviðrishrina og úrkoman var eins og skýfall. — Ég held að okkur megi standa á sama, sagði Penderel eins og hon um væri skemmt. Það er annars eins og aldrei ætli að lægja. Kannski heimsendir sé í nánd. Mun ið þið eftir viðræðunum hjá Ains- ly-fjölskyldunni? Philip hafði á tilfinningunni, að Margaret mislíkaöi raus Penderels meðfram vegna þess, að þau höfðu öll þrjú verið gestir fjölskyldunn- ar og þetta fólk var vinir hennar Sannast að segja var hún næstum búin að gleyma Penderel þama f aftursætinu. — Ég efast um að við komumst til Shrewsbury f kvöld, kallaði Philip til Penderels, en þar höfðu þau ætlað sér að hafa viðdvöl. — Shrewsbury, sagði Penderel, og Jhló kaldranalega^látið yður ekki detta neitt slfkt f hug. Ég get sagt ýður — hann virtist hika við — en, hélt svo áfram: ég vil ó- gjaman skjóta konunni yðar skelk í bringu. — Hafið engar áhyggjur af mér herra Penderel. skaut Margaret inn í ískaldri röddu. Ég er ekki hræðslugjöm. — Jæja, en það er ég, svaraði Penderel og hækkaöi röddina og var sem honum væri skemmt. Hann rausaði áfram, annað hvort vegna heimsku eða vegna þess, að hann lét sér allt f léttu rúmi liggja. — Mér finnst bara, að hér um slóðir verði menn að fara var- lega. Það hafa verið feikna úrkom- ur f vikutíma og í þessum lands- hluta em oft hættuleg jarðhmn uppi í fjöllunum í úrkomutíð og allur þremillinn gæti gerzt. Maður gæti allt í einu verið kominn á bólakaf í einhverju fjallavatninu eða vagninn gæti henzt af veginum og maður svifj f lausu lofti... Vegna myrkurs og hávaða urðn þau að kallast á til þess að geta haldið áfram samræðunni. — O, jæja, ég efast nú um að neinn voði sé á ferðum. Af stað Philip, ég skal reyna að gefa gæt- ur að vegaskiltum. A R N Þetta er frumskógarsvæði sem jafnvel ég hef ekki augum litið áður Yeats hershöfðingi Heyrðu annars Tarzan, nafn týnda flug- mannsins er Bilsk flugstjóri. Ef hann er einhvers staöar á þessu svæði og á lífi þá finn ég hann. Þegar allt kemur til alls getur flugvél ekki horfiö án þess að einhver verksum- merki sjáist. Þau hafa ekki sézt úr lofti en kannski þér takist betur til á jörðu niðri. — Mér er fjandans sama um allt, sagöi Penderel, og sama hvort við komumst til Shrewsbury í kvöld eöa ekki. Hér gæti þó eitt- hvað gerzt en í Shrewsbury gerist aldrei neitt, og heldur ekki neins staðar handan Shrewsbury, — en hér gæti’þó eitthvað gerzt. Þegar Philip hafði sett bílinn f gang aftur óskaði hann sér þess, að hann væri kominn á bílabraut- ina handan Shrewsbury, en hún var ^gslétt og þar var fljótlegt að aka til einhvers gistihússins, þar biði eldur á arni, rúm með hrein- um lökum. Vegurinn, sem hann ók um nú var litlu betri en ekið væri um vegleysu, það var hola við holu á veginum, pyttir hjólför full af vatni. Hann ók hægt áfram,' hélt fast um stýrið, — það jók öryggi hans dálítið að kreppa fingrunum um það, nú, þegar allt virtist svo skuggalegt — þegar óvissa virtist FRAMKÖLLUN KOPIERING STÆKKUN CEVAFOTO eru sterkir og mjúkir, enda vestur-Þýzk gæðavara. Barðinn hf., Ármúla 7 — Sími 30501 Hjólbarða- og benzinsalan v/Vitatorg — Símj 23900 Almenna verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15 — Sími 101S9

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.