Vísir - 12.09.1966, Page 3

Vísir - 12.09.1966, Page 3
VÍSIR . Mánudagur 12. september 1966. 3 Kennarar í eðlisfræðikennslustund 1 nýja hluta Menntaskólans í Reykjav. sitja kennarar úr ungl- inga- og gagnfræðaskólum víðs vegar af landinu námskeið í stærðfræði og eölisfræði. — Þeir eru þar til þess að rifja upp og bæta við þekkingu sína á fræðigreinunum og koma betur undirbúnir að kennaraboröinu en áöur. Sú nýbreytni skólamála var tekin upp í fyrrahaust, að halda námskeið fyrir kennara í helztu kennslugreinum barna og ungl- ingastigsins og verða slik nám- skeið væntanlega haldin árlega hér eftir. — Námstjórar hverr- ar námsgreinar standa fyrir þessum námskeiðum og eru sér- menntaðir framhaldsskólakenn- arar í hinum ýmsu kennslu- greinum fengnir til þess að halda fyrirlestra, skýra nýjung- ar og rifja upp ýmis atriði með kennurunum sem námskeiðin sækja. —0— Þegar Myndsjá Vísis leit inn á námskeið í Menntaskólanum fyrir stuttu, var Örn Helgason eðlisfræðingur að fara yfir til- raunir með kennurunum. Hann sagði aö 24 kennarar tækju þátt í þessari verklegu eðlisfræöi. — Hér er ekki endilega farið í það, sem kenna skal í unglinga og gagnfræðaskólum, sagði hann, heldur ýmislegt sem teng- ir saman, það sem þeir kunna fyrir. Og við vonumst til að þetta geti útvíkkað svolítið sjóndeildarhringinn. — Þá eru inn á milli æfingar, sem ágætt er að nota í gagnfræðaskólum. — Ég hef verið að fara hér í það sem snertir aflfræði og ölduhreyfingar. Við komum dá- lítið inn á ljósfræði og raföldu- hreyfingar almennt. Öm sagði að mikil þróun hefði orðið á eðlisfræðiþekkingu manna undanfarið og á nám- skeiðinu yæri verið aö kynna ýmsar nýjungar. Þar væri mik- ið stuðzt við nýja, ameríska kennslubók, sem mesta áherzlu legði á það, hvernig hlutirnir væru byggðir upp — hitt kemur frekar af sjálfu sér, hvernig á að nota þá. —0— Æfing f ljósfræði, Óskar Jónsson, Gagnfræðaskóla Keflavíkur, Kristinn Kristinsson, við Gagnfræða- skólann í Hverageröi, Guðmundur Magnússon, Skógaskóla, og Aðalbjörn, kennari við Miðskólann Lundi í Axarfirði. Viö öldukerið, frá vinstri: Gunnar Ásgeirsson, stærðfræðikennari við Réttarholtsskóla. Guðmundur Jónsson við Gagnfræðaskóla ísa- fjarðar, Bjöm Fr. Björnsson viö Miðskólann á Sauöárkróki og Jón Karlsson við Réttarholtsskólann. Einar Siggeirsson, kennari viö Réttarholtsskólann og Þorvaldur Þorvaldsson við Iðnskólann Akranesi athuga „interferens“ með Young’s tilraun. í þessum nýju kennslustofum menntaskólans eru kennarar svo að bauka við margs kyns tæki og tól, svo sem ölduker, eða Gára eins og sérfræðing- amir kalla það gjarna. Þetta ku vera handhægt áhald til þess aö skoða ölduhreyfingar í tveimur víddum. Það er ferhymt ker með glérbotni. Ef að ljós er lát- ið lýsa ofan á það og vatninu í því er komið á hreyfingu koma öldumyndanir fram á hvítum fleti undir því. Þannig má skynja hinar aðskiljanlegu náttúrur ölduhreyfinganna. Nokkrir námskeiösmanna eru örn Helgason eðlisfræðingur (á hvíta sloppnum) er á sífelldum þönum til þess að útskýra og fylgj- inni í myrkraskonsu og skóða ast með tilraununum. nokkur ljósfyrirbrigði með að- stoð þar til gerðra áhalda. Aör- ir velta vöngum yfir tveimur kúlum, sem hafa sama massa, láta þær rekast á undir ýmsum hornum og kanna með því varð- veizlu skriðþungans. — Og fleira fróðlegt fást þeir við, sem hér er enginn kostur að skýra. — En kennari kennaranna, Örn Helgason er á sífelldum þönum til þess að fylgjast með og út- skýra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.