Vísir - 20.09.1966, Side 2

Vísir - 20.09.1966, Side 2
2 V1SIR. Þriðjudagur 20. september 1966. Þróttur í uudanúrsfít í bikarkeppninui Vann Isafj'órð 4:2 / framlengdum leik Þróttur fer áfram í undanúrslit i bikarkeppni KSÍ. Unnu Þróttarar ísfiröinga í rokinu á sunnudaginn í leik liöanna vestur á Melavelli. Er þess skemmst að minnast aö rokið bar leikmenn algjörlega ofur- liði í þessum leik, eða allt þar til Þróttarar vöknuöu til lífsins, þegar 10 mín. voru eftir af framlengingu og skoruðu 2 mörk sem nægðu þeim til sigurs, 4 :2. Þróttur lék fyrri hálfleikinn und- an suövestan sjö vindstigum. í hálf- Ieik var staöan 2 : 0, annað markiö skoraö af Hauki Þorvaldssyni en í hitt skiptiö lenti boltinn í ísfirö- ingi og hrökk af honum í netiö. í seinni hálfleik sóttu ís- firðingar nokkuð minna en Þrótt- aramir, en sóknir þeirra voru hættulegri og færðu tvö mörk, sem bæði má skrifa á kostnaö vamar Þróttar. Lauk leik 2 :2 og var framlengt um 2 x 15 mínútur. 1 fyrri hlutanum tókst Þrótti ekki að skora þrátt fyrir góö tækifæri og stangarskot, en loks eftir 5 mínútur í seinni hlutanum brauzt Jens Karlsson, sá duglegi leikmaður, upp og skoraöi 3 :2 og rétt á eftir bætti Halldór Bragason 4 : 2 við. ísfirðingar voru annars óheppn ir í þessum leik, því 3 leikmenn sem áttu aö leika með komust ekki til Reykjavíkur vegna slæms flug- veðurs, þar á meðal var Björn Helgason, tvímælalaust bezti maður fsfiröinga. í Eriksson á sundmóti í „höllinni" í kvöld ic í kvöld kl. 8.00 e.h. gangast Sundsamband íslands og Sundráð Reykjavíkur fyrir sundmóti meö þátttöku bezta sundmanns Norð- urlanda, Svíans Ingvars Erikssonar. Ingvar hlaut þrenn verðlaun á nýafstöönu Evrópumeistaramóti og voru beztu tímar hans þar: 100 m skriðsund 54.1 sek. (í boðsundi) og 200 m skriðsund 2.000.00 mín. (f boðsundi). ★ Ingvar á Norðurlandametið f 100 m flugsundi 59.5 sek. á 25 m braut (1.00.6 mfn. á 50 m braut) og eru líkur á þvf að hann bæti þetta met hér. Ingvar er á leið tfl Bandaríkjanna til náms og sundæfinga. ★ Keppnisgreinar á mótinu verða: 100 m skriðsund karla, 100 m flugsund karla, 200 m bringusund karla, 100 m baksund kvenna 50 m bringusxmd kvenna, 100 m bringusund drengja, 50 m skrið- sund drengja, 100 m skriðsund stúlkna 100 m fjórsund telpna 4x50 m fjórsund kvenna. *****■***»■*-*-*•-»■-*■■*■■*-■ - - - -i-n-i -i |—11|— i — - - -i-i i‘i n r - i- - - - \ Þessar tvær stúlkur voru fyrir nokkrum dögum að æfa sig f frjálsum íþróttum vestur á Melavelli. Þær voru tvær einar. Fyrir rúmum áratug stunduðu margfalt fleiri stúlkur frjálsar íþróttir hér í höfuðborginni. Hvert stefnir í íþróttamálum okkar? Hvað er að gerast f knatt- spymumálum okkar? Hvað er að gerast f íþróttaheiminum yfir Ieitt ? Þetta eru spumingar, sem dynja á okkur íþróttablaðamönn um á hverjum degi, — oft á dag, alla daga ársins. Þetta á við ekki sízt, þegar fslendingar hafa tapað fyrir ein- hverju erlendu landsliði, hvort sem það er í knattspymu, hand- knattleik, frjálsum íþróttum, sundi eða hvað það nú er. Þaö er engu Ifkara en að ís- lenzka þjóðin, með hinum full- komnu margmilljónaframkvæmd um, sé að hverfa frá öllu, sem heitir „sport“. íslenzkir knatt- spymumenn mega t. d. ekki vera að því að leika knattspymuleiki fyrir utanferðum og lúxusflakki, að ekki sé minnzt á æfingarnar. Lið sem í vor var varla til, á að leika úrslitaleikinn í íslandsmót- inu í knattspyrnu og er af flest- um talið sigurstranglegt, — ein- ungis vegna þess að þjálfaranum tókst að ná all harðsnúnu liði til æfinga í 2—3 mánuði. íþróttaforystan reynir, þegar „stjörnumar“ bregðast, að fá fólkið sjálft til að sigra í lands- keppni við Norðurlandaþjóðim- ar. Sundskyldan, sem gerir nær öllum íslendingum fært að iðka sund, glæöir þó ekki áhugann og þegar minnzt er á norrænu sundkeppnina, þá hnussar í ís- lendingnum og hann segir sem svo : „Hvemig á ég að geta synt 200 metra, — ég hef ekki komið í sundlaug í 10 ár.“ Samt getur blindur og handarvana maöur synt 200 metrana, 3 ára bam gerði þetta og margir öldungar hafa lagzt til sunds og lokið því með sóma, án þess að leggja til- takanlega hart að sér. Það kom f Ijós á sínum tíma, að íslendingur á æskuskeiði var álíka að líkamlegu atgervi og sjötugur Svíi. Þetta leiddu rann- sóknir í ljós og voru birtar hér í blaðinu og vöktu athygli, en þvi miður hefur þetta ekki verið nóg. Allt of fáir stunda íþróttir eða útivist sér til hressingar eða heilsubótar. „Útivist“ íslendings ins í dag er helgarferö í nýja bílnum í rykmekki moldarveg- anna okkar, og oftast endar þessi skemmtiferð með fjölskyld una f laut, sem sjaldnast má véra i mikilli fjarlægð frá farar- tækinu. Og stjömumar okkar? Þær fáum við að sjá í öllu sínu veldi á knattspymuvellinum eða frjáls íþróttaleikvangi. Og ekki bregzt það, að meðalmaður erlendrar þjóðar fer með sigur af hólmi. Nú siðast sáum við heldur lé- legt liö Frakka vinna okkar landslið með 2 : 0. Það var held- ur dapurleg sjón að sjá. Frakk- amir þurftu hreint ekkert að gera til að fara með vinninginn. Okkar menn, sem landsliösnefnd hafði gefiö tækifæri til að leika fyrir landsins hönd, gerðu lítið annað en góna út f loftið. Það var lítið barizt, blóð víkinganna fomu greinilega útþynnt f þess- um ungu mönnum. Það er eins og íslenzkir íþróttamenn forö- ist allt sem heitir barátta. Þaö er alltaf uppgjöf í spilinu. Og hvað segja svo þessir tröll- tryggu áhorfendur, sem alltaf mæta til leiks, sama hvemig fyrri leikir hafa farið, sama hve svekktir þeir hafa yfirgefið hin glæsilegu íþróttamannvirki, „að- stöðuna“ margumtöluðu. Svar þessa hóps er að koma í ljós. Hópurinn er að minnka, og for- ráöamenn knattspymunnar farn ir að sjá fram á hrun, verði ekki að gert. Það er staðreynd að jafnvel knattspyrna, sá vinsæli leikur, sem alltaf virðist geta laðað að sér fólk, getur líka orð- ið svo léleg aö fólk nenni ekki að eyða fé og fyrirhöfn til að elta uppi fyrirfram vitaða lélega leiki. í Laugardal á sunnudaginn var svarið 3500 áhorfendur, — færri hafa áhorfendur víst aldrei verið á landsleik. Flugsýn ing á Keflavíkurflugvelli dró þó að sér hátt á 6. þús. manns. Og þessir 3500 voru mjög ó- ánægðir, sennilega aldrei eins óánægðir og nú. Knattspyrnan í landinu má fara að vara sig. Fólkið lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Það vill sjá landsliðs- menn a. m. k. REYNA, þó ekki sé það nú meira. Þær eru orðnar æði margar keppnimar, sem við íslendingar höfum lagt út í í sumar. En telj- ið saman sigrana, hvort sem það er i knattspymu, frjálsum íþróttum eöa sundi. Þeir eru ekki margir sigramir. I ein- staklingsgreinum standa örfáir menn upp úr, en aðrir eru svo- kallaðir „gutlarar". iðka íþrótt- ina ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti og að því er virð- ist af mjög litlum áhuga. Þannig em iþróttimar í dag á íslandi. Fyrir 12—15 árum stóðust íslenzkár íþróttir sam- anburð við aðrar Evrópuþjóðir. Þá tóku íslenzkir íþróttamenn á móti Evrópumeisturum og silfurmönnum frá Olympíuleik- um. I dag er vart hægt að hluta svo lítið land í Evrópu að þar sé ekki hægt að finna skárra lið en okkar bezta. Þetta er hryggileg staðreynd, en það er eins gott að hinkra við og því er hér varpað fram að það væri ekki úr vegi að iþrótta samtökin láti fara fram allsherj- ar rannsókn á því hvers vegna allt íþróttalíf, hvort sem það eru keppnismenn eða almenningur sem á í hlut, er nú að því er viröist, aö því lcomið að kafna. —jbp— Æ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.