Vísir - 24.09.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1966, Blaðsíða 7
V í S IR. Laugardagur 24. september 1966 7 Ekki ráðlegt að aka leng- ur en 36 stundir í einu — segir fimmfaldur Evrópumeistari kvenna i kappaksfri, Pat Carlsson i viðtali við Kvennasiðu Visis ^~hrðiÖ „kappaksturskona" hljóm- ^ ar dálítið undarlega í eyrum okkar. Við höfum eiginlega ekki þurft á þessu orði að halda fyrr en nú, að ein slík dvaldist ný- verið hér á landi, frú Pat Moss, eða Pat Carlsson, eins og hún nefnist, þegar hún er f fylgd með eiginmanni sínum, Eric Carlsson. Hvemig skyldi þaö vera að hafa kappakstur að atvinnu? Til þess að komast að því fór Kvennasíð- an á fund frú Pat og bað hana að segja svolítið frá starfi sínu. — Þetta er eins og hver önnur vinna, sagði Pat Carlsson, — ég fæ borgað fyrir að aka bíl í kapp- aksttl, þér fáið borgað fyrir að skrifa f Vísi. En þetta er mjög skemmtileg vinna, að mér finnst, og þarna get ég sameinað aðal- áhugamál mitt og vinnuna. Kapp- aksturinn er sömuleiðis áhugamál og-atvinna mannsins míns svo að við höfum tækifæri til þess að ferðast um saman í sambandi við vinnuna. Áður en lengra var haldið skýrði „kappaksturskonan" fyrir fulltrúa Kvennasíðunnar, sem er allsendis ófróður um kappakstur hver munurinn er á „rally“ og „racing.‘ „Racing' ‘er akstur á hringbraut um í sérstökum kaþpakstursbílum en „rally“ er akstur eftir þjóð- vegum í venjulegum bílum. — Ég stunda þjóðvegaakstur, sagði Pat, — hef nokkrum sinn- um tekið þátt f hringakstri, en j>að er ekki nærri eins skemmti- legt. Maöur þýtur alltaf sama hringinn en í þjóðvegaakstri fer maður yfir fjöll og um dali og sér alltaf nýtt landslag. 13 ÁRA STARFSFERILL. — Hvenær hófuö þér ferilinn sem „kappaksturskona ?“ — Látum okkur sjá — ég var 19 ára, árið 1954. Þá byrjaði ég aö keppa fyrir BMC-bílaverksmiðj- urnar á MC-bíl, sem þeir létu mig fá. En árið áður hafði ég oft tek- ið þátt í stuttum kappakstri á litlum Morris-bíl, sem ég átti sjálf — Upphafið að þessu var það, að umboðsmaður bróður míns, Stirl- ing Moss, sem var orðinn þekktur hringakstursmaður, kom eitt sinn heim og spurði mig hvort ég vildi ekki sitja f hjá honum I þjóðvega- akstri. Ég geröi þaö og varð svo hrifin aö mig langaði til að reyna þetta sjálf — fór í lítinn „rálly- klúbb“, en það úir og grúir af þeim í Englandi. Árið eftir, 1954 sáu BMC-verksmiðjumar sér leik á borði að láta mig keppa fvrir sig — ég var systir Stirling Moss og nafnið hlaut að vekja athygli. — Hvemig gekk? — Fyrsti kappaksturinn fyrir þá fór illa, því að sú sem ók með mér villtist. — En svo gekk þetta upp og ofan, stundum var ég fram arlega, stundum aftárlega. 1962 ók ég fyrir Ford og síðan tók Saab við. — Kom Saab með eiginmann- inum ? „GIFTIST SAAB“ — Já, Eric hafði ekið fyrir Saab og ég átti sjálf Saab, sem einkabíl og þegar mér var boðin vinna þar tók ég henni. Pat Carlsson var ekkert áfjáð í að tala um sigra sína í kapp- akstri, en þó kom fram að hún hefur fimm sinnum orðið Evrópu- meistari kvenna: Árin 1958-’60 -’62-’64 og ’65. — Héðan fer ég til Miinchen, til að taka þátt í Búdapestakstrin- um, svonefnda, sem er frá Miinc- hen gegnum Vínarborg til Buda- pest ég ætla að safna nokkrum stigum til að reyna að ná í Evr- ópumeistaratitilinn í ár. Þar gildir samanlagður stigafjöldi úr tiltekn- um „kappökstrum“. Pat Carlsson sagði að í ár hefðu þau hjónin haft það heldur rólegt og getað verið mikið heima og aðspurð um hve oft hún hafi tekið þátt í kappakstri á árinu, sagðist hún ekki muna það nákýæmlega því að árin rynnu öll samán í eitt. — En hér kemur það, sagði hún og tók upp vasabók: Fyrst var það Svíþjóðaraksturinn, þá Aust- ur-Afríkuaksturinn, þá í Hollandi, Grikklandi, Bretlandi, Tékkósló- vakíu og Ölpunum og á eftir Búdapestakstrinum verður einn f Bretlandi. Sem sé 9, þar af 8 í Evrópu. En við ferðumst meira en í sambandi við kappaksturinn — Eric þarf að halda fvrirlestra fyr- ir Saab, eins og t.d. hérna. AF 200 KEIPENDUM ERU AÐEINS 5 KONUR — Hafa margar konur kapp- akstur að atvinnu? — Nei, mjög fáar miðað við karl mennina, sem eru í þessu. 1 Monte Carloakstrinum, þar sem þátttakendur eru hvað flestir, um 300, eru aö jafnaði aðeins 5-6 kon ur. — Þurfið þið ekki að vera feiki lega fróðar um bíla? Pat Carlsson. — Við þurfum að geta þekkt og gert við smávegis bilanir, sem fljótlegt er að gera við. — Ef um meiri háttar bilanir er að ræða tekur viðgerðin of langan tíma og þá er eins gott að hætta í ke^pn- inm ög fata bifvélavirkja gera við. — Þarf ekki mikið útháld ef um langa keppni er aö ræöa? — Jú, en þetta kemur upp í vana. Annars er ég nú hraust og sterklega byggð eins og þér sjáiö. En sú sem keppir meö mér, er mjög lítil og grönn — en hörð af sér. Maður venst því að vaka 2-3 daga i keppni, það er allt í lagi. En það er ekki gott að aka meira en 36 stundir án hvíldar, þá fer maður að þreytast. En eins og ég sagöi þá er þetta eins og hver önnur vinna, sem maður venst. Hún sagði að auðvitað hafi hún orðið fyrir smávegis óhöppum, velt bílum og þess háttar. En í heild hafi hún verið mjög hepp in — og nú barði hún í tré. Bíl arnir séu nú orönir svo sterkir að veltur séu ekki svo alvarlegar — það sé verra að aka á tré. — Hafið þér ekki meitt yður? — Jú, en ekki sem heitiö get- ur. Einu sinni brotnaði tönnn, einu sinni fékk ég skurð á hök- una, en þaö var ekkert. FÉKK FYRSTA HESTINN'3 ÁRA Nú berst talið að heimili henn ar í nágrenni Oxford en þegar hún er heima nýtur hún þess að fást við matargerð. Hverja stund sem gefst notar hún *tif að fara á hest- bak, því að þaú>lrjánin eiga marga hesta. — Ég hef verið á hestbaki síöan ég var 2 ára og ég fékk fyrsta hest inn þegar ég var 3 ára. Þegar ég er heima lengi í einu tek ég þátt í stökkkeppni á hverjum laug ardegi. Hestarnir eru mitt annað áhugamál, á eftir bílunum. Og hver veit nema flugvélin verði í þriðja sæti áöur en langt um líður því að þau hjónin eru búin að kaupa litla flugvél og ætla aö læra á hana við fyrsta tækifæri. Kvennasíöan spurði hana að lok uum hvort hún ætlaði aö halda kappakstri áfram lengi? — Sem stendur finnst mér þetta mjög skemmtilegt. Þetta er starf mitt og jafnframt áhugamál eins og ég sagði áðan. Hingað til hefur allt gengið vel (og aftur ber hún í tré) — ég er nefnilega svo- lítið hjátrúarfull — kannski held ég áfram í eitt ár, kannski tíu, Hver veit? ’t Skemmtun og snyrtivöru- kynning unnuð kvöld Annaö kvöld verður skemmti- og kynningarkvöld á Hótel Sögu á vegum frú Elínar Ingvarsdótt- ur, en hún stóö fyrir svipuðu kvöldi sl. sunnudag og var það mjög vel sótt. Þama er um að ræða kynn- ingu á snvrtivörum og einn lið- urinn er sá, að stúlkuur, snyrt ar kvöldsnyrtingu koma fram í kvöldkjólum frá „Guörúnu“ á Rauðarárstíg 1 og í kvöldskóm frá „Rímu“ í Austurstræti. Elín Ingvarsdóttir kynnir snyrtivör- urnar’ annað kvöld en hún dvaldist í nokkur ár viö nám í Bandaríkjunum í ýmsu sem við kemur fegrun, snyrtingu og fram komu. Nú rekur hún verzlunina „Regnbogann“ Annað kvöld verða kynntar snyrtivörur frá ítalska fyrirtæk inu „Flor-I-Mar“« en þær em nýkomnar á markaðinn hér og eru tiltölulega ódýrar. Að lok- inni þessari kynningu kemur fram ungur og efnilegur söngv- ari, Ingimar Sigurðsson og syng ur við undirleik föður sins Sig urðar ísólfssonar. Kom hann í fyrsta skipti fram opinberiaga sl. sunnudag. Síðan syngja re- lagar úr Karlakór Reykjavfkur létt lög og að lokum veröur stig inn dans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.